Morgunblaðið - 17.10.1981, Side 12

Morgunblaðið - 17.10.1981, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1981 HLAÐVARPINN UMSJÓN BRAGI ÓSKARSSON Gestgjafinii á Mokka — Guðmundur Baldvinsson. Á MOKKA í 23 ÁR ■■■ Ljówn. Kmilfm. 400 sýningar og þúsund ir bolla af expressó Árið 1958, hinn 28. maí, birtist frétt í Morgunblaðinu undir fyrirsögninni „MOKKA“ — nýtt kaffihús. Segir þar af blaðamannafundi er haldin var til að kynna þetta nýja menningarfyr irbæri — að reka í einu og sama húsnæðinu kaffistofu og sýningarsal. I»á þótti ég „expressókaffið“ nýmæli og segir svo í lok fréttarinnar. „Eftir að hafa setið góða stund við kaffi- drykkju, í þessu skemmtilega kaffi- húsi kvöddu gestirnir Guðmund. Hafði Karl ísfeld blaðamaður orð á því, að það slægi út á sér svita eftir þessa kaffidrykkju, enda er því hald- ið fram að af kunnugum að einn ex- pressókaffibolli sé á borð við 4—6 bolla af venjulegu kaffi.“ Gestgjafinn á Mokka er Guð- mundur Baldvinsson fyrrum söngvari og munu flestir kannast við manninn. Hann hefur rekið Mokka ásamt fjölskyldu sinni allan þennan tíma, 23 ár. Að jafnaði hef- ur verið skipt um sýningar á Mokka á þriggja vikna fresti og telst Hlaðvarpanum svo til að þar hafi verið haldnar tæplega 400 sýn- ingar í það heila. „Mér datt þetta í hug, að setja hérna á stofn svona kaffistofu, þeg- ar ég var að læra söng úti í Róm hér á árum áður,“ sagði Guðmund- ur í spjalli við Hlaðvarpann. „Ég var áhugasamur um það sem ungir myndlistarmenn voru að bralla á þessum árum og var Mokka eigin- lega hugsað sem sýningarsalur fyrir þá. Þegar kaffið opnaði voru til sýnis myndir eftir Braga Ás- geirsson og Bjarna Jónsson, vegg- teppi eftir Barböru Árnason og höggmyndir eftir Jón Benedikts- son. En svo þróaðist þetta öðruvísi — það voru ýmsir sem leituðu á með sýningar og raunin hefur orðið sú að hér hefur orðið mikil breidd í sýningum, ég held jafnvel að eng- inn annar sýningarsalur hafi gert betur að því leyti," segir Guðmund- ur og dregur fram kladda mikinn með blaðaúrklippum sem allar fjalla um sýningarnar á Mokka. „Já, þeir hafa sýnt hérna líka þessir frægu. Jón Engilberts var t.d. hér með sýningu sem vakti töl- verðan úlfaþyt — „Hitabylgja á Mokkakaffi". Hún varð hálfgert hneyksli því mörgum þótti þetta hreinasta klámsýning — hann var með svoleiðis mótíf. Margir þeirra sem gert hafa garðin frægan í myndlist síðustu áratugina hafa sýnt hérna: Kristján Dagvíðsson, Hafsteinn Austmann, Helga Weisshappel, Jóhannes Jóhannes- son, Vigdís Kristjánsdóttir, Sverrir Haraldssn, Karl Kvaran o.fl. Sumir þekktir málarar hafa ver- ið með sína fyrstu sýningu hér t.d. Baltasar og Jónas stýrimaður. Og svo má ég ekki gleyma súmmurun- um — þeir sýndu hérna tölvert um eitt skeið t.d. hafa Gylfi Gíslason og Jón Gunnar Árnason verið með sýningar hér. Það hafa líka margir ágætir listamenn litið hér inn og fengið sér kaffi þó þeir hafi ekki sýnt,“ segir Guðmundur og dregur fram þykkildisbók með tréspjöldum, gestabók Mokkakaffis. Þar hafa margir listamenn ritað í nöfn sín, ýmis konar áritanir, fyndnismál og krúsídúllur. Þar er einkennileg teikning eftir Kjarval og eru staf- irnir hans JSK listilega fléttaðir í. „Þarna hafa þeir Stefán íslandi og Kjarval komið saman í kaffi," segir Guðmundur