Morgunblaðið - 17.10.1981, Page 20
2 0 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1981
Rekstrarstaða sjávarútvegs, veiða og vinnslu, er mjög
bágborin, og raunar er sömu sögu að segja um útflutn-
ingsiðnað okkar í heild. Steingrímur Hermannsson, sjávarút-
vegsráðherra, staðfesti í umræðum á Alþingi, að frystiiðnað-
urinn væri rekinn með 6,7% tapi á líðandi stund, og væri þá
ekki tekið tillit til fyrirsjáanlegrar fiskverðshækkunar, en
dregizt hefur úr hömlu að ákveða fiskverð. Seljendur hafa
hinsvegar gert tillögu um 9% hækkun þess. Þá upplýsti ráð-
herrann, að mjög báglega horfði í loðnuvinnslunni, en þar
skorti 38% á tekjur, miðað við óbreytt hráefnis- og afurða-
verð, til að mæta tilkostnaði. Ekki var útlitið heldur björgu-
legt, hvað útgerðinni viðvék, en þó sýnu verst hjá hinum nýrri
togurunum, sem þurfa að kljást við óheyrilegan fjármagns-
kostnað, auk annars tilkostnaðar.
Matthías Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra,
kvaddi sér hljóðs utan dagskrár á Alþingi sl. þriðjudag, og
krafðist þess, fyrir hönd þingflokks sjálfstæðismanna, að
sjávarútvegsráðherra gerði þinginu grein fyrir rekstrarlegri
stöðu sjávarútvegsins, undirstöðugreinarinnar í íslenzkum
þjóðarbúskap. Síldarflotinn er í höfn, sagði Matthías, vegna
ágreinings um hráefnisverð, staðan í loðnuvinnslunni er
ískyggileg, verulegt rekstrartap í frystiiðnaði, fiskverð
óákveðið og útgerðin á í vaxandi vök að verjast. Það er skylda
þingmanna, sagði hann, að fylgjast vel með stöðu þessa undir-
stöðuatvinnuvegar, — og skýlaus réttur þeirra, að fá á borð
sín öll gögn varðandi það alvarlega útlit, er við blasir. Sjávar-
útvegsráðherra varð við þessum tilmælum, sem fyrr segir, og
var skýrsla hans tilefni til athyglisverðra umræðna um efna-
hags- og atvinnumál, sem nú horfa verr en lengi undanfarið.
Matthías Bjarnason sagði það ljóst, hvað sem liði vísitölu-
vörum, að tilkostnaður útflutningsatvinnuveganna hefði
hækkað um a.m.k. 50% á 12 mánaða tímabili. Hvernig getur
ábyrg ríkisstjórn leyft sér, spurði Matthías, að fastsetja geng-
ið, og þar með tekjur útflutningsframleiðslunnar að óbreytt-
um markaðsaðstæðum, á sama tíma og kostnaðarhækkanir
innanlands eru með þessum hætti? Gengislækkun er engin
patentlausn, sagði hann, hún er þvert á móti afleiðing kostn-
aðarhækkana innanlands umfram verðþróun á sölumörkuðum
erlendis. Þetta hafa ríkisstjórnir viðurkennt oftsinnis. Þegar
vinstri stjórnin var mynduð í september 1978 var dollarinn
skráður á rúmlega 260 krónur. I febrúar 1980 þegar núverandi
stjórn var mynduð var hann kominn í um 400 krónur. Eftir
rúmlega 11 mánaða valdaferil hennar er hann kominn í 615
krónur. Forsætisráðherra sagði og í stefnuræðu í október sl.,
„að ríkisstjórnin hafi gert ráðstafanir til þess að bæta frysti-
húsunum upp á einn eða annan hátt, einkum með aðlögun
gengis, útgjaldahækkanir og tekjutap, sem orðið hafa síðan
stjórnin var mynduð". — Rekstrarstöðu sjávarútvegsins verð-
ur að tryggja með einum eða öðrum hætti, sagði Matthías.
