Morgunblaðið - 17.10.1981, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1981
19
fornu, rómversku borg, sem er
635.000 fermetrar og grófst
undir ösku og vikri frá eld-
fjallinu Vesúvíusi árið 79 e.
Kr.
Síðan verður hafizt handa
um að styrkja 3.000 byggingar
borgarinnar, sem fannst á 18.
öld undir öskunni.
Rúmlega 100 sprungur
mynduðust í byggingum
Pompeii í jarðskjálftanum á
Suður-Italíu 23. nóv. í fyrra og
stór hluti borgarinnar var
lokaður skemmtiferða-
mönnum.
Fyrir ítalska þinginu liggur
frumvarp um að veitt verði 10
milljörðum líra á næstu fimm
Þak yfír Pompeii
Kóm, 16. okl. AP.
ÍTALSKA menningarmálaráðu-
neytið kunngerði í dag fyrirætl-
anir um að reisa risastórt þak
yfir rústirnar í Pompeii, sem
hafa orðið hart úti af völdum
jarðskjálfta, veðurfars og þjófa.
Þakið verður endahnútur
víðtækrar „Pompeii-áætlun-
ar“, sem hefst með fyrstu út-
tekt á og ljósmyndum af hinni
árum til Pompeii, en Vincenzo
Scotti menningarmálaráð-
herra segir að miklu hærri
fjárhæð þurfi til að endur-
vekja að fullu forna dýrð borg-
arinnar.
Weinberger í Stokkhólmi
Slokkhólmi, 16. okL AP.
CASPAR Weinberger, fyrsti land-
varnaráðherrann er kemur í heim-
sókn til Svíþjóðar, hóf í dag opinber
ar viðræður við sænska ráðamenn
og ræddi fyrst við starfsbróður sinn,
Torsten Gustafsson.
Þeir ræddu fyrst hernaðarstöðu
Norðurlanda og Gustafsson gaf
skýrslu um öryggismálastefnu Svía.
Gustafsson lýsti einnig landfræði-
legri og pólitískri stöðu Svía og lagði
áherzlu á nauðsyn kröftugra vama
og öflugs flugvélaiðnaðar. „Mjög
góður andi ríkti í viðræðunum,"
sagði sænskur taismaður.
Weinberger ræddi síðan við
æðsta yfirmann sænska heraflans,
Lennart Ljung, hershöfðingja.
Weinberger verður trúlega inntur
eftir töfum á sendingum her-
gagnahluta frá Bandaríkjunum og
samningum um slík efni. Svíar
seldu Rússum í fyrra fullkominn
tölvubúnað handa Moskvu-flug-
velli, þar á meðal bandaríska
hluta, þrátt fyrir mótmæli frá
Washington þar sem málið vakti
mikla reiði í Pentagon.
Skipun bandarísks sendiherra í
Stokkhólmi mun bera á góma í
viðræðum Weinbergers við Ola
Ullsten utanríkisráðherra og
Thorbjörn Fálldin forsætisráð-
herra. Rúmt ár er liðið síðan
Rodney Kennedy-Minott, fráfar-
andi sendiherra, fór frá Stokk-
hólmi af heilsufarsástæðum.
Weinberger mun einnig heim-
sækja sænsku flotastöðina I
skerjagarðinum hjá Stokkhólmi
og fleiri herstöðvar. Weinberger
kom í gær í fjögurra daga opin-
bera heimsókn ásamt 15 manna
fylgdarliði.
Bandaríkin senda 20
skriðdreka til Súdan
Washington, 16. okt. AP.
BANDARÍKIN hyggjast senda um 20 skriðdreka, 12 fallbyssur og
tvær orrustuþotur til Súdan fyrir áramót til að treysta varnir landsins
gegn Líbýu að sögn talsmanns bandaríska landvarnaráðuneytisins.
„Við vildum við gætum gert
meira," sagði talsmaðurinn og
kvað þessar skyndisendingar að
nokkru leyti táknrænar. En þær
100 milljónir dala, sem stjórnin
hefði farið fram á í hernaðar-
aðstoð við Súdan, rétt hrykkju
fyrir þessum hergögnum.
Talsmaðurinn sagði að barizt
væri á landamærum Súdans við
Chad þar sem áætlað væri að
Líbýumenn hefðu um 4.000 her-
menn og „óhrekjandi sannanir"
lægju fyrir um líbýskar loftárás-
ir á súdönsk þorp.
Hann benti á að um 13.000
Kúbumenn og 1.400 Rússar væru
í Eþíópíu austan Súdans auk
Líbýumannanna í Chad í vestri
og því væri ljóst að mesta hern-
aðarhættan nú um stundir ríkti í
Súdan. Þó hefðu Bandaríkja-
menn líka áhyggjur af hugsan-
legri ógnun Líbýumanna gagn-
vart Egyptalandi.
