Morgunblaðið - 18.12.1981, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.12.1981, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1981 3 Mikil gagnrýni á lánsfjárfrumvarp: Skuldum og vandamál- um safnað til framtíðar greina eru og vitnisburður um þá vá, sem fyrir dyrum er, og þær kórvillur, sem efnahags- málastefna ríkisstjórnarinnar, eða stefnuleysi, einkennist af. I nefndaráliti stjórnarandstöðu segir: „Með afgreiðslu frumvarps- ins er því hvorki verið að marka stefnu, né taka ákvarðanir um, hvernig staðið skuli að málum, heldur einungis verið að reyna að fullnægja misskildum sjálfsmetn- aði.“ — „Frumvarp til iánsfjár- laga og sú áætlun, sem fylgir, ein- kennast af óraunsæi í innlendri fjáröflun, mikilli erlendri skulda- söfnun og mörgum óleystum vandamálum, sem eru einfaldlega skilin eftir vitandi vits af hálfu stjórnarsinna." Fjárskortur atvinnuvegasjóda — samdrátt- ur fjármunamyndunar í atvinnulífinu TALSMENN stjórnarandstöðu gagnrýndu harðlega stefnuleysi og frestun vandamála, sem þeir töldu koma fram í stjórnarfrumvarpi að lánsfjárlögum 1982 — á fundi efri deildar Alþingis sl. fimmtudag. Þeir sögðu frumvarpið einkennast af óraunsæi um innlenda fjáröflun, meiri hækkun erlendra skulda en dæmi eru um áður, skammsýnum bráðabirgðalausnum, frestun á lausn efnahagsvandamála og skerðingu atvinnuvegasjóða og sjóða húsnæð- iskerfisins. Arið 1976 nam nettólánsfjáröflun 55% fjárfestingar í orkuverum, hitaveitum og stóriðju, það er í hinum arðsamari framkvæmdaþáttum. Þetta hlutfall fór upp í 97,5% 1980 — og þótti varhugavert. Samkvæmt lánsfjáráætlun 1982 verða nettólán 152% af sömu framkvæmdum, sem þýðir ein- faldlega, að tekin eru lán til að standa undir eyðslu, sem velt er yfir á framtíðina. Helztu gagnrýnisatriði, sem fram komu hjá Lárusi Jónssyni (S), Eyjólfi Konráði Jónssyni (S) og Kjartani Jóhannssyni (A) vóru efnislega þessi: • 1) Grundvallarforsenda láns- fjárfrumvarpsins er að meðal- verðbreytingar milli áranna 1981 og 1982 verði aðeins 33%. Síðan frumvarpið var lagt fram hefur orðið 4,25% launahækkun umfram það sem reiknað var með. Seðlabanki íslands segir verðbólgustig nú 50%. Þjóð- hagsstofnun spáir 55% verð- bólgu á næsta ári. Verði verð- bólga umfram forsendur frum- varpsins þýðir það óhjákvæmi- lega niðurskurð framkvæmda eða meiri lántökur, eða sam- bland af þessu tvennu. • 2) Frumvarpið sýnir óraunsæi um innlenda fjáröflun. Gert er ráð fyrir að selja spariskírteini fyrir 150 m.kr., en sala þeirra í ár nam 43 m.kr. Gert er ráð fyrir að afla 460 m.kr. úr lífeyr- issjóðum til Framkvæmda- sjóðs, húsnæðismálasjóða, Stofnlánadeildar landbúnaðar og ríkissjóðs, en í ár var þessi fjáröflun (1/11 sl.) 227 m.kr. • 3) Þrátt fyrir það að orkufram- kvæmdir dragast saman milli 40 og 50% 1982, er gert ráð fyrir að auka erlenda fjáröflun um 176,7 m.kr., sem enn skal hækka, samkvæmt nýjum breytingartillögum stjórnar- liðsins. N • 4) Framkvæmdasjóð skorti í ár helming þess fjármagns, sem lánsfjáráætlun 1981 gerði ráð fyrir (63 af 123 m.kr.). Algjör óvissa er um fjármögnun hans 1982. Þetta hefur í för með sér fyrirsjáanlegan fjárskort at- vinnuvegasjóða og áframhald- andi samdrátt í fjármuna- myndun