Morgunblaðið - 18.12.1981, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.12.1981, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1981 Sjómannafélag Reykjavíkur: Yfirgnæfandi meirihluti með verkfallsboðun SJÓMANNASAMBAND íslands mun í dag boda verkfall á öllum fiskiskipa- flota landsmanna frá og með 25. desember, jóladegi. í gærkvöldi lauk at- kvæðagreióslu Sjómannafélags Reykjavíkur um verkfallsboðun og var at- kvæðagreiðslan leynileg. Af 134 sem greiddu atkvæði greiddu 128 atkvæði með verkfallsboðun, 4 voru á móti, 1 seðill var auður og 1 ógildur. - Þessi niðurstaða er afgerandi bg það munu vera mörg ár síðan sjómenn um allt land hafa sýnt jafn mikla samstöðu, sagði Guð- mundur Hallvarðsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, þeg- ar Mbl. hafði samband við hann eftir að talningu atkvæða lauk. Guðmundur sagði að það þyrfti engan að undra þótt sjómenn sýndu samstöðu nú, t.d. eftir um- mæli forsætisráðherra á þingi í fyrrakvöld, t.d. væri það algjörlega út í hött, að segja, að sjómenn og útgerðarmenn væru að reka á eftir sjálfum sér með rekstarstöðvun. Ríkið ætti oddamann yfirnefndar og væri þar með í leiknum. Þá vissu allir sem vildu vita að sjómenn hefðu dregist aftur úr í launum á síðustu árum og ekki fengið það sem fólk í landi hefði fengið á silf- urfati á fárra mánaða fresti. Ragnar Birgisson, forstjóri Sanitas um kæru Qlgerðarinnar: Er út í hött og ber vitni um taugaveiklun „ÞESSI kæra er auðvitað út í hött, allt tal um undirboð á sér enga stoð í veruleikanum. Auk þess sem Sam- keppnisnefnd hefur nýverið kcmist að þeirri niðurstöðu, að ekkert væri at- hugavert við viðskipti okkar á öðrum stöðum, sem (ilgerðin og Vífilfell höfðu kært," sagði Kagnar Birgisson, Rafmagnsveita Reykja- víkur í fjárþröng: Alþingi og ríkis- stjórn heimili lántöku BORGARSTJÓRN samþykkti í gærkveldi tillögu frá öllum flokkum þess efnis, að í lánsfjárlögum yrði gert ráð fyrir lántökuheimild til handa Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Segir í tillögunni, sem samþykkt var með öllum greiddum atkvæð- um, að mikil þörf sé á því að Raf- magnsveitan fái heimild til lán- töku, því litlar líkur væru á því að fjárþörf RR fengist leyst með gjaldskrárhækkun. Því skoraði borgarstjórn á Alþingi og ríkis- stjórn að heimiluð verði umbeðin lántaka. Að öðrum kosti myndi RR komast í alvarlegt fjárþrot, sem gæti haft það í för með sér að ekki yrði unnt að leggja rafmagn í ný byggðahverfi. forstjóri Sanitas, í samtali við Mbl., er hann var inntur álits á kæru Ölgerðar- innar Egils Skallagrímssonar á hend- ur Sanitas, þar sem Sanitasmenn eru sakaðir um að hafa brotið lög um samkeppni og óréttmæta viðskipta- hætti, þegar þeir sátu einir um sölu gosdrykkja í V’erzlunarskólanum fyrir tveimur árum. - Þessi kæra ber augljóst vitni um taugaveiklun Ölgerðarmanna þegar við höfum verið sýknaðir af fyrri kæru. Salan hjá þeim hlýtur einfaldlega að hafa dregist saman og þeir líta á okkur sem höfuðóvin. Þá er sérstakt við þessa kæru, að í ár verzla Verzlunarskólamenn alls ekki við okkur, heldur Ölgerðina, og ekki höfum við hlaupið upp til handa og fóta og kært þá. Nú, við höfum haft af því spurnir, að nem- endur, sem reka búðina í Verzlun- arskólanum, hafi verið kallaðir fyrir á sínum tíma, og gert grein fyrír því, að óskað væri eftir því, að þeir beindu viðskiptum sínum til Ölgerðarinnar. Auk þess má benda á, að appelsínuauglýsing Ölgerðar- innar í sjónvarpi er einmitt gerð í Verzlunarskólanum. Nú, við vorum sakaðir um að hafa veitt skólafélaginu styrk að upphæð 700 þúsund gkrónur. Það er auðvit- að