Morgunblaðið - 17.10.1981, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1981
t Móöir rrlín, KRISTÍN GUDJÓNSDÓTTIR, lóst 15. október. Fyrir hönd Gunnars Guðmundssonar og ættingja, Albert Jensen.
t Móöir okkar, GUÐRUN KRISTJÁNSDÓTTIR, Fólkagötu 15, andaöist á Landspítalanum 15. október. Synir hinnar lótnu.
t Eiginmaöur minn og faöir okkar, GEIR GÍGJA, nóttúrufræöingur, andaöist 6. þ.m. Útförin hefur fariö fram i kyrrþey aö ósk hins látna. Svanhvít L. Guömundsdóttir og börn.
t Útför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, KRISTÍNAR ÁGÚSTU ÁRNADÓTTUR fré Kérastööum, Akurgeröi 22, verður gerö frá Fossvogskirkju, mánudaginn 19. okt., kl. 13.30. Fanney Oddsdóttir, Gunnar Daníelsson, Ámi Halldórsson, Gréta Ámundadóttir og barnabörn.
t GUORÚN SIGURJÓNSDÓTTIR fré Skélum, Vopnafiröi, til heimilis að Hólsgötu 8, Neskaupstaó, veröur jarösungin frá Noröfjaröarkirkju, mánudaginn 19. október, kl. 2. Þorbergur Jónsson, börn, tengdabörn barnabörn og barnabarnabörn.
t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns míns og föður okkar, INDRIDA JÓNSSONAR, Álfheímum 70. Sérstakar þakkir til Björgunarsveitarmanna og annarra er aöstoö veittu viö aö leita hans. Bryndís Jónsdóttir, Erla Indriðadóttir, Alda Breiöfjöró Indriöadóttir, Jón Indríðason, Pétur Breiöfjöró Indriöason, Ásta Indrióadóttir.
t Innilegar þakkir sendum viö öllum þeim sem sýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför systur okkar, SIGRÍDAR GUOMUNDSDÓTTUR fré Bildudal. Sérstakar þakkir sendum viö öllum þeim á Kópavogshæli sem sýndu henni vinarhug og hjálparhönd. Systkini hinnar létnu.
t Hjartanlegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö fráfall og útför elskulegs eiginmanns, fööur og afa, DANÍELS WILLIARDS FISKE TRAUSTASONAR. Hildur Jónsdóttir, fris Daníelsdóttir, Jón Haukur Daníelsson, Erna Kjartansdóttir, Úlfar Daníelsson, Hrönn Bergþórsdóttir og barnabarn.
t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdaföður og afa, BJARNA ÓLAFSSONAR, bifreióastjóra, Eyrarvegi 14, Selfossi. Margrét Frióriksdóttir, Sesselja S. Bjarnadóttir, Jón Sveinbergsson, Siguröur Bjarnason, Sigríóur Sveinsdóttir, Harpa Bjarnadóttir, Valur Helgason, Friörik Bjarnason, Hólmfríöur Ingólfsdóttir, Kristín Hanna Bjarnadóttir, Stefén Óskarsson. og barnabörn.
Jakobína Jónsdóttir
Grundarfirði - Minning
Fædd 25. desember 1894
Dáin 6. október 1981
í dag er elskuleg amma mín til
moldar borin.
Þótt hún hafi ekki verið raun-
veruieg amma mín, þá gat hún
ekki verið mér betri. Ég fór á
barnsaldri að kalla hana ömmu,
því ég var mikið með frændsystk-
inum mínum, sem eru barnabörn
hennar, og þau kölluðu hana auð-
vitað ömmu. Ég tók þetta upp eftir
þeim, því ömmur mínar voru báð-
ar dánar, þegar ég fæddist, og tók
hún þessu eins og ekkert væri
sjálfsagðara. Hún reyndist mér
ekki síðri en sínum eigin barna-
börnum. Hún var alltaf svo blíð og
góð, sagði oft við mig að ég væri
eins og eitt af hennar barnabörn-
um. Alltaf fékk ég gjafir, ef hin
fengu gjafir, alveg sama hvort
heldur voru jól eða amma kom
suður i heimsókn.
