Morgunblaðið - 17.10.1981, Side 2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1981
2
Bankamenn á
sáttafundi og
bókagerðar-
menn boðaðir
Matthías Andrésson tollvörður:
Reita af mér æruna
þegar ekki tekst að
bola mér úr starfi
Líkin flutt vestur um haf
LÍK Kandaríkjamannanna átta, sem fundust á Mýrdalsjökli um síðustu
helgi, voru flutt til Bandaríkjanna í morgun. Séra Thomas Bendum
flutti stutta bæn. Heiðursvörður var við flugvélina þegar kisturnar voru
bornar um borð.
Nýja sfldarverðið:
Samþykkt kaupenda bygg-
ist á loforði ráðherra
um
, a iuiui ui i auiivi i c*
að útvega 1. millj. kr. í Verðjöfnunarsjói
„ÞESSIR menn hafa verið á eftir
mér og eru að reyna að bola mér
úr starfi. Þegar það tekst ekki,
þá skulu þeir reita af mér æruna.
Eg verð náttúrlega að verja mig
og get það ekki með því að fara
að gefa fjölmiðum þær upplýs-
ingar, sem ég þarf að nota í rann-
sókninni sem mér er hótað,“
sagði Matthías Andrésson toll-
vörður, er Mbl. bar undir hann
þær yfirlýsingar sem komið hafa
fram, m.a. í utandagskrárumræð-
um í sameinuðu Alþingi, í sam-
bandi við starf hans í Tollvöru-
geymslunni, óskir yfirmanna
hans um að honum yrði vikið úr
starfi, og hverjar nánari skýr
ingar hans væru á yfirlýsingum
hans um að yfirmenn hans teldu
hann vinna starf sitt of vel, þ.e.
hafa upplýst smygl, sem ekki átti
að komast upp.
Eins og komið hefur fram í
fréttum ákvað fjármálaráð-
herra að fara eigi að óskum yf
irmanna Matthíasar um að
víkja honum samstundis og án
fyrirvara úr starfi. Hann lét
GEIK Gígja, náttúrufræðingur er lát-
inn og hefur jarðarlor hans farið fram í
kyrrþey að ósk hans sjálfs. Geir var
þjóðkunnur fyrir störf sín að náttúru-
fræðum, var sérfræðingur í skordýra-
fræðum.
Geir Kristjánsson Gígja var
fæddur að Hnjúki í Vatnsdal hinn 5.
þess í stað flytja Matthías til
tollvarðarstarfa í Hafnarfirði.
Aðspurður sagði Matthías að
hann kynni ágætlega við sig á
nýja staðnum og taldi að þar
gæti orðið nóg að gera. „Það
hefur oft verið tekið mikið
smygl í Hafnarfirði og engin
vanþörf á að þar sé skipaeftir-
lit. Það hefur sýnt sig undan-
farin ár,“ sagði hann.
„VIÐ GETUM ekki verið annað en
ánægðir, því við fengum það sem við
nóvember 1898 og var því tæplega
83ja ára er hann lézt. Foreldrar hans
voru Kristján Magnússon, kennari
að Kornsá í Vatnsdal, og víðar, og
kona hans, Sigríður Jósefsdóttir.
Geir ólst upp hjá Bjrni Leví Guð-
mundssyni og konu hans, Þorbjörgu
Helgadóttur, á Marðarnúpi í
Vatnsdal og átti þar heima til 25 ára
aldurs.
Geir Gtgja tók kennarapróf 1923,
en las síðan náttúrufræði með
skordýrafræði sem aðalgrein í Kaup-
mannahöfn. Hann kenndi mjög víða
og tók virkan þátt í félagsmálum
náttúrufræðinga. Arið 1978 varð
hann heiðursfélagi Félags íslenzkra
náttúrufræðinga. Geir flutti fjöl-
mörgerindi í Ríkisútvarpið um nátt-
úrufræðileg efni. Þá var hann á
yngri árum virkur íþróttamaður.
Eftir Geir Gígja liggur mikið af rit-
um um íslenzka náttúru.
Geir Gígja var tvíkvæntur. Fyrri
kona hans var Kristjana Gísladóttir
og eignuðust þau 6 börn. Þau skildu.
Síðari kona Geirs var Svanhvít
Ljósbjörg Guðmundsdóttir, kennari,
og eignuðust þau 4 börn.
fórum fram á, 30% hækkun síldar
verðs frá síðustu vertíð," sagði Jón-
as Jakobsson stýrimaður á Skúm frá
Keflavík, eftir að Verðlagsráð sjáv-
arútvegsins hafði ákveðið nýtt verð
á síld í gærmorgun, en Jónas var
fulltrúi í nefnd þeirri er sjómenn
kusu á Eskifirði á föstudag í sl. viku
til viðræðna við stjórnvöld.
