Morgunblaðið - 04.12.1981, Síða 10

Morgunblaðið - 04.12.1981, Síða 10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1981 10 að haustið sé og hvað með það? Er víst rautt - Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Kristján Jóhann Jónsson: HAUSTIÐ ER RAUTT Útg. Mál og Menning 1981. Því má velta fyrir sér, af hverju höfundurinn taídi sig þurfa að senda frá sér þessa bók — látum vera þótt hann skrifaði hana fyrir sig. Kannski er gott fyrir unga höfunda að byrja með því að skrifa dálítið vonda bók, þá verður að minnsta kosti enginn til að hafa uppi óhóflegar kröfur við þá næstu. Raunar á Kristján heldur létt með að skrifa, honum vefst ekki tunga um tönn í skrifum sín- um, hins vegar er mér fyrirmunað að sjá, um hvað hann er að skrifa. Það liggur ljóst fyrir að þorpið Miðgarður (Egilsstaðir?) er að þenjast út — það virðist vera af hinu illa, þá verður mannlífið ekki eins gott og fagurt og áður, af hverju sem það stafar, hér er ekk- ert gert til að skýra það fyrir les- andanum. Hvað skyldi þetta dramatíska augnablik í bókarlok þýða, þegar skurðgröfuskrímslið ræðst á húsið, þar sem hugsjóna- veran Margrét situr í mótmæla- skyni með þörn sín? Og svona mætti fleira telja. Kaflarnir virkuðu flestir eins og nettar smásögubyrjanir, mér datt í hug snemma í þókinni að þar myndi koma að höfundur fléttaði örlög allra þessara persóna saman á einhvern áhrifamikinn hátt til að fá botn í þetta. En svo varð ekki. Lesendabréfum stungið inn á milli, hvaða sögu eiga þau að segja okkur, hugsanir höfundar, á stundum og stundum ekki. Mér fannst þau bera í sér tilgerð, höf- undur að sýna einhver stílbrögð, en hver? Persónusköpun er ekki fyrir að fara í bókinni, að því leyti get ég fallist á það sem segir á kápusíðu að skáldsagan sé nýstárleg. Fólkið úr sveitunum í kring, Álfur bóndi, maðurinn sem er vondur við kon- una sína o.s.frv., ég fæ ekki séð erindi þeirra inn í „söguna" frekar en svo ótal margt annað sem Kristján Jóhann telur þörf að bera fram. Eg skal viðurkenna, að ég verð að taka undir með ýmsum fleirum, sem hafa lesið þessa bók, ég skil ekki til hvers og á hvaða Kristján Jóhann Jónsson forsendum hún er látin ganga út á þrykk fyrir alþjóð. Þótt það sé ljóst að Kristján er lipur penni, dugar það ekki ef hugsanir og framsetning eru svo samhengis- lausar, að það er engan botn í þetta að fá. Skin og skúrir Bókmenntir Jenna Jensdóttir Þórir S. Guðbergsson: Kátir krakkar. Káputeikning og myndir: Búi Kristjánsson. Bókaútgáfan Salt hf. 1981. Kátu krakkarnir í bókinni hans Þóris eru þrjú systkini. Árni er þeirra elstur, tíu ára. Óli er sjö ára og litla systirin Inga er tæp- lega fjögra ára. Þau eru glöð og gáskafull og rýnin á útlit full- orðna fólksins. Siðfræði virðist ekki sterkasti þátturinn í uppeldi foreldranna — sem annars eru ágætir félagar barna sinna. Fagran haustdag, nokkru eftir að skóiinn er byrjaður, fara þau öll í heimsókn til vinafólks í Borgarfirði. Haustfegurð náttúr- unnar hefur mikil áhrif á móður- ina, sem lýsir skemmtilega um- hverfinu fyrir börnunum. Þetta er mikil reynsluferð fyrir Ingu, sem fyrst er hrædd við hundinn á bænum — og síðan litla kettlinginn sem glennir upp ginið er Inga tekur hann í fangið. Hún fær ávítur hjá bróður sínum Óla fyrir meðferðina á litlu kisu. Inga hverfur út úr bænum og þegar hennar er saknað, finnst hún ekki. Brátt taka allir þátt í leitinni — hrópa og kalla. En bóndinn veit að hróp og köll eru til einskis — þau kafna aðeins í ár- og fossanið, sem er yfirgnæfandi þegar skammt kemur frá bænum. Börnin vissu áður en þau fóru að heiman úr borginni að litlir kettlingar voru fæddir á bænum. Árni hlakkaði hvað mest til að sjá þá og eignast einn þeirra ef hægt yrði. Bls. 29: „Systkinunum kom nú saman um að biðja hjónin á bæn- um að selja sér einn kettlinganna. Árni vildi eiga mest í honum, þar sem hann væri elstur og mundi hugsa mest um hann ...