Morgunblaðið - 17.10.1981, Síða 22

Morgunblaðið - 17.10.1981, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1981 Sigraðir menn verða að sætta sig við allt segir formaður félags kartöflubænda í Eyjafirði U h it Æk>m- i I ' Snjórinn á líka sínar björtu hliðar og unga kynslóðin cr fljót að notfæra l*rátt fyrir alhvíu jörð og um hálfs metra snjódýpt bcittu Svalbarðsstrcndingar gcldneytum sínum á frcrann. scr skíðabrekkurnar án þess að hafa óhyggjur af vcraldlegum hlutum. Gjaldþrot vofir beint og óbeint yfir mörgum kartöflubændum - segir Sveinberg Laxdal, Túnsbergi „HÉR var hvorki vor né haust og sumarið aðeins 6 vikur. Erfiðleikar bænda cru því hrikalegir vegna þess að nú eru um 500 lestir eða meira af kart- öflum í jörðu og undir snjó að verð- mæti 30 milljónir króna, færð hefur verið erfið og því vandræði með sauðfé. l’etta veldur því að nauðsyn- legt verður að flytja inn kartöflur í verksmiðjuna á Svalbarðseyri og upp- boð vofir yfir mörgum kartöflubænd- anna,“ sagði Sveinberg Laxdal á Túnsbergi, Svaibarðsströnd, formaður Félags kartöfluræktunarbænda í Eyja- firði. „Það, sem náðist upp er um 1.000 lestir, svo varla getur uppskeran tal- izt sæmileg. Venjulega fer allt að 2 lestum af útsæði í hvern hektara og nú náðust að meðaltali tæplega 4 lestir upp úr hverjum hektara, en einstaka maður hefur fengið sæmi- lega uppskeru. Eðlilegt hefði verið að fá 15 lestir úr hverjum hektara og margir hafa því litlu meira en út- sæði fyrir næsta ár og miðað við nú- verandi ástand gæti það orðið enn verra. Það á að heita að bjargráða- sjóður bæti svona áföll, en hann er gjörsamlega fjárvana þannig að það virðist sem svo að Alþingi misskilji tilgang sjóðsins, sem sést á því hve mjög hefur verið dregið úr framlög- um til hans á sama tíma og framlög einstaklinga og sveitarfélaga í sjóð- inn fara vaxandi. Það telja allir eðli-. legt og að sjóðurinn verði að vera til, en hins vegar er það spurningin hvort þetta form sé rétta leiðin til að bæta bændum svona skaða. Það lítur því út fyrir að við verðum að taka tapið á okkur, en það tel ég alveg útilokað. 1979 varð algjör uppskeru- brestur og þá sóttu bændur um að- stoð strax um haustið. Hún kom frá bjargráðasjóði í formi láns tæpu ári síðar vegna stjórnmálaástands þá um haustið og fjárhagsörðugleika sjóðsins. Lánið var til 5 ára og með 22% vöxtum, sem þá var það sama og vextir byggðasjóðs og á að fylgja þeim þannig að þeir eru nú um 30%. Þetta þóttu okkur mjög óaðgengileg lög, en urðum að sætta okkur við. Sigraðir menn verða að sætta sig við allt. Þá má geta þess að í þessu máli fór ekki saman vilji sjóðsstjórnar og ríkisins, sjóðsstjórnin, sem skilur sitt hlutverk lagði til 10% vexti. Eins og málin standa nú má segja að gjaldþrot vofi beint og óbeint yfir mönnum. Þegar lánin komu 1980 höfðum við verið tekjulausir í ár og því hvíldu á okkur talsverðar við- skiptaskuldir og nú stefnir allt í sama farið. Nú er komið að afborgun af láninu frá 1980 ofan á vandann nú. Það var orðið algengt í fyrra að við værum að borga 100.000 krónur í vexti af viðskiptaskuldunum og því voru lánin eins og dropi í hafið og rétt nægði til þess að borga skuld- irnar frá 1979. Svona aðstoð er verri Sveinberg Laxdal en engin og nýtt lán er bara aukin skuldasöfnun. Þegar bjargráðasjóð- ur stóð undir nafni voru lánin vaxta- laus og í formi styrkja að hluta til. Stjórnmálamenn skilja ekki hlut- verk sjóðsins, þeir ráða honum og líta á hann sem fjáfestingasjóð, sem er algjör misskilningur. Það er hel- víti hart að þurfa að sætta sig við þetta