Morgunblaðið - 18.12.1981, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.12.1981, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1981 Frá Tónlistaskóla Kópavogs TÓNUSMRSKÓU KÓPfcJOGS Fyrri jólatónleikar veröa haldnir í sal skólans laugar- daginn 19. desember kl. 14.00. Seinni jólatónleikar veröa í Kópavogskirkju sunnu- daginn 20. desember kl. 14.00. Skólastjóri. Kuldahúfur og lúffur á alla fjölskylduna RAMMAOEPDIN HAFNARSTRÆTI 19 sImar 17910& 1 Logandi bambusblys sem hægt er að nota aftur og aftur. Þarf aðeins að fylla hylkið af steinolíu og þá helst loginn í 2-3 tíma, þolir vind og regn, og gefur gott Ijós. Gefur sérstakan hátíðablæ. Tilvalið í GARÐINN - Á LEIÐIÐ í KIRKJUGARÐINN - FYRIR SKÍÐAFÓLK, í BLYSFARIR - TIL AÐ KVEIKJA Á RAKETTUM O.FL. verslunin # Momla Suðurlandsbraut 6, sími 30780. BAMBUS BLYS , nuHffr> i t ■ : Hljómplatan Eins og þú ert: Vinur manns við fyrstu kynni Hljóm- plötur Árni Johnsen Hljómplatan Eins og þú ert, sem listamennirnir Björgvin Hall- dórsson, Róbert Arnfinnsson, Gísli Rúnar Jónsson, Jóhann Helgason, Ragnhildur Helgadóttir og Laddi syngja á, verður vinur manns við fyrstu kynni og á þess- ari leikandi og skemmtilegu plötu er ekki til neitt sem heitir kyn- slóðabil. „Guð minn almáttugur" segir eldra fólkið þegar það unga lætur poppið nötra um veggi og loft og unga fólkið hótar að flytja að heiman þegar pabbi og mamma sitja með sparisvipinn og hlusta á hið sígilda. Með plötunni Eins og •þú ert getur allt liðið sameinazt í samstilltan og góðan hóp, því þessi stórgóða plata er í alla staði vönduð og það hlaut að þurfa kunnáttumann eins og Björgvin Halldórsson til þess að stjórna svo frábærri samsetningu. Þá er það ekki sízt fagnaðarefni að platan býr að textum Kristjáns skálds frá Djúpalæk þar sem íslenzkt mál rís með reisn og mönnum bregður ekki við útþynnt gutl orð- skrípa. Fálkinn gefur plötuna út og hefur ekkert til sparað, enda slík vinnubrögð venja á þeim bæ. Flest laganna á plötunni eru eftir bandarískan vísnasöngvarra á meiði kúrekatónlistarinnar, Tom T. Hall, en Björgvin valdi lögin úr feikn miklu safni söngva hans. Reyndar gerði Brimkló eitt af lög- um Toms frægt hérlendis, en það var lagið Mannelska Maja sem reyndar heitir Ravishing Ruby á frummálinu. Tom T. Hall er á sex- tugsaldri. Hann héfur um langt árabil verið þekktur vísnasöngvari vestan hafs, hann hefur gefið út Ijóðabækur og segja má að hans aðall sé sagnaflutningur. I flestu sem hann semur gælir hann við að segja sögu. Hann hefur samið mikið fyrir börn, texta um sögu Bandaríkjanna og þannig má fremur telja hann vísnasöngvara en „country“-söngvara. Eitt lag er eftir ókunnan höfund, en tvö lag- anna, Telpu táta og Það allt er þakkarvert, eru eftir Björgvin Halldórsson og staðfesta enn einu sinni fjölhæfni þessa vinsæla ís- lenzka söngvara sem tvímlalaust er á heimsmælikvarða í dægur- lagasöng í dag. Björgvin Halldórsson hefur bæði annazt útsetningar á hljóm- list plötunnar og stjórnað upptök- um, en á útsetningu hljóðfæra í strengjasveit, sem leikur með, má glöggt þekkja glæsileg vinnubrögð Jóns Sigurðssonar bassaleikara. Þá skapar það breidd í Eins og