Morgunblaðið - 18.12.1981, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 18.12.1981, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1981 9 Singer segir frá Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Isaac Bashcvis Singer: SAUTJÁN SÖGIIR. IIjörtur Pálsson þýddi. Setberg 1981. Sögurnar í Sautján sögum hefur Hjörtur Pálsson þýtt úr þremur smásagnasöfnum Isaac Bashevis Singer: A Friend of Kafka, A Crown of Feathers og Passions. Hjörtur Pálsson hefur eins og kunnugt er kynnt íslenskum les- endum Singer með fleiri þýðing- um: Töframanninum frá Lúblín og I föðurgarði. Þessar þýðingar eru allar vandvirknislegar. Eins og víðar hefur Singer eign- ast tryggan lesendahóp á Islandi. Singer er höfundur sem gæðir frá- sagnir sínar óvenjulegum töfrum, maður sem nýtur þess að segja sögu eins og hinir gömlu sagna- meistarar. Yfirleitt fjalla verk hans um gyðinga og lýsa gyðing- legum hugmyndaheimi og um- hverfi. I Sautján sögum er mikið um frásagnir af rithöfundum. Gyð- ingalegt blóð þeirra virðist ekki vera ólíkt blóði kollega þeirra annars staðar: „Við borðuðum öll kvöldmat saman og töluðum ill- kvittnislega um aðra rithöfunda eins og gengur", segir í sögunni Sonur hennar. Tímaritið er fremur dapurleg frásögn af kynnum sögumanns af manni sem dreymdi um að gefa út tímarit. Fyrstu tilraun gerir hann í Varsjá, hina síðustu í París. Þetta var ógæfa hans. Hann hafði EINBÝLISHÚS í SELÁSI Vorum að fá til sölu fokhelt 235 fm einbylishús viö Heiöarás m. 30 fm bílskúr. Húsiö er til afh. nú þegar. Teikn. og upplýs. á skrifstofunni. RAÐHÚS VIÐ BOLLA- GARÐA - í SKIPTUM 250 fm raöhús nánast u.trév. og máln. en þó íbúðarhæft, fæst í skiptum fyrir 3ja—5 herb. íbúö. Nánari uppl. á skrifstofunni. RISÍBÚÐ VIÐ HOFSVALLAGÖTU 3ja herb. 80 fm snotur risíbúö. Laus strax. Útb. 360 þús. VIÐ HÓLMGARÐ 3ja herb. 75 fm nýleg, vönduö íbúö á 1. hæö. Útb. 460 þús. VIÐ VESTURBERG 2ja herb. 60 fm góö íbúö á 5. hæð. Þvottaaöstaöa í ibúöinni. Útb. 320—330 þús. VIÐ HRAUNBÆ Snotur litjl samþykt einstakl- ingsíbúð Útb. 240 þús. 130—150 fm sérhæð óskast í Hlíðum eða Vesturbæ. 3ja—4ra herb. íbúö óskast við Espigerði eöa nágrenni. Góö útb. í boði. EiGnnmiÐLunin ÞINGHOLTSSTRÆTI 3 SÍMI 27711 Sölustjóri Sverrir Kristinsson Unnsteinn Beck hrl. Sími 12320 eignast búð í París ásamt konu sinni. Allt gekk vel. En ástríðan að gefa út tímarit lét hann ekki í friði. Hann seldi búðina án vitund- ar konu sinnar, leigði sér skrif- stofu og réði starfsfólk. En allt þetta leiddi til glötunar. Konan rak hann á dyr. Einn daginn fannst hann látinn á götunni. Sögumaður, orðinn frægur rithöf- undur, er viðstaddur jarðarförina í lok sögunnar. Hópur jiddískra rithöfunda bíður eftir honum því að þeir hafa hugsað sér að fá sér í glas á Coupole: „Gamall vinur minn, Feivel Mecheles, háðfugl frá Varsjá, stóð og hallaði sér upp að tré. Hár hans sem forðum hafði verið ralitt var orðið gulhvítt. Einhver hafði frætt mig á því að leikari sem lék í harmleikjum hefði stungið af með konuna hans þegar bæði voru á lsaac Bashevis Singer flótta undan nasistum. Hann hrukkaði ennið og hnyklaði brún- ir. Ég vissi að hann mundi ekki hreyfa sig fyrr en hann hefði sagt eitthvað sniðugt. Ég sagði: „Þú þvingar ekki fram fyndnina, Fei- vel. Við skulum koma“. Hann hristi höfuðið svo að sá í nýjar gervitennur og sagði: „Satt að segja tekur því varla að fara. Við verðum komnir aftur undir eins hvort sem er“.“ Sögur Singers eru eiginlega frásagnir margar hverjar. Þær eru fullar af skemmtilegum hlut- um, umfram allt lifandi og ákaf- lega læsilegar. Skjalataskan til dæmis er grátbrosleg lýsing á rit- höfundi og fyrirlesara sem kemur í ókunna borg til að flytja fyrir- lestur, ríkur og velmetinn, en lendir í þeirri aðstöðu fyrir margs konar misskilning að standa uppi blankur og bjargarlaus á ömur- legu hóteli. I þessari sögu eru kvennamál fyrirferðarmikil en margar sögur Singers eru helgað- ar konum og ástum. Vinur Kafka fjallar um fyrrum leikara í Jiddíska leikhúsinu í Varsjá, spjátrung sem má muna sinn fífil fegri. Sögumaður leyfir honum að setjast hjá sér á veit- ingahúsi og gefur honum að borða. í staðinn fær hann sögu sem hann getur notað. Þessi saga er ekki um fræga menn eins og Kafka sem leikarinn hefur þekkt heldur um undarlegar tilviljanir úr hans eig- in lífi, einkennilega ástarsögu. Það er hátíð fyrir lesandann að lesa Sautján sögur Singers. Eng- inn skyldi halda að Singer væri erfiður höfundur og tormeltur. Það er mikill gáski í prósa hans, sterk tilfinning fyrir lífinu og ekki síst girndinni. Halldór Laxness hefur í nýlegu viðtali (BLM 5/81) lagt áherslu á mikilvægi epískra höfunda. Einn þeirra er að hans mati Singer. Meðal þess sem Halldór reiknar Singer til tekna er hæfileiki hans að gera smáatriði stór. Slíkur hæfileiki er einkenni allra mikilla epískra höfunda. Það er dálítið sérstætt að rit- höfundur sem skrifar á jiddísku í New York, í'Tauninni fyrir þröng- an lesendahóp, höfði til svo margra. Ég tel að Singer eigi vel við íslenska lesendur. Þeir ættu að skilja hann. r P -VI !• r ('■••j Þú færð hljómplötumar hjá Heimilistækjum á sama verði og í fyrra! Himinn og jörö 159.- Hooked on Classics 169.- Mini Pops 169.- QLEEN Alfreö Clausen 2 plötur 189.- Best of Blondie 159.- - f f/k : k • ' - Gratest Hits — Queen 159.- Það er ótrúlegt en dagsatt að plöturnar hjá okkur hafa ekkert hækkað síðan í fyrra. Þess vegna færðu varla hagstæðari jólagjöf. Við sendum í póstkröfu hvert á land sem er. Síminn er 20455. G\e' ðWe<^ \ó\ heimilistæki hf Hafnarstræti 3 — Sætúni 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.