Morgunblaðið - 18.12.1981, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.12.1981, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1981 5 Frumvarp um námslán og námsstyrki: Ekki staðið við gefin loforð „NÚ f VIKUNNI var lagt fram nýtt stjórnarfrumvarp til laga um námslán og námsstyrki á Alþingi. Um drög að þessu frumvarpi náðist samkomulag milli námsmanna og stjórnvalda sumarið 1980. Stuðningur námsmanna við þetta samkomulag byggðist fyrst og fremst á því, að í frumvarpsdrögunum var gert ráð fyrir fullri brúun fjárþarfar eins og hún er metin af Lánasjóði íslenzkra námsmanna, þegar haustið 1982, og einnig voru í þeim ákvæði um lífeyris- réttindi námsmanna. f því frumvarpi, sem nú hefur verið lagt fram, er ekki farið eftir því samkomulagi, sem náðst hafði, og því hljótum við námsmenn að mótmæla,“ sagði Sigurbjörn Magnús- son, fulltrúi stúdenta í stjórn Lánasjóðs íslenzkra námsmanna, er Morgunblaðið innti hann álits á frumvarpinu. í hverju felast þær breytingar helzt, sem orðið hafa á frumvarpinu? „Þess er fyrst að geta að frumvarp- inu hefur seinkað mjög, það hefur ver- ið að velkjast innan ríkisstjórnarinn- ar síðan haustið 1980 og i því sam- komulagi, sem náðist, sýndu náms- menn samningsvilja og buðust til að greiða raungildi lánanna til baka gegn því að ná fram mjög mikilvægum at- riðum varðandi úthlutun lánanna, svo sem að lánshlutfall yrði 100%, námsmenn gætu öðlazt lífeyrissjóðs- réttindi og óbein fyrirheit voru gefin um tekjuumreikning þ.e. um að auk- inn hluti tekna námsmanna kæmi ckki til frádráttar lána. Við þetta hef- ur ekki verið staðið og breytingarnar felast meðal annars í því að gildistöku 100% brúunar og lífeyrisréttinda er frestað um 2 ár og fyrirheit um auk- inn tekjuumreikning hafa verið svikin eins og sjá má í fjárlagafrumvarpinu." Hvað hyggist þið stúdentar gera vegna þessa? „Það er alveg ljóst, að við erum t ollu óbundnir af fyrra samkomulagi við stjórnvöld og hefur því þegar verið lýst yfir formlega á fundi stúdenta- ráðs. Við fögnum því nú samt að frumvarpið skuli loksins vera komið fram, en við munum á næstu mánuð- um fara rækilega ofan í þetta frum- varp með tilliti til þeirra breytinga, sem orðið hafa og láta síðan álit okkar í ljós um hvers við æskjum. Mikilvægt er að námsmannahreyfingin öll, ekki aðeins háskólastúdentar, nái sam- stöðu í þessu mikilvæga hagsmuna- máli okkar námsmanna. Við verðum að gera okkur grein fyrir því, að við erum að skipa þessum málum fyrir framtiðina og náum við ekki fram leiðréttingum áður en frumvarpið verður samþykkt, tel ég að það verði ákaflega erfitt að ná fram einhverjum kjarabótum fyrir námsmenn eftir að frumvarpið hefur endanlega verið af- greitt frá Alþingi. Það má að lokum minnast á það, að fjármálaráðherra, Ragnar Arnalds, hefur margoft lýst því yfir, að löngu væri orðið tímabært að fjárþörf námsmanna yrði brúuð að fullu og til þess að standa við það þurfti ekkert frumvarp, en í stað þess ætlar hann að láta það koma í hlut næstu ríkis- stjórnar að standa við þá auknu fjár- veitingu, sem brúunin hefur í för með sér. Hann ætlar sem sagt með þessari seinkun, sem frant kemur í frumvarp- inu, að láta aðra standa við sín eigin fyrirheit til námsmanna. Við stúdent- ar munum athuga þessi mál nú þegar og afstaða okkar mun liggja fyrir fljótlega eftir að Alþingi kemur sam- an eftir jólaleyfi og ég legg áherzlu á að við höfum ekki sagt okkar síðasta orð, því að hér er um eitt mikilvæg- asta hagsmunamál námsmanna að ræða og hér er verið að setja lóg, sem ná ekki aðeins til okkar heldur einnig til þeirra stúdenta og námsmanna, sem þurfa á þessari aðstoð að halda i framtíðinni,“ sagði Sigurbjörn. w Austurstræti 22 Sími frá skiptiboröi 85055 TIZKUSYNINGARNAR A BRODWAY VÖKTU GÍFURLEGA ATHYGLI Ritsafn Guðmundar Daníelssonar i Guömundur Daníelsson, frásagnameistari í 48 ár. Ritsafn Guðmundar Daníelssonar er 10 bækur. öll verkin eru frá árunum 1948-1970 og sum þeirra hafa verið ófáanleg um hríð. í ritsafninu eru skáldsögumar Blindingsleikur, Musteri óttans, Hrafnhetta, Húsið, Turninn og teningurinn, Sonur minn Sinfjötli og Spítalasaga, skáldverk utanflokka í bókmenntunum. Einnig ferðasagan Á langferðaleiðum, veiðisagan Lands- hornamenn - sönn saga í há-dúr og smásagnasafnið Tapað stríð. Viðfangsefnin eru margvíslegog tekin fjölbreytilegum tökum, en þróttmikill stíll og hröð og lifandi frásögn eru samkenni á öllum verkum Guðmundar Daníelssonar. Ritsafninu fylgir ellefta bindið með ritgerð dr. Eysteins Sigurðssonar um verk Guðmundar; og skrá um útgáfur, ritdóma og heimildir þeirra, sem Olafur Pálmason hefur tekið saman. Góð bókmenntaverk í vönduðum búningi. Lögbetg Bókaforlag Þinghottsstræti 3, simi: 21960

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.