Morgunblaðið - 17.10.1981, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1981
17
Ebífamíudómkirkjan í Moskvu. Myndin er tekin út um glugga bifreiðar Sr. Jónas Gíslason ásamt túlkinum Svetlönu Voroshilovu á leið til guðs-
innar. Um 5000 manns voru við guðsþjónustuna 18. ágúst á aðfaradegi þjónustu í Ebífamíudómkirkjunni. Konur setja upp slæður áður en þær
ummyndunarhátíðar Krists. ganga inn í guðshús rétttrúnaðarmanna.
Starfar vel innan hins þrönga ramma
Samtal við sr. Jónas Gíslason um
för hans til Sovétríkjanna í boði
rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar
Um miðjan ágúst sl. fór sr. Jón-
as Gíslason til Sovétríkjanna í
boði rússnesku rétttrúnaðarkirkj-
unnar.
Sr. Jónas er að skrifa um ís-
ienska kirkjusögu og hefur í því
sambandi mikinn áhuga á öllum
heimildum sem hana varða, m.a.
allt sem gæti varpað nýju ljósi á
dvöl líorvaldar víðförla, en hann á
að hafa borið beinin í Kænugarði,
svo og einnig um ermsku biskup-
ana.
Sem kunnugt er halda íslend-
ingar í ár upp á 1000 ára afmæli
norræns kristniboðs á íslandi, en
Þorvaldur víðförli og saxneskur
biskup Friðrik að nafni eiga fyrst-
ir að hafa boðað kristna trú á ís-
landi árin 981—986.
Vegna kristniboðsársins fór
greinarhöfundur með sr. Jónasi í
þessa ferð, ef unnt yrði að vinna
útvarpsdagskrá um ferðina eftir
heimkomuna.
Þessir útvarpsþættir verða þrír
og eru á dagskrá útvarpsins þann
18. og 25. október og 1. nóvember.
Sr. Jónas var staddur í Hels-
ingfors, en hann hafði tekið þátt í
norrænni sagnfræðingaráðstefnu
í Finnlandi skömmu áður en ferð-
in austur hófst:
„Eg var í góðu yfirlæti hjá vina-
hjónum mínum, sr. Henrik og
Ann-Kirstin Perret, áður en við
lögðum af stað í austurátt," segir
sr. Jónas.
„Það má segja að ferð okkar
hafi hafist þegar við stigum upp í
hraðlestina Helsingfors-Moskva
síðdegis þann 15. ágúst, en við
vorum komnir til Moskvu að
morgni 16.
Þar tók á móti okkur Svetlana
Voroshilovna, en hún er einn elsti
starfsmaður í utanrikismáladeild
rússnesku rétttrúnaðarkirkjunn-
ar, sem lýtur yfirstjórn erkibisk-
upsins í Moskvu, en embættistitill
hans er patríark af Moskvu og
öllu Rússlandi.
Svetlana fylgdi okkur allan
ræðum við þá aðila sem við hitt-
um að máli um þessi efni.
Fyrst hittum við J.N. Shapov
við sögudeild Moskvuháskóla, síð-
an A. Melnikovu og að lokum
nokkra fulltrúa bókasafnsins í
Kíev.
Það var nú lítið á þessum full-
trúum bókasafnsins að græða,
enda fjalla menn ekki beint um
sagnfræðileg efni á bókasöfnum,"
segir sr. Jónas eftir heimkomuna.
Mestar vonir bindur sr. Jónas
við prófessor Melnikovu og nú
hefur Jónas í hyggju að taka sam-
an nokkur atriði um Þorvald víð-
förla og ermsku biskupana og
senda austur.
„Ég er mjög ánægður með þessa
ferð svo langt sem hún nær. Þetta
var auðvitað alltof stuttur tími til
að geta áttað sig á svo umfangs-
miklu verkefni sem hér um ræðir,
enda aldrei ætlun mín, að hún
yrði annað og meira en upphaf
nánara samstarfs og samskipta á
fræðilegu sviði.