Amma hélt ævinlega til hjá
mömmu og pabba í Reykjavík.
Henni fannst það sitt annað heim-
ili, eins og mér finnst annað heim-
ili mitt vera hjá þeim fyrir vestan.
Amma var falleg kona, þráðbein
i baki og fjörleg, þó 86 ára væri, og
fylgdist vel með öllu. Það eina sem
háöi henni að ráði var heyrnin.
Amma vildi öllum vel og talaði
vel um alla. Eigi nokkur góða
heimkomu í æðri heima, þá er það
hún, þegar hún hittir aftur ástvini
sína handan móðunnar miklu. Guð
biessi ömmu mína fyrir hvað hún
reyndist mér góð.
Kristínu, dóttur ömmu, og öll-
um ástvinum hennar sendi ég
innilegar samúðarkveðjur.
Hafdís Karlsdóttir
í dag er kvödd hinstu kveðju
amma mín, Jakobína Jónsdóttir,
húsfreyja á Hjarðarbóli í Eyr-
arsveit.
Hugurinn hvarflar nokkra ára-
tugi aftur í tímann. Lítil 3ja ára
hnáta rukkar mömmu sína um
ferðatösku á sumardaginn fyrsta.
Hún ætlar til afa og ömmu á
Hjarðarbóli fyrst sumarið er loks-
ins komið.
Afi og amma á Hjarðarbóli voru
hjónin Páll Þorleifsson, afabróðir
minn og kona hans, Jakobína
Jónsdóttir. Mín raunverulega
amma, Ragnheiður Benediktsdótt-
ir, hafði dáið langt fyrir aldur
fram áður en ég leit dagsins ljós
og afi Kristján hafði brugðið búi
og bjó í Grundarfirði, þar sem
hann gegndi störfum fyrir hrepp-
inn og sýsluna. Þó að með okkur
væri ætíð kært, voru tækifæri til
samvista fá og sambandið því
annars eðlis en við afa og ömmu á
Hjarðarbóli. Hjá þeim átti ég mitt
annað heimili frá fyrsta aldursári
til fermingar öll sumur og seinna
meir komu heimsóknir með fjöl-
skyldu minni flest sumur og ynd-
isleg dvöl, þar sem endurnýjuð
voru kynnin við æskuslóðir.
Það var langt ferðalag vestur á
Snæfellsnes með rútubíl fyrir lið-
lega 30 árum, en það var mér eng-
in hindrun. Með óþreyju beið ég
þess jafnan að bærinn kæmi i
augsýn. Þegar staðnæmst var, þá
hentist ég upp bæjarhólinn í út-
breiddan faðm ömmu og afa. Sér-
stakur ilmur af móbrennslu fyllti
bæinn og nýbakaðar rúgkökur og
nýstrokkað smjör biðu á borðum.
Ég var svo sannarlega heima.
Þau sumur, sem ég dvaldist á
Hjarðarbóli, voru mér kærari en
orð fá lýst. Þar fékk ég gott vega-
nesti út í lífið. Ég kynntist göml-
um búskaparháttum, fékk að
hugsa um dýrin og ganga til verka
með fullorðna fólkinu. Mér er það
t.d. minnisstætt, að afi smíðaði al-
vöru hrífu, eins og stóra fólkið
átti, í minni stærð og fann ég þá
mikið til mín. Ást, umhyggja og
virðing fyrir mönnum og dýrum
var þar í hávegum höfð.
Afi var maður hlýr en fámáll,
en þó sérlega kíminn og spaug-
samur. Amma var félagslynd og
síkvik. Hjá þeim átti margt barnið
unaðsdaga að sumrinu og marga
tóku þau upp á leið sinni og lið-
sinntu, ef eitthvað bjátaði á. Mikið
var um gestakomur og góðir
grannar alltaf aufúsugestir. Á
hverju sumri komu foreldrar mín-
ir í heimsókn og varði faðir minn
venjulega sumarleyfi sínu á æsku-
stöðvum sínum, Hjarðarbóli, og
tók þá þátt í búskapnum. Á vorin
eða haustin kom amma oft til
Reykjavíkur og dvaldi þá jafnan á
heimili foreldra minna, enda mjög
kært þar á milli og sérstakt
tryggðarsamband milli föður míns
og hennar. Það var einmitt í slíkri
heimsókn, sem hún veiktist að-
faranótt 27. sept. sl. Hjá foreldr-
um mínum hafði hún þá dvalið um
vikutíma kát að vanda og virtist
sérlega hress. En að morgni 6. okt.
sl. sofnaði hún svefninum langa.
