Morgunblaðið - 13.10.1981, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTOBER 1981
39
Minning:
Guðbrandur J. Jónas-
son frá Sólheimum
Fæddur 29. maí 1890.
Dáinn 24. september 1981.
Að stinga niður penna til að
minnast Guðbrands Jónassonar
frá Sólheimum í Laxárdal, getur
reynst erfitt, en það verður að
taka viljann fyrir verkið. Hvar á
að byrja og hvar á að enda?
Saga hans er saga óbreytts al-
þýðumanns sem vann með hönd-
um verk sitt ef verk var að hafa og
stóð meðan stætt var. Saga ungra
hjóna sem áttu ung börn í garði er
móðir náttúra hjó svo nærri í
einni af stórhríðunum ísiensku, að
margra ára þrotlaus vinna og erf-
iði urðu að engu á einni nóttu,
saga hrakninga með sundurtætt
heimili á mölina fyrir sunnan þar
sem helst var bjargar von. En við
tók fátækt, næstum örbirgð
kreppuáranna. Samt er hún líka
saga sigra, gleði, hamingju og ást-
ar sem jafnvel dauðinn sjálfur,
sem við berum óttafulla virðingu
fyrir, megnaði ekki að deyfa.
Mér koma í hug ljóðlínur sem
Jóhannes úr Kötlum, frændi hans
og vinur, orti til föður Guðbrand-
ar eitt sinn. Þær eiga undarlega
vel við er minnst er sonarins.
Möruu lovnir lífx þins sat:a
litufl spur um Krýttan stÍK
þú hofur okki alla daaa
í anKun riisa haóaA þÍK.
Guðbrandur Jóhannes Jónassu..
var fæddur 29. maí árið 1890 að
Sólheimum í Laxárdal, sonur
hjónanna Ingigerðar Sigtryggs-
dóttur og Jónasar Guðbrandsson-
ar bónda þar. Þau hjón eignuðust
tvo syni, Guðbrand og Eyjólf,
fyrrum bónda í Sólheimum, sem
mörgum er kunnur fyrir góðan
Fæddur 16. júni 1907.
Dáinn 5. október 1981.
Haustið er sú árstið, sem vekur
minningar og fær menn til að
staldra við, líta til baka, oft með
söknuði, en líka með þakklæti og
frið í huga.
Við sjáum fegurð lífsins og
þroska í náttúrunni sem er að búa
sig undir langan vetrarsvefn, eftir
annasama tíð, þar sem hver stund,
só! og regn, var nýtt. Jörðin skilar
nú ávöxtum sumarsins í okkar
hendur og býr sig jafnframt undir
að vakna á ný síðar meir því ræt-
urnar lifa og gefa af sér á ný, þeim
mun meir og betur, sem stofninn
var sterkari.
Þannig vil ég hugsa til vinar
okkar, sem við kveðjum í dag. Sig-
hvatur Davíðsson bóndi að Brekku
í Lóni hefur lokið sínum sumar-
störfum og fær nú hvíld að lokn-
um athafnasömum og vel nýttum
starfsdegi. Hugurinn leitar heim í
sveitina hans fögru, þar sem hann
fæddist og ólst upp, þar sem
þroski hans óx og foreldrar hans
beindu honum á gæfubraut.
Þeir sem til þekkja munu hafa
fundið sterk áhrif umhverfisins í
skapgerð og viðmóti Sighvats.
Jökulsáin þung og sterk, fjöllin
með allri sinni litadýrð og gróður-
inn sem einkennir þetta svæði, allt
gat þetta heillað hug og hjarta, en
jafnframt kallað á áræði og
sterkan vilja til að sigrast á oft
erfiðum aðstæðum. Þörf til að
vaða straumþung fljót og klífa
brött fjöll. Sighvatur mun líka
ungur hafa staðist þessa þolraun
með ágætum og þannig var líf
hans fram á lokadag.
Hann var bóndinn, sem bætti
landið sitt, græddi og stækkaði
tún og engi, byggði hús og hugsaði
stórt í búskaparmálum, enda átti
hann opinn hug og var haldinn
þekkingarþrá, sem hvatti hann til
kveðskap og frábæra hesta-
mennsku. Ingigerður móðir þeirra
hafði áður verið kvænt Eyjólfi
Skúlasyni frá Gillastöðum og voru
synir þeirra Sigtryggur, er bjó í
Stykkishólmi, og Skúli, bóndi á
Gillastöðum. Sólheimar á Laxár-
dal eru ennþá byggð af þessum
trausta stofni, því þar býr nú
Ingvi sonur Eyjólfs. Æsku- og
unglingsár Guðbrandar má segja
að hafi verið eftir þeirra tíðar-
anda með skinum sínum og skúr-
um. Bræðurnir voru hressir og
kátir og margt munu þeir hafa
brallað á sínum sokkabandsárum.