Verðlagsráðið byrjaði á fundi kl.
17 í fyrradag um nýja síldarverðið
og var á fundi fram til kl. 01 í gær-
morgun og síðan hófst fundur að
nýju kl. 09 og var lokið við verð-
ákvörðunina fyrir hádegi. Sam-
komulag varð um lágmarksverð á
síld til söltunar og á það að gilda frá
byrjun vertíðar til 31. desember nk.,
en kaupendur síldar létu bóka, að
þeirra samþykki byggðist á loforði
sjávarútvegsráðherra um að salt-
síldardeild Verðjöfnunarsjóðs verði
útveguð 1 millj. kr. umfram inni-
stæðu í sjóðnum, sem nú er 1,6 millj.
kr. fyrir utan vexti ársins.
Hið nýja lágmarksverð á síld er:
1. súd, 32 cm og sUerri, hvert kg. kr. 2,52
2. síld, 29 cm að 32 cm, hvert kg. kr. 1,71
3. sfld, 27 cm að 29 cm, hvert kg. kr. 1,21
4. sfld, 25 cm að 27 cm, hvert kg. kr. 1,04.
Stærðarflokkun og gæðamat á að
framkvæmast af Framleiðslueftirliti
sjávarafurða og er verðið miðað við
síldina komna á flutningstæki við
hlið veiðiskips, og á síldin að vera
íslaus.
Þá segir að vegna breyttrar stærð-
arflokkunar skuli sú síld, sem lögð
hefur verið á land frá upphafi síldar-
vertíðar til 16. október greiðast
þannig, að 'A hluti þeirrar síldar,
sem fallið hefur í 2. stærðarflokk
greiðist á verði 1. stærðarflokks og
'/á hluti af 3. stærðarflokki greiðist á
verði 2. stærðarflokks.
í frétt Verðlagsráðsins segir, að
þar sem upplýsingar um stærðar-
flokka á síld hafi reynst rangar við
fyrri verðákvörðun og þar sem skipt-
ing síldar í stærðarflokka sé ein af
meginforsendunum fyrir ákvörðun
verðs á síld, telji deildin að forsend-
ur fyrir verðákvörðun yfirnefndar
séu brostnar að þessu leyti og álykti
því að taka verðákvörðunina upp að
nýju.
Morgunblaðinu er kunnugt um að
fulltrúar síldarkaupenda í Verð-
lagsráðinu létu gera bókun um sam-
þykki sitt fyrir nýju verðákvörðun-
inni. Segir þar m.a. að verðhækkun
umfram stærðarflokkabreytingu
byggist á greiðslum úr Verðjöfnun-
arsjóði fiskiðnaðarins og liggi fyrir
loforð sjávarútvegsráðherra um að
sjóðnum verði útvegað fé allt að
einni milljón króna umfram þá inni-
stæðu, sem verði í sjóðnum áður en
BANKAMENN voru á sáttafundi hjá
sáttasemjara ríkisins frá því klukkan
10 í gærmorgun og fram til kvölds í
viðræðum við samninganefnd bank-
anna. Aðilar hafa rætt talsvert sam-
an, en þetta var þriðji fundurinn hjá
sáttasemjara. Að sögn Guðlaugs
Þorvaldssonar eru málin enn ekki
farin að skýrast neitt til hlýtar.
Á miðvikudag hafa bókagerð-
armenn verið boðaðir á fund með
viðsemjendum sínum og hefst
fundurinn klukkan 14. Fleiri fundir
hafa ekki verið boðaðir, enda ekki
fleiri kjaradeilur komnar upp á
borð hjá embætti ríkissáttasemj-
ara.
til greiðslu kemur vegna vertíðar-
innar og komi hvorki til lántöku
sjóðsins né upptöku gengismunar af
saltsíldarframleiðslu þessa árs.
Steingrímur Hermannsson sjávar-
útvegsráðherra sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær, að hann hefði
lofað kaupendum að reyna að útvega
þetta fé í saltsíldardeildina í Verð-
jöfnunarsjóði. Þetta sé ekkert eins-
dæmi og nú sé verið að reyna að
útvega fé í frystideildina. Þetta hafi
einnig verið gert á ráðherratímum
Matthíasar Bjarnasonar og Kjart-
ans Jóhannssonar og sú upphæð sem
hér væri rætt um væri aðeins dropi í
hafið miðað við það sem þá var.
