Morgunblaðið - 04.12.1981, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1981
25
legt er aö forystumenn Sovétríkj-
anna fagni því að geta horft róleg-
ir á meðan bandamenn Bandaríkj-
anna reyna að veikja hernaðar-
mátt þeirra."
Þessi skoðun hins ísl. sagnfræð-
ings, sem birtist í Þjóðviljanum í
sumar, dregur upp mjög glögga
mynd af því hvað raunverulega er
að gerast með starfsemi friðar-
hreyfinganna, og ég hef í rauninni
engu við þessa grein, eða lýsingu
að bæta.
Viðblasandi
staðreyndir
Það er þess vegna engin tilvilj-
un að sterkasti bandamaður frið-
arhreyfinganna eru Sovétríkin,
það er alveg ljóst af fréttum og
blaðaskrifum austantjalds, að
Sovétríkin telja baráttu friðar-
hreyfinganna mjög til framdrátt-
ar sinni utanríkisstefnu. Marg-
vísleg tengsl friðarhreyfinganna
við Sovétríkin, eru og smám sam-
an að koma í ljós, ég skal nefna
nokkur atriði í því sambandi.
• í fyrsta lagi má nefna hand-
töku hins danska rithöfundar, sem
hér var gerð að umtalsefni, og
sterkar líkur á því að hann hafi
verið milligöngumaður við að
flytja fjármagn frá Sovétríkjun-
um til dönsku friðarhreyfingar-
innar. Hvað sem líður aðgerðum
þessa ólánsama manns, þá er það
ljóst, að danska ríkisstjórnin taldi
sig áður hafa fengið sannanir
fyrir því að Sovétríkin fjármögn-
uðu dönsku friðarhreyfinguna. Sú
sönnun fékkst þegar danska ríkis-
stjórnin vísaði sovéskum sendi-
ráðsstarfsmanni úr landi fyrir
nokkrum vikum. Annar sendi-
ráðsritari Sovéska sendiráðsins
Ladimir Merkulov, varð uppvís að
því að vera KGB-maður, það er
starfsmaður sovésku leyniþjón-
ustunnar, og fyrir að hafa borið fé
á ýmis samtök vinstri manna sem
tengjast dönsku friðarhreyfing-
unni. Og honum var þar með vísað
úr landi.
• í öðru lagi, má benda á að
miklar umræður fara nú fram í
Noregi þessa dagana um hugsan-
lega fjármögnun Rússa á norsku
friðarhreyfingunni.
• í þriðja lagi má benda á, að
fyrir nokkrum vikum, flúði fyrr-
verandi majór í leyniþjónustunni
KGB, maður að nafni Stanislof
Leftjenko, og fékk hæli sem póli-
tískur flóttamaður í Bandaríkjun-
um. Hann hefur skýrt frá því
opinberlega, að KGB láti mikla
fjármuni renna til friðarhreyfinga
víðsvegar í Evrópu og vinni að
öðru leyti skipulega að áróðri í
Vestur-Evrópu til að örva almenn-
ing til mótmæla gegn hinum
væntanlegu meðaldrægu eldflaug-
um, sem Atlantshafsbandalagið
hyggst setja upp.
Þetta eru nokkur dæmi um þau
tengsl sem smám saman eru að
koma í ljós, milli leyniþjónustunn-
ar KGB og friðarhreyfinganna, og
vafalaust á sitthvað fleira eftir að
koma í ljós í þessum dúr.
Ekki efa ég það eitt augnablik,
að fjölmargt af því fólki, sem hef-
ur tekið þátt í starfi friðarhreyf-
inganna, er einlægt í sinni baráttu
fyrir friði, og telur sig á engan
hátt vera að ganga erinda Sovét-
ríkjanna. Chamberlain trúði því
heldur ekki í Múnchen að hann
væri í raun að ganga erinda Hitl-
ers Þýskalands, þegar hann taldi
sig vera að vinna fyrir friði, og var
vel fagnað af friðarhreyfingum
sem voru sterkar í Bretlandi á
þeim tíma. Áhugi Sovétríkjanna á
friðarhreyfingunum, hvatning
þeirra og afskipti þeirra, tala hins
vegar sínu máli, og aldrei hafa
Sovétríkin hert vígbúnaðarkapp-
hlaupið jafn mikið og einmitt nú,
og því miður verður að segjast
eins og er, að eins og friðarhreyf-
ingarnar eru nú reknar, má frekar
kalla þær feigðarhreyfingar en
friðar.