Bína, eins og amma var jafnan
kölluð, var fædd að Ytri Tröð í
Eyrarsveit á jóladag, 25. des.,
1894. Foreldrar hennar voru
Kristín Jóhannesdóttir og Jón
Gíslason og eignuðust þau hjónin
fimm börn. Árið 1901, þá sjö ára
gömul, kom amma á heimili föð-
urforeldra minna, er þá bjuggu á
Hjarðarbóli. Hjá þeim ólst hún
upp, ásamt 4 sonum þeirra hjóna
og reyndist þeim öllum sem besta
systir. Á Hjarðarbóli hjá bróður
sínum bjó einnig afi Páll. Þau
amma Bína felldu hugi saman og
giftust 1. jan. 1928. Þegar föður-
foreldrar mínir fluttust síðan að
Grund í sömu sveit, tóku Páll og
Bína við búskap á Hjarðarbóli.
Nokkrum árum eftir að þau
giftust eignuðust þau dóttur,
Kristínu, sem alla tíð bjó með for-
eldrum sínum, fyrst á Hjarðar-
bóli, en síðan í Grundarfirði.
Kristín er gift Einari Skarphéð-
inssyni, er reyndist gömlu hjónun-
um eins og besti sonur í hvívetna.
Börn þeirra eru sex: elstur Pálm-
ar, þá Sigríður, Jakobína Hrund,
Sædís, Svandís og yngst Svava.
Áður en afi og amma eignuðust
Kristínu, höfðu þau tekið að sér
hvítvoðung, litla stúlku, og gengið
henni í foreldra stað. Þessi fóst-
urdóttir er Dagmar Árnadóttir,
kona Þorsteins Einarssonar og
eiga þau einn son, Pál. Dagmar
fluttist til Reykjavíkur, en hefur
um árabil búið í Garði. öll sumur
hefur hún og hennar fjölskylda
dvalið einhvern hluta sumars á
bernskuheimilinu, Hjarðarbóli.
Afinn og amman fögnuðu
hverju barnabarni, sem bættist í
hópinn og fylgdust með hverju
þeirra spori. Afi Páll lést þó áður
en yngsta barnabarnið, Svava,
fæddist, en hann dó eftir langvar-
andi veikindi sumarið 1964.
Barnabarnabörnin eru orðin 7.
Sérlega ástríkt samband var
með Svövu og ömmu, og veit ég að
söknuður Svövu er sár.
Það er stórt skarð fyrir skildi,
þegar elskaður fjölskyldumeðlim-
ur kveður, en Ijúfar minningar og
fullvissa þess að í æðri heimkynn-
um verður henni tekið opnum
örmum, fleyta sárustu sorginni
frá.
Ég votta öllum ástvinum ömmu
Bínu samúð mína og bið góðan
Guð að sefa söknuðinn.
Megi elskuleg amma mín hvíla í
friði, hafi hún hjartans þðkk fyrir
allt og allt.
Kagnheiður Karlsdóttir
í dag kl. 2, laugardaginn 17. okt.
1981, fer fram frá Grundarfjarð-
arkirkju útför Jakobínu Jónsdótt-
ur sem lést á Landspitalanum eft-
ir fárra daga dvöl, 87 ára gömul.
Jakobína var fædd í Ytritröð í
Eyrarsveit, en hún átti heima í
sömu sveit alla sina ævi.
Eiginmaður hennar var Páll
Þorleifsson frá Bjarnarhöfn vest-
ur þar. Þeim varð tveggja dætra
auðið. Þau settust til búskapar á
Hjarðarbóli í Eyrarsveit. Eftir um
fjörutíu ára búskap brugðu þau
búi og fluttu í Grafarnes við
Grundarfjörð til dóttur sinnar,
Kristínar og tengdasonar, Einars
Skarphéðinssonar og dvöldu þar í
ástríkri umönnun ungu hjónanna
til æviloka. Páll mun hafa látist
1964.
