Morgunblaðið - 18.12.1981, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.12.1981, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1981 + Móöir okkar, MARKRÚN FELIXDÓTTIR, Mjósundi 3, Halnarfirði, andaðist i St. Jósefsspitala þriðjudaginn 15. desember. Svava Ásmundsdóttir, Einar Ásmundsson, Helgi Ásmundsson. Maðurinn minn, SVERRIR SIGURÐSSON kaupmaður, Lindarbraut 45, Seltjarnarnesi, er látinn. Útförin hefur farið fram. María Magnúsdóttir og synir. + ANNA JÓNSDÓTTIR REINERS hjúkrunarkona, sem lést í Borgarspítalanum 15. desember, verður jarðsungin frá Hvammstangakirkju laugardaginn 19. desember kl. 11.00. Vandamenn. t Eiginkona mín, móöir, tengdamóöir og amma, FJÓLA MATTHÍASSON, Birkiteig 18, Keflavik, veröur jarðsungin frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 19. desember kl. 14.00. Fyrir hönd vandamanna, Sverrir Matthíasson. t Astkær kona mín, móðir, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN AÐALHEIÐUR BENEDIKTSDÓTTIR frá Torfustööum, Heiöargerði 104, Reykjavík, er látin. Jarðarförin hefur fariö fram. Bjarni Guömundsson, Hulda Karlsdóttir, Benedikt Valgeirsson og dætur. t Maðurinn minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, ÁSGEIR JÓHANNSSON frá Kálfholtí, andaöist að kvöldi 15. desember að heimili sínu, Mánavegi 5, Selfossi. Guöleif Magnúsdóttir, Hilmar Ásgeirsson, Aöalheiöur Bóasdóttir, Gunnar Ásgeírsson, Magnhildur Grímsdóttir, Sigrún Ásgeirsdóttir, Bragi Bjarnason, Birgír Ásgeirsson, Karen Arnadóttir, Margrét Asgeirsdóttir, Arngrímur Baldursson, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir og afi, SIGURDUR HANNESSON, Stóru-Sandvík, Flóa, sem varð bráökvaddur aö heimili sínu 11. desember sl., veröur jarösunginn frá Stokkseyrarkirkju laugardaginn 19. desember kl. 14.00. Hólmfríöur Þóröardóttir, Þórður Sigurösson, Ásta Samúelsdóttir, Hannes Sigurðsson, Þórhildur Ólafsdóttir, Jens Sigurösson, Sigríöur Ólafsdóttir, Ásrún Kristín Sigurðardóttir, Steingrímur Jónsson, Margrét Siguröardóttir og barnabörn. Þákka sýnda samúö viö andlát og útför ÓLAFÍU ÓLAFSDÓTTUR, Baldursgötu 7. Fyrir hönd aöstandenda. Vera Pálsdóttir. Minning: Guðrún Sigurgeirs- dóttir frá Ólafsvík Þann 9. desember sl. lést í Borg- arspítalanum í Reykjavík Guðrún Sigurgeirsdóttir, löngum kennd við Graenuhlíð í Ólafsvík. Guðrún var á 87. aldursári þegar hún lést og verður útför hennar gerð frá Ólafsvíkurkirkju í dag. Guðrún var fædd á Eyrinni á Arnarstapa 16. maí 1895, elst sex systra, dóttir hjónanna Steinunn- ar Vigfúsdóttur og Sigurgeirs Árnasonar, sem þar bjuggu. Einn- ig ólu þau hjónin upp eina fóstur- dóttur, Friðdóru Friðriksdóttur, sem ávallt var litið á sem eina af systrunum, enda einstök sam- heldni og kærleikur ríkjandi milli systranna og Friðdóru alla tíð. Foreldrar Guðrúnar fluttust að Brimilsvöllum í Fróðárhreppi skömmu eftir aldamót, þar sem Guðrún ólst upp í glöðum og gjörfulegum systrahóp, þar til hún 19 ára gömul giftist Guðbrandi Jó- hanni Guðmundssyni, sjómanni og síðar skipstjóra, og settu þau saman bú í ðlafsvík, þar sem þau bjuggu alla sína búskapartíð eða þar til Guðbrandur féll frá fyrir aldur fram þann 17. desember 1949. Þeim Guðrúnu og Guðbrandi varð sex barna auðið, fimm sona og einnar dóttur. Elsta soninn misstu þau á fyrsta ári, en börn þeirra, sem upp komust, voru þessi: Aðalsteinn, verslunarmaður í Ólafsvík, kvæntur Maríu Sveinsdóttur, Karl Ómar, húsa- smíðameistari í Reykjavík og seinna á Seltjarnarnesi, kvæntur Guðrúnu Haraldsdóttur, Leó, sparisjóðsstjóri í Ólafsvík, kvænt- ur Helgu Lárusdóttur, Kamilla, skrifstofumaður í Reykjavík, og Svavar, rafvirki í Kópavogi, kvæntur Ragnhildi Óskarsdóttur. Öll eru börnin á lífi nema Karl Ómar, sem lést 1979, einstakur sæmdar- og mannkostamaður, sem féll frá fyrir aidur fram. Guðrún var einstaklega glæsileg kona og lét ótrúlega lítið á sjá þrátt fyrir háan aldur. Sama gegndi um systur hennar, sem flestar settust að í Ólafsvík. Eins og áður er vikið að var einstakur kærleikur með systrunum og bar þar aldrei skugga á. Glaðværð, fé- lagslyndi og söngelska var sam- eiginlegt einkenni þeirra allra. Eftir standa nú aðeins Guðríður og Kristensa, sem sjá nú eftir systrum sínum hverri af annarri. Söknuður þeirra er að sjálfsögðu mikill og bið ég Guð að styrkja þær og blessa. Það kom í hlut Guðrúnar eins og flestra annarra sjómanns- kvenna að gæta bús og barna með- an Guðbrandur var langtímum fjarverandi vegna starfa sinna. Þrátt fyrir það varð fráfall Guð- brands hvorttveggja í senn mikið harmsefni og mikil röskun á