Morgunblaðið - 18.12.1981, Side 27

Morgunblaðið - 18.12.1981, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1981 27 rita, átti því láni að fagna að kynnast henni sem ungur drengur, verða heimagangur á heimili hennar um árabil og njóta tryggð- ar hennar og vináttu þar til yfir lauk. Þótt andlát hennar ætti ekki að koma manni á óvart aldurs hennar vegna, þá var það þó ein- hvern veginn svo, að maður stóð sig að því að hafa gert þá kröfu til forsjónarinnar, að þetta mætti dragast lengur en raun varð á. Þesskonar tilætlunarsemi veit eg að hefði ekki verið Guðrúnu að skapi, og hefði eg eflaust mátt þola gamalkunnar og viðeigandi umvandanir, hefði eg látið uppi við hana efasemdir um hand- leiðslu þess, sem öllu ræður. Svo sem áður er vikið að, eru minningar mínar um Guðrúnu framar öðru tengdar æsku- og uppvaxtarárum mínum í Ólafsvík. Hún var dæmigerður fulltrúi þeirrar kynslóðar, sem mátti muna tímana tvenna í framfara- sögu byggðarlagsins. Hlutur hennar, svo og annarra kvenna á líku reki, var þar mikill, og ekki lét hún deigan síga í þeim efnum fyrr en á allra síðustu árum, því vinnuþrek hennar var með ólík- indum. Umhyggja hennar fyrir sínum nánustu var dæmafá. Þess nutum við einnig, sem vorum heimagang- ar á heimili hennar, í ríkum mæli. Þetta kom ekki aðeins fram í velgjörningum i mat og drykk, heldur hinu, sem seint fyrnist, þrotlausri viðleitni af hennar hálfu til að orka á framferði okkar til orðs og æðis. Þetta bar að sjálfsögðu misjafnan árangur eins og gerist og gengur í hverfulum heimi en hennar gjörð var söm. Þessi tilhneiging hennar entist henni til æviloka. Síðast þegar eg hitti hana var henni að venju efst í huga að fá fréttir af mér og mín- um og er við skildum, þá var eg nestaður með heilræðum og bless- unarorðum. Þetta var dæmigerð afstaða hennar til samferðamann- anna, umhyggja í þeirra garð og fyrirbænir. Þótt eg hafi hér að framan rakið í örfáum dráttum minningabrot mín um hana Guðrúnu í Grænu- hlíð, eins og okkur var tamast að nefna hana, þá veit eg að það sama gildir um okkur systkinin, bæði eldri og yngri. Mikill sam- gangur var ætíð á milli heimila okkar, bæði meðan Guðrún og Guðbrandur bjuggu í Flateyjar- húsi og eins eftir að þau fluttu í Grænuhlíð. Mér er því bæði ljúft og skylt að flytja henni okkar hinstu kveðjur með þökk fyrir trygglyndi hennar og vináttu, sem aldrei bar skugga á. Fyrir hönd okkar æskufélaganna þar vestra gildir það sama. Guð blessi minn- ingu þessarar mætu konu. Börnum Guðrúnar, systrum og fjölskyldum þeirra flyt eg okkar hugheilu samúðarkveðjur og bið þeim allrar blessunar um ókomin ár. Jónatan Sveinsson LJÓÐHUS X Bókautgáfa MÁLFRÍÐUR EINARSDÓTTIR Bréf til Steinunnar RAGNAR INGI AÐALSTEINSSON Ég er alkohólisti ÞORSTEINN ANTONSSON Draumar um framtíö SÉRA MAGNÚS BL. JÓNSSON Endurminningar (2 bindi) BÓKAÚTGÁFAN LJÓÐHÚS Laufásvegi 4, Reykjavík [rY^ Verð frá kr. Hornsófar Efni: Dúnsvampur. Áklæði: 100% bómull. Sófunum er hægt að breyta í rúm. 3.900 Leðursófasett: 3ja manna sófi, 2ja manna sófi og 1 hár stóll kr. cSþ Nýborgf arhúsgögn. Sími 78880. Smiðjuvegi 8, Kópavogi. jóp\pv®'ni/sb Stúfurog i Hurðaskeltir viðjólatréð Þetta er jólaplata með jólalaga- syrpum til að syngja og dansa eftir. Stúfur og Hurðaskellir heyr- ast einnig taka lagið og barnakór syngur með þeim svona rétt til að þeir fari ekki út af laginu. Útsetn- ingar gerði Gunnar Þórðarson og honum til aðstoðar eru m.a. Björgvin, Helga Möller, Þorgeir Ástvaldsson og Magnús Ólafs- son. FALKINN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.