þú ert að fá til liðs jafn fjölbreytt úrval flytjenda og raun ber vitni, auk allstórs hóps hljóðfæraleikara úr fremstu víglínu skila söngvar- arnir hlutverki sínu hver á sinn hátt þannig að ekki verður að fundið. Upptökurnar fóru fram í Hljóð- rita í október sl. og önnuðust þeir Björgvin og Sigurður Bjóla hljóðblöndunina, platan var press- uð í Hafnarfirði og Úlfar Örn hannaði smekklegt umslag þar sem sú nýbreytni er á ferð að text- arnir fylgja í lítilli litabók þar sem fólk getur duddað með börn- um sínum á meðan það nýtur skemmtilegrar plötu sem ég tel vera eina þá aðgengilegustu sem er á markaðnum nú fyrir alla fjöl- skylduna. Galdratjaldið heitir fyrsta lag- ið, fjallar um ævintýraheim drauganna á lipran hátt, Eins og þú ert fjallar um mannlífið eins og það gengur sinn vanagang, Tíkin Hnáta fjallar um trúfestu hunds- ins og hversdagsbaráttu þeirra vinföstu dýra. Húsamús er bar- áttusöngur fyrir tilveru þessa smáa dýrs og Gísli Rúnar flytur það af skemmtilegri nærfærni því það er mikill stærðarmunur á honum og viðfangsefninu. Öll við skulum gleðjast byggir á hinu jákvæða allt um kring ef menn gæta þess aðeins að hafa hugar- farið rétt. Það búa ýmis öfl í þér er gullfallegur texti sem býr yfir töfrum skáldsins og það er mjög skemmtilegt hve Kristján frá Djúpalæk hefur getað fetað lipurt þann hamar sem fylgir því að láta textann fylgja dægurlaginu reip- rennandi eftir án þess að það sé á kostnað málsins. Laugardagslag er snaggaralegt stef eftir óþekkt- an höfund og textinn rétt si svona til þess að geta umlað með. Telpu táta er falleg mynd af stúlkubarni, Það allt þakkarvert er minnir á það marga sem fólk má vera þakklátt fyrir á tímum vaxandi spennu, velferðarkapphlaups og hégóma og síðasta lagið, Jól, und- irstrikar að Jól eru söngvar um jötunnar barn, jól eru sól yfir vetrarins hjarn. Kristján frá Djúpalæk og Björgvin Halldórsson brúa bil kynslóðanna með samvinnu sinni við þessa plötu sem er hafin yfir gagnrýni á vettvangi dægurtón- listarinnar og hún skilar hlust- andanum frá sér betri manni en þegar hann hóf hlustun. Það eru mikil meðmæli og við látum hér til gamans fylgja með eitt af ljóð- um Kristjáns sem hann fellir svo vel að hinu erlenda lagi banda- ríska vísnasöngvarans: l>að búa ýmis öD í þér og óskin þij* á vængjum bor. Ef all( er réU, sem okkur býr í tjrun þá undrið stóra ^erast mun. I»ú gelur orðið margt - ef markið hátt er sett < >1» munað hverja stund að treysta (íuði og |breyta rétt l>ú ált »vintýra*framtíð fyrir þér allt fa*st ef nóg vogað er. Seiður í brosi þínu býr og bjartur heilsar morgunn nýr. Yöskum dreng er þörf að reyna þrótt, því skal á brattann, vinur, sótt. I»ú K<‘lur unnið stríð þó standi nokkuð ta>pt ef styrk í armi hefur og værðarinnar mók er |sv«ft. Sjaldan brýtur ^æfumaður jjler, það búa ýmis öíl í þér. Hart er í heimi og hórdómur mikill Bókmenntír Guðmundur G. Hagalín Ásgeir Jakobsson: Hinn sæli morg- unn, skáldsaga. lltgefandi: Bókaút- gáfan Þjóðsaga, Keykjavík 1981. Það er fyrst að segja um þessa skáldsögu, að hún er um sitthvað sérstæð og kostuleg. Höfundurinn hefur fundið upp á því, að kalla ísland Gjallland og þá