Morgunblaðið - 17.10.1981, Síða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1981
Yfirburðasigur UMFN gegn IS
NJARÐVÍKINGAR unnu naesta auðveldan sigur á Stúdentum í úrvalsdeild-
inni í Njarðvíkum í gærkvöldi. Lokatölur leiksins urðu 101 stig gegn 78, eftir
að staðan hafði verið 51 gegn 27 í hálfleik.
í hálfleik virtist það aðeins formsatriði fyrir Njarðvíkinga að Ijúka leikn-
um, slíkir voru yfirburðir þeirra. Meðan hvert skot Njarðvíkinga af öðru
rataði í körfuna skoruðu stúdentar aðeins eitt stig á 14 mínútna kafla.
Stúdentar komu þó ákveðnari til seinni hálfleiksins, unnu hann með einu
stigi, en þá ber þess að geta, að Njarðvíkingar virtust slaka á í seinni hálfleik
og leika nokkuð frjálst.
UMFN
—ÍS
101:78
Sá virðist munurinn á leik
Njarðvíkinga nú og í fyrra, að
samspilið virðist meira í fyrirrúmi
að þessu sinni. Hver og einn tekur
meiri þátt í leiknum og reynt er að
spila hvern leikmanninn af öðrum
upp, eins og það er kallað, en í
fyrra virtust liðsmenn svo til ein-
göngu treysta á Danny Shouse og
hugsað var fyrst og fremst um að
spila hann upp.
Þrátt fyrir þetta er Shouse
drjúgur og skoraði hann 35 stig í
gærkvöldi. Hann átti auk þess
margar sendingar sem gáfu síðan
afsér körfur, einkum lék hann
Árna Lárusson oft skemmtilega
upp.
Hjá Stúdentum munaði mestu
um góðan sprett Gísla Gíslasonar
í seinni hálfleik, en hann og Árni
Guðmundsson voru burðarásarnir
KR sigraði eftir
framlengdan leik
• íslandsmótið í körfuknattleik
kvenna 1. deild er hafið af fullum
krafti og hafa þrír leikir farið fram.
Lið KR sigraði IIMFN 80—31,
IIMFL sigraði lið UMFN með mikl-
um yfirburðum 90—21 og í fyrra-
kvöld sigraði lið KR svo ÍS 48—45
eftir framlengdan leik scm var mjög
spennandi. Stigahæst í liði KR varð
Linda Jónsdóttir með 31 stig, Cora
Barker skoraði 6 stig en aðrar
minna. Stigahæstar í liði ÍS voru þær
Guðríður Olafsdóttir með 17 stig,
Þórunn Rafnar með 10 stig og
Kolbrún Leifsdóttir með 8 stig.
Fimm lið taka þátt í fyrstu deildar
keppni kvenna í vetur, lið KR, ÍS,
IIMFN, UMFL og ÍR.
— ÞR.
í liðinu í gærkvöldi. Bjarni Gunn-
ar skoraði oft eins og venjulega,
en trúlega geiguðu skotin hans þó
oftar. Bjarni hlýtur að vera orðinn
nógu gamall í hettunni til að lær-
ast, að ekki tjóir að vera alltaf að
fetta fingur út í störf dómara, sem
að þessu sinni voru Gunnar Guð-
mundsson og Sigurður Valgeirs-
Þegar á heildina er litið var
leikurinn oft á tíðum skemmtileg-
ur þótt klaufaleg tilbrigði sæust
inn á milli, en þá verður að hafa í
huga að körfuknattleiksvertíðin er
rétt að fara af stað og á liðunum
vafalaust eftir að fara fram þegar
líður á veturinn.
Stigin:
UMFN:
Danny Shouse 35
Jónas Jóhannesson 16
Árni Lárusson 13
Gunnar Þorvarðarson 12
Valur Ingimundarson 11
Brynjar Sigmundsson 8
Júlíus Valgeirsson 4
Ingimar Jónsson 2
ÍS:
Dennis McGuire 21
Víkingar mæta Valsmönnum
- margir handboltaleikir um helgina
FJÓKIR leikir eru á dagskrá í 1.
deild IslandsmóLsins í handknatt-
leik um helgina og ber þar hæst leik
erkifjendanna Vals og Víkings ann-
að kvöld klukkan 20.00. Bæði liðin
Liverpool
í Tokyo
ENSKA knattspyrnufélagið Liver
pool, sem er Evrópumeistari í
knattspyrnu, mun mæta Suður
Ameríkumeisturunum í Tokýó 13.
desember næst komandi. Kkki er
Ijóst hvaða lið verður mótherji Liv-
erpool, þar sem Suður Ameríku-
keppnin, ('opa Libertadores, er enn
ekki lokið. Toyota-fyrirtækið sem
stendur fyrir keppninni í Tokýó,
gerði það einnig í fyrra og þótti til-
tækið takast hið besta.
sigruðu í fyrstu umferðinni þannig
að búast má við miklum baráttuleik.