öryggisleysi á innanlands- markaði vitandi það að kartöflu- framleiðslan er, eins og aðrar land- búnaðargreinar, notuð til að skapa aukinn útflutningsbótarétt og á síð- asta ári lagði kartöfluframleiðslan 70.720.000 krónur fram í útflutnings- uppbætur. Þetta kemur aðeins sauðfjár- og mjólkurafurðum til góða á sama tíma og kartöflubændur búa við þetta hrikalega öryggisleysi. Við munum aldrei þurfa á útflutn- ingsuppbótum að halda héðan í frá. Það eru um 20 ár síðan þetta kerfi komst á og miðað við 10.000 lesta framleiðsiu á ári nemur þetta millj- ónum króna. Það væri hugsanleg lausn að endurgreiða eitthvað af þessum pen- ingum eða eitthvað sambærilegt, en það verður ekki auðsótt. Með þessu fyrirkomulagi er verið að tryggja bændum tekjur fyrir umframfram- leiðslu í góðærum með útflutningi, en enginn slíkur öryggisventill er til innanlands ef illa gengur. Eftir svona tíð áföll verða menn iíklega að snúa sér að þeim búgreinum, sem ríkið tryggir, en það verður erfitt þar sem víða hafa menn sérhannað vélakost og húsnæði fyrir kartöflu- ræktun. Ég er þeirrar skoðunar að nauðsynlegt sé að koma upp ein- hvers konar jöfnunarsjóði fyrir þessa búgrein til að draga úr svona sveiflum og hann yrði þá byggður upp á framlögum ríkis og framleið- enda. Nú stöndum við svo frammi fyrir því í dag að hafa tilbúna afkasta- mikla kartöfluverksmiðju, en sára- lítið hráefni. Þessi verksmiðja hefur fyrst og fremst verið byggð til að þjóna hagsmunum innlendra fram- leiðenda og auka verðmæti fram- leiðslu þeirra. Sem dæmi um það má geta að í fyrra komust bændur hjá því að henda 400 lestum af kartöfl- um vegna tilkomu hennar. Þó að svo horfi í dag, að flytja þurfi inn hluta hráefnisins til vinnslu í henni á næsta vinnslutímabili, þá tel ég að stefna beri að því með öllum tiltæk- um ráöum að auka öryggi í kartöflu- ræktun hér. Þar höfum við ýmsa möguleika, sem enn hefur lítið verið hugað að. Sem dæmi má nefna plast- yfirbreiðslur, skjólbelti og garða og vökvun, bæði í þurrkum og til varnar frostskemmdum. Þá kemur upphitun jarðvegs til greina á jarðhitasvæð- um og mætti þá jafnvel nota af- fallsvatn úr húsum. Kartöfluverk- smiðjan annar einni lest af kartöfl- um á klukkutíma og afköstin eru slík að hún getur alveg annað allri inn- anlandseftirspurn á frönskum kart- öflum, eða framleitt um 2.000 lestir á ári, en nú verður að flytja inn meirihluta þess hráefnis. Þrátt fyrir svona áföll er skyn- samlegt að halda kartöfluræktun áfram og gera þarf bændum kleift að koma sér upp þeirri aðstöðu, sem nauðsynleg er til að skapa öryggi og það er víða vilji til þess, sem sést meðal annars á því að Stéttarsam- band bænda tók mjög jákvætt undir það með kartöflubændum að stofn- lánasjóður landbúnaðarins láni til kaupa og uppsetningar á vökvunar- kerfum. Á sama hátt væntum við þess að alþingismenn sýni fullan skilning á aðstöðu okkar," sagði Sveinberg. Fannfergið veldur minni erfiðleikum en einkenni- leg stjórnun landbúnaðar - segir Reynir Schiöth, Hólshúsum „ELZTII menn hér í Eyjafirði muna ekki annað eins fannfergi og jafn- samfellt á þessum árstíma og því er ekki að neita að þetta hefur valdið bændum talsverðum erfiðleikum. Þó er ótíðin yfirstíganleg og það virðist vera svo að máttarvöldin valdi bænd- um minni erfiðleikum en einkennileg stjórnun landbúnaðarmála," sagði Reynir Schiöth, bóndi á Hólshúsum í Hrafnagilshreppi. „Það er vissulega rétt að þessi snemmbæra veturkoma kom mönnum taisvert á óvart, hún hefur valdið verulegum töfum á haust- verkum, erfiðleikum í fjárflutning- um, tjóni við