Morgunblaðið - 04.12.1981, Side 18

Morgunblaðið - 04.12.1981, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1981 Síðasti dagur menn- ingarvöku fatlaðra: Barnaskemmtun í Félagsheimili Seltjarnarness Menningarvöku fatlaAra, „Líf og list“, lýkur í dag með barnaskemmtun í Félags- heimili Seltjarnarness. Skemmtunin hefst kl. 2 og stendur til kl. 5, en henni stýrir Bryndís Schram. Dagskrá skemmtunarinnar er þessi: Hljómsveitin Árblik leik- ur, Tóti trúður kemur í heimsókn og loks verður brúðuleikhússýn- ing undir stjórn Hallveigar Thorlacius og Helgu Steffensen, en sýningin fjallar um fötluð börn. Meðan á barnaskemmtuninni stendur verður Sigríður Björns- dóttir með leiðbeiningar um mál- un og verður aðstaða fyrir börnin til að spreyta sig á þeim vett- vangi. Menningarvökunni lýkur með hófi að Hótel Loftleiðum. Hefst það kl. 9 um kvöldið og verða þar flutt skemmtiatriði og hljómsveit leikur fyrir dansi. Allir eru velkomnir í lokahófið. „Held ég hafi byrj- að á mánudegi“ - segir Guðjón Guðmundsson hjá RARIK sem átti 40 ára starfsafmæli 1. des. l>Ai) ERU ekki margir sem vinna svo lengi hjá sama fyrirUeki að þeir haldi upp á 40 ára starfsafmæli hjá því, en slfkt afmæli átti Guðjón Guðmundsson, rekstrarstjóri hjá Kafmagnsveitum ríkisins, núna I. desember 1981. Ilann hóf sem sagt störf þar 1. des. 1941. „I>að var á mánudegi ef ég man rétt,“ sagði Guðjón. I>að var haldið upp á starfsafmælið í gær en þá var Guðjón nýkominn að norðan þar sem hann hafði verið að semja við heimamenn um Blönduvirkj- un. Ollu starfsfólki RARIKs var boðið í veglegt kaffiboð í kaffistofu Rafmagnsveitunnar í Egils Vil- hjálmssonar-húsinu við Hlemm. Þar var mætt fjölmenni þegar tíðindamenn Mbl. rákust þar inn síðdegis í gær. Veisluborð var þak- ið gómsætum tertum og kökum og salötum. Þegar menn höfðu komið sér fyrir með kúfaða diskana stóð Kristján Jónsson, forstjóri RAR- IKs upp og hélt smá tölu, þakkaði Guðjóni vel unnin störf í þágu Rafmagnsveitunnar og afhenti honum svo forláta armbandsúr að gjöf. Guðjón þakkaði fyrir sig og á eftir honum talaði Jakob Gíslason, eitt sinn forstjóri Rafmagnseftir- litsins, sá sem réð Guðjón Guð- mundsson á sínum tíma til starfa. RARIK-kórinn söng síðan nokkur lög. Blm. Morgunblaðsins hitti Guð- jón að máli og spurði hann um upphaf ferils hans hjá Rafmagns- veitunni. „Ég byrjaði hjá Rafmagnseftir- liti ríkisins. Hann Jakob Gíslason bað mig að koma þar til starfa, en upp úr því að ég byrjaði þar fór eftirlitið að sinna rafveitumálum fyrir hönd ríkisins á nokkrum stöðum á landinu og tók ég fljót- lega til starfa við þá þætti raf- magnseftirlitsins. 1946 voru sam- þykkt raforkulög og Rafmagns- veita ríkisins var stofnuð. Þar var ég framan af rekstrarstjóri, síðan skrifstofustjóri, og svo aftur nú seinustu tvö árin rekstrarstjóri." Það hafa orðið miklar breyt- ingar í rafmagnsmálum lands- manna síðan 1941. „Já, þetta er geysilega áhugavert tímabil í raforkumálum og mikið hefur gerst á þessum tíma. Þegar ég hóf störf við þetta voru ekki til hér á landi stórar vatnsaflsvirkj- anir. Það voru ekki nema tvær, Ell- iðaárveitan og 1. virkjun í Soginu, og þær voru ekkert líkar því sem nú er. Það er þrennt sem hefur gerst á þessu tímabili, sem ég álít veigamest. Það er i fyrsta lagi þeg- ar ríkið ákvað að rafvæða dreifbýl- ið í landinu. Það gerðist á 10 til 15 árum að 90 prósent af sveitabýlum í landinu rafvæddust. I öðru lagi þegar ríkið ákvað að leggja flutn- ingslínu milli allra þéttbýlis- kjarna, annars vegar fyrir vestan og hins vegar austan og á sama tíma byggja þar raforkuver. Það var á árunum ’57 til ’59. í þriðja lagi má segja að uppbygging byggðalína sem ná frá Hvalfirði ISéð yfir Hornvík. (Jörundur og Kálfatindur handan víkurinnar). I.josm Jón Hcrmannsson, ísafirói. Ljósmyndir af Hornströndum JÓN HERMANNSSON opnar ljósmyndasýningu í bókasafninu á ísafirði laugardaginn 5. desember. Sýningin nefnist „Myndir frá Hornströndum" og sýnir Jón 50 stækk- aðar ljósmyndir, sem hann tók tvö síðasliðin sumur. Þetta er önnur einkaljósmyndasýning Jóns. Féll tæpa 6 metra BÓNDINN á Háfshjáleigu í Þykkva- bæ féll á mánudagskvöldið fram af þaki kartöflugeymslu, sem er í