A morgun leika einnig KR og HK í
Laugardalshöllinni og hefst leikur
inn klukkan 14.00.
Hinir leikirnir tveir eru hins
vegar báðir á dagskrá í dag. í
Hafnarfirði mætast FH og KA og
hefst leikurinn klukkan 14.00. A
sama tíma hefst í Laugardalshöll-
inni viðureign Þróttar og Fram.
Konurnar verða einnig á fleygi-
ferð um helgina. FH og ÍR mætast
í Hafnarfirði í dag klukkan 15.30
og á sama tíma í Laugar-
dalshöllinni glíma Þróttur og
Fram. Á morgun eru tveir leikir
aðrir á dagskrá, báðir í Höllinni.
Klukkan 15.30 mætast KR og ÍA,
en klukkan 21.30 lið Vals og Vík-
ings. Einn leikur fer einnig fram í
2. deild karla, Týr og Haukar
mætast í Vestmannaeyjum og
hefst leikurinn klukkan 13.30.
Niki Lauda keppir aftur
Austurriski kappaksturskappinn
Niki Lauda hefur ákveðið að
hefja keppni á nýjan leik i
„Formula 1“ kappakstrinum.
Lauda. fyrrum heimsmeistari,
lenti í slæmu óhappi fyrir rúmum
tveimur árum og slapp naumlega
lifs, en ber þess aldrei bætur lík-
amlega. Hann dró sig þá i hlé, en
er nú orðinn þreyttur á tilbreyt-
ingarleysinu. Lauda hefur enn
ekki ákveðið hvernig bifreið
hann ætlar að aka að þessu sinni.
Þess má einnig geta i þessu sam-
bandi, að Alan Jones, heimsmeist-
ari með meiru, hefur ákveðið að
draga sig i hlé eftir yfirstandandi
keppnistímabil.
Fjórir unglingalands-
leikir gegn Hollandi
ÍSLAND leikur 4 unglingalandsleiki
gegn Ifollandi í næstu viku og hefst
sá fyrsti klukkan 20.00 á mánu-
dagskvöldið og verður þá leikið í
íþróttahúsinu í Hafnarfirði. A þriðju-
daginn verður leikið í Borgarnesi, á
miðvikudaginn í Keflavík og á
fimmtudaginn í Laugardalshöllinni.
Allir leikirnir hefjast klukkan 20.00.
Kinar Bollason landsliðsþjálfari hef-
ur valið lið sitt en það skipa eftir
taldir leikmenn. Fyrri talan í svigun-
um þar sem þær eru tvær á annað
borð, er U-landsleikjafjöldi. Síðari
talan A-landsleikjafjöldi.
Valur Ingimundarson UMFN (13-8)
Hjörtur Oddsson IR
Pálmar Sigurðsson Haukar (12)
Hálfdán Markússon Haukar (8)
Kári Eiríksson Haukar
Birgir Mikaelsson KR
Páll Kolbeinsson KR
Benedikt Ingþórsson ÍR (2)
Ragnar Torfason ÍR
Viðar Vignisson ÍBK (12)
Axel Nikulásson ÍBK ÍBK (7-1)
Leifur Gústafsson Val (7)
Tómas Holton Val
Viðar Þorkelsson Fram (8-2)
Fyrirliði er Valur Ingimundar-
son, en varafyrirliði Hjörtur
Oddsson. Nokkrir þessara pilta
eiga við meiðsl að stríða t.d. Valur,
Pálmar, Ragnar, Viðar Vignisson,
Viðar Þorkelsson og Leifur. Einar
Bollason þjálfari gæti því lent í
vandræðum með liðsskipan sína.
Holland er í hópi fremstu lands-
liða Evrópu í þessum aldursflokki
og því fá íslensku strákarnir að
Spreyta sig gegn sterkum mót-
herjum. ísiand hefur leikið 63 leiki
í þessum aldursflokki, unnið 19, en
tapað 44. Fyrsti leikurinn fór fram
árið 1963. —gg.
Bjarni Gunnar
Gísli Gíslason
Árni Guðmundsson
Ingi Stefánsson
Gunnar Thors
Jóhann Gunnarsson
Breióablik tapaði
í Vestmannaeyjum
TVEIR leikir fóru fram í íslands-
mótinu í handknattleik í 2. deild í
gærkvöldi. í Vestmannaeyjum
sigraði lið Þórs lið Breiðabliks ör
ugglega 19—12. Staðan í hálfleik var
9—6 fyrir I»ór. Leikur liðanna var
frekar slakur af beggja hálfu. Fram-
an af leiknum var jafnræði með lið-
unum en er líða tók á leikinn náði
Þór yfirhöndinni og sigur þeirra var
aldrei í hættu.
