Morgunblaðið - 13.10.1981, Page 48
5 krónur 5 krónur
eintakið wirj0miiP4iipiiP eintakið
ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1981
Hald lagt á
fíkniefni að
verðmæti
nær 1,4 millj.
AÐ IJNDANFÖRNU hefur ver-
ið lagt hald á óvenju mikið
ma^n af fíkniefnum af lög-
reglu og tollgæzlu.
Samkvæmt upplýsingum, sem
Morgunblaðið fékk í gær, hefu'
á síðustu 8—10 vikum verið lagt
haid á 5—6,5 kíló af fíkniefnum,
aðallega kannabisefnum. Lætur
nærri að söluverðmæti þessa
magns sé á bilinu 1,2—1,4 millj-
ónir króna eða nær 140 milljón-
ir gamalla króna.
Tollvörugeymslan:
Afgreiðslu-
menn lögðu
niður vinnu
- Telja tollgæzlu
ekki nægilega
.
Flak Varnarliðsflugvélarinnar var á víð og dreif um skriðjökulinn, scm fellur niður milli Gvendarfells og Mosakambs syðst i Mýrdals-
jökli, eins og þessi mynd ber glöggt með sér.
Jökullinn skilaði þeim eftir 28 ár
SÍÐASTLIÐINN laugardag er
Mýrdælingar voru i annarri fjár-
leit á Heiðarheiði komu þeir auga
á flugvélarflak i jökulbrúninni
vestur af Mosakambi. Við nánari
athugun kom i ljós, að þetta var
flak flugvélar frá Varnarliðinu á
Keflavíkurflugvelli, sem fórst 17.
desember 1953 og með henni niu
menn.
Mikil leit fór fram að vélinni á
sínum tíma, en veður hamlaði leit
lengi vel. Það var svo á aðfanga-
dagsmorgun 1953, að þyrla frá
Varnarliðinu komst að flakinu í
suðurbrún Mýrdalsjökuls, eða milli
Gvendarfells og Mosakambs og
fann þar eitt lík. Flak vélarinnar
og önnur lík voru á kafi í snjónum,
þannig að ógeriegt var að finna
þau, en nú 28 árum síðar, þegar
flakið hefur skriðið fram um eina 5
kílómetra á jöklinum, komu öll lík-
in átta undan jökli.
„Þetta hafði í raun töluverðan
aðdraganda, því þegar við vorum í
göngum fyrir viku, sá ég einhvern
hlut á jöklinum, sem ég hélt að
gæti verið úr flugvél, en félagar
minir voru ekki trúaðir á það svo
við héldum til byggða,“ sagði Einar
Jónsson frá Reyni, sem fyrstur sá
flakið, í samtali við Mbl. — „Við
athuguðum því málið nánar á laug-
ardaginn, þegar við vorum að nýju
á ferðinni. Þá sást greinilega hvað
var á ferðinni," sagði Einar enn-
fremur.
„Flak vélarinnar var á víð og
dreif á jöklinum og ekki var um að
ræða neina heila hluti, bara hrúg-
ur. Þetta var mjög mulið niður og
hangir mest saman á rörum og
leiðslum og þess háttar," sagði
Reynir Ragnarsson, umdæmis-
stjóri SVFÍ í Vík í Mýrdal, en hann
fór fyrir björgunarsveitar-
mönnum, sem fóru á staðinn á
sunnudag. Björgunarsveitarmenn
úr Víkverja, björgunarsveit Slysa-
varnafélagsins í Vík, fluttu síðan
líkamsleifar mannanna niður á
kambinn við jökulsporðinn, en
þangað sótti þyrla Varnarliðsins
þær.
Sjá nánar samtöl bls. 18—19.
verða sykursýki á háu stigi og
kemur hún í flestum tilfellum
fram í börnum og unglingum.
Bent er á, að svo virðist sem
veirusýkingar auki líkurnar á
sykursýki. Sjúkdómurinn kem-
ur niður á afkvæmi, en ekki
neytanda.
I rannsóknum þessum hefur
komið fram, að sykursýki af
þessu tagi er 29% algengari
hjá körlum en konum.
I greininni í Lancet er bent á,
að mest sé borðað af hangikjöti
á Akureyri og þar hafi fundist
fleiri sykursýkistilfelli þessar-
ar tegundar en annars staðar
hér á landi. Þessi sjúkdómur
var tiltölulega sjaldgæfur á ís-
landi, þangað til farið var að
nota aðrar vinnsluaðferðir en
áður tíðkuðust og bendir allt til
að þessar nýju vinnsluaðferðir
á íslensku hangikjöti, sem
teknar voru upp í kring um
1940, hafi í för með sér myndun
sérstakra efnasambanda í kjöt-
inu, sem samkvæmt kenningu
greinahöfunda hafa aukið á
tíðni sjúkdómsins. Eftir 1940
hefur þessi tegund sykursýki á
háu stigi aukist í sveinbörnum,
sem getin eru í janúar og fæð-
ast í október.
að salt-
kjöti
STARFSMENN í tollvörugeymsl-
unni í Laugarnesi lögðu niður
vinnu í gær og fengust vörur því
ekki afgreiddar þaðan. Afgreiðsl-
umenn í tollvörugeymslunni eru
með þessu að mótmæla þvi, að
ekki skuli vera stöðug tollvarzla i
geymslunni eins og þeir telja
nauðsynlegt.