auðvitað landa sína Gjalllendinga. En síðan lýsir hann sögusviðinu svo líku veruleikanum, að enginn getur gengið þess dulinn, að sagan gerist á Islandi, nánar til tekið við ísafjarð- ardjúp, og að Víkin eina, oftast köll- uð einungis Víkin, er Bolungavík og Þumaleyri ísafjarðarkaupstaður. Loks eru svo Vestfirðir, sá skrýtni skagi, kallaðir þríströndungur. Svo hefst bókin á að taka það fast- lega fram, að höfundi þyki íslend- ingar hafa verið langt um of háðir sauðkindinni, en vanrækt hafið, fullt af hvers konar fiski, sem sé: þorri manna hafi allt að því gleymt því, að fiskimiðin væru eðlilegur og öruggur matgjafi og þá hefst hinn sæli morg- unn þjóðarinnar, þegar augu manna ljúkast yfirleitt upp fyrir lífsbjörg- inni í sjónum og þeir taka að afla sér stærri skipa en þeirra árabáta, sem þó allmargir sóttu sjóinn á og um- fram flesta eða alla aðra íbúar Vík- urinnar einu. Þá leggur skáldið áherzlu á, að þó að þjóðin hafi verið alleinangruð og ekki siglt um verald- arhöfin, þá hafi komið mikil og ærið gjöful kynbót með komu erlendra fiski- og veiðimanna, sem og kaup- sýslumanna, þótt þeir hafi annars verið blóðsugur og plága, sem ekki hafi staðið hafís og eldgosum að baki. En sem sé: konur voru fúsar til skyndiásta, góðu heilli, þegar gott bauðst. Þá er það og nokkuð sérlegt í sögunni, að svo að segja hver maður hefur viðurnefni, en sú var fram á seinustu áratugi tízka víða um Vest- firði að gefa mönnum bínefni, svo sem títt var hjá feðrum okkar. í samræmi við það framansagða er stíllinn á fyrstu köflum sögunnar allóhrjálegur, en þegar á líður nær höfundurinn á honum jafnari og fastari tökum, og loks orðinn mjög í samræmi við það, sem frá er sagt, svo sem raunar vera ber. Lífinu þarna á norðurslóðum er lýst af þekkingu og mjög sannfærandi, og virðist ekki sums staðar langt í að höfundurinn sé að eignast sérstæð- an, samfelldan, en þó sveigjanlegan stíl. Persónur, sem koma nokkuö telj- andi við sögu, eru sumar ljóslifandi og undir lokin tekst skáldinu þannig upp, að heita má snilli. Á það eink- um við lýsingarnar á hörmum þeirra mæðgnanna, Margrétar og Hervar- ar, og frábærlega verður Björn bóndi eftirminnileg persóna, þegar því er lýst, hvað hann tekur til bragðs til Ásgeir Jakobsson. að þrúga hjartasorg konu sinnar. En vafasama tel ég lýsingu höfundar á því, að Hervör, sem tekin er eftir missi bónda síns að festa ást á sönnum afburðamanni í sinni stétt, fellur í girndarfreistni fyrir norð- lenzku yfirlætis- og rindilmenni. Þá skal þess getið, að lýsing höfundar á Halli, sem fyrirfer sér eftir að hafa komizt að raun um, að barnið, sem Hervör ber undir brjósti, er ekki hans afkvæmi, er sjálfri sér sam- kvæm í einu og öllu til hinztu stund- ar. Mörgum mun finnast við lestur þessarar sögu, að höfundur geri nokkuð mikið úr lauslæti kvenna, en yfirleitt eru lýsingar hans ekki sóða- legar, svo sem hjá ýmsum öðrum ís- lenzkum skáldsagnahöfundum og þá ekki sízt kvenfólki, enda gerir hann glöggan mun á girnd og ást, og er ástin hjá honum betri valkostur, en þó háskalegri í sumum tilvikum en augnabliks áhrif girndarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.