Rúmlega 4.400 bandarískir
hermenn munu taka þátt í fyrir-
huguðum heræfingum í Miðaust-
urlöndum að sögn hermálasér-
fræðinga. Líklega verða sendar
tvær hersveitir, önnur þeirra
vélvædd, úr 24. fótgönguherfylk-
inu í Fort Stewart, Georgíuríki,
hin fallhlífahersveit úr 82. fall-
hlífaherfylkinu í Fort Bragg,
Norður-Karólínu.
Súdanir munu taka þátt í æf-
ingunum, en þátttaka Ómans er
ekki örugg. Sómalir hafa leyft
um 250 manna vinnusveit að æfa
í Sómalíu.
í Trípolí sakaði líbýska utan-
ríkisráðuneytið Bandaríkjamenn
í dag um að vilja hefnema Eg-
yptaland og skoraði á Banda-
ríkjastjórn að kalla heim rat-
sjárflugvélar sínar frá landinu
og aflýsa fyrirhuguðum heræf-
ingum þar.
Líbýumenn kröfðust einnig að
6. bandaríski flotinn hætti æf-
ingum sínum og sigldi á brott
frá ströndum Arabaríkja. Því
var neitað að líbýskt herlið hefði
verið dregið saman á landamær-
um Súdans og Egyptalands.
SjálfsmorÖsárásir
Gaafar Nimeiri Súdansforseti
sagði í dag í viðtali við Kaíró-
blaðið „Al-Ahram“ að Súdanir
hefðu til athugunar að senda
skemmdarverkamenn inn í Líb-
ýu og sakaði Líbýumenn um loft-
árásir á súdönsk þorp og undir-
róðursstarfsemi í Súdan.
Nimeiri sagði að hann mundi
þjálfa fjölmennan „sjálfs-
morðsher" víkingahermanna og
fótgönguliða til aðgerða í Líbýu.
„Ef ég gæti sent milli 500 og 600
manns inn í Líbýu til áð deyja
þar (í sjálfsmorðsárásum), en
aðeins fimm eða (jafnvel) tveir
kæmust af væri það góður
árangur," sagði hann.
('aspar Weinberger
Rússar vegnir
í Kambódíu
Pnohm Penh, 16. okt. AP.
STJÓRN Rauðu Kmerana í Kamb-
ódíu hélt því fram í dag að skærulið-
ar hcnnar hcfðu fellt eða sært 25
sovézka ráðgjafa í fyrirsát nýlega á
þjóðvegi 4, sem liggur milli höfuð-
borgarinnar Pnohm Penh og aðal-
hafnarborgar landsins.
Árásin var gerð úr launsátri á
sunnudaginn, vestan við skarðið
Pech Nil, á hrjóstrugu svæði þar
sem orrustur geisuðu í Kambód-
íu-stríðinu 1970-75.
Fjórir herbílar, sem sovézku
ráðgjafarnir voru í, voru brenndir
til ösku og einn hinna föllnu var
majór úr sovézka hernum að sögn
leyniútvarps skæruliða.
Rauðu Khmerarnir hafa haldið
því fram að mikill fjöldi sovézkra
hernaðarráðunauta sé í Kambódíu
auk borgaralegra ráðgjafa í
Pnohm Penh og hafnarborginni
Kompong Som, en skæruliðar hafa
ekki getað lagt fram sannanir.
Rauðu Khmerarnir veittu Rússum
fyrirsát á þjóðvejgi 4 1980.
Stjórn Jörgensens verdur
fyrir stöðugt meiri ágjöf
Danmörk:
Kaupmannahöfn, 15. október, frá Ib Björnbak, fréttaritara Mbl.
STJÓRNMÁLAÁSTANDIÐ í Danmörku tekur á sig æ flóknari mynd og
allt stefnir í pólitískt öngþveiti. Verulega er tekið að hrikta í undirstöðum
minnihlutastjórnar Ankers Jörgensen, þar sem stuðningsflokkar stjórn-
arinnar hafa harðlega gagnrýnt ýmis áform stjórnarinnar er Jörgensen
kynnti við þingsetningu 6. október síðastliðinn.
Það virðist æ ljósara, að
minnihlutastjórn sósíaldemó-
krata mun ekki takast að ná
valdi á efnahagsmálunum. Allt
bendir til þess, að halli á fjárlög-
um 1982 verði milli 45 og 55
milljarðar króna. I dag eru um
260 þúsund manns á atvinnu-
leysisbótum, og er þar um 60
þúsund manna fjölgun að ræða
frá í fyrra.
