Morgunblaðið - 18.12.1981, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.12.1981, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1981 - handa sælkeranum Öruggur sigur Vals VALUR var betri aðilinn í annars mjög dauTum úrvalsdeildarleik þar sem liðið mætti KR í gærkvöldi. Valsmenn sigruðu örugglega, 81—74, eltir að staðan í híldeik hafði verið 39—33 fyrir Val. Garðar Jóhannsson stal senunni í leiknum, er hann fékk að skoða rauða spjald- ið hjá dómara leiksins, væntanlega fyrir kjaftbrúk. Annars er lítið um þennan leik að segja, enda ekkert pláss eins og sjá má. En liðin léku bæði eins og fallnir risar, lið sem voru stórveldi og mega muna sinn fífil fegri. Bæöi hafa á að skipa góðum ein- staklingum innan um, en einnig leikmönnum sem eru komnir yfir toppinn. Valsmenn voru alltaf yfir og hjá þeim átti Ramsey einn af sínum betri dögum. Landi hans Stu Johnson bar af hjá KR. Stig Vals: John Ramsey 27, Torfi Magnússon 13, Kristján Ág- ústsson 10, Ríkharður Hrafnkels- son 9, Valdemar Guðlaugsson 8, Jón Steingrímsson 6 og Gylfi Þorkelsson 4 stig. Stig KR: Stu Johnson 45, Jón Sig. 12, Ágúst Líndal 6, Birgir Mikaelsson 5 og Garðar Jóhanns- son 2 stig. - gg Þorbergur skoraði 14 mörk gegn KA VÍKINGUR vann öruggan sigur á KA fyrir norðan í gærkvöldi er liðin léku í 1. deild. Lokatölur leiksins urðu 27—19 fyrir Víking. Staðan í hálfleik var 11—10. Þorbergur Aðalsteinsson átti mjög góðan leik með Víking í gær og skoraði alls 14 mörk í leiknum. Flest með þrumuskotum. Ólafur Jónsson skoraði 4. Bestur í liði KA KENWOOD CHEF hrærivélinni fylgja: Þeytari. hrærari, hnoðari, grænmetis- og ávaxtakvörn. plasthlíf yflr skál. KENWOOD CHEF er til í þremur mismunandi litum. Ennfremur er áva it fy' r auKa^iuía svo sem. ~a- rifjárr, grærme*. s- og a kartö£ uafhýðar dósah- Eldhusstörfin verda leikur einn með KENWOOD CHEF. var Erlingur Kristjánsson og jafn- framt markahæsti maður liðsins með 5 mörk. Vegna þrengsla á íþróttasíðu verður nánari frásögn af leiknum að bíða til morgun- dagsins. ÍR sigraði Hauka í gær ÍR-INGAR sigruðu Hauka í 2. deild ísland.smótsins í handknattleik í gærkvöldi 20—19. Leikur liðanna fór fram í Hafnarfirði. Sigur ÍR var sanngjarn. Liðið hafði ávallt frum- kvæðið í leiknum og lék betur en Haukaliðið. Staðan í hálfleik var 9—6 fyrir ÍR. Mörk ÍR: Ársæll Hafsteinsson 6, Sigurður Svavarsson 4, Einar Björnsson 4, Björn Björnsson 3, Guðmundur Þórðarson, Sighvatur Bjarnason og Bergur Stefánsson 1 mark hver. Mörk Hauka: Sigurgeir Mart- einsson 8, 4v, Ingimar Haraldsson 3, Lárus Karl Ingason 2, Helgi Harðarson 2, Árni Sverrisson 1. - ÞR. Klaus kemur ekki ÞÝSKI knattspyrnuþjálfarinn kunni Klaus Hilpert, hefur gefið forráða- mönnum ÍBV endanlegt afsvar, en um tíma voru í gangi viðræður milli aðilanna um að Hilpert kæmi hingað til lands og þjálfaði lið ÍBV næsta sumar. Eyjamenn eru með tvo landa Hilperts undir smásjánni um þessar mundir, en málin munu skýrast á næstunni. - hkj. Eldaneytislokar, diaur og dæluelement í fleatar gerðir akipa- og bátavóla avo og dieaelbíla og vinnuvélar. Vestur-þýak gæðavara. Atlas hf Ármúla 7. - Sími 2í>7.">.*). I’óstholf l!).{ - Kovkjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.