aiveg út í hött. Hins vegar aug- lýstum við tvisvar á baksiðu skóla- blaðs Verzlunarskólans og greidd- um fyrir það 700 þúsund gkrónur, sagði Ragnar Birgisson að síðustu. Sól frelsisins LEONID Brezhnev hefur verið sæmdur æðsta heiðursmerki Afg- anistan, orðu Solar frelsisins, að því er segir í frétt frá fréttaþjón- ustu APN í Reykjavík. Forseta Sovétríkjanna var afhent orðan í tilefni 75 ára afmælis hans 19. des- ember nk. til að votta honum „bróðurlega vináttu, einlæga virð- ingu og hugheilar þakkir". I fréttabréfi APN segir m.a.: „Ég er djúpt snortinn yfir þeirri ákvörðun Lýðræðisflokks Afgan- istan, Byltingarráðsins og ríkis- stjórnarinnar þar að sæma mig orðu Sólar frelsisins. Ég þakka ykkur af öllu hjarta þennan heiður," sagði Leonid Brezhnev við afhendingarathöfninga. Barbrak Karmal, þjóðarleiðtogi landsins, sæmdi hann orðunni í Kreml 16. desember. „Sól frelsisins, sem er æðsta heiðursmerki Afganistan, er hljómfagurt nafn sem hefur pólitíska þýðingu. í þessu nafni kristallast sú framtíð sem afg- anska þjóðin hefur barist fyrir og heldur áfram að berjast fyrir, sú framtíð sem þjóðin mændi augum til, er hún framkvæmdi Aprílbyltinguna. Félagslegar Leonid Brezhnev framfarir, sjálfstæði þjóðarinn- ar og varanlegur og réttlátur friður, eru allt hugtök, sem eru órjúfanlega tengd frelsinu," sagði forseti Sovétríkjanna. Ljósm. Mbl. Kmilía. Leikarar LR á áhorfendapöllum í borgarstjórn. Borgin veitir 1,5 milljón til Borgarleikhúss á fjárhagsáætlun: Kemur eins og reidarslag, fram- kvæmdir munu líklega stödvast segja Þorsteinn Gunnarsson og Stefán Baldursson LEIKARAR frá Leikfélagi Reykja- víkur fjölmenntu á áhnrfendapalla borgarstjórnar í gærkveldi, en þá fór fram fyrri umræða um fjár hagsáætlun burgarinnar. Kom m.a. fram í máli borgarstjóra að gert yrði ráð fyrir 1,5 milljóna króna framlagi úr borgarsjóði til bygg- ingar Borgarleikhúss, á móti 3,5 milljóna framlagi LR. í samtali við Morgunblaðið sögðu þeir Þorsteinn Gun’nars- son og Stefán Baldursson leik- hússtjórar, að leikarar væru mættir á áhorfendapalla til þess að leggja áherslu á þá ósk LR að verulegu fé verði veitt til bygg- ingar Borgarleikhúss. Borgar- leikhús hefði verið áhugamál Leikfélagsins og leiklistarunn- enda í 25 ár. Þeir sögðu að fram- kvæmdir við Borgarleikhús hefðu hafist 1976 og staðið til 1978, en hefðu þá stöðvast um 2ja ára skeið. En með verulegu framlagi úr borgarsjóði gæti Borgarleikhús komist í gagnið árið 1986, á 200 ára afmæli Reykjavíkur. Hins vegar kæmi 1,5 milljóna framlag úr borg- arsjóði eins og reiðarslag, og ef framlag borgarinnar myndi ekki hækka á milli umræðna um fjár- hagsáætlun, þá myndu fram- kvæmdir við Borgarleikhús að öllum líkindum stöðvast. Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið hefur aflað sér mun borgarstjórnarmeirihlutinn ekki telja fært að auka framlag til byggingar Borgarleikhúss fyrir árið 1982. Breyttar mælingar á ákvæðisvinnu trésmiða: Breytingarnar hækka laun smiða um 10% VERÐSKRÁRNEFNI) trésmidafélag- anna hofur nýlega gefið út breytingar á mælingum vegna ákvæði.svinnu, en mælingar þessar eru endurskoðaðar reglulega. Mbl. hefur aflað sér þeirra upplýsinga að breytingarnar geti leitt til verulegrar launahækkunar hjá trésmiðum. Hafi einhliða fjölgun ein- inga í ákvæðisvinnu gefið allt að 10% launahækkun hjá trésmiðum. Georg Olafsson verðlagsstjóri tjáði Mbl. að Verðlagsstofnun myndi kanna í hverju breytingar trésmiða væru fólgnar, stofnunin hefði ckki fengið gögn um málið, en það myndi kannað. Einnig eru þessar breytingar til athugunar hjá VSÍ. Sigurjón Pétursson, starfsmaður