Aftur á móti var mjög fróðlegt
að kynnast kirkjunni í starfi, og
það kom mér á óvart hvað hún er
lifandi og sterk.
Við kynntumst vissulega bara
hinni opinberu kirkju, og það var
auðséð að starfi hennar er sniðinn
mjög þröngur stakkur.
En kirkjunni virðist hafa tekist
að laga starf sitt að þeim ytri
ramma, sem stjórnvöld hafa sett
henni, og er hún greinilega mjög
sterk og virðist starfa ótrúlega vel
innan hans.
Þeir sem ekki hafa viljað sætta
sig við þennan þrönga ramma,
sem stjórnvöld hafa sett kirkj-
unni, geta lent alvarlega upp á
Sr. Jónas Gíslason og greinarhöf-
undur spjalla saman inn á upp-
tökutæki útvarpsins í Zagorsk. —
Zagorsk er helgastur allra staða
rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar,
þar eru guðfræðiháskóli og klaust-
ur til húsa og margar fallegustu
byggingar kirkjunnar.
kant við kerfið og mæta þá hindr-
unum í starfi.
Einnig kom það í ljós að Rússar
virðast miklir þjóðernissinnar al-
mennt. Fyrir þeirp eru Sovétríkin
ekki bara einhver kommúnismi,
heldur núverandi föðurland, og
föðurlandið hefur alltaf verið
ofarlega í hugum rússnesks al-
mennings.
Þessi staðreynd er síðan notuð
af stjórnvöldum til að styrkja
þjóðfélagið.
Það má ef til vill segja að fræði-
legur árangur ferðarinnar hafi
ekki verið mikill, enda ekki við því
að búast, en það vill svo vel til að
rússneska rétttrúnaðarkirkjan er
nú að hefja undirbúning hátið-
arhalda vegna 1000 ára kristni-
töku í Úkraínu 1988.
Þeir hafa því mikinn áhuga á
þessu timabili í sinni eigin sögu,
og ég vænti þess að sá áhugi geti
orðið til þess að hægt verði að
ganga úr skugga um hvort ein-
hverjar rússneskar heimildir eru
til um Þorvald og dvöl hans í
Kænugarði, sem og ermsku bisk-
upana.
Einnig finnst mér það mikiis
virði að koma á tengslum á milli
íslensku kirkjunnar og þeirrar
rússnesku, því að ég tel að við get-
um ýmislegt af henni lært og ekki
síður hún af okkur.
Ég er sannfærður um að um
mun meiri tengsl hafi verið að
ræða á milli okkar og austurkirkj-
unnar hér á öldum áður en menn
hafa almennt gert sér grein fyrir
eða viljað viðurkenna, það gildir
nánast um Norðurlönd almennt.
Tilvera finnsku grísk-kaþólsku
kirkjunnar, þó hún sé aðeins örfá
prósent finnsku þjóðarinnar, er
ótvírætt dæmi um þetta.
Hér er því um verðugt rann-
sóknarefni að ræða hvað varðar
gamla tímann, auk þess sem það
er ávallt gagnlegt og lærdómsríkt
fyrir kirkjunnar menn sem starfa
við mismunandi aðstæður að hitt-
ast og kynnast og skiptast á skoð-
unurn," segir sr. Jónas að lokum.
Viötal og myndir:
" Borgþór S. Kjærnested.
Ráðstefna um
atvinnumál
á Selfossi
LAUGARDAGINN 17. október nk.
gengst Sjálfstæðisfélagið Oðinn fyrir
ráðstefnu um atvinnumál á Selfossi,
sem hefst kl. 13.30 í Selfossbíói.
Markmið ráðstefnunnar er að fá
fram hugmyndir um hvernig hægt er
að efla atvinnulíf og skapa ný at-
vinnutækifæri á Selfossi.
Selfoss er miðstöð verslunar og
þjónustu á Suðurlandi. Enda þótt
þeir atvinnuþættir verði áfram
hornsteinar atvinnulífs á Selfosái,
er reiknað með að atvinnuþróun í
landinu verði á þann veg, að iðn-
aðurinn muni verða sú atvinnu-
grein sem helst gæti veitt þau kjör
sem æskileg teljast í framtíðinni.
