Morgunblaðið - 13.10.1981, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1981
41
fclk í
fréttum
Auga haft
á mönnum...
+ Búðarþjófnaður er algeng-
ur hér á landi sem annars
staðar og í Amríku eru menn
sífellt að finna ráð til að
nappa búðarþjófa. Þetta er
nýjasta fyrirtækið. Myndavél-
um er komið fyrir í augum
gína og hver hreyfing viö-
skiptamannsins þar í nánd
við hana er þá komin inná
borð til öryggisvarða. Þeim
þykir það vænlegra til árang-
urs í Amríku að fela mynda-
vélarnar...
+ A móti nýveriö í MUnchen vöktu handmáluð sjóbretti sem þessi mestu athyglina, og nú hafa
laghentir menn margir hverjir í Amríku opnað teiknistofur og bjóða uppá þá þjónustu að teikna
fallegar myndir á sjóbretti...
+Þarna glennir Gene Wilder upp augun,
eins og honum er einum lagið og með hon-
um á myndinni er Gila Radner, kvikmynda-
leikkona, sem sýnist nú meir upptekin af
Wilder heldur en leik sínum. Myndin er frá
æfingu á nýrri gamanmynd sem leikarinn
gamalkunni, Sidney Poitier, leikstýrir nú í
Boston.
Bestu framleiöendurnir
Besta leikkonan
/
r
Oskars-
verð-
laun
+ Nýlega var ítölsku
.David di Donatello"-
verðlaununum úthlutaö,
og þaö telst skiljanlega til
merkisatburöa í kvik-
myndaheiminum. Meöal
þeirra em verölaunaöir
voru fyrir góöa frammi-
stööu, var franska leik-
konan Catherine Deneuve
fyrir leik í myndinni „L'Ult-
imo Metro", sem Francois
Truffaut leikstýröi og segir
sögu úr seinna stríöi.
Japanski leikstjórinn
Kurosawa hreppti verö-
laun fyrir bestu leikstjórn
á útlensku verki, sögulegri
mynd sem kallast „Kag-
emusha". Þá fengu leik-
stjórarnir kunnu George
Lucas og Francis Ford
Coppola verölaun fyrir
Pestu framleiöslu og þaö
var einmitt „Kagamusha".
Coppola tók í leiðinni
verðlaun fyrir bestu leik-
stjórn frá því í fyrra fyrir
mynd sína „Apocalypse
Now". Fleira fólk vann til
verölauna á þessari verö-
launahátíö, sem eru eins
konar ítalskur Óskar, og
margt stórmenna var þar
samankomiö svo sem
vænta mátti og meöal
annarra sjálfur Italiufor-
seti, Sandro Pertini...
Billy Joel á tónleikum
Billy Joel tekur lög af fyrstu plötum sínum til flutnings á
„Songs in the Attic“. Billy fannst þessi lög aldrei hljóma
alveg nógu vel í upphaflegu út-
setningunni svo aö hann ákvaö
aö gefa út þessa hljómleikaplötu.
Hann frískar upp lög eins og Say
Goodbye to Hollywood, Street-
life, Serenades, Ballad of Billy
the Kid og Miami 2017. Billy er
salla ánægöur meö verkiö og
þaö veröið þiö líka eftir aö hafa
hlustað á plötuna.
Heildsöludreifing
á HLJOMDEtLO
Ugp KARNABÆR
sUÍAor hf