bygg- ingu, en verið var að klæða þak geymslunnar. Fallið var tæpir sex metrar. Maðurinn var fluttur í Borg- arspítalann í Reykjavík og er mjaðmargrindarbrotinn. Gripnir með reiðtygi í GÆRMORGUN var lögreglu gert aðvart um ferðir tveggja manna, sem þóttu grunsamlegir. Lögreglu- menn Rannsóknarlögreglu ríkisins stöðvuðu mennina og kom þá í Ijós, að í farangri þeirra var mikið magn reiðtygja; 7 beizli, hnakkur, hnakk- gjarðir, stangarmél og fleira, og að auki talsvert magn verkfæra. í Ijós kom, að þeir höfðu stolið reiðtygjunum úr hesthúsum í Kópa- vogi. Hugmyndir um sameigin- legt prófkjör á Akureyri Akureyri, 2. desember. HUGMYNDIR eru uppi um það meðal væntanlegra frambjóðenda við bæjarstjórnarkosningar á Akur- eyri næsta vor, að efna tii sameigin- legs opins prófkjörs, sem flestra eða allra framboðsaðila. Þá er ekki að- eins átt við núverandi stjórnmála- flokka, heldur einnig aðra sem hug hafa á framboði lista, svo sem að- standendur hugsanlegs kvennalista. Ef af þessu verður fer prófkjör fram á sama stað og sama tíma hjá öllum aðilum, en eftir sem áð- ur getur hver aðili um sig haft sín sérákvæði og reglur um gildi prófkjörsins og endanlegt val manna og röðun þeirra á lista. Þessi aðferð mun hafa verið reynd í Kópavogi fyrir nokkrum árum og verður framkvæmd á Akranesi og ef til vill víðar nú í vetur til undir- búnings framboðs til sveitar- stjórnarkosninga í maí. Málið hefur verið rætt nokkuð á Akureyri að undanförnu. Undir- tektir Sjálfstæðisflokks og Al- þýðuflokks eru mjög jákvæðar. Framsóknarmenn hafa lýst yfir vilja sínum gegn ákveðnum skil- yrðum um framkvæmdaatriði en skoðanir eru nokkuð skiptar hjá kvennalistamönnum og Alþýðu- bandalagi. Gert er ráð fyrir að málið skýrist um næstu helgi og þá verði endanlega ákveðið hver háttur verður á hafður um próf- kjör og hve víðtæk samvinna um framkvæmd þess muni verða. Sv.P. Píanóleikur á veit- ingahúsinu Arnarhóli GUÐMUNDUR Ingólfsson leikur létt lög á píanó fyrir gesti veitingahússins Arn- arhóls í „koníakssal" húss- ins á föstudags- og laugar- dagskvöldum. Á sunnudags kvöldið leikur Reynir Sig urðsson á Marimba fyri matargesti. Húsið opnar kl 18.00. norður um iand og austur, alla leið til Hornafjarðar, sé mjög stórt skref í raforkusögu landsins." En ert þú ekki orðinn þreyttur á starfinu eftir öll þessi ár og hefur þú aldrei hugsað út í að hætta og fá þér annan starfa? „Nei, meðan heilsan endist þreytist maður ekki mikið. Auk þess eru alltaf að koma upp áhuga- verð verkefni sem gaman er að vinna við. Það geta vitanlega kom- ið annasamar stundir, þegar síma- línur slitna og rafmagnið fer af á stórum svæðum vegna veðurs. Þá verður að bregðast fljótt við því enginn má missa rafmagnið stund- inni lengur í dag. Annars höfum við geysilega harðskeytt lið út um allt land sem kippir málunum í lag eins fljótt og unnt er. Það hefur aldrei flökrað alvarlega að mér að skipta um starf." Óg hvernig hefur þér þótt að vinna hér í gegnum tíðina? „Hér hefur mér þótt ágætt að starfa og ég hef haft ágætustu stjórnendur í gegnum tíðina. Sumt af þeim afbragðs menn sem ég hef kynnst í þessari hringiðu orkumál- anna í gegnum þessi ár.“ Þú ert nýkominn að norðan þar sem þú talaðir við heimamenn um Blönduvirkjun. Hvernig líst þér á þá virkjun og heimamönnum? „Blanda er talin mjög góður kostur ef farið er eftir þeim tillög- um sem bent er á. Það er ágrein- ingur með mönnum ennþá en ég held ab hann sé að minnka og ég er viss um að ef heimamenn fallast ekki á þessa virkjun, þá eigi þeir eftir að sjá eftir því síðar." Fundur um mannréttindi í Rómönsku Ameríku LAUGARDAGINN 5. desember kl. 15 verður haldinn í Kélags- stofnun stúdenta kynningarfund- ur um mannréttindabaráttu í Rómönsku Ameríku. Verða tveir fulltrúar frá mannréttindanefnd El Salvador á fundinum, þeir Pat- ricio Fuentes og Björn Tunback. Þeir munu kynna í máli og mynd- um ástand mannréttindamála í El Salvador. Umræður verða að lokn- um framsöguerindum. Guðjón Guðmundsson tekur hér við armbandsúrinu sem RARIK veitti honum fyrir vel unnin störf í þágu Rafmagnsveitna ríkisins. Til hægri er Kristján Jónsson, forstjóri RARIKs.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.