Morgunblaðið - 17.10.1981, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1981
eftir Ragnar Arnalds
fjármálaráðherra
Kormaður Alþýðuflokksins full-
yrðir óvsnt í útvarpi, sjónvarpi og
hlöðum sl. miðvikudag, að fjárlaga-
frumvarpið fyrir árið 1982 sé brengl-
að. Hann segir, að þar sé í raun og
veru enginn rekstrarafgangur þrátt
fyrir niðurstöðutölur frumvarpsins,
því að bókhaldið sé falsað, rekstr
argjöld séu flutt yfir í lánsfjáráætlun
og fjármögnuð þar með lánum til að
geta sýnt jákvæða útkomu á yfir
borðinu. Kngin dæmi eru þó nefnd
og engin frekari rök dregin fram til
stuðnings þessari stóru fullyrðingu.
Ég neita því ekki, að mér brá
dálítið við þessa óvæntu og
ósvífnu árás. Stjórnmálamenn
fullyrða oft ýmislegt um andstæð-
inga sína, en afar sjaldgæft er, að
ekki sé tilraun gerð til að rök-
styðja stóryrta fullyrðingu um
fölsun. Formaður Alþýðuflokksins
telur það bersýnilega nægilegt
fyrir flokk sinn, að góð staða ríkis-
sjóðs sé dregin í efa í nógu stórum
orðum og nógu oft. Um hina hlið
málsins, hvað sé sannleikanum
samkvæmt og hvað ekki, hirðir
hann ekkert og virðist treysta á,
að þar sé um að ræða mál, sem
hinn almenni maður muni aldrei
botna í.
Hér liggur sem sagt fyrir ásök-
un um fölsun og meira að segja
krafa um afsögn ráðherra, en eng-
ar upplýsingar fást að öðru leyti, í
hverju fölsunarbrotið á að vera
fólgið.
Þessi órökstuddi fullyrðingastíll
Kjartans Jóhannssonar ber vissu-
lega fremur vott um eigin örvænt-
ingu og málefnafátækt en efni
fjárlagafrumvarps. En ég vil þó
fara hér nokkrum orðum um
bókhaldsreglur fjárlaga, lesendum
til fróðleiks, í framhaldi af full-
yrðingum Kjartans.
Lagaboð um ríkis-
bókhald
Kjartan Jóhannsson reynir að
telja fólki trú um, að fjármála-
ráðherra geti bókfært ríkisútgjöld
eins og honum sýnist og „fært út-
gjöld í lánsfjáráætlun" til að losna
við rekstrarhalla. Illt er að vita, ef
margir trúa þessu, en verra er, að
Kjartan Jóhannsson veit sjálfur
miklu betur.
í lögum um ríkisbókhald, gerð
ríkisreiknings og fjárlaga (frá
1966) eru nákvæm fyrirmæli um
bókfærslu ríkisútgjalda. Ríkis-
reikningur er saminn af ríkis-
bókhaldi undir stjórn ríkisbókara
samkvæmt fyrirmælum þessara
laga, og mér þykir ótrúlegt að
nokkur fjármálaráðherra hafi gef-
ið ríkisbókhaldi fyrirskipun um
bókfærslu útgjalda a.m.k. hefur
það aldrei gerst í minni tíð. Þessi
ítarlegu lög í 82 greinum gera hins
vegar ráð fyrir að ráðherra felli
úrskurð, þegar vafi leikur á hvern-
ig fara skuli með einstök atriði
laganna, en ég hef grun um, að
sjaldan hafi á það reynt.
Kjartan Jóhannsson fullyrðir að
unnt sé að greiða rekstarútgjöld
með lánum og þannig sé unnt að
leyna útgjöldum og falsa afkomu
ríkissjóðs.
Þetta eru gróf ósannindi eins og
allir vita sem til þekkja. Engu
breytir, hvort útgjöld ríkissjóðs eru
greidd með framlagi eða láni. í báð-
um tilvikum eru þau færð til út-
gjalda, hvort heldur í fjárlagafrum-
varpi, fjárlögum eða ríkisreikningi.
Rekstrarafkoma ríkissjóðs versnar
því að sama skapi.
í rekstrarreikningi ársins 1980
reyndust tekjur um 139 milljónum
hærri en gjöld. Öllum getur
skjátlast og ekki væri útilokað að
þar leyndust skekkjur. Reikning-
urinn er nú í endurskoðun ríkis-
endurskoðunar og yfirskoðunar-
manna ríkissjóðs. En getur Kjart-
an Jóhannsson nefnt eitthvert
dæmi um rangar færslur ríkis-
reiknings?
