Morgunblaðið - 17.10.1981, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1981
11
Backfire-sprengju- og eldflaugaþota.
sjálf, til dæmis sé hann tæplega
svo öflugur, aft hann verði notaður
til innrásar í ísland. Hitt hafa
menn þó i huga, sem Sergei
Gorshkov, „faðir“ sovéska flotans
og yfirmaður hans allar götur sið-
an 1956, hefur sagt, að Sovétmenn
vilji eignast alhliða flota, sem geti
sýnt valdið um heim allan, og
draga þá ályktun af orðum hans,
að enn verði unnið að því að
styrkja landgöngusveitir flotans.
En hvers vegna leggja Sovét-
menn áherslu á að koma 7000
manns í einni lotu á land úr her-
9kipum sínum? Ástæðan er vafa-
laust hin sama og réð því á sínum
tíma, þegar Kremlverjar hættu að
láta flotann sinna því einvörðungu
að verja rússneska meginlandið og
beindu honum út á heimshöfin.
Sovétmenn þurfa ekki að efna til
stórtækra landgönguæfinga í
varnarskyni, þær eru einvörðungu
liður í undirbúningi undir sovéska
árás á eitthvert strandríki. Sá er
og meginmunurinn á æfinga-
mynstri Varsjárbandalagsland-
anna annars vegar og Atlants-
hafsbandalagslandanna hins veg-
ar, að kommúnistarfkin sýnast
búa sig undir árásarstríð en Atl-
antshafsríkin vilja sýna og sanna,
að þau getið varið lífæð sína, sigl-
ingaleiðirnar um Atlantshaf.
A Kólaskaganum við landamæri
Noregs eru bækistöðvar land-
gönguliða og fallhlífarhermanna.
Þessum liðsafla yrði eins og mál-
um er nú háttað væntanlega beitt
gegn Noregi en hann yrði ekki
sendur til árása á ísland í fyrstu
atrennu. En vestrænir sérfræð-
ingar segja: Nái Sovétmenn fót-
festu í Norður-Noregi fyrir flug-
vélar sínar, verður ísland tæplega
varið og án aðstöðu Atlantshafs-
bandalagsins á íslandi verður
Noregur tæplega varinn. Og því er
bætt við, að til hernaðaraðgerða
gegiT Noregi og íslandi myndu
Sovétmenn ekki grípa án þess að
þær væru liður í víðtækari átökum
í Evrópu eða heimsátökum, sem
ættu upptök sín til dæmis við
Persaflóa. Sumir sérfræðingar
segja jafnframt: Staða Norð-
manna er mun veikari en íslend-
inga, af því að Norðmenn hafa
ákveðið að hafa ekki herlið frá
öðrum Atlantshafsbandalagsrikj-
um í Noregi á friðartímum en ís-
lendingar hafa gert sérstakan
varnarsamning við Bandaríkin.
Og enn ein sérfræðikenningin skal
nefnd: Það mun enginn vinna stríð
um Evrópu á Noreg9hafi, en hins
vegar kann þriðja heimsstyrjöldin
að tapast þar.
*
í júni sendu Sovétmenn í fyrsta
sinn eldflauga- og sprengjuþotur
af gerðinni Backfire vestur fyrir
Knöskanes í Noregi og allt suður
til Lófóten. 9 Backfire-þotur tóku
þátt í æfingunni. í nýútkomnu riti
bandaríska varnarmálaráðuneyt-
isins, Hernaðarmáttur Sovétríkj-
anna, segir, að Sovétmenn eigi um
140 Backfire-þotur, þar af tilheyri
70 kjarnorkuherafla þeirra en 70
flugdeild flotans. Fyrir flotann
séu þær mikilvægar, því að með
þotunum megi gera árásir bæði á
flugmóðurskip og landgöngusveit-
ir auk þess sem skotið sé á skot-
mörk í landi. Telur varnarmála-
ráðuneytið, að framleiddar séu
tvær og hálf þota á mánuði eða
samtals 30 á ári.
Flugið suður til Lófóten þótti
marka tímamót í umsvifum sov-
éskra flugvéla á norðurslóðum og
vera vísbending um það, að
Backfire-þoturnar ætti í framtíð-
inni að senda enn lengra suður,
jafnvel að íslandi. Atlantshafs-
herstjórn NATO lítur ekki enn
þannig á, að Backfire-þoturnar
hafi fast aðsetur á Kólaskaga
heldur séu sveitir þeirra sendar
þangað af og til í æfingaskyni.