kartöflurækt og fjár- sköðum. Haustverk voru varla haf- in, þegar snjókoman hófst og því hafa margir orðið að fresta ýmsum byggingaframkvæmdum. Sjálfur var ég að grafa fyrir vélaskemmu og það verður ekki fyrr en snjóinn tekur upp, sem ég get haldið áfram við það verk. Mér er kunnugt um að talsvert er enn af kartöflum í jörð á nokkrum bæjum hér og þar hafa menn orðið fyrir verulegu tjóni, því óvíst er að kartöflurnar náist upp. Þá hafa samgöngur hér verið erfið- ar, en vegagerðin hefur veitt bænd- um mjög mikla aðstoð við fjárflutn- inga svo það hefur ekki komið veru- lega að sök. Þá er mér einnig kunn- ugt um að fjárskaðar hafa orðið á einhverjum bæjum hér inni í Eyja- firðinum og að sjálfsögðu er fé allt komið á gjöf fyrir nokkru vegna al- gjörra jarðbanna. Þó held ég að heyfengur sé víðast hvar nægur þrátt fyrir erfitt sumar svo þessir erfiðleikar eru væntanlega yfirstíg- anlegir, það eru fyrst og fremst taf- ir fremur en fjárútlát, sem þessi óvænta vetrarkoma veldur. Það sem veldur bændum hins vegar meiri erfiðleikum er stjórn land- búnaðarmála. Við fáum stóran hluta mjólkurinnar greiddan ákaf- lega seint, sem veldur auðvitað verulegum erfiðleikum meðan há- vaxtastefna ríkisstjórnarinnar er við lýði. Þá hefur grundvallarverð mjólkur ekki náðst þrátt fyrir að dregið hefur verið úr framleiðslu og ofan í kaupið verðum við enn að greiða fóðurbætisskatt. Þannig er einn stærsti útgjaldaliður kúabú- anna hækkaður um 33%. Veðrið gæti lagast og gerir það örugglega, en það virðist ganga verr að leið- rétta mistök mannanna. Mér fyndist eðlilegast að fóður- bætisskatturinn yrði afnuminn, en hafa mætti á fóðurbætinum ein- hvern kvóta til að koma í veg fyrir óeðlilega notkun hans. Þá finnst mér eðlilegt að grunnverð fáist fyrir mjólkina, þegar verið er að ákveða það sem hluta af kauplið bóndans, án þess nást ekki viðmið- unarlaun hans. Þá gerir það bænd- um erfiðara fyrir að raforkuverð í dreifbýli er um tvisvar sinnum hærra en í þéttbýli og er það allt of mikil mismunun. Vextirnir eru svo öllum erfiðir, en koma þó mest niður á þeim, sem eitthvað reyna að gera til hagræðis eða eru að reyna að hefja búskap. Þeir sem standa á gömlum merg þurfa síður á lánum að halda og með þessu er því verið að koma í veg fyrir uppbyggingu og endurnýjun í landbúnaðinum," sagði Reynir. ti n SO ,.ti I i f löníe nl>(» nn9i Reynir Schiöth MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1981 23 VETRARRÍKIÐ í EYJAFIRÐI Eins og fram hefur komið í fréttum hefur vetur þegar herjað á bændur í Eyjafirði og víðar og valdið þeim verulegum erfiðleikum og fjárhagslegu tjóni, scm þeir telja að þcim verði ekki bætt. Kartöflubændur eiga nú ákaflega erfitt uppdráttar eftir uppskerubrest nú og 1979. Þeir hafa vegna þcs« orðið að steypa sér í skuldir og yfir sumum þcirra vofir nú gjaldþrot. Sauðfjárbændum hafa einnig orðið fyrir miklu tjóni og erfiðleikum og telja þeir að sláturfé hafi rýrnað um allt að 2 kílóura auk þess sem nokkuð hefur verið um fjárskaða. Þó telja menn að vetrarkoraan hafi ekki valdið öllum erfiðleikunum. Sumarið var ákafiega kalt og votviðrasamt og dró úr allri sprettu og á því sinn þátt í uppskerubrestinum. Sumir bænda telja þó að það sé fremur stjórnun landbúnaðarmála en tíðarfarið, sem mestum erfiðleikum valdi. Nefna þeir þar kjarnfóðurskatt, þrátt fyrir að búmarkið sé í gildi, að erfiðlega gangi að fá greitt fyrir afurðir og valdi það raiklum vaxtakostnaði og telja dráttarvexti allt of háa. Þá nefna þeir að bjargráða- sjóður sé nánast tómur og sé því ekki fær um