“ Hin Ijúfu gestrisnu hjón á bæn- um gefa systkinunum einn kettl- inginn. Bls. 30: „... Þið megið eiga þetta litla sæta grey, ef þið passið hana Þórir S. Guðbergsson vel. Þetta er læða og hefur hún bæði heila og tilfinningar, svo hún skilur meira en þið haldið," segir bóndakonan Gunna. Gleði systkinanna yfir litla kettlingnum Beilu er mikil. Nafnið var Kristján bóndi búinn að gefa henni áður. Það er mikið að gera þegar heim kemur. Bella eignast forláta rúm, sem Árni smíðar og við hana er leikið á allan hátt. Frásögnin af samskiptum kisu litlu og barnanna er hlý og skemmtileg og yfir henni er léttur blær. Dag nokkurn eltir Bella Árna í skólann. Hann skilur hana eftir utan dyra, en hefur þó af því áhyggjur stórar að litla kisa rati ekki heim.-En bæði kennarinn og presturinn trúa á ratvísi kisu. Og lesanda finnst því að þeir eigi nokkra sök á því að Bella týnist. Eg mun ekki rekja söguþráðinn lengra. Læt ungum forvitnum les- endum eftir að kynna sér þann reynslutíma, sem systkinin lifa meðan Bella er týnd. En í lokin segi ég hreinskilnis- lega að öll uppnefnin í sögunni á fullorðnu, velviljuðu fólki verkuðu illa á mig. Það er síður en svo fyndni að uppnefna fólk þótt eitthvað sé að útliti þess. Myndir eru teiknaðar af Búa Kristjánssyni. I þeim er viss já- kvæð hlýja. Bókin er vönduð frá útgáfunnar hendi. Það er óefað leyfilegt að geta þess hér að í ritdómi um bók höf- undar Táningar og togstreita féll út lína, þar sem ágætar myndir Rúnu Gísladóttur voru nefndar. „Af úðanum risu regnbogar“ Bókmenntir Jenna Jensdóttir Theodóra Thoroddsen. ÞULUR Myndirnar eftir Guðmund Thor steinsson og Sigurð Thoroddsen. Mál og menning 1981. Fyrir löngu liðnum öldum lék ég mér um höfin blá, lærði hljóm úr streng að slá. Þar sem sól í sævartjöldum sefur um langar nætur. Á mararbotni situr sveinn og grætur. Það er gaman að sjá Þulur Theodóru Thoroddsen aftur á prenti — í nýjum búningi. Þær komu fyrst út árið 1916 og voru þá myndskreyttar af systur- syni hennar, hinum kunna lista- manni Guðmundi Thorsteinsson eða Mugg. Smásögur hennar: Eins oggeng- ur, komu út 1920. Auk þess að skilja eftir sig margvíslegt efni á sviði ritstarfa var Theodóra fjölhæf listakona. Ritsafn hennar kom út 1960 í um- sjá Sigurðar Nordals prófessors. Sú var tíðin að flest börn á ís- landi kunnu Þulur Theodóru utan að. Börn og fullorðnir skemmtu sér við að syngja þær eða lesa á hljóðum vetrarkvöldum. Dulúðugt efni þeirra hríslaðist um unga hugi. Undraveröld opnaðist vitund þeirra fyrir mátt orðanna. Frábærar myndir Muggs juku á ímyndunaraflið, sem fékk byr undir báða vængi: Sólrún, (iullbrá, (■ewlalín l»akklu í lundinn fríÓM, fákurinn brúni bídur þín, ba*ói skulum við ríða fram (il hlíða, fram til l-ambahlíða. Við skulum lugnja í lautunum, á lousontjinn hlýða, lína blóm í brekkunum og berin út á móunum. Kn líttu ekki undir lyngið „þar launbirnir skríða“. Við skulum ganga í gilið, þó gatan né mjó, upp að stóra steininum, sem stendur undir fossinum ... Börn sem lærðu slíkan skáldskap áttu sér litríkara tungutak í daginn og dýpri skiln- ing til allra átta í vegferð sína. Þótt nú sé „öldin önnur" og börn rauli fremur enska slagara, en gamlar þulur, er vert að muna að hér er á ferðinni brot úr bók- menntaarfi okkar. Snilldarlegar myndir Muggs og Sigurðar eru líka vænlegar til þess að auðvelda skilning og vekja rækt til þessarar gömlu greinar skáld- skapar. Ef hugur fylgir máli, að kynna hana nýrri kynslóð þannig að til þroska og gleði megi verða. Bökunaráhöld í úrvali Laugav 6. Slml 14550 SUMARBLÓM í PARADIS tSUMARBLÓM PARADÍS Ný skáldsaga eftir Snjólaugu Bragadóttur frá Skáldalæk. Saga er fjallar um ástir og örlög ungrar Reykjavíkurstúlku sem fer til starfa í sumarparadís sem komið hefur verið upp í Breiðafjarðareyju. Saga um ástir og togstreytu ungs fólks, líf þess og störf. ÖRN&ÖRLYCUR stðunuau sirni 84866 i Sjálfstæðisflokksins DREGIÐ ANNAÐ KVOLD Afgreiöslan í Sjálfstæðishúsinu, Háaleitisbraut 1, er opin í dag til kl. 23.00. Sími 82900. -----------------------------GREIDSLA SÓTT HEIM EF ÓSKAÐ ER. “

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.