verðskrárnefndarinnar, sagði sumar breytingarnar leiða til launahækk- unar en aðrar ekki, en verðskrár- nefndin hefur nýlega gefið út allar breytingar frá árinu 1978. Sigurjón sagði að mælingar vegna ákvæðis- vinnu væru reglulega teknar til endurskoðunar og vegna nýrrar tækni og nýrra tækja þyrfti sífellt að gera breytingar á mælingaút- reikningunum og meta hina nýju þætti. Aðallega sagði hann breyt- ingarnar miða að því að laun fyrir hina ýmsu þætti trésmíðinnar væru svipuð. Fylgst væri með því hversu mikil laun hinir ýmsu verkþættir gæfu og reynt væri að jafna mismun. Ekki sagði Sigurjón Pétursson liggja fyrir útreikninga á því hvað þessar breytingar hefðu í för með sér í heild. Ljóst væri þó að sumir verkþættir yrðu dýrari, aðrir ódýr- ari og sagði hann þessar breytingar geta skipt máli fyrir þá sem standa í framkvæmdum. Þetta myndi hins vegar skýrast þegar reynsla væri komin á verkin. Aldraður maður fyrir bifreið ALDRAÐUR madur varð á þriðjudag fyrir bíl í Álftamýri, skammt frá vcrzluninni Víði. Ilann var að ganga yfir götu um kl. 18 þegar hann varð fyrir bifreið. Maðurinn, sem er 82 ára gamall, lærbrotnaði og hlaut áverka á höfði, þegar hann kastaðist upp á vélarhlíf bifreiðarinnar og skall með höfuðið á framrúðuna, þá hlaut hann innvortis meiðsl. Þá varð alvarlegt umferðarslys á mótum Réttarholtsvegar og Bú- staðavegar laust eftir kl. 23 á þriðju- dag. Tvennt á skellinöðru ók vestur Bústaðaveg. Bifreið var ekið t veg fyrir þau af Réttarholtsvegi, og varð af allharður árekstur. Pilturinn, sem stjórnaði hjólinu, skaddaðist mikið á hægra fæti og höfuðkúpa stúlkunnar brákaðist. * Rithöfundasamband Islands: Oskar lögbanns á ólöglega fjölföldun ritverka í skólum „ÞAÐ ER RÉTT, Rithöfundasamband íslands hefur falið lögmanni sínum að óska eftir lögbanni á ólöglega fjölfoldun ritverka í skólum, sem heyra beint undir menntamálaráðuneytið. Þetta er gert til að ýta á eftir samningum við menntamálaráðuneytið um greiðslu fyrir fjölfóldun efnis, en slíkir samningar hafa staðið yfir í eitt ár án þess að nokkuð hafi gerzt,“ sagði Njörður P. Njarðvík, formaður Rithöfundasambands íslands, er Morgunblaðið innti hann eftir því hvort slíkar aðgerðir væru á döfinni. Njörður sagði ennfremur, að höfundarréttur væri ótvíræður í því hvað varðaði fjölföldun rit- verka. Maður, sem ynni fræðistörf hefði leyfi til að ljósrita upp úr ritverkum annarra, en honum væri óheimilt að afhenda þau öðrum. Nú væri svo komið að fjölföldun færi sívaxandi í skólum og opin- berum stofnunum, sem heyrðu undir menntamálaráðuneytið, og það væru dæmi þess að á þann hátt hefðu beinlínis verið búnar til sýnisbækur íslenzkra nútímabók- mennta. Það hefði því komið í veg fyrir útgáfu slikra bóka. Þá sagði hann að Rithöfunda- samband íslands hefði ekkert á móti fjölföldun, en það vildi semja um greiðslur fyrir hana. Nú þegar væri búið að semja um þessa hluti á öllum Norðurlöndunum og þess- ar aðgerðir nú væru aðeins til að ýta á eftir samningum. Rithöf- undasambandið vildi gera heild- arsamning við menntamálaráðu- neytið, annars vegar samning, sem virkaði aftur fyrir sig til 1972, er höfundaréttarlögin urðu til, og hins vegar til þriggja ára til bráða- birgða. Gengið væri útfrá því að fjölföldunin næmi um 20 síðum á nemanda og greiddir yrðú 75 aurar fyrir hverja síðu. Ef stjórnvöld tækju nú ekki við sér og gengju af alvöru til samningaviðræðna myndi Rithöfundasambandið óska lögbanns á alla skóla og opinberar stofnanir, sem heyrðu undir menntamálaráðuneytið, þar með talin bókasöfn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.