að leysa vandann á viðunandi hátt þó það eigi að vera hlulverk hans. Morgunblaðið ræddi þvf við nokkra bændur til að gera lesendura Snjó hcfur einnig kyngt niður á Akureyri, ófærð hefur verið á götum og kyrrstæðir kaffærðir bflar valdið sínum nánari grein fyrir ástandinu og fara viðtölin hér á eftir. erfiðleikum við snjómokstur. hreinn glæpur að bankarnir skuli hagnast á fjárhagsvandræðum manna með því að taka af þeim um 14% í slíka nauðungarvexti. Þá má nefna eina hringavitleysuna enn, sem eru nýju skattalögin. Samkvæmt þeim framkallar lausa- fjárstaða bænda, sem lenda í van- dræðum og skuldaaukningu, endur- mat á skuldum sem verðbólgu- hagnað og er reiknað þeim til tekna, þannig að álögur á þá aukast enn fremur árið eftir að vandræðin eru hvað mest. Ég skil ekki hvernig það er hægt að reikna það sem hagnað manna að borga vexti af skuldum. Fóðurbætisskatturinn er einnig mjög óréttlátur og þegar illa gen- gur eykur hann enn á vandræði þeirra, sem minna mega sín. Þeir, sem lítil eða léleg hey eiga, verða að gefa meira af fóðurbæti, en ekki hi- nir, sem betur hefur gengið. Þannig Vandi bænda staf- ar af greiðslu- og skattalögum, ekki af tfðarfarinu Eiríkur Sigfússon - segir Eiríkur Sigfússon, Sílastöðum „ÉG sjálfur hef ekki lent I teljandi vandræðum vegna tíðarfarsins. Að vísu á ég 30 til 40 lestir af kartöflum í jörðu, sem ég á alveg undir tíðarfari hvort ég næ þeim upp, en þær eru lítið skemmdar. Við þurftum að vísu að laka kýrnar inn, en það veldur okkur engum vandræðum og fé höfum við ekki. Það er frekar þetta vandræða sumar, sem valdið hefur erfiðleikum og því að margir hafa fengið litla sem enga uppskeru," sagði Éiríkur Sig- fússon, bóndi á Sílastöðum. „Hins vegar eru það margir, sem lenda illa út úr þessu, bæði vegna kartaflna og annarra erfiðleika. Það, sem er að, er að skilningur hjá hjargráðasjóði er mjög af skornum skammti. 1979 var vandi manna vegna kartöfluuppskerubrestsins leystur með láni, sem borga átti skaðann. Það gleymdist hins vegar að gæta þess að þá höfðu kartöf- lubændur engar tekjur, en venju- bundinn útlagðan kostnað. Nú er staðan þannig að lánin eru að falla í gjalddaga á sama tíma og aftur verður uppskerubrestur. Það er því ljóst að verði um einhverjar lán- veitingar að ræða nú, munu þær aðeins fara til greiðslu fyrra láns og auka enn á vandann. Svona vanda er þvf mun betra að leysa með lægri, óafturkræfum framlögum, það þýðir ekkert að bæta skuldum ofan á skuldir. Síðan eru það drát- tarvextirnir, sem taka við, geti menn ekki staðið í skilum, og það er færist fjármagn frá þeim, sem í vandræðunum eiga, yfir til hinna, sem betur gengur. Það væri til sú leið að greiða niður grasköggla í samkeppni við erlent kjarnfóður, sem myndi þá leiða til lækkandi landbúnaðarvöruverðs og þar með hafa áhrif til lækkunar kaupgjalds- vísitölunnar. Það hefur víða komið fram og þótt fréttnæmt að bændur hafi árið 1980 náð umsömdu kaupi, en þá var það samfara einhverju mesta góðæri og veðurfari, sem komið he- fur. Væri miðað við meðalár, gæti ég trúað því að það vanti 15% upp á að bændur nái viðmiðunarkaupinu. Þá ber þess að geta að greiðsla fyrir afurðir kemur bæði seint og illa og eykur það verulega vaxtakostnað bænda. Nú eftir að kvótakerfið er komið á, áttum við bændur von á því að greiðslumálin kæmust í lag, en þau hafa síður en svo batnað varðandi mjólk og veldur þetta bændum óþarfa vaxtakostnaði og skuldum, sem metnar eru samkvæmt nýju skattalögunum til tekjuauka. Nú, ef að einhver van- dræði eru með þessar greiðslur teldi ég einfaldast