Morgunblaðið - 18.12.1981, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.12.1981, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1981 15 Mótmæli í Kaupmannahöfn: Sovézki fáninn brenndur við sendiráð Sovétríkjanna. Frjáls verkalýðsfélög gegn aðstoð við pólsku stjórnina Brussel, 17. dcsember. AP. ALÞJÓÐASAMBAND frjálsra verkalýðsfélaga (ICFTU) hefur hvatt til þess ad endir verði bundinn á aðstoð ríkisstjórna við Pólland. Sambandid skorar á 130 adildarfélög sín í 92 löndum að leggja fast að ríkisstjórnum sínum að binda endi á alla matvælaaðstoð við Pólland nema því aðeins að aðilar óháðir pólsku ríkisstjórninni, eins og kirkjan eða hjálp- arstofnanir, standi að dreifingunni. „Við ættum ekki að láta pólsk yfirvöld fá heiðurinn af því að leysa efnahagsvandann meðan menn úr verkalýðsfélögum eru í fangelsi," sagði Otto Kersten, að- alframkvæmdastjóri ICFTU. Hann sagði að sambandið vildi að allri fjárhagslegri og efnahags- legri aðstoð við Pólland yrði hætt. Talsmaður Samstöðu hafði áður tilkynnt ICFTU að matvæli, sem ríkisstjórnir Bandaríkjanna og Evrópuríkja hefðu sent á síðustu mánuðum, „hefðu ekki borizt þjóð- inni heldur hafnað í herbúðum". Hann sagði að afstaða vestrænna ríkisstjórna til þessa hefði ein- kennzt af hálfkáki. Nokkrir aðrir punktar tengdir ástandinu í Póllandi: Mótmæli allvíða í Bandaríkjunum New York, 17. des. AP. ÞÚSUNDIR Bandaríkjamanna af pólskum ættum tóku þátt í útifundum í stórborgum víðs vegar í Bandaríkjunum í gærkvöldi og létu í Ijós gífurlega reiði í garð Rússa, efndu til mótmæla við pólskar ræðismannsskrifstofur og sungu frelsisbæn til að lýsa yfir stuðningi við Samstöðu. Mótmælendur veifuðu rauðum og hvítum borðum og báru spjöld og hatta sem á stóð að þeir stæðu með Samstöðu. Á útifundunum var talað um mótþróa og sigur þrátt fyrir setningu neyðarástandslaga í Póllandi. Stokkhólmi: Samstöðu-nefndir í Vestur-Evrópu munu sameinast í evrópska Samstöðunefnd með bækistöð í Stokkhólmi, að sögn talsmanns frjálsu verkalýðsfélag- anna í Póllandi, Stefan Trzinskis. Félagar úr Samstöðu munu skipa stjórn nýju samtakanna í Genf í næstu viku. „Meginverkefni Evr- ópu-Samstöðu verður að hjálpa pólsku þjóðinni fyrir milligöngu ýmissa góðgerðastofnana og kirkj- unnar,“ sagði hann. Zúrich: Fulltrúar Samstöðu, sem eru strandaglópar á Vestur- löndum, halda fund á ótilgreind- um stað í Zurich á morgun, föstu- dag. Fulltrúarnir hafa verið í Frakklandi, Englandi, Vestur- Þýzkalandi, Svíþjóð, Sviss og fleiri löndum. Á fundinum á að skipu- leggja stuðning við Samstöðu í Póllandi. Þeir eru sammála um að biðja vestrænar góðgerðastofnan- ir að halda áfram hjálp við Pól- verja. Berlín: Pólverjum, sem biðja um hæli í Vestur-Berlín, hefur greini- lega fjölgað síðan herlög voru sett í landinu. í gær báðu 83 um hæli og 20 á mánudaginn. Um 312 báðu um hæli fyrri helming desember, 150 í nóvember. Alls munu 20.000 pólskir borgarar búsettir í Vest- ur-Berlín. Stokkhólmi: Ola Ullsten utan- ríkisráðherra tók á móti full- trúum samtaka pólskra flótta- manna ídag. Fulltrúarnir kváðust ánægðir með viðbrögð sænskra stjórnvalda við flóttamanna- strauminum frá Póllandi og yfir- lýsingar utanríkisráðherrans um ástandið í Póllandi. „Við vonum líka að sænska stjórnin