Fyrirtæki með sjálf-
stæðan fjárhag
Fjárlög skiptast í tvo hluta,
A-hluta og B-hluta. A-hluti fjallar
um afkomu ríkissjóðs og allra
stofnana ríkisins sem fyrst og
fremst eru háðar fjárveitingum
frá Alþingi. Þegar rætt er um
stöðu ríkissjóðs, rekstrarafkomu
eða halla, skuldastöðu við Seðla-
banka o.s.frv. er ávallt átt við
A-hluta fjárlaga.
í B-hluta fjárlaga er fjallað um
ríkisfyrirtæki, „sem standa að öllu
Ragnar Arnalds
eða verulegu leyti undir kostnaði
við starfsemi sína með tekjum af
sölu á vörum og þjónustu eða hafa
starfsemi með höndum, sem í
meginatriðum er hliðstæð við
starfsemi einkaaðila". Svo segir í
7. gr. laganna.
B-hluta fyrirtæki fá oft beint
framlag úr A-hluta og taka jafn-
framt lán til starfsemi sinnar,
eins og önnur fyrirtæki, fyrst og
fremst til fjárfestingar en einnig
til rekstrar.
Ef fyrirtæki væru færð í stórum
stíl úr A-hluta í B-hluta og þau
síðan látin taka lán mætti með
rökum segja að ríkisútgjöld kæmu
ekki til skila. Staðreyndin er hins
vegar sú, að þessu hefur verið
öfugt farið og skulu hér nefnd
dæmi:
Flugmálastjórn, sem hefur mikl-
ar sértekjur og hefur verið
B-hluta stofnun, sem tekið hefur
framkvæmdalán bæði til öryggis-
tækja og malbikunarframkvæmda
um árabil, var færð úr B-hluta í
A-hluta á þessu ári, þar sem tekj-
urnar voru svo miklu minni en út-
gjöldin. Að sjálfsögðu var þessi
breyting mjög óhagstæð fyrir
bókhald ríkissjóðs.
Fjárfestingar á vegum Raf-
magnsvcitna ríkisins, liðirnir
dreifikerfi í sveitum og sveitaraf-
væðing, hafa.mörg undanfarin ár
verið í B-hluta fjárlaga en hafa nú
verið fluttir í A-hluta fjárlaga,
enda óarðbærar framkvæmdir og
er til þeirra varið nú 23,7 milljón-
um nýkróna.
En til þess að fjárlögin gefi
rétta mynd af afkomu ríkissjóðs
og þar sem þessar framkvæmdir
munu aldrei skila ríkissjóði arði
eru þær nú færðar ríkissjóði til
gjalda í A-hluta án þess að nokkr-
ar tekjur af raforkusölu séu færð-
ar á móti.
í fjárlögum eru því tvímælalaust
hreinni skil nú milli A-hluta og
B-hluta en áður hefur verið.
Einn er þó sá liður í fjárlögum
sem orkar tvímælis að þessu leyti,
en það eru svonefndar byggðaiín-
ur eða stofnlínur. Hvorki í minni
ráðherratíð né í ráðherratíð
Sighvats Björgvinssonar, Tómasar
Árnasonar, Matthíasar Á. Math-
iesen eða Halldórs E. Sigurðsson-
ar, hefur verið aflað tekna til að
greiða byggingu stofnlína milli
landshluta, en framkvæmdir þess-
ar hófust með byggingu Norður-
línu fyrir átta árum og að því leyti
er fjárlagafrumvarpið sambæri-
legt við frumvörp undanfarinna
ára. Þessum vanda hafa menn
lengi velt á undan sér og er það
öllum til hnjóðs sem setið hafa í
ríkisstjórn seinustu átta árin.
Krafla á að standa á
eigin fótum.
En nú hefur ríkisstjórnin
ákveðið, að afla tekna í raforku-
27
kerfinu til að standa undir kostn-
aði við byggingu stofnlína, sem
byggðar hafa verið og verða
byggðar, og efast ég ekki um að
allir stjórnarandstæðingar sem
bera fulla ábyrgð á þessum kostn-
aði munu verða sammála okkur
stjórnarsinnum um þá tekjuöflun.
Hins vegar er eðlilegt, að stofnlín-
urnar verði afskrifaðar á 15—20
árum.