og bendir á annað stað í bókinni, „Kjarval kom hér oft fyrstu árin eftir að ég byrjaði." I gestabókinni er mikið um teikn- ingar — t.d. eitt mikið fígúruverk eftir Erró, sem þá nefndi sig Ferró og drakk kaffi á Mokka. Þá hafa menn verið ósparir á hugmynda- flug sitt við bókina — þar eru „komment" á flest milli himins og jarðar og beinast spjótin víða að gestgjafanum sjálfum, Guðmundi Baldvinssyni eða Baldvinó eins og hann hét á Ítalíu. Nóbelsskáldið á Gljúfrasteini hefur komið þarna við, fengið sér kaffi og hripað nafn sitt í gestabók- ina. Jón Leifs, Jónas Jónsson frá Hriflu og Halldór Pétursson er þarna með teikningu. Og Sigurður Sigurðsson íþróttafréttaritari mælir með expressokaffinu fyrir landsliðið. „Sýningarnar hérna hafa verið á ákaflega breiðum grundvelli," segir Guðmundur er við höfum flett gestabókinni. Hér höfum við t.d. verið með sýningu á músík, elektr- óniskri músík. Nótnaskrift fyrir slíka músík er afar myndræn en þeir Atli Heimir og Magnús Blön- dal settu upp þessar nótnasýningu hér ásamt fleirum. Sumir héldu jafnvel að þarna væri um nýja bylgju í myndlist að ræða og urðu alveg hissa er þeir komust að hvers kyns var. Svo höfum við sýnt kvæði — það var held ég í fyrsta sinn hér á landi sem það var gert. Þau voru eftir sjálfan alsherjargoðan Sveinbjörn Beinteinsson, sem er skáld gott. Þá var hér einhver fyrsta amatörljós- myndasýning hérlendis — þá var eiginlega ekki farið að viðurkenna Ijósmyndun hér almennt sem list- form og held ég að sú sýning hafi vakið marga til umhugsunar. Það hafa verið hér sýningar frá tæp- lega 30 löndum — öllum heimsálf- unum. í gegn um tíðina hefur svo verið hér urmull af allskonar sýn- ingum og auðvitað hefur það ekki allt verið merkilegt — en það hafa fleiri sýningarsalir orðið að láta yf- ir sig ganga, sérstaklega á síðari árum. Eg hef fylgt þeirri stefnu að hafa þetta opið og leyfa sem flest- um að reyna sig. Það er annars merkilegt hvað út- lendingum sem dvelja hérlendis þykir þessi starfsemi hér athyglis- verð. Erlendir sjónvarpsmenn hafa tvisvar komið í heimsókn — og þegið kaffi. BBC-sjónvarpsstöðin var hér með heilmikla upptöku í sambandi við Skálholtshátíð. Þeir fengu hingað marga þekkta lista- menn og kvikmynduðu heila nótt. Þá nótt voru settar hér upp margar sýningar og ekki hætt fyrr en í morgunsárið. Þá komu hér jap- anskir kvikmyndamenn, þegar Vig- dís var kjörin, og voru mjög hrifnir af starfseminni hér — svona opinni menningarstarfsemi eins og þeir nefndu það. Þeir mynduðu hér og spjölluðu við gesti — ég held að upptakan hafi tekist nokkuð vel hjá þeim og þetta var sýnt í Japan. Að lokum Guðmundur. Er Mokkakaffi listamannakaffi? Guðmundur þarf að hugsa sig um — þetta er dálítið furðuleg spuming. „Listamenn hafa sótt tölvert hingað gegn um árin,“ segir hann. „Kaffið og súkkulaðið hérna þykir gott — andrúmsloftið hér er listrænt og hér er rólegt. Það hafa sumir kallað staðinn listamanna- kaffi.