Morgunblaðið - 18.12.1981, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.12.1981, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1981 Stílfærðar minningar Bókmenntir Erlendur Jónsson Asbjörn Hildremyr: í HERTEKNU LANDI. Gudmundur Daníelsson sneri á íslensku. 212 bls. Setberg. Kvík, 1981. Efni þessarar bókar er í stuttu máli sem hér segir: Hundrað tonna norskur fiskibátur kemur til Seyðisfjarðar í október 1940. Með bátnum er norskt flóttafólk sem flúið hefur hernám Þjóðverja ! Noregi. Upphaflega var ferðinni heitið til Ameríku. En ýmissa orsaka vegna varð ísland hinn endanlegi staður. Eftir stuttan stans á Seyðisfirði var haldið til Akureyrar, síðar til Reykjavikur þar sem fólkið hafði samastað til stríðsloka. Söguþulur og aðalper- sóna er drengur á áttunda ári, það er að segja höfundur þessarar bókar. Þegar Asbjörn Hildremyr hvarf frá Islandi í stríðslok var hann kominn svo til vits og ára að hann má vel muna eftir sér hér. Upplýst er á kápusíðu að hann hafi þýtt fjölda íslenskra bóka á norsku, komi hingað oft og eigi hér vini og kunningja. Tengsl hans við Island hafa með öðrum orðum haldist. En hversu mikill Islendingur er hann? Hvarf hann héðan eins og gestur eða var Islandsdvölin þá runnin honum svo í merg og bein að hann sæi þetta land orðið með augum heimamanns? Víst hefur hann orðið hér fyrir einhverjum áhrifum. En eigi að síður — og þess vegna er bók þessi fróðleg meðal annars — hefur hann skyggnt aðstæður og umhverfi hér með gests auga og því glöggu. Is- land og Noregur eru ólík lönd þrátt fyrir skyldleika þjóðanna. Norskar bókmenntir eru að mörgu leyti ólíkar íslenskum. Og þessar minningar eru engin undantekn- ing frá því. ' Minningar? Á titilsiðu stendur: »Sönn saga norskrar fjölskyldu hernámsárin á íslandi 1940—45.« Ekki skal efast um sannleiksgildi þeirra orða svo langt sem þau ná. En fjörutíu ára gamlar minningar tæplega fimmtugs manns hljóta að bera nokkurn svip af fjarlægð- inni, einkum að tekur til smáatr- Asbjörn Hildremyr iða. Saga þessi ber líka sterkan keim af skáldsögu. Strax á fyrstu blaðsíðu nam ég t.d. staðar við þessa málsgrein: »Það sem eftir FALKINN Hljómplötudeild Fást í hljómplötuverzlunum um land allt. stóð var þungur dynur frá vélinni hinum megin við vegginn, titring- ur í skipsskrokknum frá skrúfu- öxlinum, sem djöflaðist hringi sína án afláts í þröngri grópinni undir lúkarsgólfinu.* Hvorki er þessi lýsing barnsleg né barnaleg heldur er þetta út- spekúleraður skáldskaparstíll þroskaðs rithöfundar. Asbjörn Hildremyr hefur bæði metnað og hæfileika til skáldskap- ar; stíll hans og frásagnarháttur hneigist allur í þá áttina. Hins vegar er lítið um þess konar fræði- mennsku í þessari bók sem oft ein- kennir íslenskar minningabækur þar sem viðleitnin beinist helst að því að halda sér dyggilega við efn- ið og setja það svo fram að aðrir leggi á það fullan trúnað. Stíllinn er hér verulegt atriði. I samræmi við aldur drengsins í sögunni er sagt hér frá ýmsum bernskubrekum; t.d. var sögumað- ur vart fyrr stiginn á land en hann lenti í áflogum og grútarkasti. Og var það ekki í fyrsta skipti sem hann reyndi krafta sína við ís- lenska stráka. Grunnt var líka á þjóðernismálunum eins og fyrri daginn hér á Fróni: »Þeir taka mig fyrir bara af því ég er norskur. þeir eru ekki einu sinni okkar megin heldur. Sumir þeirra eru áreiðanlega Þjóðverja megin.» Hér þarf sögumann alls ekki að misminna. Fram eftir stríðinu var eins konar tíska hjá strákum að látast vera hlynntir Þjóðverjum, herir sem flýðu sem fætur toguðu á ölium vígstöðvum — eins og þá var raunin um breska og franska herinn — voru ekki ákjósanleg fyrirmynd í hasar heldur þvert á móti. Hins vegar dáðist allur þorri Islendinga að baráttu Norðmanna og rann til rifja örlög þeirra. — Og loks rann upp langþráður frið- ardagur. En þá fyrst segir As- björn Hildremyr að styrjaldar- ástand hafi skapast í Reykjavík, slík voru fagnaðarlætin. Loks var stigið á skipsfjöl á ný og Island kvatt: »Það síðasta sem ég fékk í lófann áður en við lögðum frá bryggjunni var stór vel fóðraður marsipangrís.« Svo minnisstætt sem hernámið hlaut að vera Islendingum urðum við ekki mikið fyrri til en höfund- ur þessarar bókar að rifja það upp. Nú er það hins vegar talsvert í sviðsljósinu þannig að Hildre- myr er hér á réttum tíma með þessa bók. Ekki býst ég við að heimildar- gildi þessara endurminninga muni teljast mikið. En hressileg er bók- in og lýsir að mörgu leyti vel þeim andblæ sem hér ríkti á hernáms- árunum. Guðmundur Daníelsson hefur í þýðingunni fylgt eigin stíl og má segja að Hildremyr sé ekki í kot vísað að slíkur höfundur skuli færa verk hans í íslenskan búning. Lýst eftir vitni MIÐVIKUDAGINN 2. desember varð árekstur gegnt benzínstöð Skeljungs á Miklubraut kl. 18.39. Okumaður bifreiðar á leið í austur átt ók framhjá röð kyrrstæðra bif- reiða á vinstri akgrein Miklubraut- ar. Einni bifreiðinni í röðinni var skyndilega ekið í veg fyrir hann með þeim afleiðingum að bifreið- arnar skullu saman. Ökumaður bifreiðarinnar á hægri akgrein var fluttur á slysadeild en hann hlaut högg á andlitið. Vitni að þessum árekstri eru vinsamlega beðin að gefa sig fram við lögregl- una.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.