Morgunblaðið - 17.10.1981, Side 3

Morgunblaðið - 17.10.1981, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1981 3 Guðmundur J. Guðmundsson í ræðustól við upphaf þings Verkamannasambandsins í gær, en þingstörfum verður haldið áfram fyrir hádegi í dag. (Ljósm. rax.) Það verður ekki liðið að aðrir komi á eftir og heimti meira fyrir sig - sagdi Guðmundur J. Guðmundsson við setn- ingu tíunda þings Verkamannasambands Islands TÍUNDA þing Verkamannasam- bands íslands var sett á Hótel Loftleiðum síðdegis í gær og er áætlað að þinghaldi Ijúki á sunnu- dagskvöld. Rétt til þingsetu eiga 125 fulltrúar úr um 50 verkalýðs- félögum. Kjaramálin verða aðalmál þingsins og mótun kröfugerðar í komandi kjarasamningum og hafa ýmis sambönd haldið að sér hönd- um til þessa og beðið þings Verka- mannasambandsins. ég til, að samningum verði um- svifalaust sagt upp, sagði Guð- mundur J. Guðmundsson. Hann sagði að berjast yrði gegn verð- bólgunni, en ekki á þann hátt, að það hefði atvinnuleysi í för með sér. Að þingsetningu lokinni árnaði Guðmundur Björgvin Sigurðssyni, Stokkseyri, heilla með 70 ára af- mælið, sem var í gær, en Björgvin var einn þingfulltrúa og þakkaði Guðmundur J. Guðmundsson, formaður VMSÍ, setti þingið og gerði meðal annars að umtalsefni umræður liðins sumars um forystu í verkalýðsfélögum. Sagði hann minnstan hluta vandans vera valdagræðgi forystumanna, mesti vandinn væri sá, að fá hinn ah menna félaga til starfs og þátttöku. Hann sagði, að kjaramálin yrðu aöalmál þingsins og sagði það vera af hinu góða ef málin yrðu rædd hispurslaust. Hann sagði, að sú væri orðin staðan á landi hér, að helztu verkfallsmenn væru at- vinnurekendur og sérfræðingar og fór nokkrum orðum um viðhorf at- vinnurekenda og sérfræðinganna, sem hann nefndi svo. Guðmundur sagði, að það yrði aldrei liðið af verkafólki, að aðrir kæmu á eftir í samningagerð og heimtuðu meira fyrir sig, en áður hefði verið samið um. — Þá legg Bruni á Seyðis- firði SeydÍNfirdi, 16. okt. ELDIIR kom upp í tvflyftu timbur húsi á Seyðisflrði laust fyrir kl. 13 í gær. Slökkvistarf tók um 3 klukku- stundir og er efri hæð hússins gjör ónýt en litlar eða engar skemmdir urðu á neðri hæðinni. Á milli 500 og 700 fiskikassar voru á efri hæðinni og kom upp mikill reykur af þeim. Þeir eru all- ir gjörónýtir. Á neðri hæðinni tókst að bjarga beitingarbölum og öðrum verðmætum. Fréttaritari hlý orð í sinn garð. Þá bauð hann Göran Ohlin, fulltrúa Sambands norræns verksmiðjufólks, velkom- inn og gat þess að gestir frá verka- lýðsfélögum á Grænlandi og í Færeyjum hefðu ekki komizt til þingsins. Asmundur Stefánsson, forseti ASÍ, ræddi nokkuð um styrk Verkamannasambandsins og sagði, að VMSÍ væru um 40% fé- lagsmanna í ASÍ. Því væri ljóst að þing Verkamannasambandsins yrði mótandi um stefnu og aðgerð- ir á næstu mánuðum og sagði að VMSÍ yrði burðarásinn í komandi baráttu. Hann sagði, að vinnuveit- endur stæðu nú betur vígbúnir heldur en oft áður, en samstaðan væri styrkur verkalýðshreyfingar- innar. Hann sagðist trúa því, að sá þríeini árangur næðist, að kaup- máttur verkafólks yrði aukinn, að félagsleg staða verkafólks yrði bætt og að stuðlað yrði að hjöðnun verðbólgu. Fjögur ný félög voru tekin inn í Verkamannasambandið í gær; Verkakvennafélagið Aldan á Sauðárkróki og verkalýðs- og sjó- mannafélögin á Djúpavogi, Bol- ungarvík og Skagaströnd. Forseti þingsins var kosinn Jón Karlsson á Sauðárkróki og vara- forsetar Jóhanna Friðriksdóttir, Vestmannaeyjum, og Sigrún Elí- asdóttir, Alþýðusambandi Vestur- lands. Ritarar voru kosnir Jón Eggertsson, Borgarnesi, og Sonja Christiansen, Keflavík. Páll Hallbjörnsson kaupmaður látinn PÁLL llallbjörn.sKon, kaupmaður, lézt á Korgarspítalanum í Reykjavík, aðfaranótt flmmtudags, 83ja ára að aldri. Hann var fæddur að Ytri-Bakka í Tálknafirði og lauk skipstjóra- prófi fyrir minni skip árið 1918 og prófi frá Samvinnuskólanum árið 1921 og starfaði síðan í verzlunum á Súgandafirði til ársins 1930. Það ár stofnsetti hann eigin verzlun í Reykjavík og rak þar verzlanir fram á síðustu ár, lengst af á Leifsgötunni. Hann rak Harðfisk- söluna í Reykjavík árin 1933—1958. Meðan Páll bjó á Súgandafirði tók hann virkan þátt í félagsstarfi á staðnum og átti m.a. sæti í hrepps- nefnd og sóknarnefnd á Suðureyri á þessum árum. Páll fékkst mikið við ritstörf og á síðustu árum gaf hann út nokkrar skáldsögur. Þá var hann