Það var mikil gleðistund, þegar
að fundum okkar Jakobínu bar
saman fyrir rúmu ári síðan hjá
vinahjónum hennar um áratugi.
Þar átti hún athvarf þegar leið lá
til höfuðborgarinnar. Við rifjuð-
um upp gamlar minningar frá
liðnum tima, úr sælu sveitalífsins,
og annað sem því var samofið.
Þetta var mikil upplifun fyrir
hana, sem ljómaði af gleði og
okkur báðum til ánægju. Þessi
aldna kona sagðist vera sæl og
þakklát með sín elliár, hún væri
vafin ástúð og umönnun dætra
sinna, tengdasonar og barna-
barna.
Eftir að þessari ánægjulegu
heimsókn lauk hjá þessum elsku-
legu hjónum, mun samverustund-
in hafa yljað henni við arinn,
minningana í gleði og þökk. Um
leið og ég ber fram mínar þakkir
til hinna látnu heiðurskonu, mun
ég greina nánar frá okkar góðu
kynnum.
Það var ekki mikið að gerast í
sveitinni í kringum Grundarfjörð
í Eyrarsveit og út með Snæfells-
nesi vorið 1927, en þá átti ég
heima á Hellissandi. Mér er þó
tvennt minnisstætt sem barn, af-
koma þjóðarinnar sem var orðin
fjárhagslega sjúk vegna kreppuár-
anna. Ennfremur það, að ég sem
ellefu ára gamall drengur, hefði
þá um vorið ráðið mig sem snún-
ingadreng í sveit hjá þeim
heiðurshjónum Jakobínu Jóns-
dóttur og Páli Þorleifssyni, Hjarð-
arbóli, Eyrarsveit. Um þessar
mundir var tvíbýli á Hjarðarbóli.
Þar bjuggu einnig sæmdarhjónin
Sigriður Einarsdóttir og Skarp-
héðinn Sigurðsson.
Jörðin var ekki mikil að vöxtum
þó land væri nóg, en bændurnir
reyndu með góðu samkomulagi að
rækta og slétta tún og grundir eft-
ir sem kostur var, með handaflinu
einu saman, tæknin var á frum-
stigi á þeim tíma. Löngum stund-
aði Skarphéðinn sjó með búskapn-
um. Hann var mikill þrek- og
dugnaðarmaður að öllu sem hann
gekk að. Páll sá um búskap þeirra
beggja á vetrum. Hann var í eðli
sínu mikill búmaður og skepnu-
vinur.
Á Hjarðarbóli var ævinlega
mikil gestakoma á sumrum, sem
oft skipti tugum um helgar. Hús-
freyjurnar voru þekktar fyrir
mikið og gott meðlæti svo orð fór
af, enda lögðu þær Jakobína og
Sigríður mikla vinnu í bakstur,
vegna mikillar gestakomu. Það
mátti enginn framhjá fara án þess
að þiggja góðgerðir. Unga fólkið
þar í sveit fór í útreiðarferðir á
sunnudögum, og jafnan farið í
kringum Eyrarfjall og þá var gott
að koma við á Hjarðarbóli, sem lá
í þjóðbraut.
Eg mun hafa dvalið hjá Jakob-
ínu og Páli um fjögur sumur, sem
mér voru kær, enda þegar kom vor
í dal, leitaði hugurinn í sveitina.
Það var gott hjá góðu fólki að
vera.
Þá heillaði mig umhverfið í
kringum bæinn. Þar fannst mér
vítt til veggja og hátt til lofts.
Fjallafegurð með ljósbrot sólar í
bláma þeirra. Víðsýnið var mikið
út til sjávar og inn til dala og fal-
leg gróin tún með breytílegu
landslagi.
Þá liðast lækurinn framhjá
bænum í litríkri náttúru. Ég átti
samleið með kvikfénaði og sumar-
fuglum. Þeir sungu mikið um dýrð
sumar síns og fegurð ásamt þakk-
argjörð.
Allt var þetta samofið mannlíf-