Báðir voru þeir bræður vel hag-
mæltir og áttu létt með að kasta
fram vísu, sérstaklega þó Eyjólf-
ur. Það er sem ég sjái Guðbrand
fyrir mér ungan mann með kraft í
kögglum og glóð í augunum sinum
fögru þeysandi á föngulegum fáki
„yfir mela, móa og grund", bar-
áttuglaðan og staðráðinn í að gef-
ast aldrei upp. Það var vanalega
líf í tuskunum er þeir hittust síðar
á ævinni, mikið hlegið og hátt,
sagðar sögur og kveðið við raust af
mikilli innlifun. Þá var gaman að
vera krakki í Bræðraparti og fá að
hlusta og sjá. Eyjólfur lifir bróður
sinn og er hann orðinn háaldrað-
ur, en sérlega ern og hress.
Guðbrandur kvæntist 17. sept-
ember 1915 Guðrúnu Helgu Jóns-
dóttur frá Hömrum. Hún hafði
vcrið glæsileg kona á sínum yngri
árum og þóttu þau hjón fönguleg á
að líta. Aðeins fátt kann ég að
segja frá veru þeirra fyrir vestan
annað en að þau hófu búskap í
Sólheimum og komu sér upp
sæmilegu búi og eignuðust þar
þrjú af börnum sínum. En óblíð
náttúran lagði þetta fyrsta heimili
að kynna sér nýjungar og fylgjast
vel með.
Hann bar einnig hag sveitar
sinnar og héraðsins fyrir brjósti.
Við hlið hans stóð svo eiginkonan,
Nanna Bjarnadóttir, og studdi
hann á allan hátt, hún lagði allt
sitt af mörkum til þess að heimili
þeirra og uppeldi barnanna yrði
sem fullkomnast, og fórst það
frábærlega vel úr hendi. Samhent
voru þau að taka vel á móti öllum
þeim gestum sem á heimili þeirra
komu, jafnt til lengri eða skemmri
dvalar. Sumardvalarbörn þeirra
voru mörg og urðu oft einlæg vin-
artengsl þar á milli. Rausnarlegar
veitingar og glaðværar samræður
við þau hjón lifa í minningu
margra, sem heimsótt hafa þau að
Brekku gegnum árin. Þar má
segja, að hin íslenska sveitamenn-
ing hafi birst á einlægan og hlýjan
hátt.
Sighvatur naut þess að eiga
bækur og lesa um hin ólíkustu
efni, það sýnir að hann var leit-
andi og áhugasamur um mörg svið
mannlegs Iífs.
Móðir hans, Sigrún Sigurðar-
þeirra í rúst er illviðrið áður-
nefnda skall á mjög skyndilega og
féll þá svo til allt fé þeirra hjóna.
Fátt var til ráða fátækum hjónum
með ung börn og helst var von um
að eitthvað mundi rætast úr fyrir
sunnan og lagt var af stað á vit
óvissunar.
Árið 1919 var víst ekki sérlega
gjöfult, hvað atvinnu snerti, og
fékk fjölskyldan stóra fljótlega að
finna bragðið af því. Menn stóðu í
röðum til að fá vinnu í salti eða
kolauppskipun og kaupið var lágt,
aðeins greitt fyrir unna stund. Oft
var unnið í löngum skorpum og
voru þá ekki kaffi- eða matartím-
ar, maturinn gleyptur í sig á
staðnum og ekkert gefið eftir.
Konurnar reyndu að fá vinnu í
fiskreitum við breiðslu og vask,
eldri börnin gættu þeirra yngri
heima. Þannig gekk þetta einnig
til hjá Guðbrandi og Guðrúnu eins
og hjá svo fjöldamörgum öðrum
fjölskyldum, öll hugsun snerist
um að hafa vinnu, svo hægt væri
að metta alla munnana. Baráttan
var oft hörð en aílt hafðist þetta.
Börnin uxu úr grasi og fóru að
létta undir með foreldrunum og
spöruðu sig ekki við að reyna að
verða að gagni. Hagur fjölskyld-
unnar batnaði því allir lögðust á
eitt.
