Morgunblaðið - 17.10.1981, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1981
39
*
Islenskir meistarar
í f jórum löndum
- íslenskir knattspyrnumenn
framarlega í evrópskri knattspyrnu
SJALDAN eða aldrei hafa
eins margir íslenzkir knatt-
spyrnumenn verið eins fram-
arlega í evrópskri knatt-
spyrnu og um þessar mundir.
Tveir íslenzkir knattspyrnu-
menn leika með meistaralið-
um í Evrópu og tveir leik-
menn verða líkiega meistarar
á næstunni.
í Þýzkalandi leikur Ásgeir Sig-
urvinsson með Bayern Miinchen,
meisturum V-Þýzkalands, og því
liði sem flestir spá meistaratign í
vetur. í Belgíu leikur Pétur Pét-
ursson með meistaraliðinu And-
erlecht og liðið er líklegt til afreka
á þessu keppnistímabili. Einn
harðasti keppinauturinn er lið
Lokeren, en með því leikur Arnór
Guðjohnsen.
í Frakklandi berjast þeir Teitur
Þórðarson og Karl Þórðarson, iið
Teits virðist ekki líklegt til afreka,
en Laval gæti haldið áfram að
koma á óvart. Þar í landi gætu
íslendingar þó eignast leikmann
með meistaraliði, en Lárus Guð-
mundsson íhugar nú hvort hann
eigi að halda til æfinga með
Bordeaux með samning fyrir aug-
um, hann myndi þó ekki leika með
þessu efsta liði frönsku knatt-
spyrnunnar á þessu keppnistíma-
bili.
Ef við lítum okkur nær þá lék
Teitur Þórðarson fyrri hluta
sumars með Öster í Svíþjóð og var
liiðinu, sem fyrir löngu er orðinn
sænskur meistari, mikill styrkur.
í Noregi hefur Kristinn Björnsson
leikið með Válerengen í sumar og
þó hann hafi ekki unnið sér fast
sæti í liðinu þá kom hann mjög oft
inn á sem varamaður.
Fleiri knáa kappa mætti telja
upp, sem gera það gott með sterk-
um atvinnumannaliðum erlendis.
Menn eins og Janus Guðlaugs-
son, Atla Eðvaldsson, Hörð Hilm-
arsson og marga fleiri. Þó það sé
sárt fyrir íslenzka knattspyrnu-
unnendur hversu sjaldan þessir
kappar leika hérlendis, þá er það
eigi að síður ljóst að þessir menn
bera hróður íslands víða um lönd.
-áij.
Evrópuleikirnir hitta
illa á ferð lands-
liðsins til Tékkóslóvakíu
EINS og fram kom hér á sfðunni í
gær, hafa íslensku handknattleiks-
liðin sem keppa í Evrópumótunum
frétt af mótherjum sínum. Fyrri leik-
irnir eiga að fara fram 9.—15. nóv-
ember og munu þeir flestir fara
Keflavík
sigraði
KEFLAVÍK háði í scptembermánuði
trimmkeppni við vinabæi sína á
Norðurlöndunum. Úrslit í keppninni
urðu þessi:
fram síðasta daginn. Sama er að
segja um síðari viðureignirnar, þær
eiga að fara fram frá 15.—22. nóv-
ember.
9. nóvember má hins vegar bú-
ast við því, að íslenska hand-
knattleikslandsliðið verði á heim-
leið frá umfagnsmikilli keppni,
„turneringu" sem fram fer í
Tékkóslóvakíu. Gæti þetta átt eft-
ir að valda bæði landsliðinu og
viðkomandi félögum erfiðleikum,
því erfitt verður fyrir íslensku lið-
in að sjá af leikmönnum sínum svo
skömmu fyrir Evrópuleiki, ein-
mitt á þeim tíma sem undirbún-
ingur félagslíðanna undir Evrópu-
leikina á eftir að standa sem hæst.
Vonandi fæst viðunandi lausn í
þessu máli. 88-
Pétur Pétursson — farinn að skora Teitur Þórðarson — meistari með Ásgeir Sigurvinsson — leikur með
fyrir meistarana Anderlecht Öster meisturum Bayern Miinchen
Við bjóðum 10 gerðir af gullfallegum Gerðu þérferð til að líta á þa,
skápum í stíl Loðvíks fjórtánda á þú munt njóta þess
mjög hagstœðu verði. þvíþeir eru fullkomlega þess virði.
SPARIMARKADURINN
KJÖRGARDI (KJALLARA!
af íbúafjölda
1. sæti Keflavík 764 þáttt. 11,5%
2. sæti Trollháttan 2575 þáttt. 5,3%
3. sæti Kerava 478 þáttt. 2,1%
4. sæti Hjörring 153 þáttt. 0,4%
Kristiansand dró sig til baka úr
kcppninni í þetta skipti, vegna veð-
urs. Veður var ekki gott þennan dag,
þó einna bcst í Keflavík. Næsta
trimmkcppni veður sennilega 12.
scpt. næsta ár.
Opið golfmót
í Grafarholti
KYLFINGAR í sigursveit GR frá síð-
asta fslandsmóti hyggja á þátttöku í
KAS-sveitakeppninni, sem væntan-
lega verður haldin á Spáni, í vetur.
Til að fjármagna ferðina að ein-
hverju leyti cfna þeir til opins golf-
móts í Grafarholti í dag, laugardag,
ef veður leyfir. Slíkt mót var haldið
um síðustu helgi og mættu þá um 50
kylfingar til leiks.
Síöumúla 4 sími 31900.
Síðumúla 30 sími 86822.
Greiðslukjör í samráði
við kaupanda.
DALI
Einnig fáanlegt meö tveggja sæta sófa.
ÁKLÆÐI0G LEÐUR í FJÖLBREYTTU ÚRVALI