“ Andrés Helgi Björnsson Sæmundsson Kveðið á Mokka Þeir Andrés Björnsson út- varpsstjóri og Helgi Sæ- mundsson rithöfundur brugðu sér á Mokka einu sinni sem oftar og kvað þá Helgi þessa ferskeytlu til Andrésar. Vilji Andrés veiU aér vænan skammt af þokka, ætti karl að kaupa sér kaffwopa á Mokka. HLAÐVARPINN SPYR: „Er Mokka listamannakaffí?a Atli Heimir Sveinsson „Mokka er listamannakaffi öðr- um þræði — eða manni virðist að listamenn hafi frekar leitað þang- að en á aðrar kaffistofur, síðan það var stofnað. Ég man t.d. að pólski hljómsveitastjórinn Bodhan Wodiczko kom þangað á hverjum degi þegar hann var hér — honum þótti expressókaffið svo gott. Við mæltum okkur alltaf mót á Mokka, þegar við vildum ræða eitthvað. Ástæðan fyrir því að ég fór að koma á Mokka var að þetta var lengi ein af fáum góðum kaffistof- um í miðbænum — það hefur orðið að vana hjá manni að skjótast þar inn ef maður hefur eitthvað verið að erinda þar. Nú svo er það þetta góða sterka kaffi, sem hvergi fékkst annarstaðar hér áður fyrr — og er óneitanlega afskaplega gott. Þetta er líka hljóðlátur stað- ur — þar er engin hljóðmengun af útvarpi eða öðru.“ SHafsteinn Austmann Þetta er erfið spurning. Lista- mannakrá — það er bjór og kveðskapur og þar fram eftir götunum, en ekkert af þessu er þarna til staðar. Menn koma þarna saman til þess að rabba yfir kaffibolla. Ég kem yfirleitt þarna tvisvar í viku, á morgn- ana, og geng þá alltaf að einum málara vísum. En ég er ekki fastagestur og get því ekki borið um þetta. Þetta er þó sennilega eini staðurinn sem maður hittir kollega sína útávið. Ég held ég geti bara ekki svarað þessu — nema þá þannig að ef hér á landi er eitthvað sem getur kallast listamannakaffi þá er líklega ekki öðru til að dreifa en Mokka. Hringur Jóhannes son Einfaldast væri að segja bara já. Líka væri hægt að snúa út úr spurningunni og segja að staður- inn Mokka sé ekki kaffi þótt hann heiti eftir þeim drykk sem þar er mest drukkinn. En án út- úrsnúnings er Mokka sá staður sem lang helzt stendur undir því hér í bæ að vera listamanna- kaffi. Ástæðurnar fyrir því að ég kem þangað eru hæfilega stórt, notalegt umhverfi, gott kaffi, gott súkkulaði og góðir kunn- ingjar, sem margir hverjir flokk- ast sjálfsagt undir það sem felst í spurningunni. Stundum kem ég á Mokka til að vera einn innan um fólk og það getur líka verið gott. Guðmunds Mokka hefur sett mark sitt á kaffihúsaspeki landsins og þar hefur lífsgátan verið leyst um langa hríð. Eftir að ég missti áhugann á lífsgátunni sem um- ræðuefni og byrjaði að drekka kaff*i með fasistum flesta daga hefur komum mínum á Mokka fækkað. Ég hygg þó að þar sé enn verið að ræða mikilvæg mál og frelsa heiminn. Og því held ég að Mokka gegni sínu gamla hlutverki sem áður. Thor Vilhjálms son — Listamannakaffi? — Ég er eiginlega ekki nógu staðfastur gestur þarna til að geta sagt af eða á um það. Það kemur líka til álita hverja ég kalla listamenn. Þetta er vingjarnlegur staður, og geðgóður gestgjafinn og hans fólk enda menntaður í bel cantó á Ítalíu áður en hjaðningavígin spilltu því landi. Ég veit til þess að ýmsir góðir listamenn venja þangað komur sínar en setja þó varla svo mikinn svip á staðinn að menn þurfi að óttast að þeir verði kallaðir menningarvitar þótt þeir fái sér þar kaffi úr ít- alskri vél eða sérbakaðar kökur — en það mun vera ískyggilegt skammaryrði á íslandi, menn- ingarviti, eða var það til skamms tíma, kannski það sé farið að lagast aftur með núverandi rík- isstjórn sem kemur tiltölulega vel fyrir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.