Morgunblaðið - 13.10.1981, Page 35
an er endileysa. Már heldur því
sem sagt fram, að öll mál mætti
dæma heima, ef bara viðkomandi
dómara verði treyst. Ég spyr bara
á móti, getur Már vænst þess að
lögmenn aðila, en þeir ráða ferð-
inni, beri meira traust til dómara
út um landsbyggðina en hann
sjálfur og þeir sem bera ábyrgð á
lögréttufrumvarpinu?
Ég segi þetta m.a. vegna þess að
komið hefir fyrir að lögmenn, sem
áfrýjað hafa málum til Hæsta-
réttar, hafa farið miður virð-
ulegum orðum um viðkomandi
héraðsdómara en orðið svo að
kyngja stóryrðunum með því að
Hæstiréttur hefir staðfest dóm-
inn. Svo ég held, að sú fróma ósk
Más, að undantekningin verði að-
alregla, verði ekki að veruleika.
Þá kemur að rúsínunni í pylsu-
endanum. Með því að taka dóms-
valdið að verulegu leyti úr hönd-
um sýslumanna er verið að efla
embætti. Nú held ég að ég verði að
segja að Már talar um hluti, sem
hann þekkir ekki. Það er alveg rétt
hjá honum að sýslumanns- og
bæjarfógetaembættin og tilsvar-
andi embætti í Reykjavík starfa á
fornum grunni og halda þjóðfélag-
inu gangandi, þótt hvessi á stjórn-
málasviðinu. Þessar stofnanir
vinna sitt verk án pólitískra sjón-
armiða. Það er sama hvaða skoðun
forstöðumaður hefir eða sam-
starfsmenn hans. Okkur ber að
halda í horfinu hvað sem á geng-
ur, við erum fulltrúar ríkisvalds-
ins en jafnframt trúnaðarmenn
almennings. Þess vegna á ekki að
leggja þessar stofnanir niður eða
veikja þær, eins og sumir vilja, ef
ekki er látið að vilja þeirra í einu
og öllu. Auðvitað geta valist í
þessar stöður ónýtir menn, en það
er aðeins stuttur tími í sögu þjóð-
arinnar. Stofnanirnar halda
áfram að gegna sínu starfi. Vænt-
anlega á Már bíl og notar því ekki
oft strætisvagna, en ef hann gerir
það, tekur hann eftir að sami bíl-
stjórinn er ekki alltaf með sama
vagninn, en leiðin er ekin eftir
sem áður. Eins er það með þessar
stofnanir, þær verða til þótt mis-
jafnir menn komi og fari.
Ég tek fram, að það er ekkert
keppikefli í sjálfu sér fyrir sýslu-
mann eða bæjarfógeta að halda
dómsvaldinu og auðvitað á að
stefna að því að aðskilja þetta, þar
sem nægileg verkefni eru fyrir
sérstakan dómara, t.d. eins og nú
er í Hafnarfirði, Akureyri, Kefla-
vík og e.t.v. víðar. Það, sem um er
deilt, er að láta dómsvaldið á 1.
stigi ekki fara burt úr heimahér-
aðinu. Með öðrum orðum, láti íbúa
landsbyggðarinnar ekki verða
fyrir þeim „óþægindum" eins og
réttarfarsnefndin kallar það á svo
fínan hátt, að þurfa að sækja nán-
ast öll sín mál undir dómstól í
Reykjavík, lögréttuna.
en maurapúkar ætla. Allir eiga
rétt á að lifa eins hamingjusömu
lífi og kostur er. Þess vegna er
skylda allra að leggja sitt af
mörkum til þess að svo megi
verða. Endurhæfingarnámskeið
eru aðeins einn lítill þáttur í
mannbótastarfi, því ættu aðilar
vinnumarkaðs að sameinast um að
koma þeim á, og vera samtaka um
framkvæmd.
MORGUNBLADID, ÞRIDJUDAGjjfi lg, OKTÓBER 1981
35
Sœnsk gœðavara, sem þolir allan samanburð.
Ljósaperur 25w-100w, kertaperur, kúluperur og Ij
SKAUPFQAGH)
OSA
Ef þú gerir kröfur um gæói rjjósritun,
en tekur fá eintök á ári,
er nýja u-bix 90 jjósritunarvélin
fyrir þig
U-BIX 90 notar eina tegund af dufti ftonerj.
U-BIX 90 Ijósritar á allan venjulegan pappír, einnig þitt eigió bréfsefni.
U-BIX 90 skilar fyrsta afriti eftir 6 sekúntur.
U-BIX 90 kostar 28.600.- „ lfí,
VWU»4*>
SKJRIFSTOFUVÉLAR H.F.
Hverfisgötu 33
** Simi 20560
Jl JUNCKERS i »ket
er massívt náttúruef ni
Söluaðilar: Timburverzlunin Vöiundur
Klapparstíg 1
Húsasmiðjan h.f.
Súðavogi 3
Egill Árnason h.f.
Skeifunni 3g