Guðrún og Guðbrandur eignuð-
ust níu börn, Ástu Guðrúnu, sem
er látin, Ingólf, Jón, er lést
snemma á þessu ári, Elínu, Krist-
ínu, er lést barn að aldri, Ingi-
gerði, Eyjólf, látinn, Jónas og
Guðbrand Gunnar. Stórt skarð
hefur verið höggvið í hóp systkin-
anna í Bræðraparti.
Árið 1942 réðst Guðbrandur
ásamt Jóni syni sínum í að kaupa
erfðafestuland í Laugardal er
Bræðrapartur heitir. Þar átti síð-
ar eftir að verða heil fjölskyldu-
byggð. Þarna þróaðist skemmtileg
sambúð barna og fullorðinna með
afann og ömmuna í fararbroddi.
Einhvern smábúskap mun Guð-
brandur hafa haft þar, því á þess-
um tíma var almennt verið með
dóttir, sem andaðist háöldruð á
heimili hans fyrir fáeinum árum,
mun hafa gefið honum gott vega-
nesti á margan hátt. Til hennar er
gott að hugsa nú. Guðstrú og
blessun voru svo sterkir þættir í
lífi hennar, að ekki þarf að efast
um að sú blessun fylgi syni hennar
nú.
Að endingu kveð ég hann með
virðingu og þökk, kveð hann sem
afa og föður, þakka hlýjar stundir,
er glettinn afi strauk litla
drengjakolla heima á hlaðinu á
Brekku. Ég veit, að bænir hans og
góðar óskir fylgja jörðinni hans og
megi sú blessun fylgja þeim, sem
þar um tún ganga. Heitust er þó
bænin, sem fylgir þér, Nanna mín,
og þinum nýja bústað, það verði
þinn styrkur ásamt öllum góðum
minningum um ykkar samlíf.
Blessuð sé minning Sighvats
Davíðssonar.
Þóra Á. Guðmundsdóttir.
skepnur í Laugardal og sumstaðar
meira að segja búið stórt, og var
þá aðallega verið með kýr. Nú eru
mörg af þessum býlum horfin, svo
sem Laugabrekka, Múli, Lauga-
land og Langholt. I Bræðraparti
leið öllum vel, þó þröngt mættu
sáttir sitja og var mörgum sárt að
skilja við þann stað seinna meir er
borgin fór að þenjast út og Laug-
ardalur fór undir skipulag nútím-
ans. Samt þrauka margir enn og
sitja sem fastast. Frá þessum
tíma er skýrust mynd af Guð-
brandi í mínum huga er hann kom
gangandi niður túnið á Álfa-
brekku og krakkastóðið hljóp í
spretti til að fagna afa sínum, þá
breiddist hýrt og hlýtt bros yfir
andlitið og það réttist úr þreyttu
bakinu við að líta hóp barnabarna
sinna. Árin í Bræðraparti voru
bestu ár hjónanna, því þar var
fjölskyldan öll saman að svo miklu
leyti sem það var hægt. Síðar
keypti Guðbrandur íbúð við
Glaðheima í Reykjavík og bjó þar
síðan.
Síðustu árin reyndust Guð-
brandi þung í skauti, Guðrún
veiktist allhastarlega og lá í lang-
an tíma nær ósjálfbjarga. Þá
reyndist sveigjan í honum hvað
mest er hann sá sína heittelskuðu
eiginkonu svo sjúka. Hún lést svo
eftir langa og erfiða legu og var
hörmuð af eiginmanni sínum alla
tíð síðan. Hann sagði þó alltaf að
hún væri nú samt hjá sér til að
styrkja sig þegar hann væri „ræf-
ili“. Ingigerður dóttir þeirra hjóna
hélt heimili með föður sínum upp
frá því og reyndist hún honum
ákaflega vel. Áföllin komu hvert
af öðru, Eyjólfur hafði látist
skömmu á undan móður sinni og
síðar Ásta og Jón, öll fyrir aldur
fram. Blessaður gamli maðurinn,
þá orðinn blindur og gat þar af
leiðandi ekki notið sín sem skyldi
þrátt fyrir góða heilsu að öðru
leyti, nú kom það sér vel sem oftar
að lundin var létt og harka í
hverju beini. Með góðri hjálp Ingu
fylgdist hann með öllu og öllum,
notaði símann óspart til að
hringja og fá fréttir að fjölskyld-
unni sinni stóru. Alla afkomendur
sína þekkti hann með nöfnum og
Byrjendanámskeiö
í lyftingum
veröur haldiö í Jakabóli í vetur og hefst 15. október.
