Morgunblaðið - 17.10.1981, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1981
Á kristniboðsári
Hvað segir kirkjan
um afvopnunarmál? &
Hvernig vill hún berjast fyrir
friði milli manna og þjóða?
íslcnska kírkjan er gjarnan spurð, hvert sé viðhorf hennar til afvopnunarmála. Þetta hefur ítrekað komið fram í
þeim spurningum sem beint er til þessarar síðu. Það kom og glögglega fram í viðræðum stjórnmálamanna og
guðfræðinga um friðarmál í Skálholti nú á dögunum.
Kn svarið er ekki einfalt.
í þeim flókna heimi, sem við lifum í, verður jafnvel það álitamál sem virðist sjálfsagt við fyrstu kynni og í hreinum
samhljóm við kristna kenningu um frið.
íslenska kirkjan er í hópi þeirra 300 kirkjudeilda sem mynda Alkirkjuráðið (World Council of Churches).
Alkirkjuráðið er ekki bundið pólitískum valdsvæðum eða hugmyndafræðum, enda eru aðilar þess frá nær öllum
löndum heims. Því má ætla, að í gögnum þess og ályktunum sé gætt hlutleysis og litið svo málefnalega að
vandamálunum sem unnt er. Grundvöllurinn er Jesús Kristur og hans kenning.
Miðstjórn Alkirkjuráðsins kom saman nýlega í Dresden í AusturÞýskalandi, en fundir hennar eru árlega. Hún
sendi frá sér ályktanir, sem hafa vakið mikla athygli sem endranær.
Kiningarmál kirkjunnar hafa iöngum setið í fyrirrúmi hjá Alkirkjuráðinu, en í ár er það annar málaflokkur sem er
í miðpunkti vegna þeirra aðstæðna sem nú ríkja í veröld hér.
Hver
verður framtíð
okkar jarðar
búa með sama
áframhaldi?
Friðarmál
Stór hluti af umræðum miðstjórnarinnar og ályktunum hennar fjallaði um afvopnunarmál, enda fer geysimikil
umræða um friðarmál fram í kirkjum heimsins um þessar mundir.
íslenska kirkjan er, sem fyrr segir, aðili að Alkirkjuráðinu og á því aðild að þeim ályktunum sem þaðan koma. í
þeim felast því trúlega svör við spurningunum um viðhorf kirkjunnar til friðar og afvopnunarmála.
Þessvegna fara hér á eftir ályktanir samþykktar á fundi miðstjórnar Alkirkjuráðsins í ágúst 1981 í Ilrcsden,
AusturÞýskalandi.
I. Miðstjórn Alkirkjuráðsins
lýsti ótta sínum á fundi í ágúst
1980 um að „alvarlegasta hætt-
an, sem mannkynið horfðist í
augu við þessa stundina, er
gereyðing af völdum kjarn-
orkusprengjunnar“. Á fundi
sínum nú í ár í Dresden (ágúst
1981), telur miðstjórnin, að al-
þjóðleg samskipti haft enn
beðið hnekki og ástand þeirra
hafi á þessu eina ári orðið sýnu
skelfilegra. Spenna hefur auk-
izt og órói hefur ekki minnkað.
Alkirkjuráðið hendir á eftirfar
andi:
A. Samstilltar tilraunir eru
gerðar til þess að vinna fylgi
nýjum hernaðarkenningum
um hugsanlegt kjarnorku-
stríð og tilhneiging er til
þess að álíta takmarkað
kjarnorkustríð, sem lykti
með sigri, hugsanlegt. Eink-
um erum vér uggandi um
þróun framleiðslu á nýjum
djöfullegum vopnum í ýms-
um löndum. Nifteinda-
sprengjan er nýjasta og
augljósasta dæmið. Hún er
skelfileg ógnun vegna þess að
hún gerir beitingu kjarn-
orkuvopna líklegri, jafnvel
gegn þjóðum í þriðja heimin-
um. Hún er ennfremur hvetj-
andi á vígbúnaðarkapp-
hlaupið og gerir því friðar-
umleitanir enn torveldari.