AWACS-ratsjár- og flugstjórn-
arvélarnar voru einmitt sendar
hingað til lands í september 1978
til að unnt væri að fylgjast nánar
með ferðum sovéskra flugvéla í
nágrenni íslands. Backfire-þot-
urnar geta flogið hraðar en hljóðið
og ekki er ólíklegt, að til þess komi
fyrr en seinna að endurnýja verði
orrustuvélarnar á Keflavíkur-
flugvelli til að þær geti staðið
þeim snúning. í stað Phantom-
þotnanna myndi þá athyglin bein-
ast annað hvort að F-15, sem
bandaríski flugherinn starfrækir,
eða F-14, sem bandaríski flotinn
starfrækir. Þess má geta, að Norð-
menn eru teknir til við að endur-
nýja flugvélakost sinn með
F-16-orrustuþotum.
Björn Bjarnason
að því væri til leiðar komið að
Eggert Haukdal fengi að koma inn
í þingflokkinn. Einnig varð sam-
komulag um það að stjórnarsinn-
ar úr Sjálfstæðisflokknum fái að
ráða ákveðnum mönnum i nefndir,
og stjórnarandstaðan öðrum. Því
er hins vegar ekki að leyna, að
menn úr öllum flokkum, menn úr
sama kjördæmi, eru oft á tíðum
með sömu hagsmuni í huga þegar
þeir vinna fyrir sín kjöræmi. Með
þetta í huga, að sum kjördæmi
hafa þarna ekki sömu aðstöðu,
töldum við tíma til kominn að
skipta um, vegna þess hve Suður-
landskjördæmi er vel sett í fjár-
veitinganefnd. Tveir þingmenn
Sjálfstæðisflokksins í Suður-
landskjördæmi eiga sæti í fjár-
veitinganefnd, og einnig þrír þing-
menn í stjórn Framkvæmdastofn-
unar, auk þess sem menn þar eiga
sæti í bankaráðum. Níu þingmenn
hafa verið þeirrar skoðunar að
gefa ætti fleiri kjördæmum tæki-
færi.
Ég hef heyrt röksemdir manna í
þessu máli, og því kom mér ekki á
óvart að Egill skyldi bæta við sig
atkvæðum frá því síðast. En öðr-
um virðist hafa komið það á óvart,
þeim er ekki hafa fylgst með
þróuninni. Rök Austfirðinganna,
að ekki megi refsa þeim fyrir sam-
heldni og frið í kjördæminu, vegur
auðvitað nokkuð í huga þeirra er
fylgjast með hinum dapurlegu
innanflokksmálum í Sjálfstæðis-
flokknum.
Ég vil svo bara segja það, að
þeir eru venjulega fyrstir til að
gagnrýna eitt og annað í Sjálf-
stæðisflokknum, sem minnst
koma nálægt því að leggja flokkn-
um og starfi hans lið. Þessir menn
eru oft að gæta eigin hags og
sinna, en horfa því miður ekki yfir
sviðið allt. En ég verð að segja það
að hin ómakleg gagnrýni á Geir
Hallgrímsson í þessu máli, á ekki
rétt á sér. Ég hef gagnrýnt Geir
fyrir eitt og annað fyrr og síðar,
en hann er heiðarlegur og trúr
forystumaður Sjálfstæðisflokks-
ins.
Gagnrýni sú er hann hefur nú
orðið fyrir vegna lýðræðislegs vals
þingflokksins, er þeim er hana
hafa haft uppi, til skammar. Af-
staða Guðmundar Karlssonar er
skiljanleg, en aðrir ættu að
skammast sín. En sjálfstæðis-
menn mega ekki láta glepjast af
þvættingi og gagnrýni andstæð-
inganna," sagði Pétur Sigurðsson
að lokum.
Kirkjudagur
Bessastaðakirkju
ÁRLEGUR kirkjudagur Bessa-
staðasóknar er á morgun og hefst
með helgisamkomu í Bessastaða-
kirkju kl. 14. Þar mun dr. Finnbogi
Guðmundsson landsbókavörður
flytja ræðu um Sveinbjörn Egilsson
skáld og rektor, en sú venja hefur
skapast að á kirkjudegi er minnst
þátta úr sögu byggðarinnar.