Um er aö ræöa mánaðarnámskeið á mánudögum,
miövikudögum og fimmtudögum frá 20.00—22.00 og
er þjálfari Birgir Þór Borgþórsson. Innritun og uþþ-
lýsingar í síma 81286.
Kvenfélag Fríkirkj-
unnar í Reykjavík
heldur sinn árlega basar aö Hallveigarstööum nk. laug-
ardag, 17. okt. kl. 2.
Velunnarar eru beðnir aö koma basarmunum og kök-
um aö Hallveigarstöðum eftir kl. 18 föstud. 16. okt. og
fyrir hádegi laugard. 17. okt.
Stjórnin.
Sighvatur Davíðs-
son bóndi - Minning
kom við skírnir, fermingar og gift-
ingar þeirra, studdur af Ingu sinni
og sá með sínum innri augum allt
er fram fór, sálarstyrkur hans var
með eindæmum.
Mig langar aftur að vitna í áð-
urnefnt kvæði Jóhannesar úr
Kötlum:
Mdrci þo á a vi þinni
hIvpk lóstu huKÍallast
hönd ok íótur. hjarta hk sinni
hoimtuóu aó þvrrskallast.
Háaldraður maður er hér
kvaddur hinstu kveðju og honum
þökkuð uppörvandi orð og athafn-
ir í þágu þeirrar, er þetta ritar,
umhyggja hans og elska til fjöl-
skyldunnar allrar. Okkur afkom-
endum sínum var hann tákn hinn-
ar íslensku seiglu og þolinmæði er
þrautir vinnur allar, hann hefur
átt góða heimkomu í ríki eilífðar-
innar. Samúðarkveðju sendi ég
frænku minni Ingu svo og öðrum
börnum og tengdabörnum hans.
Þórunn Jónsdóttir
Mig langar að kveðja hann Guð-
brand tengdaföður minn með
nokkrum orðum, og þakka honum
fyrir rúmlega 30 ára kynni. Ég
minnist þess þegar ég kornung var
að kynnast þessari stóru fjöl-
skyldu, hvað hann tók mér hlýlega
og var ætíð svo hýr og góður.
Lífsbaráttan var hörð fyrr á árum
fyrir verkamann með stóra fjöl-
skyldu, en þrekið var mikið og
geðið gott. Það var dásamlegt að
hann fékk að halda sálarkröftum
fram á síðustu stund. Og rétt áður
en svefninn eilífi kom var hann að
tala í síma við bróðurdóttur sína
til að fá fréttir af réttunum í Döl-
unum sínum kæru. Hann fylgdist
af áhuga með öllum sínum afkom-
endum sem eru 85 að tölu og þegar
einhver var á ferðalagi var hann
ekki í rónni fyrr en viðkomandi
var kominn heim heilu og höldnu
og hann búinn að fá fréttir af því
hvernig ferðin hafði gengið.
Hann varð fyrir þungum áföll-
um undanfarin ár við ástvinamissi
og blindur var hann síðustu 3 árin
en hélt sinni reisn þrátt fyrir það.
Hann naut umhyggju Ingu dóttur
sinnar á sínu heimili til þess síð-
asta og er henni þakkað af alhug.
Ég veit hann hefur átt góða
heimkomu og vel tekið á móti hon-
um af Guðrúnu og börnunum
þeirra 4 sem farin voru á undan
honum.
Ég kveð svo góðan mann.
Guð blessi hann.
Gígja.
GLÆSILEGIR - STERKIR - HAGKVÆMIR
Lftum bara ð hurðina: Færanleg fyrlr
hægrl eða vlnstrl opnun, frauðfyllt og
nfðsterk - og ! stað fastra hillna og
hólfa, brothættra stoða og loka eru
færanlegar fernu- og flöskuhlllur úr
málml og laus box fyrlr smjör, ost, egg,
álegg og afganga, sem bera má beint
Dönsk gæði með VAREFAKTA, vottorði
dönsku neytendastofnunarinnar DVN
um rúmmál, einangrunargildi, kæll-
svið, frystigetu, orkunotkun og
aðra eiglnleika.
GRAM BVDUR EINNIG 10 GERÐIR AF
FRYSTISKÁPUM OG FRYSTIKISTUM
/fq nix
HATUNI 6A • SÍMI 24420