Vér krefjumst þess, að fram-
leiðslu þessa vopns verði
hætt nú þegar og að engin
önnur þjóð ákveði fram-
leiðslu þess;
B. Ekki hefur enn tekizt að
komast að jákvæðum niður-
stöðum um framhaldsráð-
slefnu um Helsinkisáttmál-
ann sem endurspeglar versn-
un í Austur-Vestur-sam-
skiptum og þar með hnekki
slökunarstefnunnar og af-
vopnunar;
C. Áframhaldandi spenna er
á svæðum, sem miðstjórnin
hefur áður fjallað um í álykt-
unum sínum;
D. Versnandi efnahags-
kreppa um allan heim hefur í
för með sér alvarlegar afleið-
ingar fyrir fátækar þjóðir og
aukna spennu innan og milli
þjóða;
E. Áframhaldandi tregða er
í Norður-Suður-viðræðunum
um alþjóðleg efnahagsmál,
sem leiðir til árekstra og
skerðingar á aðstoð við
þróunarþjóðir á sama tíma
og útgjöld eru stóraukin til
vígbúnaðarkapphlaupsins.
II. Miðstjórn Alkirkjuráðsins
bendir á hina ógnarbrýnu
nauðsyn þess að forða kjarn-
orkustyrjöld og koma í veg
fyrir svæðabundna árekstra og
beinir því eftirfarandi hvatn-
ingu til allra stjórnmálamanna:
A. Æðstu menn hinna
tveggja hernaðarfylkinga
ættu að koma saman svo
fljótt sem auðið er og hefja
alvarlegar samningaviðræð-
ur sem miða að afvopnun,
bæði hvað snertir kjarnorku-
vopn og önnur vopn. Til þess
að greiða fyrir þessari þróun
ættu þeir og aðrir þjóðarleið-
togar að íhuga, hvaða ein-
hliða aðgerðir til afvopnunar
væri unnt að gera á ábyrgan
hátt;
B. Friðarstarfsemi Samein-
uðu þjóðanna og annarra
stofnana ætti að styrkja til
þess að auka gagnkvæmt
traust og sætta deilur. Þær
afvopnunarviðræður, sem til
staðar eru, ber að endur-
vekja og stórauka;
C. Til þess að minnka
spennu og stuðla að gagn-
kvæmu trausti milli kjarn-
orkuveldanna, ættu þau að
gera samning í Oryggisráði
Sameinuðu þjóðanna, þar
sem þjóðum, sem óska að
hafa kjarnorkuvopnalaus
svæði, er tryggt, að ákvörðun
þeirra verði virt;
D. Mikilvægt er að undirbúa
gaumgæfilega — bæði hver
þjóð fyrir sig og alþjóðlega
— aðra sérstaka ráðstefnu
um afvopnun, sem Samein-
uðu þjóðirnar ráðgera að
halda fyrir mitt ár 1982;
E. Breikkandi efnahagsbil
milli þróaðra þjóða og
þróunarþjóða veikir gagn-
kvæmt traust og grefur und-
an friði og samvinnu. Iðnþró-
aðar þjóðir ættu að reyna að
ná takmarki Sameinuðu
þjóðanna um alþjóðlega
þróunaraðstoð og ættu að
hefja samningaviðræður í
góðri trú á aukin réttlát
samskipti milli Norðurs og
Suðurs;
F. Styðja ber rétt fólks til
þess að leita breytinga á
óréttlátu ástandi, hvort sem
það er félagslegs eðlis, efna-
hagslegs eða pólitísks.