öllum högum Guðrúnar. Hún lét þó ekki deigan síga frekar en endranær, heldur hélt sínu striki með reisn. Nú kom það í hennar hlut að axla hlut eiginmanns síns við fram- færslu og forsjá heimilisins og fór henni það úr hendi svo að eftir var tekið. Guðrún hafði hafið störf hjá Hraðfrystihúsi Ólafsvíkur þegar við stofnun þess í stríðsbyrjun og vann þar sleitulaust í rúmlega 30 ár. Eg tel að á fáa sé hallað, þótt fullyrt sé, að þar hafi ekki aðrir skilað meira og betra verki, enda naut hún þar maklegrar virðingar jafnt yfirmanna sem samstarfs- manna. Þá er ógetið þess þáttar í lífi hennar, sem var henni mikill gleðigjafi, en það var starf hennar í kirkjukór Ólafsvíkurkirkju. Frá því að eg fór fyrst að skynja um- hverfi mitt þar vestra, þá má segja, að runnið hafi saman í eitt í vitund minni kirkjukórinn og þær Götusystur, en svo voru Guðrún og systur hennar oft nefndar. Margur þar vestra hlýtur að varð- veita þá mynd í huga sínum í sam- + Alúöarþakkir fyrir sýnda samúö og vináttu viö andlát og jaröarför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, GUDRÍDAR DANÍU KRISTJÁNSDÓTTUR, Hraunbæ 4. Páll H. Ásgeirsson, Guöný Einarsdóttir, Danfriöur K. Ásgeirsdóttir, Guórún Lillý Ásgeirsdóttir, Árni Einarsson og barnabörn. t Þökkum auösýnda samúö og vinarhug við andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og vinar, KRISTÍNAR EYJÓLFSDÓTTUR, Noröurbraut 23, Hafnarfiröi. Ingveldur Húbertsdóttir, Jóhannes Magnússon, Sigursteínn Húbertsson, Anna Pálsdóttir, Ágúst Húbertsson, Hrafnhildur Þórarinsdóttir, Svavar Þórhallsson, Sigríður Arnórsdóttir, Eiríkur Hávarðsson og barnabörn. + Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginkonu minnar, móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og lang- ömmu, ÞÓRUNNAR FJÓLU PÁLSDÓTTUR, Ásabraut 3, Sandgerði. Maron Björnsson, Þórir Maronsson, Elsa Kristjánsdóttir, Björn Maronsson, Lýdía Egilsdóttir, Viggó Maronsson, Erla Sveinbjörnsdóttir, Helgi Maronsson, Þórunn Haraldsdóttir, Margrét Maronsdóttir, Magnús Jónasson, Grétar Lárusson, Stella Einarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. bandi við jarðarfarir, að sjá Guð- rúnu hraða sér heim úr frystihús- inu á miðjum vinnudegi og sjá hana síðan innan skamms birtast prúðbúna á leið til kirkju. Jarðar- farir voru í þann tíma eftirminni- legar athafnir, sérstaklega þegar þá tíðkaðist enn að kristur væru bornar frá heimilum hinna látnu, oft langar leiðir, til kirkju. Það var undanbragðalaust, að óstýri- látir piltar létu þá af ærslum sín- um meðan kistan var borin fram hjá. Réði þar mestu virðing fyrir hinum látna, en eins hitt, að víst mátti telja að í hópi þeirra, sem gengu á eftir kistunni, væru þær Götusystur, Guðrún, Kristín, Vig- dís og Friðdóra, því engir piltar, þótt baldnir væru, létu það henda sig að kalla yfir sig vanþóknun þeirra systra og afleiðingar slíks athæfis. Starf Guðrúnar og þeirra systra í þágu kirkju og safnaðar verður seint metið að verðleikum. Guðrún var hafsjór af fróðleik um ættir og ættartengsl. Einkum var henni hugstæð vitneskja um alla þá, sem tengdust ættmennum hennar og vinum. Hún varðveitti þessa barnslegu forvitni til hins síðasta. Umtalsfróm var hún með afbrigðum og tók gjarnan málstað þess sem minna mátti sín eða á var hallað í umræðum manna á milli. Eftir að Guðrún var orðin ein í Grænuhlíð fluttist hún i skjól sona sinna og tengdadætra í Ólafsvík. Þar bjó hún í allmörg ár og naut verðugs ástríkis og um- önnunar. Veit eg, að Guðrún mat það mikils, sérstaklega var hún þakklát tengdadætrum sínum, þeim Maríu og Helgu, fyrir þeirra hlut í þessum samböndum. Mikið yndi hafði hún af návistum við barnabörnin og fylgdist með vel- ferð þeirra af slíkum áhuga, að öllum hlýtur að vera minnisstætt. Má segja, að ekkert hafi farið fram hjá henni í þeim efnum og entist henni sá eldmóður allt til hins síðasta. Seinustu árin dvaldi hún hér syðra og naut hér umhyggju barna sinna og fjöiskyldna þeirra, síð- ustu árin á Hrafnistu í Hafnar- firði. Þar eyddi hún ævikvöldinu sátt við Guð og menn. Með Guðrúnu er gengin góð og gagnmerk kona, sem öllum sam- ferðamönnum hlýtur að verða minnisstæð. Eg, sem þessar línur Birting afmœlis- og minningar- greina. ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðst- stt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vcra í sendi- bréfsformi. Þess skal einnig get- ið, af marggefnu tilefni, að frum- ort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morgunhlaðsins. Ilandrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.