Guðmundur Karlsson, alþingismaður, sagði í þessari um-
ræðu, að samdráttur segði víða til sín hjá íslenzkum atvinnu-
vegum og atvinnuöryggi væri hvergi nærri jafn traust og
verið hefði lengi undanfarið. Það hefur skeð æði víða, sagði
hann, einmitt á þessu ári, að atvinna hefur ekki verið næg í
sjávarplássum kringum landið. Þess gætir og, að ekki sé unnin
nema dagvinna, en verkafólk byggir, því miður vil ég segja,
alltof mikið á yfirvinnu. Meðalhalli í rekstri frystihúsa er
talinn 7—10%, sagði Guðmundur, og þau frystihús, sem erfið-
ast eiga, eru rekin með 20—30% tapi. Þegar staða undirstöðu-
atvinnuvegar þjóðarinnar er slík, sem hún er í dag, bæði veiða
og vinnslu, er atvinnuöryggi almennings valt. Utflutningur,
gjaldeyrisöflun og lífskjör þjóðarinnar hvíla mikið til á sjáv-
arútveginum. Það er því misráðið að svelta hann til samdrátt-
ar eða stöðvunar með skammsýnni stjórnsýslu ríkisvaldsins.
Báðir sögðu þeir, Matthías Bjarnason og Guðmundur
Karlsson, að illa færi saman, að ríkissjóður og ríkisbankar
mötuðu krókinn á kostnað útflutningsframleiðslunnar, sem
stefndi í rekstrarstöðvun að óbreyttum rekstrarhorfum. Tugir
milljóna króna eru fluttir frá framleiðsluatvinnuvegunum,
sagði Guðmundur, til opinbera geirans til að ráðskast með.
„Þessum vinnubrögðum hljótum við að mótmæla fyrir hönd
alls þess fólks, sem á afkomu sína undir gengi framíeiðslunn-
ar, og krefjast þess, að málin verði færð í hið réttara horfið."
Ný reglugerð um fersksfldarmat:
Hausskemmda sfldin nú
hæf til söltunar
Sjávarútvegsráðuneytið gaf í gær
út nýja reglugerð um mat á ferskri
síld, og kemur hún í stað reglugerð-
ar sem sett var um fersksíldarmat í
sumar, er sætti mikilli gagnrýni sjó-
manna og útgerðarmanna. I frétta-
tilkynningu sjávarútvegsráðuneytis-
ins segir að að ósk síldarútvegs-
nefndar og sfldarsaltenda, hafi ráðu-
neytið gefið út reglugerð í sumar. í
framkvæmd hafi þessi reglugerð
sætt gagnrýni vegna þess að haus-
skemmd sfld hafi verið dæmd
óvinnsluhæf, þótt hún hafi verið nýtt
til söltunar.
Síðan segir: „Ráðuneytið hefur
með nýrri reglugerð, sem gefin var
út í dag, fellt niður þau ákvæði,
sem deilum ollu og ætti því að
vera tryggt að öll síld, sem hæf er
til söltunar, þótt hausskemmd sé,
verði greidd fullu verði."
Núverandi reglugerð hljóðar
svona:
„Síld skal flokkuð í 1. gæðaflokk
til manneldis.
1. flokkur. Vinnslusíld, sem er
fersk með eðlilega lykt, útlit og
blæ og laus við átuskemmdir.
Úrgangssíld. Síld, sem er greini-
lega súr-, ýldu- eða slagvatnslykt,
er slegin, kramin, marin, blóð-
sprungin og með greinilegum átu-
skemmdum." _____
„Þessum vinnubrögð-
um mótmælum viða
Útgefandi nttbifrife hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftargjald 85 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 5 kr. eintakiö.
Elias ('anetti
Elias Canetti sem mörgum að
óvörum fékk Nóbelsverðlaunin að
þessu sinni er dæmigerður Evrópu-
maður af gyðinglegum uppruna.
