Morgunblaðið - 17.10.1981, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1981
25
Vegið að áfangaskólum
Greinargerð nemenda í Menntaskólanum við Hamrahlfð
Nú nýlega hefur framhaldsskól-
um með áfangakerfi borist í hend-
ur reglugerð frá menntamálaráðu-
neyti. Reglugerð þessi skal öðlast
gildi frá og með þessu skólaári og
eigi síðar en því næsta. Reglugerð-
in er samin án samráðs við nem-
endur viðkomandi skóla, og verða
það að teljast nokkuð óeðlileg
vinnubrögð af ábyrgum mönnum
að vera. Helstu atriði reglugerðar-
innar eru, að einkunnir á nú að
gefa í heilum tölum í stað bók-
stafa áður, ýmsar reglur eru hert-
ar, s.s. um skólasókn, námsárang-
ur o.fl. I greinargerð til mennta-
málaráðherra frá nemendum
Menntaskólans við Hamrahlíð eru
tilfærð rök nemenda gegn þessum
reglum. Þau eru:
• Nemendur eru andvígir því að
teknar séu upp einkunnir í tölu-
stöfum vegna þess að þeir telja
námsmat skólanna ekki það
nákvæmt, að ástæða sé til að
flokka nemendur í 10 flokka þ.e.
að nota einkunnir frá 0—10. Að-
ur voru 4 bókstafir notaðir, A,
B, C og E. Nákvæmar einkunnir
ýta undir óþarfa meting og sam-
keppni milli nemenda, auk þess
sem að menn munu freistast til
að fara að reikna út meðalein-
kunn, enda þótt ekki sé gert ráð
fyrir því í þessum nýju reglum.
• Skólasóknareinkunn verður
breytt á þann veg að krafist er
80% mætingar í hverri náms-
grein sem er mun meira en í
öðrum Menntaskólum. Mennta-
málaráðuneytið hefur ekki til-
fært nein rök fyrir þessari
breytingu, og ekki hefur komið
— smáauglýsingar —
Njáll Þórarinsson
löggiltur skjalaþýöandi í ensku.
Suöurlandsbraut 6. Sími 31985.
Teppa- og húsgagna-
hreinsun
Simi 50678.
□ Helgafell 598110172 VI - 5.
□ Gimli 598110197-8
Heimatrúboóiö
Óóinsgötu 6 a
Almenn samkoma á morgun,
sunnudag. kl. 20.30. Allir vel-
komnir.
Elím Grettisgötu 62 Rvk
Á morgun. sunnudag. veröur
sunnudagaskóli kl. 14.00 og al-
menn samkoma kt. 17.00.
Athugiö breyttan samkomutíma.
Veriö velkomin.
Krossinn
Æskulýössamkoma í kvöld kl.
20.30 aö Auðbrekku 34. Kópa-
vogi.
Allir hjartanlega velkomnir.
l.t)J
UTIVISTARFERÐIR
Sunnud. 18.10. kl. 13
Hafnir — Reykjanes. Létt
strandganga fyrir alla fjölskyld-
una, kræklingur. Fararstj. dr.
Einar Ingi Slggeirsson. Verö 80
kr. fritt f. börn m. fullorönum.
Fariö frá BSi vestanveröu (i
Hafnarf. v. kirkjugarðlnn).
Þórsmörk um næstu helgi.
Utlvlst.
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU 3
SÍMAR 11796 og 19533.
Sunnudagur 18. okt.
kl. 13.00
1. Kistufell í Esju (843 m).
Nokkuö erfiö ganga. Fararstjóri:
Guömundur Pétursson.
2. Langíhryggur í Esju. Létt
ganga. Fararstjóri: Eiríkur Þor-
móösson. Feröirnar eru farnar
frá Umferöarmiöstööinni aö
austanveröu. Allir velkomnir.
Verö kr. 40,00, gr. v/bilinn.
Feröafélag islands.
nein krafa frá forráðamönnum
Menntaskólans við Hamrahlíð
um að breyta þessum reglum.
Þar með sést að Menntamála-
ráðuneytið setur reglur sem í
raun og veru eru þarflausar.