beri fram jafnvel harðari mótmæli ef ástandið versnar," sagði talsmað- ur hópsins. París: Verkalýðssamtök sósíal- ista (CFDT) og hófsamra vinstri- sinna hafa hvatt til allsherjar- verkfalls á mánudag til að mót- mæla valdatöku hersins í Pól- landi. London: Stuðningsmenn Sam- stöðu ráðgera fjöldamótmæli við pólska sendiráðið. Vín: Útlægir félagar tékknesku mannréttindasamtakanna lýstu yfir stuðningi við stjórn Samstöðu í Gdansk. Washington: Casaroli kardináli, utanríkisráðherra Páfagarðs, hvatti til hófsemi í Póllandsmál- inu eftir fund með Ronald Reagan forseta í Hvíta húsinu. París: Pólski sendiherrann í París aflýsti viðtali, sem franska útvarpið átti að hafa við hann í morgun, án skýringa. Bonn: Samtök leikra kaþólikka hvöttu í dag til þess að Pólverjar fengju aftur mannréttindi og frelsi og handteknir Pólverjar yrðu látnir lausir. Jólasprell hjá Benn lAindon, 17. des. Al*. DEILURNAR í brezka Verka- mannaflokknum hafa harðnað við þá yfirlýsingu Tony Benn að hann sé varaleiðtogi flokksins þótt Den- is Healey væri kosinn í þá stöðu í september. Hann rökstyður þetta með því að níu af 11 þingmönnum Verkamannaflokksins sem hafa gengið í flokk sósíaldemókrata (SDP) síðustu þrjá mánuði séu Healey-sinnar. Healey sagði í dag að þetta væri „jólasprell" hjá Benn. ERLENT í Chicago bar mikið á spjöldum sem á stóð „Sovézku stigamenn, látið Pólland í friði" og sunginn var á pólsku og ensku frelsisbænin „Guð, þú sem vorri ættjörð skýldir áður“. Sovézki fáninn var brennd- ur. „Ég las í blaðinu að Lech Wal- esa væri með tárin í augunum og hann gréti," sagði Robert Walesa, frændi hans, í Chicago. „Ég vil láta Rússa og pólsku ríkisstjórn- ina vita að þetta voru gleðitár, því að ég veit að í framtíðinni mun hann ekki brotna niður. Og ég veit að þessi gleðitár munu aftur sam- eina pólsku þjóðina." Á fundinum í New York sagði Michael Mann, héraðsleiðtogi AFL-CIO að þessi fjölmennustu verkalýðssamtök Bandaríkjanna „mundu ekki halda að sér höndum og horfa upp á pólsku þjóðina brotna á bak aftur og svipta frelsi Osterling látinn Slokkhólmi, 14. de.sember. Al*. SÆNSKI rithöfundurinn Anders Osterling lést á sunnudag. Hann var 97 ára gamall. Osterling var ritari sænsku Nóbelsakademíunn- ar 1941-1964. „Starfshópur“ Ronald Reagan forseti undirrit- aði leynilega tilskipun eftir síð- ustu atburðina í Póllandi um að komið yrði á laggirnar „sérstökum starfshópi" til að fylgjast með at- burðunum og benda á valkosti að sögn talsmanns Hvíta hússins. Starfshópurinn tekur við af „neyðarástandsnefnd", sem Reag- an setti á laggirnar fyrr á þessu ári, og er undir forsæti George Bush varaforseta. Aðrir í nefnd- inni eru utanríkisráðherrann, landvarnaráðherrann, yfirmaður CIA, forseti herráðsins, ráðunaut- ur forsetans í þjóðaröryggismál- um og þrír helztu ráðunautar for- setans í Hvíta húsinu. Sendiherr- ann hjá SÞ, Jeanne Kirkpatrick, sat einnig fund nefndarinnar í gær. Fulltrúadeildin samþykkti í nótt 19,3 milljón dollara fjárveit- ingu til að koma á útflutningseft- irliti og það var sent Reagan for- seta til staðfestingar. Samkvæmt breytingu, sem öldungadeildin samþykkti á frumvarpinu, er rík- isstjórnin hvött til að banna alla verzlun við Pólland ef Rússar beita hervaldi. 