Samkvæmt þeim upplýsingum,
sem Morgunblaðið aflaði sér í gær,
hefur verið stöðug tollvarzla í
tollvörugeymslunni til skamms
tíma en yfirvöld telja að ekki sé
þörf á slíku og hafa því dregið úr
tollgæzlunni. Starfsmenn tollvör-
ugeymslunnar vildu í gær ekkert
tjá sig málið, en eftir því sem næst
varð komizt var unnið að lausn
málsins í dómsmálaráðuneytinu í
gær.
Sykursýkisrannsóknir íslenzks læknis vekja heimsathygli:
Böndin berast
pétri í reyktu
í BREZKA læknablaðinu The
Lancet, sem út kom 3. október
Varaformannskjör á landsfundi:
Sigurgeir Sigurðs-
son í framboð
SIGURGEIR Sigurðsson, bæjar-
stjóri á Seltjarnarnesi, sendi i gær
frá sér fréttatilkynningu, þar sem
hann skýrir frá því, að hann verði í
framboði til varaformanns Sjálf-
stæðisflokksins á landsfundi
flokksins i lok þessa mánaðar. Með
framboði Sigurgeirs Sigurðssonar
eru frambjóðendur til varafor-
manns orðnir tveir, en sem kunn-
ugt er tilkynnti Friðrik Sophusson.
alþm. framboð sitt til þessa embætt-
is fyrir helgina.
Sigurgeir Sigurðsson segir í
freftatilkynningu um framboð sitt,
að „einlægur áhugi minn á viðgangi
Sjálfstæðisflokksins og þá um leið
þjóðarinnar, kveður mig til átaka á
vettvangi flokksins." Sigurgeir Sig-
urðsson segir ennfremur: „Sjálf-
stæðisflokkurinn á flokkslega í vök
að verjast um þessar mundir.
Flokknum er því nauðsyn að gerast
ekki of þröngur og varna með því
þeirri endurnýjun, sem öllum er
nauðsynleg."
Sigurgeir Sigurðsson hefur verið
bæjarstjóri á Seltjarnarnesi frá
1965. Hann skipaði fjórða sæti á
framboðslista Sjálfstæðisflokksins í
Reykjaneskjördæmi í alþingiskosn-
ingunum 1979, og hann hefur tvíveg-
is setið á Alþingi sem varamaður.
Sjá fréttatilkynningu á bls. 46.
síðaHtliðinn, er grein sem f jall-
ar um, að efni í reyktu kinda-
kjöti geti framkallað sykur-
sýki á hæsta stigi, en greinin
fjallar um rannsóknir Þóris
Helgasonar, yfirlæknis á
göngudeild sykursjúkra á
Landspítalanum, á sykur-
sjúku fólki hér á landi. Höf-
undar greinarinnar í Lancet
eru Þórir Helgason og aðstoð-
armaður hans, Magnús R.
Jónasson, iæknir.
Rannsóknir þessar benda
mjög ákveðið til, að samband
sé á milli saltpéturs í reyktu
kjöti og sykursýki, sem nota
þarf insúlín við. Svo virðist
sem veirusýkingar auki á lík-
urnar á því, að viðkomandi fái
sykursýki, en tilraunir eru nú
gerðar á dýrum til að afla upp-
lýsinga um kenningar þessa ís-
lenzka læknis, sem vakið hafa
mikla athygli eins og sjá má á
því, hvernig Lancet ber þær
fram, enda munu þær marka
tímamót í skilningi á sjúkdómi
þessum, ef þær reynast réttar.
Fram að þessu benda allar lík-
ur til að svo sé.
Tilraunir á dýrum eru nú
gerðar í Aberdeen óg mun end-
anlegra niðurstaðna að vænta
eftir um það bil mánuð. í Lanc-
et er þess getið, að vonir standi
til, að skilningur á sjúkdómn-
um aukist, þegar þær liggja
fyrir.
í greininni í Lancet er bent á,
að hangikjöts er einkum neytt
á íslandi um og upp úr jólum.
Saltpéturinn getur breyst í
eins konar eiturefni, sem skaða
starfsemi briskirtilsins með
þeim hætti, að afleiðingarnar