Morgunblaðið - 13.10.1981, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1981
47
Mikið vetrarriki er nú viða á Norður- og Austurlandi og virðist ekkert lát á. Þessi mynd var tekin sl.
fðstudag rétt fyrir neðan Oddsskarðsgðngin, en þar hafði fólksbill, sem var á leið frá Eskifirði til
Neskaupstaðar, fest sig og komst ekki lengra. Varð þvi að losa bilinn og snúa honum á veginum,
þannig að hægt yrði að halda niður á Eskif jörð á ný. i.j.Vsm, Mbi.: Kristján.
Höfum tekið sýni úr niðurlögðum
spænskum matvælum - bíðum niðurstöðu
“OPINBER heilbrigðisyfirvöld
á Spáni hafa lýst þvi yfir að þau
geti ekki ábyrgst að iðnaðar-
olia, sem valdið hefur fjölda
dauðsfalla á Spáni frá því í vor,
hafi ekki farið í ýmis útflutt
niðurlögð matvæli. Portúgalar
hafa lagt innflutningsbann á
matvæli þar sem hætta er á að
hin eitraða olia hafi verið notuð.
Vegna þessa ákváðu íslensk
heilbrigðisyfirvöld að tekin
yrðu sýni, af spánskum niður-
lögðum mat, sem fluttur hefur
verið inn á Stór-Reykjavíkur-
svæðinu og úti á landi hafa einn-
ig verið tekin sýni af spænskri
mataroliu, sem notuð er af inn-
lendum aðilum,“ sagði Hrafn
Friðriksson forstöðumaður
Ileilbrigðiseftirlits rikisins.
„Þar eð ekki er hægt að fá slík
sýni rannsökuð hér á landi þá
voru sýnin send til Englands með
aðstoð Iðntæknistofnunar Is-
lands, þar sem verið er að rann-
saka þau, og má búast við svari
eftir 1—2 vikur. Sýnin voru tekin
fyrir um hálfum mánuði og voru
send utan fyrir síðustu helgi.
Vegna fréttar í Dagblaðinu
fyrir nokkru, þar sem skýrt var
frá því, að í Danmörku fengjust
ákveðnar vörutegundir þar sem
hætta var á að notuð hefði verið
iðnaðarolía, þá sendum við telex
til danskra heilbrigðisyfirvalda
og spurðum þá um hvaða vöru-
tegundir væri að ræða. Við höf-
um ekki ennþá fengið svar. Með-
an svo er vitum við ekki hvaða
vörutegundir þetta eru eða hvort
frétt Dagblaðsins, sem þýdd var
úr dönsku blaði, sé yfir höfuð
rétt," sagði Hrafn Friðriksson.
Afkoma ríkissjóðs janúar-ágúst:
RekstrarhaUiiin um
54 milljónir króna
REKSTRARIIALLI var hjá rikis-
sjóði fyrstu fjóra mánuði ársins.
í maí varð talsverður rekstrar-
afgangur. halli á ný í júní og júlí
og loks afgangur i ágúst. í ágúst-
lok nam rekstrarhailinn 54 millj-
ónum króna eða um 1,5% af tekj-
um ríkissjóðs fyrstu átta mánuði
ársins. Þetta kemur fram i
skýrslu Þjóðhagsstofnunar um
framvindu efnahagsmála timabil-
ið janúar til ágúst sl.
— í ágústlok í fyrra var hallinn
um 1% af tekjum. Framvinda
ríkisfjármálanna fyrstu átta mán-
uði áranna 1980 og 1981 er hag-
stæð samanborið við fyrri ár, en
nefna má, að árin 1975—1979 var
rekstrarhalli hjá ríkissjóði fyrstu
átta mánuðina ár hvert og nam að
meðaltali um 8% af tekjum.
Mótmælum „gerræði“
sjávarútvegsráðherra
- segja eigendur smærri báta á Húsavík
EIGENDUR báta undir 10 rúmlestum að stærð og sem hafa stund-
að sildveiðar i lagnet frá Ilúsavik undanfarið hafa sent Steingrimi
Hermannssyni sjávarútvegsráðherra mótmæli vegna banns á sild-
veiðum í lagnet.
I bréfinu sem sent var til sjáv-
arútvegsráðherra segir að þeir
mótmæli því gerræði og þeirri
fyrirlitslegu mismunun af hálfu
ráðherra, að stöðva þessar veið-
ar.
„Við höfum eins og aðrir út-
gerðarmenn lagt í umtalsverðan
kostnað vegna veiðanna, og
hljótum því að mótmæla skýr-
ingum yðar á því hvers vegna við
einir þurfum að þola slíka með-
ferð af yðar hálfu," segir í mót-
mælabréfinu.
Eigendur bátanna á Húsavík
segja ennfremur að í 1. lagi telji
þeir hreint fráleitt, ef þær skýr-
ingar seu réttar, að Landssam-
band ísl. útvegsmanna og Far-
manna- og fiskimannasamband
íslands hafi ráðið ákvörðun
þessari og að slíkir aðilar geti
haft áhrif á ákvarðanir ráð-
herra.
í öðru lagi mótmæla þeir því
harðlega að hagsmunaaðilum
skuli mismunað á þann hátt að
einskorða viðbótarleyfi til veið-
anna fyrir báta yfir 10 tonn. Slík
ákvörðun hljóti vægast sagt að
teljast hæpin með hliðsjón af
þeim ákvæðum stjórnarskrár
lýðveldisins, að allir séu jafnir
fyrir lögum.
í þriðja lagi segjast Húsvík-
ingarnir ekki stunda trilluútgerð
sem tómstundagaman, heldur
séu fiskveiðar þeirra lifibrauð og
í fjórða lagi gera þeir þá kröfu
að slíkur mismunur komi ekki
fyrir aftur.
Líkamsræktin hf.
Laugavegi 59 (kjallara Kjörgaröi). Sími 16400.
auglýsir
Opnum í þessum mán-
uði líkams- og heilsu-
rœktarstöð eins og þœr
gerast best í heiminum í
dag.
Leiðbeinendur
verða menn sem hafa
langa og mikla reynslu í
þessum málum.
Tœki verða frá Scan-fit
sem er leiðandi afl i
framleiðslu likams-
ræktartœkja og njóta
alþjóðlegrar viður-
kenningar fyrir fjöl-
breytni og tækni.
(JmboðsaðUi fyrir
Scan-fit eru
heimilistæki hf.