Morgunblaðið - 18.12.1981, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.12.1981, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1981 Samdrátturinn í fbúðabyggingum: 20—25% færri umsóknir um húsnæðislán í haust HUSNÆÐISMÁLASTJORN ríkisins höfðu borist 20 til 25% færri umsóknir um ný lán úr almenna hyggingarsjóðnum fram til 1. október á þessu ári en á sama tíma í fyrra. I'etta kom fram í ræðu Lárusar Jónssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra, við aðra umræðu fjár laga á Alþingi. Taldi hann augljóst, að ungu fólki fyndist ekki árennilegt að ráðast í húsbyggingar, eins og málum væri nú komið. íbúðabyggingar almennt, bæði svokallaðar félagslegar byggingar og á vegum einstaklinga, hafa dregist saman ár frá ári undan- farið. Eru framkvæmdir nú um 14% minni en þær voru fyrir tveimur til þremur árum. Taldi Lárus Jónsson einsýnt, að þessi samdráttur stafaði af „algerri kú- vendingu” frá þeirri grundvall- arstefnu, sem fylgt hefur verið í húsnæðismálum, það er að segja, að í stað þess að greiða fyrir íbúðabyggingum einstaklinga væri höfuðáherslan lögð á félags- legar byggingar. Sé litið á ráðstöfun fjármagns til byggingarsjóða hins opinbera undanfarin ár kemur tvennt í ljós: í fyrsta lagi hafa fjárveitingar verið skertar með því að ríkissjóð- ur sjálfur heimtar til sín stærri hluta af launaskatti, sem upp- runalega var á lagður til að fjár- magna húsnæðiskerfið Er raun- gildi beinna fjárveitinga til bygg- ingarsjóðanna samkvæmt fjár- lagafrumvarpinu fyrir 1982 30 tii 33% minna en 1978.' í öðru lagi hefur Byggingarsjóði verkamanna verið veittur algjör forgangur fram yfir Byggingarsjóð ríkisins, sem er bakhjarl Húsnæðismála- stofnunar. Þannig hefur raungildi fjárveitinga til Byggingarsjóðs verkamanna hækkað en minnkað svo mjög til Byggingarsjóðs ríkis- ins, að raungildi fjárveitinga til hans er samkvæmt fjárlagafrum- varpi fyrir 1982 aðeins *A þess sem það var 1978. Þessi stefnubreyting varð 1981, þegar ákveðið var, að 1% af launaskatti rynni til Bygg- ingarsjóðs verkamanna en fjár- veiting til Byggingarsjóðs ríkisins var skorin niður um hærri fjár- hæð en því nam. Yr - ný gjafavöruverslun Nýlega var opnuð ný gjafavöruverslun að Laufásvegi 58. Verslunin heitir Ýr og eru eigendur hér á myndinni í versluninni bau Snorri Árnason og Kristín Kristinsdóttir. Kflómetragjald hækkaði um lið- lega 17% 1. des. SVOKALLAÐ kflómetragjald hækk- aði um liðlega 17% frá og með 1. desember sl. Almennt gjald fyrir fyrstu 10 þúsund kílómetrana hækk- ar úr 2,55 krónum í 3,00 krónur fyrir hvern ekinn kflómetra. Gjaldið fyrir næstu 10 þúsund kflómetrana hækk- ar úr 2,30 í 2,70 krónur fyrir hvern ekinn kflómetra og gjaldið ef eknir eru 20 þúsund kflómetrar eða meira á einu ári hækkar úr 2,00 krónum í 2,35 krónur fyrir hvern ekinn kfló- metra. Gjaldið fyrir fyrstu 10 þúsund kílómetrana, ef ekið er á malar- vegum, hækkar úr 2,90 krónum í 3,40 krónur fyrir hvern ekinn kíló- metra. Fyrir næstu 10 þúsund kílómetrana hækkar gjaldið úr 2,60 krónum í 3,05 krónur fyrir hvern ekinn kílómetra. Loks hækkar gjaldið ef eknir eru 20 þúsund kílómetrar eða meira á ár- inu úr 2,30 krónum í 2,70 krónur fyrir hvern ekinn kílómetra. Torfærugjaldið fyrir fyrstu 10 þúsund kílómetrana hækkar úr 3,70 krónum í 4,35 krónur fyrir hvern ekinn kílómetra. Fyrir næstu 10 þúsund kílómetrana hækkar gjaldið úr 3,30 krónum í 3,90 krónur fyrir hvern ekinn kíló- metra og loks ef eknir eru 20 þús- und kílómetrar eða meira á einu ári hækkar gjaldið úr 2,95 krónum í 3,45 krónur fyrir hvern ekinn kílómetra. Sveitarfélög munu semja í einu Iagi framvegis STOFNFUNDUR launanefndar sveitarfélaga á vegum Sambands ís- lenzkra sveitarfélaga var haldinn 17. nóvember sl. með þeim aðilum, sem hyggjast taka þátt í fyrirhug- uðu samstarfi sveitarfélaga í kjara- málum, þ.e. hugmyndin er að Sam- bandið semji sem einn aðili í stað þess, að viðkomandi sveitarfélög sömdu hvert um sig við sína starfsmenn. Ekki tókst að ljúka fundinum og er ákveðið, að boðað verði til framhaldsaðalfundar innan tíð- ar, þar sem m.a. verður gengið endanlega frá skipan launanefnd- ar Sambandsins. Að sögn Garð- ars Sigurgeirssonar hjá Sam- bandi íslenzkra sveitarfélaga mun þetta nýja fyrirkomulag ekki koma til álita í yfirstand- andi samningum, en mpn hins vegar koma inn við gerð næsta heildarkjarasamnings.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.