Sigmar Þröstur, markvörður,
var besti maður Þórs, varði 14
skot í leiknum. Hjá Breiðabliki
skar sig enginn úr hvað getu
snertir og virðist liðið vera slakt
um þessar mundir.
Markahæstir í liði Þórs urðu,
Hallvarður Sigurðsson með 7
mörk, Andrés Bridde með 4 og
Herbert Þorleifsson með 3.
Markahæstir í liði UBK urðu
Kristján Gunnarsson með 4 mörk
og Björn Jónsson með 3.
HKJ/Þr.
Jens varði 20 skot
er IR sigraði UMFA
LIÐ ÍR vann öruggan sigur á liði
Aftureldingar í íþróttahúsinu í Mos-
fellssveit í gærkvöldi, 19—13, er lið-
in mættust í 2. deild. Maðurinn á
bak við sigur ÍR-inga var markvörð-
ur liðsins Jens Einarsson, sem var
besti maður vallarins og varði eins
og berserkur. Jens varði alls tuttugu
skot í leiknum og sum þeirra glæsi-
lega.
Framan af leiknum var lið Aft-
ureldingar öllu sprækara og lék
betur en IR. Staðan í hálfleik var
9—7 fyrir Aftureldingu. En í í síð-
ari hálfleik snerist dæmið alveg
við. IR-ingar réðu lofum og lögum
á vellinum og sigruðu örugglega.
Besti maður liðsins var Jens eins
og áður sagði en þeir Sigurður
Svavarsson og Guðmundur Þórð-
arson áttu báðir ágætan leik. í liði
Aftureldingar var Steinar Tóm-
asson bestur.
Markahæstir í liði ÍR urðu Guð-
mundur Þórðarson og Sigurður
Svavarsson með 5 mörk hvor, og
Björn Björnsson með 3 mörk. Hjá
Aftureldingu skoruðu Guðjón
Magnússon og Steinar Tómasson 4
mörk hvor og Sigurjón Eiríksson 3
mörk.
— ÞR.
Öskjuhlíðarhlaup
ÖSKJUHLÍÐARHLAUP ÍR verður
háð í dag og hefst klukkan 15 í ná-
grenni Fossvogskapellu eins og und-
anfarin ár, en hlaupið fer nú fram
fjórða árið í röð. Aðstaða verður
fyrir þátttakendur til að skipta um
klæðnað og laugast að hlaupi loknu í
Öskjuhlíðarskólanum.
Öskjuhlíðarhlaupið er fyrsta
hlaupið í keðju víðavangshlaupa
sem fram fer á Reykjavíkursvæð-
inu og út um land í vor og vetur.
Veitt verða stig fyrir frammistöð-
una í hlaupunum, öllum þátttak-
endum, og telst sá sigurvegari sem
verður með bezt meðaltal úr 10
hlaupum, en alls verða hlaupin í
keðjunni um 15 talsins.
Tveir leikir í
úrvalsdeild-
inni um helgina
Kðrluknattlelkur
TVEIR leikir fara fram í úrvalsdeild-
inni í körfuknattleik um helgina,
einn í dag og annar á morgun. Báðir
leikirnir fara fram í Hagaskólanum.
KR og Valur leiða saman hesta
sína í dag klukkan 14.00. Gæti það
orðið hörkuviðureign og forvitni-
leg fyrir þær sakir, að John Hud-
son leikur nú með KR á nýjan leik,
en hann kom til landsins í gær-
morgun.
Annað kvöld klukkan 20.00
mætast síðan Fram og ÍR. Gæti
það einnig orðið athyglisverð við-
ureign. Fram hefur unnið einn
leik og tapað einum. ÍR hefur hins
vegar tapað báðum leikjum sínum
og þarf að gera eitthvað í málun-
um.
Einn leikur fer fram í 1. deild á
morgun, Haukar og UMFS mæt-
ast í Hafnarfirði klukkan 14.00. Þá
fer einn leikur fram í 1. deild
kvenna, einnig á morgun. KR og
ÍR leiða saman hrossin í Haga-
skólanum og hefst leikurinn
klukkan 14.00.
Einn leikur er og á dagskrá í 2.
deild. Fer hann fram í Hafnarfirði
í dag klukkan 15.30. Mætast þá
FH og Léttir. Gefst mönnum kost-
ur á því að sjá snillinga eins og
Geir Hallsteinsson, Einar Bolla-
son og Þóri Jónsson leika listir
sínar.
Þróttur varö
Reykjavíkur-
meistari
ÞROTTUR varð Rcykjavíkurmeist-
ari í hlaki fyrr í vikunni, er liðið
sigraði ÍS 3—1. í kvennaflokki sigr
aði lið ÍS, en stúdínurnar lögðu
Þrótt að velli í úrslitaleik. Lokatölur
3—1.