• Námskröfur eru hertar að því
leyti að nemendpr verða reknir úr
skóla ef þeir falla 3svar sinnum í
sömu námsgrein. Nemendur hafa
mótmælt þessum reglum og telja
að engin ástæða sé til að meina
þeim nemendum nám, sem eiga
erfitt með eina einstaka náms-
grein. Sumar námsgreinar eru
einfaldlega ekki eins mikilvægar
og aðrar — eða er það réttlætan-
legt að vísa nemanda frá námi,
sem ails ekki getur lært vélritun?
• Akvæðum um námshraða er
breytt á þann veg, að nemendum
sem eiga við tímabundna erfið-
leika í námi er gert nær ómögu-
legt að ljúka stúdentsprófi. Ef
þessir nemendur verða fyrir því
að falla á önn (þ.e. að falla í 4—5
námsgreinum á annarprófi og
byrja þ.a.l. að nýju á öllum
námsgreinunum, fa.ll á önn er
sambærilegt við að falla um
hálfan vetur í bekkjarkerfinu),
eru gerðar til þeirra mun meiri
námskröfur á næstu önn, en til
annarra nemenda. Nemendum
þykja þetta mjög óréttlátar
kröfur og næstum óframfylgj-
anlegar, og eru þeir ekki einir
um það.
• Með þessari reglugerð er af-
burðanemendum ýmsar skorður
settar. Nám án tímasóknar, „P-
nám“, er takmarkað á ýmsan
hátt, en það er sú leið sem nem-
endur fara til að flýta námi.
Með námi án tímasóknar hafa
nemendur oft stytt námstíma til
stúdentsprófs úr 4 vetrum í 3.
Ráðuneytið hefur ekki gefið
neinar ástæður fyrir þessum
hömlum, sem settar eru á þessa
nemendur.
• A pörtum er þessi reglugerð
nánast hiægileg. T.d. finnst
nemendum það fáránlegt að
Menntamálaráðuneytið setji
það í reglugerð hvenær þeir eigi
að skila verkefnum til kennara
sinna, eins og gert er í reglu-
gerðinni. Þá getur það varla
verið annað en gálgahúmor höf-
unda reglugerðarinnar þegar
þeir skipa svo fyrir að nemend-
ur skuli fá samþykki yfirvalda
„Engin fullnægjandi
rök liggja fyrir því að
samræma alla þætti í
starfsemi skólanna.“
skólans fyrir utanskólanámi eft-
ir að þeir hafa byrjað námið
utanskóla! Þetta er náttúrulega
hlægilegt, en satt.
Hér hafa' verið raktir þeir
annmarkar á nýrri reglugerð um
starfshætti áfangaskóla, sem mest
eru áberandi. Þessar reglur sem
gilda eiga um alla áfangaskóla á
landinu, eru í eðli sínu meingall-
aðar. Auk þess telja nemendur
Menntaskólans við Hamrahlíð
engin fullnægjandi rök liggja fyrir
því að samræma alla þætti í
starfsemi skólanna. Það er sjálf-
sagt að samræma námskröfur,
það auðveldar nemendum flutning
milli skóla, en eðlilegt er að skóla-
sóknarreglur og einkunnagjöf sé í
höndum hvers skóla fyrir sig.
Ennþá fáránlegra er náttúrulega
að samræma skilafrest á verkefn-
um eða hvenær og við hverja á að
tala um utanskólanám.
Nemendur Menntaskólans við
Hamrahlíð telja að hér sé um að
ræða aðför á hendur skólanum og
réttindum þeirra, sem þeir geta
engan veginn setið þegjandi og
hljóðalaust undir. Nemendur hafa
gert ítrekaðar tilraunir til við-
ræðna við ráðherra. Viðræðum
fulltrúa nemenda við ráðherra
lauk með því að ráðherra óskaði
eftir greinargerð frá nemendum
sem hér birtist útdráttur úr. Eina
svarið, sem nemendur hafa fengið
við rökum sínum er upptalning á
því hverjir sömdu þessa reglugerð
og síðan nokkrar loðið orðaðar
setningar um að ráðuneytið muni
að sjálfsögðu athuga allar ábend-
ingar um reglurnar. Bréf þetta
hangir nú uppi í Menntaskólanum
við Hamrahlíð nemendum til sýn-
is og ráðuneytinu til háðungar í
rökþurrð sinni.
