Morgunblaðið - 17.10.1981, Page 21

Morgunblaðið - 17.10.1981, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1981 21 Litið upp frá brauðbitanum í Sólbrekku. Ljóam. Mbl. ÓI.K.M. María Lárusdóttir forstöðumaður Sól- Sólbrekka á Seltjarnarnesi. Ljósm. Mbl. ÓI.K.M. brekku og Erna Nfelsen formaður leik- valla- og dagheimilanefndar. Nýtt barnaheimili tekið í notkun á Seltjarnarnesi NÝTT barnaheimili, dagheimili og leikskóli, var formlega tekið í notk- un á Seltjarnarnesi í gær. Heimilið hefur hlotið nafnið Sólbrekka og er við Suðurströnd. Hafist var handa við byggingu heimilisins í apríl sl., en húsið er timburhús frá Einingarhúsum Sig- urðar Guðmundssonar á Selfossi og er 409 fermetrar að gólffleti. Sólbrekku er skipt í eina dagheim- ilisdeild sem fullskipuð rúmar 25 börn og tvær leikskóladeildir sem hvor um sig rúmar 24 börn miðað við hámarksnýtingu. Samtals eru starfsmenn heimilisins níu auk matráðskonu. Forstöðumaður Sól- brekku er María Lárusdóttir. Á Seltjarnarnesi eru nú rekin tvö dagvistarheimili með 183 hálfs- og heilsdagsrýmum, eða sem svarar einu rými á hverja 17 íbúa. Leikskói- inn Litla-Brekka hætti rekstri um síðustu mánaðamót, en starfar nú sem gæzluvöllur. Morgunblaðið ræddi í vikunni við Ernu Níelsen, formann leikvalla- og dagheimilisnefndar Seltjarnarness, og Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóra í tilefni af opnun hins nýja dagheim- ilis á Nesinu. Þau voru fyrst að því spurð hver þörfin væri fyrir heimili af þessu tagi á Seltjarnarnesi. Erna Níelsen sagði, að leikskól- arnir Fagrabrekka og Litla-Brekka hefðu verið fullsetnir og biðlisti tek- inn að myndast. Ennfremur hefði þörfin fyrir dagheimili verið orðin nokkuð brýn, en beinni þörf hefði verið að mestu mætt með dagmæðr- um. Sigurgeir Sigurðsson sagði að bæj- arstjórnin hefði þegarti byrjun yfir- standandi kjörtímabils gert sér grein fyrir því, að þörf fyrir nýtt barnaheimili yrði orðin nokkuð brýn á árinu 1981, og hefði því ákveðið í júní 1979 að reist skyldi nýtt heimili 1981. Við þessa samþykkt hefði nú verið staðið. Erna og Sigurgeir voru þá að því spurð hvort þörf væri fyrir fleiri heimili af þessu tagi í bráð. „1 dag höfum við talsvert af laus- um plássum bæði á dagheimilum og leikskóladeildum ef við nýttum heimilin að fullu," sagði Erna, og Sigurgeir bætti við að biðlisti væri enginn í dag og Seltirningar ættu því að vera nokkuð birgir með leikskóla næstu þrjú til fimm árin, „en við þurfum væntanlega að gera eitthvað í dagheimilamálum fyrr ef aldurs- skipting íbúa helzt óbreytt," sagði hann. — Hvað kostar að hafa börn á leikskóla og dagheimili? Erna sagði að foreldrar greiddu 400 krónur fyrir fjögurra tíma leikskólapláss og 500 krónur fyrir fimm tíma pláss, en á dagheimili væri gjaldið frá 600 til 850 krónur eftir því hvort um einstæða foreldra væri að ræða eða ekki. „Þetta er þó aðeins lítill hluti heildarkostnaðarins, sem í dag er á leikskóla um 1.300 til 1.400 krónur á pláss á mánuði, og sennilega allt að 2.100 krónum á dagheimili, burtséð frá stofnkostnaði. Hér er því hið opinbera að skapa gervieftirspurn eftir niðurgreiddri þjónustu — gjaldskrár eru að sjálfsögðu ákveðn- ar í stjórnarráðinu en ekki í ráð- húsinu á Seltjarnarnesi," sagði Sig- urgeir. — Þið farið nýjar leiðir í sam- bandi við þessa byggingu? „Ákveðið var á síðastliðnu hausti að kaupa timburhús og var leitað samþykkis dagheimilisnefndar á þeirri tilhögun. Ástæðurnar eru að- allega lágt verð og stuttur bygg- ingartimi. Heimilið er sennilega komið í dag á milli 17 og 1800 þúsund krónur með lóð og byggingartíminn var aðeins fimm tii sex mánuðir," sagði