Morgunblaðið - 18.12.1981, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.12.1981, Blaðsíða 32
r*" 6dagar til jóla #ull & ;§>ilfur Laugavegi 35 Bók með þessu merki má skipta í bókaverslunum! SKIPTIBÓK FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1981 Sultartangi: Fram- kvæmda- leyfi ekki veitt „I»AÐ ER rétt að iðnaðar ráðuncytið hefur óskað eftir því við stjórn Landsvirkjunar að Landsvirkjun meti á ný orkuþörfina á árunum 1982—1984. Bréf var lagt fram á stjórnarfundi í dag og var þá verkfræðideildinni falið að gera álitsgerð um málið,“ sagði Jóhannes Nordal stjórnarformaður Landsvirkjunar í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Landsvirkjun ritaði iðnaðar- ráðuneytinu bréf þann 20. október sl. þar sem óskað var eftir fram- kvæmdaleyfi vegna Sultartanga- stíflu o« um sl. helgi var verkið boðið út. Svar iðnaðarráðuneytis- ins til Landsvirkjunar barst hins vegar ekki fyrr en með bréfi dag- settu 16. desember. Þar segir t.d. að ekki séu horfur á að nýr um- talsverður stórnotandi í orkukerf- inu komi til, fyrr en þá á seinni hluta ársins 1984, meðal annars vegna þess að frestað hefur verið byggingu þriðja ofnsins á Grund- artanga um sinn. Þá segir í bréf- inu að ráðuneytið muni ekki taka afstöðu til framkvæmda við Sult- artanga fyrr en álitsgerð Lands- virkjunar liggi fyrir. •4: . . wmrWKmrnm ' m «* Jökulsá á Fjöllum hljóp úr farvegi sínum fyrir nokkrum dögum vegna jakaburðar og klakabanda við brúnna á ánni og um tíma var brúin í mikilli hættu þegar ísruðningurinn var kominn alveg upp undir brúargólfið. En þá hljóp áin úr farvegi sínum við annan enda brúarinnar og síðan hafa bifreiðar átt í vandræðum með að komast yfir, en ófæran sést vel hinum megin árinnar. Myndina tók Ragnar Axelsson Ijósmyndari Mbl. við Jökulsá úr lofti í gær. Sjá grein og myndir á miðsíðu. „Alvarlegt að þeir sem stjórna fylgist ekki meÖ“ Forsætisrádherra miðar vid gamlar upplýsingar, segir Kristján Ragnarsson „ÉG HEF aldrei fyrr orðið var við jafn ákveðin viðbrögð hjá útvegsmönnum og undanfarna daga vegna ummæla ráðherranna Svavars Gestssonar og Gunnars Thoroddsens um góða afkomu útgerðarinnar. Svo virðist að þeir miði við gamlar upplýsingar frá Þjóðhagsstofnun um afkomu útgerðar,“ sagði Kristján Ragnars- son, formaður Landssambands ísl. útvegsmanna, þegar Morgun- blaðið bar undir hann ummæli dr. Gunnars Thoroddsens forsæt- isráðherra á alþingi í fyrradag, en þá sagði forsætisráðherra að útgerðin í heild stæði nú betur rekstrarlega en sl. 10 ár og að útgerðarmenn og sjómenn væru að reka á eftir sjálfum sér með rekstrarstöðvun um áramót. Kristján Ragnarsson sagði að svo virtist sem þeir Gunnar Thor- oddsen og Svavar Gestsson miðuðu við niðurstöður Þjóðhagsstofnunar um afkomu útgerðar eftir síðustu fiskverðshækkun, sem gerð var áð- ur en áhrif kauphækkana frá 1. nóvember og 1. desember væru tal- in með og áður en olía hækkaði um 7% og áður en áhrif gengisbreyt- ingarinnar hefði verið metin vegna erlendra aðfanga og gengis- tryggðra lána. í þessu mati Þjóð- Tillögur sjálfstæðismanna um skattalækkanir felldar: Meirihlutinn samþykkti 55% hækkun fasteignagjalda Hækkun fasteignagjalda er kjaraskerðing, segir Davíð Oddsson VIÐ FYRSTU umræðu um fjárhagsáætlun Reykjavfkurborg- ar, sem fram fór í gærkvöldi, felldi vinstri meirihlutinn í borgarstjórn tillögur frá borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokks* ins, þess efnis að