74% Pólverja vildu berjast vid Rússa New York, 17. desember. AP. SAMKVÆMT skoðanakönnun, sem franskt skoðunarkönnunarfyrirtæki gerði í Póllandi 3. nóvember og 5. desember, sögðu 74% þeirra sem spurðir voru að þeir mundu fara út á göturnar og berjast ef Rússar gripu til hernaðarfhlutunar í landinu. Af þeim sem spurðir voru sögðu 63% að þeir teldu ekki að Rússar mundu grípa til íhlutunar, 36% sögðu að þeir teldu að Vesturveld- in mundu koma Póllandi til að- stoðar ef Rússar skærust í leikinn og 60% sögðust halda að pólski herinn mundu standa við hlið þeirra. Bandaríska sjónvarpsfyrirtækið ABC, sem skýrði frá skoðanakönn- uninni, hefur keypt birtingarrétt- inn af hinu franska fyrirtæki, „Public SA“, ásamt tímaritinu „Paris Match". Unnið var við könnunina í íbúð í Varsjá og niðurstöðunum smyglað til París- ar (ekki er sagt hvenær). Sextíu og þrír af hundraði þeirra sem spurðir voru kváðust aldrei mundu sætta sig við harða og nýja stjórnarstefnu, ekki einu sinni ef hún bindi endi á vöruskort og yrði til þess að aftur kæmust á lög og regla. Aðrar helztu niðurstöður könn- unarinnar voru að sögn ABC: • 3% kváðust mundu kjósa kommúnistaflokkinn í frjálsum kosningum. 43% sögðust mundu kjósa kristilegan demókrataflokk, 20% sósíalistaflokk og 20% frjáls- lyndan flokk. • 45% töldu Samstöðu gæta hagsmuna sinna bezt, 43% róm- versk-kaþólsku kirkjuna, 7% rík- isstjórnina og 1% kommúnista- flokkinn. • 67% töldu þjóðareiningarstjórn Samstöðu og kommúnistaflokks- ins góða lausn. • 5% töldu Pólland raunverulega sjálfstætt land. 85% sögðu að tengsl Póllands og Sovétríkjanna væru Rússum í hag. • 2% kenndu Samstöðu um efna- hagsvanda Pólverja, en 89% skelltu skuldinni á Rússa, pólsku ríkisstjórnina og pólska kommún- istaflokkinn. LESTUNÍ SPLENDUM AMERIKA PORTSMOUTH Junior Lotte 4 jan. Bakkafoss 18. jan. Junior Lotte 1. feb. NEWYORK Junior Lotte 30. des. Bakkafoss 20. jan. HALIFAX Setfoss 15. jan. Goöafoss 5. feb. BRETLAND/ MEGINLAND ROTTERDAM Grundarfoss 21. des. Eyrarfoss 4. jan. Alafoss 11. jan. Eyrarfoss 18. jan. ANTWERPEN Eyrarfoss 22. des Eyrarfoss 5. jan. Alafoss 12. jan. Eyrarfoss 19. jan. FELIXSTOWE Grundarfoss 22. des. Eyrarfoss 6. jan. Alafoss 13. jan. Eyrarfoss 20. jan. HAMBORG Eyrarfoss 23. des. Eyrarfoss 7. jan. Alafoss 14. jan. Eyrarfoss 21. jan. WESTON POINT Urriöafoss 24. des. Urriöafoss 7. jan. NORÐURLOND/ EYSTRASALT BERGEN Dettifoss 4. jan. Dettifoss 18. jan. Dettifoss 1. febr. KRISTIANSAND Dettifoss 5. jan. Dettifoss 19. jan. Dettifoss 2. teb. MOSS Uöafoss 28. des. Dettifoss 5. jan. Mánafoss 12. jan. Dettifoss 19. jan. GAUTABORG Uöafoss 29. des. Dettifoss 6. jan. Manafoss 13. jan. Dettifoss 20. jan. KAUPMANNAHOFN Uöafoss 30. des Dettifoss 7. jan. Mánafoss 14. jan. Dettifoss 21. jan. HELSINGBORG Uöafoss 31. des. Dettifoss 8 jan. Manafoss 15. jan. Dettifoss 22. jan. HELSINKI Irafoss 31. des. Mulafoss 14. jan. Irafoss 25. jan. RIGA Mánafoss 25. des. Múlafoss 16. jan. Irafoss 27. jan. GDYNIA Múlafoss 21. des. Mulafoss 18. jan. Irafoss 28. jan. THORSHAVN Mánafoss 7. jan. VIKULEGAR STRANDSIGLINGAR - framog til baka frá REYKJAVÍK alla mánudaga frá iSAFIRDI alla þriöjudaga frá AKUREYRI alla fimmfudaga EIMSKIP SÍMI 27100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.