Sigurgeir. „Húsið er mjög vandað og virðist í alla staði uppfylla þær kröfur er gera verður til húsa af þessu tagi," sagði Erna Níelsen að lokum. Kátir krakkar í Sólbrekku hafa tekið upp nestispakkann. UNGIR SJÁLFSTÆÐISMENN SKRIFA verulegum erfiðleikum um all- nokkurt skeið og á það jafnt við hér á landi sem víða erlendis, t.d. í löndum Efnahagsbandalags Evrópu. Offramboð hefur verið á búvöru jafnvel þótt gripið hafi verið til kvótakerfis og slíkra að- gerða til að hemja framleiðsluna. Kjarni þess máls er vitaskuld sá, að verð á landbúnaðarafurðum er of hátt eins og það er ákveðið af svonefndri sexmannanefnd svo að framleiðslan fellur ekki að óskum leiðingar ríkisforsjár hafa reynzt landsmönnum dýrkeyptar í þess- um efnum. Gengi Stjórnvöld hafa lokað augunum fyrir staðreyndum varðandi gengi krónunnar og haldið því lítt breyttu þrátt fyrir innlenda verð- bólgu sem er mun hærri en í viðskiptalöndunum. Hér er komið Atvinnufrelsi eða álagafjötrar Áttundi áratugurinn var tími vonbrigða fyrir hagfræðinga víða um heim. I upphafi hans töldu margir þeirra hagfræðina komna á það stig, að ekki þyrfti annað en að fullvinna tölfræðirannsóknir á efnahagsstarfseminni til að gang- ur hagkerfisins yrði svo vel þekkt- ur, að því mætti stýra gegnum brim og brotsjói með aðgerðum stjórnvalda. En reynsla þess tíma, sem hér á landi fékk viðurnefnið framsóknaráratugurinn, kenndi mönnum annað. Hagfræðingar stóðu frammi fyrir meiri verð- bólgu en áður hafði þekkst sam- tímis því sem atvinnuleysi færðist í aukana, hagvöxtur var í lág- marki og víða var við halla í utan- ríkisviðskiptum að etja. Þessa framvindu höfðu menn ekki séð fyrir, ráð við erfiðleikunum voru vandfundin og draumurinn um tölvustýrt efnahagslíf var úr sög- unni. Einíold lögmál Ýmis einföldustu lögmál hag- fræðinnar veita innsýn í vanda- mál, sem við fyrstu sýn kunna að virðast torskilin og illleysanleg. Hugsum okkur markað fyrir tiltekna framleiðsluvöru eða ein- hverja tegund þjónustu, og gerum ráð fyrir að ákveðið sé hámarks- verð á vörunni með lagasetningu. Gerum og ráð fyrir, að þetta há- marksverð sé lægra en það verð sem myndazt hefði ef markaður- inn hefði fengið að starfa án af- skipta. Þá er unnt að sjá fyrir, að afleiðing opinberu verðákvörðun- arinnar verður skortur á hinni til- teknu vöru og framleiðendur bjóða fram minna magn en nemur spurn neytenda eftir vörunni. Hið lága verð dregur úr áhuga selj- enda að framleiða vörúna jafn- framt því sem hún verður girni- legri í augum kaupenda. En of margir eru um hituna og þeir, sem síðastir koma, verða að snúa frá án þess að nokkuð hafi orðið úr viðskiptum og hættan á svarta- markaðsbraski blasir við. Á sama hátt má taka fyrir það tilvik þegar knúið er fram með lögboði lágmarksverð á tiltekinni vöru sem er hærra en það verð, sem ella hefði myndazt á mark- aðnum. Þá má sjá fyrir, að meira verður framleitt en nemur eftir- spurn neytenda, því að hið háa verð gerir bæði að hvetja fram- leiðendur og letja kaupendur. Þótt ekki séu þessar athuga- semdir margbrotnar varpa þær ljósi á ýmsan þann vanda, sem íslenzkt atvinnu- og efnahagslíf á við að etja. Landbúnaður Það er kunnara en frá þurfi að segja, að landbúnaður hefur átt í neytenda, hvorki hvað snertir magn né verð. Hvorki kvótakerfi né niðurgreiðslur eða nokkrar aðrar skriffinnskuaðgerðir megna að ráða bug á þessum vanda. Fengju bændur frelsi til að stýra búum sínum án íhlutunar og verð landbúnaðarafurða að ráðast án ríkisafskipta nytu sín til fulls landkostir og einstaklingsfram- tak. Þá félli það magn og vöruval, sem fram yrði boðið, að óskum neytenda og offramleiðsla og