Morgunblaðið - 18.12.1981, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 18.12.1981, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1981 7 Megumvið bjóðaþér MINNSTA Quartzúr í heimi - eða STERKASTA Quartzúr sem sögur fara af? STERKASTA Fyrsta flokks Quartz- gangverk og kassinn er gerður úr hertu blástóli og safírgleri. Þúrispar ekki þetta úr fyirhaínar laustl Ósvikin lífstíðareign. Verð kr. 3.500.- MINNSTA Einstaklega lítið og fallegt kvenmannsúr. 18 k. gull og órispanlegt saíírgler yíir skífu. Toppurinn í dag! Verð frá kr. 10.500 Og auðvitað eigum við íjölda annarra gullíallegra oggóðra Delma-úra írdSviss. Úr og Skartgripir JÓN ogÓSKAR LAUGAVEGI 70 -SÍMI 24910 KVEN- KULDASKÓR Dúnmjúkir og hlýir kuldaskór. Stærðir: 36-41 Litir: Grár, m.blár, dk.brúnir. Verð kr. 588.- Lestur forystu- greina, vinnu- brögð og kostnaður Ríkisútvarpið hefur um langan aldur látið stytta forystugreinar dagbláða og lesa þessa eigin „styttingu" yfir landslýð. Þessi „stytting“ er mjög misjafnlega unnin, að ekki sé sterkara að orði kveðið. Stundum glutrast kjarnaatriði niður og aukaatriði verða að þungamiðju. Menntamálaráðherra upplýsti nýverið á Alþingi að þessi „stytting“ væri unn- in í aukavinnu á stofnuninni og kostaði mán- aðarlega um 13.000 nýkrónur, eða sem svar- ar góðu mánaðarkaupi eins manns. Þófti sumum þingmönnum það kostnaðarsöm vinnutilhögun, enda mætti vinna þetta verk í dagvinnu — og lesa „styttinguna" daginn eftir birtingu í blaði, eins og raunar er gert með forystugreinar úr Morgunblaðinu. Hvad kostar „stytting“ forystugreina? Vilmundur Gylfason (A) bar fram tvær fyrirspurnir til menntamálaráðherra: Hvað borga skattgreiðend- ur háar fjárhæðir fyrir þá styttingu forystugreina, . sem fram fer í Ríkisútvarp- inu? Hversvegna eru blöð- in ekki sjálf látin sjá um það verk? Ingvar Gíslason, menntamálaráðherra, svar aði efnislega á þá leið, að kostnaðurinn næmi tæpum þrettán þúsund krónum mánaðarlega, á verðlagi í október 1981. „Þetta er óneitanlega mikill kostnað- ur,“ sagði ráðherra, „og virðist vera eins og þarna þurfi að vera einn maður í fullu starfi.“ — „Astæðan fyrir því að þetta verður svona dýrt, er að eftir vinnukaupið er að sjálf- sögðu miklu hærra en dag- vinnukaup og þess vegna kemur þessi háa tala út fremur en ella væri“! I>á vita skattgreiðendur það. I*að kom fram í máli sumra þingmanna að Kík- isútvarpið ætti að ákveða tímamörk fyrir lestur hverrar forystugreinar en ritstjórar að stytta leiðara sína þann veg, að pössuðu inn í þann ramma er út- varpsráð setti þeim!! Ritstjórar munu hinsveg- ar fiestir þeirrar skoðunar, að leiðarar séu skrifaðir til birtingar í viðkomandi blöðum — fyrir lesendur viðkomandi blaða, en ekki sérstaklega til upplestrar í útvarpinu. Kíkisútvarpið sé ekki í neinum færum að setja blöðunum reglur um lengd leiðara, skilafrest eða annað, sem heyrir til ákvörðunarrétti á heima- vettvangi. Kf Ríkisútvarpið sér hinsvegar ásta>ðu til að nota þetta eða annað efni upp úr dagblöðum, beri því að haga vinnubrögðum með þeim hætti, að efnis- atriði komizt nokkurn veg- inn sómasamlega til skila. I*að hefur hinsvegar brugð- izt oftar en góðu hófi gegn- ir, enda vinnuaðstaða „styttara" e.t.v. ekki sem bezt. „Stytting fari fram í dagvinnu“ Pétur Sigurðsson (S) benti á þá staðreynd, að forystugreinar Mbl. væru nú lesnar í „styttingu" út- varps daginn eftir birtingu í blaðinu. Þetta væri gert vegna þess að ritstjórar Mbl. hefðu ekki viljað sæta tímamörkum utanað- komandi, hvenær dags for ystugreinar blaðsins væru skrifaðar, þ.e. skilafresti frá viðkomandi ríkisstofn- un! Forystugreinar fjölluðu oftlega um atburði líðandi stundar, svo erfitt væri að tímasetja fyrirfram hvenær dags skrifaðar væru, enda ákvörðun viðkomandi rit- stjóra en ekki ríkisútvarps. Kf þessi háttur væri tek- inn upp gagnvart öllum blöðum mætti vinna „stytt- ingu“ í dagvinnu. sem gæfi mun betri tíma til að vinna verkið sómasamlega — og með minni kostnaði fyrir skattgreiðendur, sem borga brúsann. Hér væri því hægt að koma við hag- ræðingu, ef vilji stæði til. Lestur forystugreina í ríkisútvarpi kann að vera þjónusta við hlustendur þess. Hann er og kappsmál blaða, sem hafa takmark- aða útbreiðslu, til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri um annan fjöl- miðil. l*au vinnubrögð, sem nú eru viðhöfð hjá Kíkisútvarpinu hafa hins- vegar of oft gefið tilefni til réttmætra aðfinnslna, hugsanlega vegna vinnutil- högunar, þ.e. þröngs tíma viðkomenda í kostnaðar samri eftirvinnu. I*að er því meir en tímabært að huga að breytingu, sem bæði getur þýtt betri vinnubrögð og minni kostnað. Vivitar - Vivitar. Val atvinnuljósmyndarans jafnt sem áhugaljósmyndarans Mest seldu eilíföarflöss í heiminum Vivitar nr. 285 — 283 — 3500 — 3200 — 2500 — 225 — 215 — 115 og 45, ásamt öllum fylgihlutum Verö viö allra hæfi enda úrvaliö ótrúlegt FÓKUS Lækjargötu 6b sími 15555 VANTAR ÞIG VINNU VANTAR ÞIG FÓLK tP Þl' AIGLÝSIR L'M ALLT LAND ÞEGAR Þl Al'G- LYSIR í MORGLNBLAÐIN'l'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.