Nemendur úr Álftanesskóla
munu lesa úr verkum skáldsins
undir stjórn ólafs Ólafssonar
kennara. Hanna Bjarnadóttir
syngur einsöng og Garðakórinn
annast söng við athöfnina undir
stjórn Kristjáns Sigtryggssonar.
Bjarni Guðmundsson formaður
sóknarnefndar flytur ávarp.
Að lokinni kirkjuathöfn gengst
kvenfélag Bessastaðahrepps fyrir
kaffisölu í Álftanesskóla til ágóða
fyrir líknarsjóð sinn.
Námsstefnur
um vandamál
drykkjusýki
HJÁLPARSTOFNUN kirkjunnar,
Hazelden hópurinn, SÁÁ og Afengis-
varnarráð hafa í samráði við biskup
íslands ákveóið að efna til námstefnu í
Reykjavík, á Akureyri, Egilsstöðum og
í Vestmannaeyjum fyrir presta, kenn-
ara, lækna, sálfræðinga, félagsráðgjafa
og aðra þá sem mæta í störfum sfnum
vandamálum drykkjusjúkra. Einnig er
allt áhugafólk um þessi mál velkomið.
í sambandi við þessa námstefnu
hefur verið boðið hingað til lands
séra Melvin Schroeder, sem er starf- |
andi á meðferðar og kennslustofnun-
inni Hazelden Foundation í Minne-
sota í Bandaríkjunum.
Á morgun predikar sr. Schoeder
við guðsþjónustu í Hallgrímskirkju
og sr. Karl Sigurbjörnsson þjónar
fyrir altari. Á mánudaginn er
námstefna í Hallgrímskirkju og
verður hún endurtekin á þriðjudag.
Á miðvikudagskvöld flytur sr.
Schroeder fyrirlestur að Hótel Loft-
leiðum, sýnir kvikmynd og svarar
fyrirspurnum.
Á föstudaginn verður námstefna á
Akureyri, annan sunnudag á Egils-
stöðum og þriðjudaginn 27. október í
Vestmannaeyjum.
Kl. 19.00 Húsið opnar og býöur ykkur velkomin með fordrykkjum og
happdrættismiöum. Sala bingóspjalda, létt tónlist og video
í gangi.
Kl. 19.40 Spaensk veizla: Ljúffengur réttur - Pollo a la Valencia
Verð aöeins kr. 100.
Borðapantanir hjá yfirþjóni eftir kl. 16.00 í símum 20221 og 25017.
örn Steinsen, framkvæmdastjóri, kynnir heims-
meistarakeppnina.
Model 79 sýna nýjasta tízkufatnaöinn frá „Verö-
listanum" og náttfatnaö frá .Ceres".
Skemmtiatriöi úr heimsborginni:
Hin frábæra söngkona, Janis Carol, sem undan-
farin ár hefur náö mikilli hylli, m.a. í „Evlta“ i
London, kemur nú fram á islandi aftur.
Dansflokkur J.S.B. sýnir nýjan dans.
Myndasýning: Sumarið 1981 — Ingólfur Guö-
brandsson sýnir myndir af Ijósmyndafyrirsætum
Útsýnar o.fl. frá sólarströndum.
Stórbingó: Meðal vinninga, ferö á Heimsmeistara-
keppnlna.
Fegurðarsamkeppní: Ljósmyndafyrirsætukeppni
— Ungfrú Útsýn 1982 — forkeppni. Þátttakend-
ur valdir úr hópi gesta.
DANS - hin vinsæla
danshijómsveit Dansbandiö og
Þorgeir meö diskótekið tryggja
frábært fjör til kl. 01.00.
UTSYN HITTIRIMARK
Hár verður fólkið og fjðriö ains og jafnan á Útsýn-
arkvöldum.
Atlt skammtilagt fólk velkomiö i spariskapi og
aparifötunum.
Heimsmeistara-
keppnin
WORLD CUP 1982
Útsýn hefur einkaumboö á Islandi
fyrir heimsmeistarakeppnina í
knattspyrnu, sem haldin veröur á
Spáni í júní 1982. Mörg hundruö
manns hafa þegar pantaö Spánar-
ferð á vegum Útsýnar í tilefni
keppninnar, sem nú veröur kynnt
meö veglegri hátíö á
Hótel Sögu
sunnudagskvöld 18. okt.