í mörg ár meðhjálpari í Hallgrímskirkju í Reykjavík. Kona Páls Hermanns Hall- björnssonar var Sólveig Jóhanns- dóttir og lést hún fyrir tæpum tveimur árum. Þau áttu átta börn og eru sjö þeirra á lífi. Pill Hallbjörnsson Fjárlagafrumvarpid 1982: Aukin tölvuvæding í ríkisstofnunum A NÆSTl' árum kemur aukin tölvuvæðing til álita hjá ýmsum stofnunum ríkisins, sem leið til hagræðingar og bættrar þjónustu, segir í skýringum með fjárlaga- frumvarpinu. í fjárlögum 1980 og 1981 var veitt fé til þess að vinna að mörkun stefnu í tölvumálum ríkisstofnana og fyrirtækja og verður heildarframlag til þessa lið- ar 3.075.300 kr. á árinu 1982 og nemur það 45,7% hækkun. í skýringum með fjárlaga- frumvarpinu segir að undanfar- in ár hafi orðið mikil aukning á tölvunotkun hjá opinberum aðil- um hérlendis og kæmi aukin tölvuvæðing til álita hjá ýmsum stofnunum. Þá segir að unnið sé að mörkun stefnu í tölvumálum ríkisstofnana og fyrirtækja þar sem tekið sé m.a. tillit til heild- arhagsmuna ríkisins varðandi tölvuhugbúnað og vélbúnað. I því sambandi er bent á verkefnasvið svo sem bókhaldskerfi ríkisins, áætlanakerfi, tollafgreiðslur, fasteignaskráningu, verkefni á sviði skattamála, upplýsingar um starfsemi sjúkrahúsa og verkefni á sviði dóms- og lög- reglumála. í fjárlagafrumvarpinu er heildarframlag til þessa liðar 3.075.300 kr., en auk launaliðar 155.700 kr., annarra rekstrar- gjalda 19.600 kr. sem er nýr lið- ur, er gjaldfærður stofnkostnað- ur 2.900.000 kr. Fjölgað í utan- ríkisþjónustunni GERT er ráð fyrir fjölgun í utan- ríkisþjónustunni um 1,2 stöðugildi á árinu 1982 samkvæmt upplýsing- um í fjárlagafrumvarpi þessa árs. Er hér um að ræða heila stöðu sendiráðsritara við sendiráðið í Washington og 20% hlutastarf rit- ara við sendiráðið í Osló. Fjárveiting vegna starfrækslu sendiráða Islands erlendis nem- ur samtals 25.415.800 kr. og er það hækkun um 3.684.000 kr. frá fjárlögum ársins 1981. Launalið- ur sendiráða hækkar um 2.319.000 kr. og verður 16.570.100 kr. Kemur þar inn áðurnefnd fjölgun en að öðru leyti er hækk- un á launalið sendiráðanna vegna gengisbreytinga svo og vísitöluhækkunar í einstökum löndum þar sem sendiráð eru starfrækt. Flugvallagjald óbreytt í FRUMVARPI til fjárlaga fyrir árið 1982 er reiknað með að flug- vallagjald verði hið sama og tók gildi 1. september sl. Samkvæmt því eru tekjur af gjaldinu áætlaðar 18 millj. kr. á næsta ári. Flugvallagjald var á fjárlög- um þessa árs áætlað 14 millj. kr., segir í skýringum með fjárlaga- frumvarpinu nú. Var þá meðal annars gert ráð fyrir nokkrum samdrætti í flugi, svo og að gjaldið hækkað, í samræmi við verðlagsforsendur fjárlaga. Gjaldið var hins vegar óbreytt fyrstu átta mánuði þessa árs og er því gert ráð fyrir að tekjur af gjaldinu verði heldur minni, eða um 12‘/i millj. kr. Rekstrargjöld emb- ættis ríkissáttasemj- ara hækka um 93,3% REKSTRARGJOLD ríkissátta- semjaraembættisins hækka á ár inu 1982 samkvæmt fjárlagafrum- varpinu um 93,3% á sama tíma og reiknitala frumvarpsins til hækk- unar í milli ára er sögð 33%. Fjárveiting til ríkissátta- semjaraembættisins hækkar um 667.300 kr. og verður 1.699.400 kr. Laun hækka um 380.200 kr. og verða 1.205.400 kr., sem er miðað við launaþróun. Önnur rekstrargjöld hækka um 193.100 kr. og verða 400.000 kr. sem er 93,3% hækkun. Skýring þessa er sögð í fjárlagafrumvarpinu sú að nú sé að koma i ljós hvert umfang á starfsemi stofnunar innar er og hafa því önnur rekstrargjöld verið áætluð samræmi við það. 60 milljónir til næstu virkjunar „ÞESS er vænst að í haust verði tekin ákvörðun um næstu virkjun í landskerflnu,“ segir í skýringum með fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 1982. Einnig segir að lánsfé, alls að upphæð 60 millj. kr., sé áformað að ráðstafa til gerðar útboðsgagna, vegagerðar o.fl. sem nauðsynlegt er til undirbúnings virkjunar- framkvæmdanna. Verkhönnun næstu þriggj stórvirkjana, þ.e. Blönduvirkjun ar, Fljótsdalsvirkjunar og Sult artangavirkjunar, stendur nú yf- ir og er stefnt að því að henni Ijúki veturinn 1981—1982 sam kvæmt því sem segir í hinu nýj fjárlagafrumvarpi. IV2 millj. til Víðishússins IINDIR liðnum óviss útgjöld á ninni Laugavegi 166, en sú hú fjárlagafrumvarpinu 1982 er á- seign er betur þekkt undir hei formað að verja 1.500.000 kr. til tinu Víðishús. viðgerða og lagfæringa á húseig-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.