Morgunblaðið - 17.10.1981, Síða 33

Morgunblaðið - 17.10.1981, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1981 33 fclk í fréttum Kissinger áritnr bók sína í Frankfurt-borg á hausti 1979. Kissinger efnast á bókaskrifum + Henry Kissinger vakti á sér athygli í heimi bókmenntanna, þegar hann lét þau orð falla að æviþáttur hans yrði að vera í a.m.k. tveimur bindum, því eitt bindi væri allt of lítið undir hans miklu sögu. Kissinger fékk þrjár milljónir dollara, eða um 22 milljónir íslenskar (nýjar krón- ur, sko) fyrir fyrra bindið, „White House Years“, sem seld- ist vel, þrátt fyrir mikla fyrir- ferð (1.521 bls. og rúm tvö kg að þyngd) og hátt verð (um 200 krónur árið 1979). Nú hefur Kissinger látið það út ganga, að hann geti ekki takmarkað sig við tvö bindi, og ætlar að skrifa þrjú. — Annað bindið mun enda á afsögn Nixons, segir Chris Vick, einkaritari Kissingers sem fylgdi honum úr opinberum stjórnmálum 1976. Harry Evans, ritstjóri Sunday Times í Lund- únum, mun veita hjálp við samn- ingu verksins, en annað bindið er fyrirhugað á markað næsta vor og það þriðja eftir tvö ár eða svo... + Dauði Sadats forseta kom sem reiðarslag yfir egypsku þjóðina og var hann innilega syrgður um allt land meðal al- mennings. Það munu ekki rétt- ar fregnir, sem heyrst hafa í íslenskum fjölmiðli, að Banda- ríkjamenn hafi furðað sig á fá- læti almennings í Egyptalandi vegna dauða Sadats. Stað- reyndin er sú að egypska þjóð- in var harmi slegin er hún frétti lát forseta síns, Anwars Sadats og fregnir um annað, eru ekki komnar frá viður- kenndum fréttastofum erlend- um. Myndin sem hér fylgir var tekin í fæðingarbæ Sadats, „Mit Abul Kom“, þar sem eng- inn gat leynt tilfinningum sín- um og konur fóru á stræti út og grétu sárt... Sumar- og vortískan 1982 Þeir tískufrömuðir í París kynna jafnan framleiðslu sína með góðum fyrir- vara. Nú sýna þeir sumar- og vortískuna 1982. Með þessum myndum fylgdu þau orð, að stúlkurnar klæddust góðum ferðaföt- um tískufrömuðarins Torrente, sem ættu ábyggilega eftir að slá í gegn. Brídge Arnór Ragnarsson Bridgefélag kvenna Eftir fyrsta kvöldið af átta í Barómetertvímenningi Bridgefé- lags kvenna er þetta staðan: Steinunn Snorrad. Stig — Þorgerður Þórarinsd. 103 Júliana Isebarn — Margrét Margeirsd. 102 Alda Hansen — Nanna Ágústsd. 84 Sigrún Pétursd. — Árnína Guðlaugsd. 66 Inga Bernberg — Gunnþórunn Erlingsd. 52 Véný Viðarsdóttir — Þóra Ólafsdóttir 50 Nína Hjaltadóttir — Una Thorarensen 42 Svava Ásgeirsdóttir — Kristín Karlsdóttir 33 Bridgedeild Skagfirðinga- félagsins Bridgedeild Skagfirðingafélags- ins hefur vetrarstarf með' því að spila tvímenning næstkomandi þriðjudag klukkan 19.30, í Drangey, Síðumúla 35. Gamlir og nýir spilarar velkomnir. Tafl- og Bridgeklúbburinn Fimmtudaginn 15. október var spiluð þriðja umferðin í tvímenningskeppninni hjá TBK. Staða efstu para í báðum riðlum er þessi: Stig Gísli H. Hafliðason — Sigurður Þorsteinsson 549 Sigtryggur Sigurðsson — Sverrir Kristinsson 542 Kópavogur 1. borð sv. Bjarna Péturssonar 6 2. bord sv. Rúnars Magnússonar 10 3. bord sv. Jóns Andréssonar 12 4. borð sv. Gríms Thorarensen 9 5. borð sv. Sigurðar Gunnlaugss. 3 6. borð sv. Sverris l»órissonar 14 Þórarinn Sigþórsson — Guðmundur P. Arnarson 541 Sigurður Ásmundsson — Óskar Friðþjófsson 538 Kristján Jónasson — Guðjón Jóhannsson . 537 Sigfús Örn Árnason — Jón Páll Sigurjónsson 519 Hannes Hauksson — Haukur Leósson 502 Fimmtudaginn 22. október verður keppninni haldið áfram. Spilað er í Domus Medica kl. 19.30. Spilarar, mætið stundvís- lega. Bridgefélag Selfoss Hraðsveitakeppni Bridgefé- lags Selfoss lauk fimmtudaginn 8. okt. Sveit Sigfúsar Þórðarson- ar sigraði. Hún hlaut 103 stig. Auk Sigfúsar spiluðu í sveitinni. Kristmann Guðmundsson, Gunnlaugur Sveinsson og Kristján Jónsson. Önnur úrslit urðu sem hér segir: stig 1. sv. Halldórs Magnússonar 87 3. sv. Gunnars Þórðarsonar 73 4. sv. Leifs ósterby 64 5. sv. Erlings Þorsteinssonar 53 6. sv. Jóns B. Stefánssonar 32 7. sv. Gunnars Skúlasonar 6 Fimmtudaginn 15. okt. hefst Höskuldarmótið í tvimenning. mótið er kcnnt við Höskuld Sig- urgeirsson, sem spilaði með Bridgefélagi Selfoss í áraraðir. Spilaðar verða fimm umferðir á jafn mörgum fimmtudögum. Þátttökutilkynningar skulu hafa borist til stjórnar félagsins fyrir fimmtudaginn 15. okt. Einnig vill stjórn ítreka, að bridgefélagar tilkynni sig sem fyrst í stórmót félagsins, sem haldið verður 17. október í mat- sal Hótel Selfoss. Föstudaginn 9. október var háð keppni við Bridgefélag Kópavogs á 6 borðum, úrslit urðu sem hér segir: Selfoss 1. borð sv. Sigfúsar Þórðarsonar 14 2. borðsv. Halldórs Magnússonar 10 3. borð sv. Gunnars Þórðarsonar 8 4. borð sv. Leifs 0sterby 11 5. borð sv. Eygló L. Gránz 17 6. borð sv. Kristjáns M. Gunnarss. 6 Meistarafélag húsasmiða og Bjarkirnar halda félagsvist og dans aö Síðumúla 35 í kvöld, 17. okt. kl. 21.00. Takiö meö ykkir gesti. Skemmtinefndirnar Frá umboði Brunabótafélags íslands í Garöabæ Frá og meö 15. okt. veröur umboösskrifstofan í Garöabæ opin mánudaga—föstudaga kl. 10—16. Lokað í hádegi. Umboðsmaður. Bifreiðareigendur Opið í dag frá kl. 10 til 12 og frá kl. 13 til 15. Sérhönnuð sætaáklæði á allar teg. bíla. Sendum í póstkröfu. 25 litir. Sumir kaupa köttinn í sekknum en aðrir versla við okkur. Valshamar hf„ Linnetstíg 1, sími 51511, Hafnarfiröi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.