Þess vegna Verður einkum fjallað
um fyrirsjáanlega aukna hlutdeild
iðnaðarins í atvinnulífi á Selfossi.
Á ráðstefnunni munu fulltrúar
frá: Bæjarstjórn Selfoss, Mjólk-
urbúi Flóamanna, Sláturfélagi
Suðurlands, Iðntæknistofnun og
Framkvæmdastofnun, flytja stutt
framsöguerindi, síðan verða fyrir-
spurnir og almennar umræður.
Ráðstefnan er opin öllu áhuga-
fólki um atvinnumál á Selfossi.
(Kréttatilkynning.)
Genichi Nagao
Heimsforseti
JC í heimsókn
hingað
ÞANN 19. október er væntanlegur
hingað til lands heimsforseti JC Int-
ernational, Genichi Gary Nagao, og
mun hann dveljast hér í 2 daga.
Gary Nagao heimsforseti mun
halda nokkra fundi á vegum
JC-félaga. Þann 19. október mun
hann verða á fundi á Selfossi sem
haldinn er sameiginlegur af öllum
JC-félögum á Suðurlandi. Fundur-
inn verður í hátíðarsal Gagn-
fræðaskólans á Selfossi og hefst
kl. 20.00.
Þann 20. október kl. 20.30 verður
hann á fundi í Kristalssal Hótels
Loftleiða sem 13 félög í Reykjavík
og á Reykjanesi sameinast um.
Arni Sæberg sýn-
ir Ijósmyndir
LAUGARDAGINN 17. október
opnar Árni Sæberg ljósmyndasýn-
ingu í Pizza húsinu, Grensásvegi 7.
Sýningin er opin alla daga klukkan
11—23.30 og stendur til 8. nóvem-
ber. Þetta er fyrsta sýning Árna.
Myndirnar eru teknar vítt og breitt
um landið og eru þær til sölu.
Basar og kaffisala
KVENNADEILD Bardstrend-
ingafélagsins verður með basar
og kaffisölu í Domus Medica
sunnudaginn 18. okt. Húsið
opnað kl. 14.00.
A basarnum verður mikið
af prjónlesi, vettlingum,
sokkum, nærfötum barna,
sokkabuxum o.fl. Einnig
verða seldar kökur.
Kaffisala verður í stóra sal
og hlaðið borð af gómsætu
meðlæti.
Öllum ágóða er varið til að
gleðja eldri kynslóðina. Eldra
fólki úr Barðastrandarsýslum
er boðið til fagnaðar á skírd-
ag og mun svo verða í vetur, 8.
apríl, í Domus Medica. Um
Jónsmessuleytið er því boðið í
ferðalag. Sl. sumar var farið í
Skálholt og þar mættu á
sjöunda tug manna og skein
ánægjan úr hverju andliti.
Þeir sem vildu leggja deild-
inni lið við undirbúning þessa
fjáröflunardags hafi vinsam-
legast samband við formann
deildarinnar, Þorbjörgu Jak-
obsdóttur, eða formann fjár-
öflunarnefndar, Maríu Jóns-
dóttur. (Fréttatilkynning.)
Supermann II í Háskólabíói
HÁSKÓLABÍÓ sýnir um þcssar mundir stórmyndina Superman II. Mynd þessi
sem er framleidd 1980 hefur verid sýnd víða um heim við gífurlega aðsókn og
góöa dóma.
í stuttu máli fjallar myndin um baráttu Supermans (Christopher
Reeve) við þrjá aðra aðila frá sömu plánetu og Superman er sjálfur frá.
Vegna ástar sinnar á Louis Lane (Margot Kidder) þá ákveður hann að losa
sig við ofurmennis hæfileikana til að geta lifað eins og venjulegur maður.
Leikstjóri Richard Lester. Tónlist Ken Thorne. Aðalhlutverk Gene
Hackman, Christopher Reeve og Margot Kidder.
Myndin er sýnd í Dolby Stereo.