Ilann fæddist 1905 í Búlgaríu, átti
heima á Englandi í tvö ár, fór það-
an til Vínarborgar og Zurich og bjó
á þriðja áratugnum í Berlín. Arið
1939 flýði hann til London undan
nasismanum og hefur verið land-
flótta þar síðan. Canetti lærði
mörg tungumál í bernsku, en hefur
kosið að skrifa á þýsku. Það er
engin tilviljun því að bókmennta-
legar rætur hans eru hjá þýsku-
mælandi þjóðum.
A Vínarárum sínum hreifst
Canetti mjög af Karl Kraus og
þeir höfundar sem hann metur
mest eru Franz Kaka, Hermann
Broch, Robert Musil og Thomas
Mann. Eins og þessir höfundar
lítur Canetti ekki á skáldsöguna
eingöngu sem frásögn heldur á
hún að rúma allt. Hún á að
varpa fram og svara áleitnum
spurningum um lífið og takast á
við heimspekileg vandamál. Það
bar reyndar snemma á þeirri til-
hneigingu hjá Canetti að vilja
vita allt, öðlast eins mikla þekk-
ingu og yfirsýn og auðið er og
einnig vera í uppreisn gegn ríkj-
andi hugarfari og valdinu í öll-
um sínum myndum.
Canetti sættir sig ekki við
dauðann og berst gegn honum.
Hann hefur sagt að hann hafni
dauðanum. Engin trú eða hugg-
un er til sem getur komið á sátt-
um milli mín og dauðans, segir
Canetti. í mínum augum er hann
að vissu marki glæpur. Ég trúi
ekki á Guð. Sú trú sem okkur er
tömust og guðsímyndin sem við
höfum úr Gamla testamentinu
mótast af valdinu og það tel ég
hættulegt.
Maður á að lifa eins tíminn
framundan sé óendanlegur,
bætti Canetti við.
Þolinmæði er talin einkenna
Canetti. Bækur sínar hefur hann
ekki sett saman í flýti. Frysta
bindi endurminninga hans kom
út 1976: Die gerettete Zunge.
Annað bindið, Die Fackel im Ohr
kom í fyrra. Höfuðverk Canettis,
Masse und Macht (1960) er að
mestu heimspekileg umræða og
einnig söguleg, en hefur ýmis
einkenni skáldsögu. Mönnum
hefur orðið tíðrætt um hve sér-
stæður Canetti er, jafnvel sérvit-
ur. Sú einkunn getur gilt um
Masse und Macht.
Þekktasta skáldsaga Vanettis
er Die Blendung (1935). Meðal
þeirra sem fögnuðu henni voru
Hermann Broch og Thomas
Mann. Margir bókmenntamenn
U m Elias
Canetti
eftir Jóhann Hjálmarsson
þekkja þessa skáldsögu, en stað-
reyndin er sú að Canetti hefur
orðið að bíða lengi eftir að menn
uppgötvuðu hann. Kannski staf-
ar það af því að hann hvarf í
skugga annarra mikilla höfunda
sem fengust við lík viðfangsefni.
Rithöfundar eru ákaflega háð-
ir tímanum eins og alkunna er.
Ákvörðun sænsku akademíunn-
ar er þáttur í endurmati á verk-
An trúar
gegn
valdi
og dauða
um Canettis sem átt hefur sér
stað víða. Sú skáldsaga sem Can-
etti er fulltrúi fyrir hefur staðið
af sér öll veður. Erindi hennar
til samtímans er jafn brýnt nú
og á þeim dögum þegar hún var
sjálfsögð.
Menn get líka velt fyrir sér
þeirri skýringu sumra á ferli
Canettis að hann hefur aldrei
látið freistast af lausnum sem
vinstrisinnar hafa á takteinum.