Fjármagnsútgjöld Kröfluvirkj-
unar hafa ýmist verið færð í
A-hluta eða B-hluta. Árin
1975—1978 voru þau færð í
B-hluta, 1979—1981 í A-hluta en
1982 í B-hluta aftur. Þetta er lík-
lega eina stóra dæmið um færslu
stofnunar yfir í B-hluta á seinni
árum og rökin eru þau, að með ^
stóraukinni orkuöflun (20—30 mw
á næsta ári) er sjálfsagt og eðli-
legt að virkjunin standi sjálf und-
ir fjármagnskostnaði með tekjum
af orkusölu, eins og allar adrar
virkjanir.
Borð fyrir báru
Auk fullyrðinga sinna um fals-
aða afkomu ríkissjóðs segist
Kjartan Jóhannsson hafa „fundið"
140 milljónir kr. í fjárlagafrum-
varpinu sem nota megi til efna-
hagsaðgerða. Það er hárrétt að í
frumvarpinu er 140 milljón króna
varasjóður vegna óvissu í efna-
hags- og kjaramálum, eins og
beinlínis er fram tekið í greinar-
gerð frumvarpsins, þótt engin
ákvörðun hafi enn verið tekin um
notkun þessa fjár hvorki til efna-
hagsaðgerða eða annars. En
ábcnding Kjartans gengur hins veg-
ar í þveröfuga átt við aðrar fullyrð-
ingar hans og ætti að sýna svart á
hvítu að í frumvarpinu er gott borð
fyrir báru.
Að sjálfsögðu er unnt að haga
uppsetningu fjárlaga með öðrum
hætti, en þá verður að breyta lög-
um.
Sá sem vill vefengja bókhald
ríkissjóðs, sem fylgir miklu
strangari forskrift en nokkurt
annað bókhald í landinu, verður
að hafa annað og haldbetra fram
að færa en innantóm stóryrði.
Stór orð verða að byggja á sterk-
um rökum. Ef við eigum að búa við
þolanlcgt lýðræði í landinu verður
fólk að hafa möguleika til að vita,
hvað er hvítt og hvað er svart. Ef
menn komast upp með að fullyrða
að ríkissjóður sé á hvolfi, þegar
hann er í fyrsta sinn um langt skeið
í viðunandi jafnvægi, þá er hætt við
að ráðherrar í síðari ríkisstjórnum
láti sig engu skipta, hvort sameigin-
legur sjóður landsmanna er að
sökkva í kviksyndi eða ekki. Þess
vegna fannst mér nokkru skipta að
svara órökstuddum dylgjum Kjart-
ans Jóhannssonar.
Gerð ríkisreiknings
er lögbundin og þar
verður engu leynt
Svar við innantómum stóryrðum Kjartans
Jóhannssonar um fjárlagafrumvarpið
Undanfama daga hafa verið í.
höfninni allt að sjö selir og
hafa þeir gætt sér á sfld, sem
leitað hefur inn á fjörðinn, og
bryggjuufsa. Ljrám. Eiur.
Alls liggja nú 23 reknetabátar í
höfninni í Hornafirði og er
þess beðið, að sá hnútur, sem
varð af óviðunandi sfldarverði,
leysist sem fyrst.
(Ljósm. Einar.)
Fiskmiðlun kæmi Hornfirðingum vel
Hornafirði, 15. október.
ALLIR reknetabátar Hornfird-
inga, ásamt þremur aðkomubát-
um, eru nú í biðstöðu í Horna-
fjarðarhöfn og eru hér samtals
23 bátar. Var það að heyra á
sjómönnum, er fréttamaður
spjallaði við þá, að ef ekkert
jákvætt gerðist í dag, álitu þeir
ástandið orðið mjög alvarlegt.
Ýmsir voru farnir að hugleiða að
róa með línu, en úr því verður
tæpast ef verðlagning á ferskri
sfld verður tekin fyrir að nýju.
Hvað varðar aðra fisk-
vinnslu hér á Höfn, þá standa
málin þannig, að lítil sem eng-
in vinna hefur verið í fiski í
Fiskiðjuveri KASK, en í salt-
fiskverkunarstöðinni hefur
verið sæmileg vinna hingað
til. Hefur fólk í frystihúsinu
fengið vinnu við saltfiskverk-
un og pökkun.
Að sögn Egils Jónassonar,
yfirverkstjóra í Fiskiðjuveri
KASK, liggur nú fyrir beiðni
frá Hornfirðingum hjá fisk-
löndunarnefnd þeirra, sem
sett var á laggirnar í sumar og
hefur aðsetur hjá LÍÚ, um að
fá fisk. Vilja Hornfirðingar
gjarnan fá að vinna þann fisk,
sem skip frá öðrum stöðum
afla, en sigla síðan með til er-
lendra hafna. — Einar