Flestir nótabátarnir munu hafa
haldið til síldveiða strax og fréttist
um nýju verðákvörðunina í gær.
Hins vegar fer reknetaflotinn ekki
úr höfn fyrr en á sunnudagskvöld.
Sjómenn ákváðu að allir skyldu sitja
við sama borð, og ætla því Aust-
fjarðabátar sem eru á reknetum að
bíða eftir því að sunnlensku bátarnir
komi austur á ný.
Tónlistarfélagið:
Pina Carmirelli og Árni
Kristjánsson leika þrjár
Beethoven-sónötur í dag
Geir Gígja náttúru-
frœðingur látinn
Bandarískur rithandarsérfræðingur:
Segir undirskrift Einars
Benediktssonar falsaða
ÞINGAÐ var í Borgardómi Reykjavík-
ur í gær í máli því, sem erfingjar Ein-
ars Benediktssonar, skálds, hafa höfð-
að gegn útgáfufélaginu Braga hf. í því
skyni að fá sér dæmdan höfundarrétt-
inn að verkum Einars. Til meðferðar
nú var álitsgerð og vitnisburður banda-
rísks sérfræðings, James T. Millers,
þess efnis, að samningur sá, sem Einar
BenedikLsson gerði við Braga hf. 17.
janúar 1938 sé falsaður. Miller er fyrr
um yfirmaður skjalarannsóknardeildar
lögreglunnar í Washington D.C. í
Bandaríkjunum.
Miller skýrði mál sitt með lit-
skyggnum og teikningum, þar sem
hann studdist við undirskriftir
skáldsins á ýmsum tímum ævi þess
og bar þessar undirskriftir saman
við undirskrift samningsins. Rétt-
arhöldin stóðu í rúmar fjórar
klukkustundir og fór mestur hluti
þess tima í að þýða og útskýra álits-
gerð Millers. Þar kom fram sú skoð-
un, að með tilliti til stafagerðar,
styrks rithandar, mismunar á hæð
hárra og lágra stafa og margs fleira,
þá gæti undirskrift sú, sem er undir
samningi skáldsins við Braga hf.,
ekki verið undirskrift skáldsins,
heldur væri þar um fölsun að ræða á
þann veg, að sennilega hafi verið
skrifað í gegn eins og kallað er, það
er að blaðið með samningnum hafi
verið lagt yfir annað blað með undir-
skrift skáldsins og síðan hefði verið
skrifað ofan í.
Samningur þessi er samkvæmt
texta sínum bæði dagsettur og und-
irritaður af Einari Benediktssyni í
Herdísarvík 17. janúar 1938 eins og
áður segir og er auk þess áritaður af
tveimur vottum. Þar til nú, er ekkert
það fram komið, sem dregið gæti úr
sönnunargildi þessa skjals, enda hef-
ur þessi samningur verið sá grund-
völlur, seni Bragi hf. hefur byggt á
starfsemi sína fyrr og síðar.
Otgáfufélagið Bragi hf. var stofn-
að 13. janúar 1938 gagngert í því
augnamiði, að annast skáldskapar-
arf Einars Bendiktssonar.
Af hálfu lögmanns Braga hf. var
skýrslu Millers mótmælt alfarið. Fór
hann fram á frest í því skyni að afla
gagna til þess að afsanna framburð
Millers. Næst verður mál þetta tekið
fyrir í Borgardómi Reykjavíkur um
miðjan nóvember.
Á TÓNLEIKUM Tónlistarfélagsins í
Austurbæjarbíói í dag leika Pina
Carmirelli og Árni Kristjánsson
þrjár sónötur fyrir fiðlu og píanó eft-
ir Ludwig van Beethoven.
Þau Pina Carmirelli og Árni
Kristjánsson hafa margoft leikið
saman á tónleikum hér, en Carm-
irelli hefur verið talin í hópi
fremstu fiðluleikara. Þau Rudolf
Serkin léku saman allar Beeth-
oven-sónöturnar fyrir fiðlu og pí-
anó í Carnegie Hall í New York
fyrir allmörgum árum og er sá
flutningur enn í minhum hafður.
Carmirelli lék fiðlukonsert eftir
Brahms á tónleikum Sinfóníunnar
sl. fimmtudagskvöld við mikil
fagnaðarlæti tónleikagesta.
Tónleikarnir í Austurbaejarbíói
í dag hefjast kl. 14.30.
Pina Carmirelli og Árni Kristjánsson.