III. Miðstjórnin hefur undan-
farin ár bent kirkjunum á
fjölda ákveðinna aðgerða, sem
stuðla að afvopnun og beinast
gegn hernaðarstefnu og víg-
búnaði. Um hið skelfilega
ástand heimsmála nú, vill mið-
stjórnin taka fram, að hún:
A. ítrekar hlutverk kirkn-
anna í núverandi varnarleysi
mannkynsins andspænis
þeirri skelfilegu ógnun, sem
yfirstígur allar ógnir, sem
mannkynið hefur séð, og
gæti haft í för með sér ger-
eyðingu;
B. Leggur áherzlu á nauðsyn
þess að skilja betur á hvern
hátt baráttan gegn stríði og
fyrir friði helzt í hendur við
baráttuna fyrir réttlæti;
C. Leggur einnig áherzlu á
nauðsyn þess að tjá barátt-
una fyrir friði með greini-
legum, ákveðnum yfirlýsing-
um, sem snerta kjarna máls-
ins;
D. Hvetur kirkjurnar nú til
þess að:
1) andæfa gegn hernaðar-
lega sinnaðri pólitík, sem
leiðir til hættulegra áfalla
í alþjóðlegum stjórnmál-
um og grefur undan getu
þjóðanna til þess að fást
við knýjandi efnahags-
vanda og félagsleg vanda-
mál heimsins, sem eru
orðin yfirgnæfandi
stjórnmálavandi vorra
tíma;
2) sporna gegn þeirri við-
leitni að skapa ómannúð-
legar óvinamyndir af fólki
frá öðrum löndum;
3) setja spurningarmerki við
ríkjandi kenningar um ör-
yggi þjóða og kalla fram
nýjar hugmyndir um ör-
yggi, sem grundvallast á
réttlæti og réttindum
þjóða;
4) fjalla um guðfræðilega
hlið málsins í ljósi nýrrar
þróunar varðandi stríð og
frið og taka til saman-
burðar og endurskoðunar
hefðbundin viðhorf á guð-
fræðilega sviðinu;
5) halda áfram samkvæmt
hvatningu í fyrri yfirlýs-
ingum miðstjórnarinnar
að „vekja athygli á megin-
orsökum stríðs, sem eru
einkum efnahagslegt
óréttlæti, kúgun og arð-
rán og einnig á afleiðing-
um aukinnar spennu, sem
Merki Alkirkjuráðsins er báturinn með krossinn. Myndin sýnir merkustu fundina á ferli ráðsins um
ólgusjó“.
.lífsins
leiðir til enn meiri skerð-
ingar á mannréttindum.
E. Hrósar þeim fjölmörgu
aðildarkirkjum, sem hafa
endurnýjað friðarstarfsemi
sína, hafið hana, endurskipu-
lagt eða aukið starf að friði,
afvopnun og gegn hernað-
arstefnu og vígbúnaðar-
kapphlaupi. Þetta hefur fal-
izt m.a. í verkefnum, sem
stuðla að uppeldi til friðar,
framkvæmt á „friðarvikum"
eða „afvopnunarvikum";
F. Hvetur aðildarkirkjur til
að:
1) auka verulega starf að
friði og ganga til sam-
starfs við aðra, sem vilja
vekja vitund almennings
um þá ógnun, sem nú
beinist gegn friði;
2) vera friðflytjendur af
heilum hug og án afláts
með boðun, kennslu og í
verki;
3) efna til umræðufunda
með fólki af öðrum
kirkjudeildum til þess að
auka gagnkvæman skiln-
ing milli fólks.
G. Lýsir ánægju sinni yfir
starfsemi fjölmargra friðar-
og afvopnunarsamtaka og
hreyfinga, gamalla og nýrra
um allan heim, þar sem
kristnir menn erú víða virkir
þátttakendur og uppfylla
þannig hlýðniskyldu sína við
fagnaðarerindið. Vér vekjum
athygli á starfi miðstjórnar-
innar í Kingston, þar sem
vakin er athygli á réttindum
fólks til þess að láta alvar-
legar áhyggjur sínar og mót-
mæli opinberlega í ljós.
H. Vekur athygli kirknanna
á þeirri ráðstefnu sem AI-
kirkjuráðið mun innan
skamms standa fyrir á al-
þjóðlegum grundvelli um
kjarnorkuvopn og afvopnun-
armál og bendir á hana sem
mikilvægt tækifæri til þess
að „leita nýrra leiða, þar sem
kirkjur, kristnir hópar og
, aðrir geta haft áhrif í þá átt,
að andrúmsloftið í heiminum
verði hliðhollt allri viðleitni í
þá átt að kjarnorkuvopnum
verði útrýmt".
I. Hvetur kirkjurnar til þess
— um leið og þær búa sig
undir sjötta heimsþing Al-
kirkjuráðsins, sem starfa
mun undir kjörorðinu „Jesús
Kristur, líf heimsins" — að
stíga skref í starfsemi til
friðar og leggja áherzlu á
rannsóknir á málefnum, sem
varða friðinn og ieggja sér-
staka áherzlu á guðfræði-
legar undirstöður þessa
máls.