fasteignaskattar, lóðarleiga og aðstöðugjöld yrðu lækkuð. í tillögunum kom fram að hlutfall fasteigna- skatta á íbúðarhúsnæði skyldi vera 0,421% í stað 0,5%, á atvinnuhúsnæði 0,842% í stað 1,0% að viðbættri hækkun um 25%. l»á gerðu sjálfstæðismenn tillögu um að leiga verslunar- og iðnaðarlóða skyldi vera 0,580% af fasteignamatsverði í stað 1,0% eins og meirihlutinn gerði tillögu um. Einnig gerðu sjálfstæðismenn tillögur um að aðstöðugjöld skyldu lækkuð. Tillögur meirihlutans voru samþykktar. I máli oddvita Davíðs Oddssonar, borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, kom m.a. fram að þær álagningarprósentur sem sjálfstæðismenn vildu að not- aðar yrðu við álagningu fasteigna- skatta, aðstöðugjalda og fl. væru þær sömu og notaðar hefðu verið í tíð meirihluta Sjálfstæðisflokks- ins í borgarstjórn. Sagði Davíð að skattheimtan í borginni væri úr hófi gengin, fasteignagjöld myndu hækka um 55% á hvern einstakl- ing á næsta ári, en það væri mun meira en laun hefðu hækkað á ár- inu. Þetta væri kjaraskerðing og ætti ekki aðeins við um fasteigna- eigendur, heldur líka um leigjend- ur, því hækkun fasteignagjalda skilaði sér í hærri leigu húsnæðis. „Það væri því kjarabót fyrir allar fjölskyldur í borginni ef fasteigna- gjöldin yrðu lækkuð,“ sagði Davíð. Þá benti Davíð á að þrátt fyrir mjög svo auknar tekjur borgar- innar sæjust þess lítil merki í auknum framkvæmdum. Gagn- rýndi Davíð harðlega fjármála- óstjórn meirihlutans í borgar- stjórn. Borgarstjórinn í Reykjavík, Eg- ill Skúli Ingibergsson, fylgdi fjár- hagsáætluninni úr hlaði og gerði grein fyrir henni. í máli hans kom m.a. fram að heildartekjur borg- arsjóðs skv. áætluninni verða rúmar 957 milljónir króna og er það 51,23% frá í fyrra. hagsstofnunar væri gert ráð fyrir verulegri aflaaukningu, sem ekki hefði orðið í raun. Ennfremur væri miðað við framreikninga á kostn- aði útgerðarinnar frá árinu 1979, sem ekki hefðu staðist. „Nú er Þjóðhagsstofnun að meta útgerðarkostnað miðað við reikn- inga frá árinu 1980 og versnar þá afkomumyndin verulega. Það er því ljóst að útgerðin þarf sömu fisk- verðshækkun og ekki minni en sjó- menn og að stofnfjársjóður og olíu- gjald haldist óbreytt," sagði Krist- ján. „Mjög alvarlegt er, að þeir sem stjórna landinu fylgist ekki betur með afkomu undirstöðuatvinnu- vegs þjóðarinnar en raun ber vitni. Eg tel stöðu útgerðarinnar vera verri nú en í langan tíma og endur- speglast það hjá viðskiptaaðilum útgerðarinnar og í vanskilum út- gerðarinnar við Fiskveiðasjóð og Byggðasjóð," sagði Kristján enn- fremur. Um þá yfirlýsingu forsætisráð- herra að útgerðarmenn og sjómenn væru að reka á eftir sjálfum sér með rekstrarstöðvun um áramót sagði Kristján: „Um þessa yfirlýsingu er fátt að segja, því hún getur ekki hafa verið meint eins og eftir honum er haft. Forsætisráðherra er ljóst að í Yfir- nefnd Verðlagsráðs sjávarútvegs- ins sitja fulltrúar veiða og vinnslu og formaður nefndarinnar er full- trúi ríkisstjórnarinnar og hvorug- ur aðili getur ákveðið fiskverð nema með samþykki formanns nefndarinnar. Ég ætla ekki forsæt- isráðherra að vera svo ókunnugur þessum málum að hann viti ekki að ríkisstjórnin ákveður gengi krón- unnar og ekki er hægt að mæta hækkun innlends kostnaðar fyrir- tækja í sjávarútvegi um 50% á ári, þegar gengi krónunnar breytist að meðaltali um 20%, eins og gerst hefur á þessu ári.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.