En hvaða lærdóm er unnt að
draga af strandi sovéska kafbáts-
ins í Svíþjóð. Sovétmenn hafa
sjálfir kallað Eystrasaltið haf
friðarins, þeir hafa hins vegar nú
rofið þann frið, og raunverulega
verið undanfarin ár að rjúfa það
friðarjafnvægi sem ríkt hefur á
Norðurlöndum bæði í Eystrasalti
og á Norðurlöndunum sjálfum, og
þá ekki síst með hinum geysimikla
vígbúnaði á Kólaskaganum, sem
landfræðilega tilheyrir Norður-
löndum, eins og glöggt má sjá, er
litið er á landakort. Með siglingu
sovéska kafbátsins, hafa Sovétrík-
in brotið alþjóða lög og alþjóða
samninga. Réttarreglur um land-
helgi byggjast reyndar á gamalli
hefð, en nú er þær að finna í ein-
um þeirra fjögurra alþjóða samn-
inga um hafið, sem gerðir voru á
fyrstu hafréttarráðstefnu Sam:
einuðu þjóðanna í Genf 1958. í
þeim samningi eru skýr ákvæði
um ferðir erlendra skipa í land-
helgi annarra, þar segir m.a. að
kafbátum sé aðeins heimiluð för
um landhelgi strandríkis ofan
sjávar, enda gefi þeir til kynna
hverrar þjóðar þeir eru. Brot Sov-
étríkjanna er enn alvarlegra, þeg-
ar haft er í huga, að Svíþjóð er
hlutlaust ríki, svæðið sem kafbát-
urinn var á var sérstakt bann-
svæði, og kafbáturinn var búinn
kjarnorkuvopnum samkv. upplýs-
ingum sænsku ríkisstjórnarinnar.
Þetta atvik sýnir hversu fráleitar
hugmyndir manna um einhliða yf-
irlýsingu Norðurlanda um kjarn-
orkuvopnalaust svæði. Slíkt þyrfti
að vera liður í heildarsamningum
um Evrópu, ekki aðeins á Norður-
löndum heldur í Evrópu allri, hinu
geta menn svo velt fyrir sér, hvort
slíkur samningur við Sovétríkin
yrði meira virði í þeirra augum,
eða betur virtur en alþjóðasamn-
ingurinn frá því í Genf 1958.
Stefna Alþýðu-
bandalagsins
í umræðum hér sl. þriðjudag, þá
var hæstv. þingmaður Guðrún
Helgadóttir talsmaður Alþýðu-
bandalagsins, hún lýsti því stefnu-
marki flokksins að Island gengi úr
NATO, vísaði bandarískum her-
stöðvum af landi brott og lýsti yfir
hlutleysi þjóðarinnar um alla
framtíð. Svíar eru ekki í NATO,
þeir hafa ekki erlendar herstöðvar
á sínu landi, en hins vegar öflugar
varnir sjálfir, og þeir hafa lýst yf-
ir hlutleysi. Samt var sovéskur
kafbátur búin kjarnorkuvopnum
kominn þar á land, skyldi nú ekki
eitthvað svipað geta gerst hér, ef
þessi stefna Alþýðubandalagsins
um hlutleysi og varnarleysi næði
hér fra að ganga. Hvað myndum
við t.d. gera ef sovéskur kafbátur
búinn kjarnorkuvopnum sigldi hér
inn á land í Faxaflóa. Já, hvað
gætum við gert, varnarlausir og
hlutlausir? Jú, við getum kallað til
Sigurjóns lögreglustjóra og Gunn-
ars í Landhelgisgæslunni til þess
að fá þá til þess að stugga þessum
óvinum burt, og halda menn, að
það myndi bera einhvern árangur.
Því verður hver að svara sér sjálf-
ur. Nei, sannleikurinn er sá, að
allir vita að friður í Evrópu komst
fyrst á eftir stofnun Atlantshafs-
bandalagsins, þá bundust þjóðir
Vestur-Evrópu og Norður-Amer-
íku samtökum til varnar gegn
ásælni Sovétríkjanna, og þessi
samtök hafa verið okkur besta
vörn gegn ófriði og varðveitt frið í
þessum heimshluta í 32 ár. Hitt
viðurkenna allir, og hafa áhyggjur
af, að hinn gengdarlausi víg-
búnaður er mikið áhyggjuefnu, og
allar þjóðir hljóta þess vegna að
stuðla að afvopnun. Það verður
hins vegar að gerast með gagn-
kvæmum samningum, slökunar-
og afvopnunarstefna er mjög
vandmeðfarin, slík afvopnun verð-
ur að vera til að tryggja frið, en
ekki auka líkur á ófriði, sem getur
auðveldlega gerst ef jafnvægis-
leysi beinlínis freistar annan aðil-
ann til að trúa því, að hægt sé að
ná póiitískum markmiðum með
hervaldi.
Femiieiy
100% bómull
Náttfót
Jkr. 268.
Langerma
kr. 248.
Stutterma
kr. 240.
London dömudeild, sími 14260
HVS6A6NA
BÍLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVÍK
HÖLLIN
SÍMAR: 91 -81199-81410
er langstærsta húsgagnaverzlun landsins meö 70—80 sófasett á gólf-
inu, 30—40 gerðir af rúmum, tugi veggskápa, hægindastóla og boröa
og hundruð stóla.
Ide-merkið
tryggir þér meiri
gæði og lægra verð
en áður
hefur þekkst
Líttu inn Það II lÓSfiAONi^BÖLLIN
borgar sig Bll