Að lokum viljum við segja þetta:
Það hlýtur alltaf að vera spurning
hversu mikið Menntamálaráðu-
neytið skiptir sér af innra starfi
einstakra framhaldsskóla. í þessu
tilviki hefur það gengið of langt.
Reykjavík, 13. október 1981.
Árni Páll Arnason,
Benedikt Bogason,
Gestur Hrólfsson,
Karl Axelsson,
Lárus Jóhannesson,
Stefán Aðalsteinsson,
Svanbjörn Thoroddsen.
Samverustundir
aldraðra í Nessókn
LAUGARDAGINN 17. okóber hefst
félagsstarf eldri borgara í Nessókn.
Eins og undanfarin ár verður
boðið upp á stuttar kynnisferðir
og samverustundir í safnaðar-
heimilinu, þar sem bæði leikir og
lærðir fræða og skemmta. Sam-
verustundin í dag hefst klukkan
15.
Ferming í
Bústaðakirkju
Ferming og altarisganga í Bú-
staðakirkju kl. 14. Prestur séra
Hreinn Hjartarson.
Bjarni Lárus Birgisson,
Lyngheiði, 1, Hveragerði.
Halldór Benjamín Hreirisson,
Asparfelli 8.
Páll Þórir Rúnarsson,
Kambaseli 36.
Sigríður María Gísladóttir,
Rjúpufelli 36.
Valur Júlíusson,
Arahólum 2.
Þórir Marinó Sigurðsson,
Unufelli 33.
Leiðrétting
HÖFUNDUR greinarinnar „List-
gagnrýnandi Morgunblaðsins" í
blaðinu í gær er Guðni Guðnason.
Nafn hans féll því miður niður og
er beðist velvirðingar á því.
AllGLYSINCiASIMINN ER:
22410
JtWrgunblabib
,;Í3>
raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar
Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboöum í
eftirfarandi:
1. Útboö RARIK-81018 Götugreiniskápar og
tengibúnaöur.
Opnunardagur 18. nóv. 1981 kl. 14.00.
2. Útboö RARIK-81019 Háspennu- og lág-
spennubúnaöur fyrir dreifistöövar.
Opnunardagur 19. nóv. 1981 kl. 14.00.
Tilboöum skal skila á skrifstofu Rafmagns-
veitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykja-
vík, fyrir opnunartíma, þar sem þau veröa
opnuö aö viöstöddum þeim bjóöendum er
þess óska.
Útboösgögn veröa seld á skrifstofu Raf-
magnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105
Reykjavík, frá og meö mánudeginum 19.
október 1981 og kosta kr. 25.- hvert eintak.
Reykjavík, 16. október 1981.
Rafmagnsveltur ríklslns.
fundir — mannfagnaðir
á íslandi
Aðalfundur félagsins verður haldinn fimmtu-
daginn 29. október 1981 á Hótel Esju, 2. hæö
kl. 20:30. Allir félagar, sem áhuga hafa á
málefnum AFS eru hvattir til aö mæta.
Stjórnin.
Islenska óperan
Aöalfundur Styrktarfélags Islensku óperunn-
ar veröur haldinn laugardaginn 24. októbei
nk. kl. 14.00 í Gamla bíói viö Ingólfsstræti.
Fundarefni: Aöalfundarstörf.
Húsnæöismál.
Stjórnin
þjónusta
VERKFÆRALEIGAN
HITI
Borgarholtsbraut 40 — SlMl 40409
Höfnm stóraukiö verkfæraúrvalið.
Fyrirgreiösla
Leysum vörur úr tolli og banka meö greiösl
fresti.
Lysthafendur leggi inn nöfn til Mbl. fyrir 2
október merkt: „Fyrirgreiösla — 7861“.
tiiboð — útboö
Útboö