Lífdagar stjórnarinnar verða
ekki öllu fleiri ef atvinnuleysið
heldur áfram að aukast. Það veit
Anker Jörgensen og hefur hann
tilkynnt að stjórnin muni grípa
til ýmiss konar ráðstafana svo
að skapa megi 50 þúsund ný at-
vinnutækifæri á ári, frá 1982 til
1985. Enginn fær séð hvernig
stjórnin ætlar að gera þessar
áætlanir sínar að raunveruleika.
Einn af stuðningsflokkum
stjórnarinnar, Róttæki vinstri-
flokkurinn, hefur sagt áætlun
stjórnarinnar í atvinnumálum
óraunhæfa og óáreiðanlega.
Niels Helveg Petersen, formaður
flokksins, hefur kallað stefnuna
sjónhverfingar.
Arne Melchior, leiðtogi Mið-
demókrata á þingi, annars
stuðningsflokks stjórnar Anker
Jörgensen, hefur tekið í sama
streng. Hann segir áætlanir
stjórnarinnar í atvinnumálum
icfí ij.'Ki.-u i ;•! i
einungis fram settar til að rugla
þjóðina í ríminu.
Anker til Kína
Anker Jörgensen forsætis-
ráðherra heldur á laugardag í
tveggja vikna opinbera heim-
sókn til Kína. Nær öruggt er tal-
ið, að fjárlög stjórnarinnar
hljóti ekki afgreiðslu í þinginu
fyrir þann tíma.
Það liggur reyndar ljóst fyrir,
að fjárlögin muni alls ekki ná
fram að ganga í þinginu, en
stjórnin hefur lagt á það mikla
áherslu að þau nái fram að
ganga og hefur sá ásetningur
m.a. leitt til þess öngþveitis sem
nú ríkir á stjórnmálasviðinu.
Forsætisráðherrann hefur
sett allt sitt traust á að hljóta
fylgi við áform sín um tilfærslu
fjármagns frá lífeyrissjóðum,
sem safnað hafa til sín ótöldum
milljörðum, til atvinnulífsins á
næstu árum. Gera áætlanir hans
einkanlega ráð fyrir því, að sjóð-
irnir láni fyrirtækjunum fjár-
magn í formi skuldabréfa, og
einnig að sjóðirnir verði skyld-
aðir til að verja stórum hluta
fjármuna sinna til að kaupa
hlutabréf í fyrirtækjum í iðnaði
og landbúnaði. Með þessu móti
yrðu sjóðirnir af vaxtatekjum og
meiri hætta á að þeir fái ekki
Anker Jörgensen
arð af fjárfestingum af þessu
tagi.
Jörgensen hefur ekki tekist að
fá samstarfsflokkana til sam-
starfs um að knýja þessi áform í
gegn á þingi. Þá hafa bæði bank-
ar og tryggingafyrirtæki lýst því
yfir, að þau geti ekki orðið við
óskum stjórnarinnar um að
veita fjármagni lífeyrissjóðanna
til atvinnulífsins með þessum
hætti, til þess þurfi lagabreyt-
ingar.
Kosið í janúar?
Áreiðanlegar heimildir úr
herbúðum stjórnarinnar herma,
að ekki verði efnt til þingkosn-
inga samfara sveitarstjórnar-
kosningunum í Danmörku 17.
nóvember næstkomandi, heldur
megi frekar búast við þeim í
janúar eða febrúar á næsta ári.
Má því búast við að stjórnleys-
ið haldi áfram fram á næsta ár,
og jafnvel lengur, því erfitt virð-
ist reynast að mynda það styrka
stjórn hér að hún hafi nógan til-
styrk til að takast af alvöru á við
hinn margvíslega efnahags-
vanda.
Afsögn ráðherra
Starfsmenn á pósthúsum í
Kaupmannahöfn hafa nýverið
gripið til þess að fara sér hægt
við vinnu vegna deilna þeirra við
yfirvöld, og hefur það m.a. leitt
til þess að Jens Risgaard Knud-
sen póst- og samgönguráðherra
hefur sagt af sér. Við hans starfi
tekur Knud Heinesen, sem
margsinnis hefur gegnt ráð-
herrastörfum. Vonast er til að
Heinesen takist að ráða fram úr
deilum starfsfólksins og fá það
til að taka upp eðlilega starfs-
hætti. Vegna seinagangs
starfsmanna á pósthúsum síð-
ustu tvær vikurnar, hafa milli
600 og 900 þúsund póstsendingar
hlaðist fyrir á degi hverjum.
Getur það tekið bréf 8 til 14 daga
að berast milli Norðurlandanna
af þessum sökum.