niðurgreiðslur til útlendinga yrðu úr sögunni. Sjávarútvegur íslenzkur sjávarútvegur horfist nú í augu við þá staðreynd, að tog- arar eru mun fleiri en svo að af- rakstur fiskistofna geti staðið undir útgerð þeirra allra en offjölgun togaranna má rekja allt til fyrri vinstristjórnar Olafs Jó- hannessonar. Orsök vandans er einfaldlega sú, að lánafyrir- greiðsla stjórnvalda á þeim tíma gerði að verkum að raunverulegar arðsemiskröfur, sem gera þurfti til þessara atvinnutækja, urðu alltof lágar. Hér skal ekki mælt gegn því, að nauðsynlegt var í upphafi síðasta áratugar að endurnýja togaraflotann enda hafði viðreisnarstjórnin þegar hafizt handa um það verkefni. Kapp er bezt með forsjá, en af- enn eitt dæmið um verðlagsíhlut- un stjórnvalda því að gengi er ekki annað en verð á erlendum gjaldeyri á íslenzkum krónum. Gengismál eru meðal flóknustu viðfangsefna hagfræðinnar en víst er, að falli krónan í verði vegna verðbólgu heima fyrir, lækkar verðgildi hennar mælt í erlendum gjaldmiðli hvort sem menn kjósa að viðurkenna það þegar í stað eða halda uppi óraunhæfri gengisskráningu unz í nauðir rekur. Afleiðingar þeirrar stefnu, sem nú er fylgt í gengismálum, eru m.a. þær, að útflutningsgreinar, sem selja á Evrópumarkað eða gert hafa samninga í Evrópu- gjaldmiðli hafa orðið hart úti og að auki hefur innflutningur frá Evrópulöndum aukizt og hefur sá innflutningur að hluta til verið á kostnað samkeppnisiðngreina, sem eiga í vök að verjast. En jafn- vel með þeim aflabrögðum, sem nú eru og háu útflutningsverðlagi er safnað skuldum erlendis. Skýr- ing á miklum innflutningi er með- al annars sú, að úr því að lands- mönnum eru meinuð kaup á er- lendum gjaldeyri hafa þeir valið næst bezta kostinn að þeim bezta frágengnum og keypt erlendar vörur sem eru ódýrari í íslenzkum krónum vegna gengisskráningar- innar. Atvinnuvegirnir Af þessari örstuttu upptalningu má ljóst vera að afskipti ríkisins hafa ekki orðið atvinnuvegunum til blessunar nema síður væri og er tímabært að spyrja hvort menn vilji virkilega hafa þetta svona áfram. Islenzkir atvinnuvegir eru engin fúatré, sem stjórnvöld geta kvistað úr að vild heldur máttar- viðir, sem staðið geta undir lífs- kjörum sambærilegum við það sem annars staðar þekkist. Menn skyldu hafa hugfast að matvæla- framleiðsla íslendinga er gulli dýrmætari í hungruðum heimi. Fiskafurðirnar eru ekki aðeins hotlustufæða heldur einnig mun- aðarvara á borðum erlendra neyt- enda. Lambakjötið er nánast villi- bráð, þar sem hér er ekki um að ræða kjöt af skepnum sem aldar eru á afgöngum og úrgangi heldur kjöt af dýrum, sem nærzt hafa á fjallajurtum og ilmgresi úr óspilltri náttúru hálendisins. ís- lenzkur iðnaður er orðinn þess megnugur að sjá landsmönnum fyrir framleiðslu í gæðaflokki sem hver nágrannaþjóðanna gæti ver- ið fullsæmd af. Að orkulindunum ógleymdum. Stefna Sjálfstæðisflokksins Fá mál brenna nú eins á þjóð- inni og atvinnumálin, eins og fólksflóttinn er órækastur vitn- isburður um. Eitt meginverkefni landsfundar Sjálfstæðisflokksins, sem nú stendur fyrir dyrum, er að móta atvinnustefnu flokksins í framtíðinni. Sjálfstæðisflokknum ber á þessum landsfundi að marka stefnu atvinnufrelsis þar sem horfið verði frá afskiptum ríkisins af atvinnulífinu enda er hag atvinnuveganna bezt borgið fái þeir frelsi til athafna án þess að forsjá ríkisins komi til. Lífs- kjör á íslandi verða tryggð með heilbrigðu atvinnu- og efnahags- lífi og athafnafrelsi, en ekki með kröfum á hendur ríkinu eða þjóð- félaginu eða einhverju ótilgreindu bákni, sem engin verðmæti verða sótt til.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.