í atvinnulífinu. • 5) Sjóðum húsnæðiskerfisins er ætlað að fá frá lífeyrissjóða- kerfinu 297 m.kr. 1982, en þeir höfðu þaðan aðeins 110 m.kr. í ár, eða 1. nóvember sl. Skyldu- sparnaður er mjög ofáætlaður — miðað við reynslu í ár. Lausaskuld Byggingarsjóðs ríkisins við Seðlabanka verður auk þessa um 40 m.kr. um nk. áramót, en þetta er í fyrsta sinn í sögu húsnæðismálastjórnar, sem kemur til slíks yfirdráttar, er dregst frá ráðstöfunarfé á næsta ári. • 6) Ibúðum, byggðum á vegum einstaklinga, hlýtur að fækka 1982, fjórða árið í röð, vegna fjárskort Byggingarsjóðsins. • 7) Fjölmargir lausir endar eru i áætluninni um ýmsa opinbera fjármögnun, t.d. vegna Lands- virkjunar, Rafmagnsveitu Reykjavíkur, Járnblendiverk- smiðju, Skipaútgerðar ríkisins o.fl. • 8) Erlendar lántökur til að fjármagna rekstrartap ríkisfyr- irtækja og undirstöðuatvinnu- Senda flugvél eftir hljómplötum PIPER Uheyenne-skrúfuþota Arnar flugs fór í gærkvöldi til Luton í Eng- landi í frekar óvenjulegum erindum, en þangad fór vélin til að sækja 800 kíló eða hátt á fjórða þúsund hljóm- plötur fyrir Steina hf. Vélin er vænt- anleg til landsins eftir hádegi í dag og vonazt er til að hægt verði að dreifa umræddri plötusendingu í verzlanir um allt land um helgina. Steinar Berg ísleifsson, fram- kvæmdastjóri Steina hf., sagði í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi, að hér væri um að ræða plötuna Mini Pop sem byrjað hefði verið að selja hér á landi í sl. viku. Kvaðst hann hafa fengið 3000 ein- tök frá K-tel-fyrirtækinu og talið nægilegt í bili, en platan hefði bókstaflega verið rifin út og væri nú uppseld. Það er mjög óvenjulegt að plata seljist í þvílíku magni hérlendis á jafnskömmum tíma, að sögn Steinars, sérstaklega þegar þess ber að gæta, að lítið sem ekk- ert er búið að auglýsa hana. til Englands Steinar sagði að það væri mjög dýrt að senda flugvélina út eftir piötunni, en hann hefði orðið að gera það, þar sem hann treysti ekki fragtflugi Flugleiða nú fyrir jólin, reynslan af því væri því miður ekki góð á þessum árstíma. Þá sagði hann, að ljóst væri að plata Mini Pop myndi verða söluhæsta plata á íslandi þetta árið og kvaðst hann eiga von á 3000 plötum til viðbótar þeim hátt á fjórða þúsund, sem Arnarflug kæmi með. Tekinn með hass MAÐIIR var handtekinn við komuna til landsins á Keflavíkurflugvelli á miðvikudag með 150 grömm af hassi í fórum sínum. Málið er nú í rann- sókn, en þess má geta að söluverð- mæti þessa magns mun nema eitt- hvað um 30 þúsundum króna, eða sem nemur 3 milljónum gkróna, en gramm af hassi mun vera selt á um 200 krónur í Reykjavík. „MINI KALT BORÐ' Veizlumatur á vægu veröi — boröiö ekki heita matinn kaldan. Verð kr. 95.- Sérstaklega á lækkuðu verðt' bjóðum við hájfar braudsneidar, blandaö áleyy, 6—8 tey. á kr. 21.00. Sparið ykkur tíma og fyrirhöfn. Við sendum án endurgjalds. Okkar vegna pantið tímanlega. VIÐ ÓÐINSTORG Pantanasímar 25224 — 25640 — 25090 — 20490 Á laugardag 19. desember bjóðum við okkar vinsæla „Kabarett-bakka“. í forrétt graf-lax, m/sinnepssósu. Kjötréttir, kjúkl- ingur, hamborgarhryggur, lambalæri, dess- ert „Macca-Tryffle“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.