að rekstur vinnslustöðvanna væri settur beint undir stjórn bændanna sjálfra. Það væri þá á hreinu hverju sinni hver- nig staða þeirra væri. Stærsti vandi bænda stafar því af greiðsluháttum fyrir afurðir og skattalögum, ekki tíðarfari," sagði Eiríkur. Ófyrirsjáanlegt tap og erf- iði af völdum ótíðarinnar - segir Þorgils Gunnlaugsson, Sökku „Hér heilsaði fyrsti október okkur með snjókomu og síðan hefur snjóað þar til þann fimmtánda. Jafnfallinn snjór er 50 til 80 centimetrar á dýpt og dýpkar eftir því sem framar kemur í dalina. Þetta tíðarfar gæti dregið úr fallþunga dilka um allt að 1 til 2 kfló- um og er það tilfinnanlegt hjá fjár bændum," sagði Þorgils Gunnlaugs- son, bóndi á Sökku í Svarfaðardal. „Vegna þessa var fé tekið á gjöf 7. október, eftir að menn höfðu beðið og vonast eftir betra veðri og við það hefur féð líklega rýrnað auk þess sem það er slæmt að taka sláturfé á gjöf svo og annað fé því það tekur illa beit eftir að hafa verið á gjöf. Annars er heyfengur í meðallagi yfir heildina, en nokkrir bændur innst í Svarfaðar- og Skíðadal eiga enn hey undir snjó. Þá er grænfóður, sem ætlað var til haustbeitar, víða undir snjó. Heyskapur gekk erfiðlega í sumar, sérstaklega seinni part þess, og náðist hey ekki inn fyrr en komið var fram í september og þá talsvert hrakið og lélegt og algent var að sama flekknum væri dreift úr garða þrisvar til fjórum sinnum. Ég hugsa þó, að þessir erfiðleikar verði ekki til þess að minna verði sett á, þar sem bændur hafa þegar dregið nokkuð úr bústofni sínum vegna búmarksins. Þá má segja að öll haustverk hafi lent á biðlista, bæði vegna þess hve heyskapur gekk seint og vegna veð- ursins. Því hefur ekki verið hægt að dreifa mykju á tún eins og venja er á þessum tíma og mykjuhús að verða full. Þá nýtist mykjan verr, þegar Þorgils Gunnlaugsson henni er dreift mjög seint. Einnig má geta þess að mikið fannfergi settist í trjágarðinn hjá okkur, al- laufgaðan, svo við máttum hreinsa af trjánum svo þau brotnuðu ekki og höfum við einnig áhyggjur af því að það geti haft slæm áhrif á trén þeg- ar þau lenda undir snjó svona óund- irbúin fyrir veturinn. Það er hálfnöturlegt, að þegar bændur hafa orðið fyrir skerðingu á framleiðslu og greiðslum fyrir hana, ofan á ófyrirsjáanlegt tap og erfiði vegna tíðarfarsins sem kemur beint niður á nettótekjum bænda, að litlar sem engar líkur eru á því að þetta verði bætt. Bændur hafa staðið við búmarkið, en þó vantar upp á grundvallarverð á mjólk, og eru auk þess háðir ákveðnum hámarkskvóta á fóðurbæti. Mér finnst eðlilegast að aðeins annaðhvort, búmarkið eða fóðurbætiskvótinn, hefði verið látið gilda og búmarkið þá frekar þó fóð- urbætiskvótinn hefði einnig getað gengið og að fenginni reynslu mætti vel reyna hann einan. Sauðfjáraf- urðirnar eru svo sérstakt vandamál og það jaðrar við að hafa þurfi hemil á dilkakjötsframleiðslu, en þá verður um leið samdráttur í ullar og skinnaframleiðslu. Búmarkið hefur valdið vissri breytingu og erfiðleik- um, sem enn eru ekki að fullu komn- ir í ljós, nema sá þáttur, sem snertir unga fólkið, sem hyggst dvelja og lifa af búfjárframleiðslu í sveitum. Það hefur gert því erfitt fyrir og þyngt verulega störf á ýmsum býl- um. Þetta bætist ofan á óvissu unga fólksins og veldur glundroða meðal þess. Þá er vaxtastefnan ekki beint hvetjandi fyrir þá, sem eru að hefja búskap eða byggja hann upp. Von andi mætti, að fenginni reynslu, fara að skipuleggja landbúnaðinn af meira raunsæi eftirleiðis," sagði Þorgils.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.