í London hélt Canetti áfram
að skrifa Masse und Macht, en
hirti ekki um andspyrnu gegn
Þjóðverjum eins og margir út-
lagahöfundar gerðu að sinni-
æðstu dyggð. Hitler lítur hann á
sem einn þeirra manna sem
njóta þess að aðrir deyi. Hitler
þótti vænt um fyrri heimsstyrj-
öldina, sem hann var þátttak-
andi í, hann hafði þörf fyrir að
vera vitni að dauða milljóna.
Þegar hann hafði tapað stríðinu
var það honum keppikefli að láta
eyða Þýskalandi. Allar þýskar
borgir áttu að þurrkast út. Allir
urðu að deyja: Þjóðverjar, Rúss-
ar, Gyðingar.
Canetti líkir Hitler við fólk
sem í hjarta sinu gleðst yfir
dauða annarra. Því fleiri sem
deyja því meira verður vald þess.
Gleðin er fólgin í að lifa af.
I Die Blendung er sögð saga
lærðs manns, Peter Kien að
nafni. Hann unir sér í bókasafni
sínu án tengsla við umheiminn.
Dag nokkurn verður Therese á
vegi hans, 56 ára meykerling.
Hún verður ógæfa hans, rænir
hann öllu sem hann á og hrekur
hann burt úr íbúð sinni. Það eina
sem Kien heldur eftir er banka-
bókin. Kien kemur upp ímynd-
uðu bókasafni í kollinum á sér og
býr á hótelum. En dvergurinn
Fischerle nær enn sterkari tök-
um á Kien en Therese. Georg,
bróðir Kiens, sem er frægur geð-
læknir losar Kien við Therese.
En þegar hann fer burt er Kien
enn á ný staddur í bókasafni
sínu, tryllist og kveikir í sjálfum
sér og bókunum.
Þegar Canetti lagði drög að
Die Blendung tuttugu og fjög-
urra ára gamall hafði hann
ákveðið að semja átta skáldsög-
ur um vitfirringa undir samheit-
inu Mannlegur gleðileikur brjál-
æðinganna. En hann lét Die
Blendung nægja, lýsinguna á
hinum innilokaða bókamanni
sem einangrar sig frá lífinu og
verður svo illilega fyrir barðinu
á því vegna þess að hann er ekki
fær um að vera þátttakandi í
enn meiri vitfirringu, þeas. hinu
daglega amstri. I Die Blendung
kemur fram kvenhatur eins og
margir hafa bent á. Bergmál frá
kenningum Freuds heyrist líka.
Þess má geta að skáldsagan er
450 blaðsíður.
Margir hafa heillast af endur-
minningum Canettis. Þær ein-
kennast af óvenjulegu umburð-
arlyndi þar sem jafnvel óvinir
höfundarins eru látnir njóta
sannmælis. Eftirminnileg er lýs-
ing á Bertold Brecht sem í senn
er háðsk ádeila og aðdáun. Can-
etti dáir fyrst og fremst ljóð-
skáldið Brecht.
Menn verða að lesa Canetti
með sama hætti og til dæmis
Thomas Mann. Það borgar sig að
lesa hann hægt og gefa öllu
gaum. Bækur hans eru tilraun
til að fanga tímann, samtíð höf-
undarins og um leið snúast gegn
henni.
Mannlegar kennisetningar og
reglur hafa verið Canetti eitur í
beinum. Hann hefur lýst því
hvernig hann braust undan
ofurvaldi móður sinnar. Þegar
hann var spurður að því hvort
hann teldi mögulegt að útiloka
valdið, svaraði hann:
Það verður að vera mögulegt,
annars verðum við sprengd í
tætlur.
Á öðrum stað harmar hann
skammlífi mannsins og segir:
Hve verðmætt yrði ekki líf
mannsins ef hann lifði í þrjú
hundruð ár.
Hugsanir sínar um dauðann
hefur Canetti lofað að birta á
prenti í fyllingu tímans.