Morgunblaðið - 16.01.1982, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1982
7
Inniley þökk til vina og vandamanna fyrir einlæga
vinsemd, sem mér var sýnd á nírœöisafmœli mínu og
gerdu mér daginn ógleymanlegan. Sérstök þökk til Hans
fóstursonar míns ogfjölskyldu hans.
Drottinn Jesú sé ykkar vörn og skjól um komandi ár og
gefi ykkur sinn frið.
Með kærri kveðju
Guðný S. Guðjónsdóttir
Læriö Bridge
Námskeiðin hefjast
18. og 19. janúar kl. 20.30.
Byrjendur 10 mánudagskvöld.
Lengra komnir 10 þriðjudagskvöld.
BRIDGESKÓLINN
Sími19847.
Fjölga má atvinnutækifærum %
fyrir alkóhólista f
og aðra sjúklinga. I
Þeirra vegna er ÁTAKS þörf.
ÚTVECSBANKIÍSLANDS
Augnayndi eldhússins
Hér er nokkuð fyrir þá sem vilja ganga að sínu dag-
lega brauöi á vísum stað. Þessi vandaöi brauðkassi
er framleiddur úr massívum viði og sómir sér vel hvar
sem er í eldhúsinu.
Opiö í dag 10—12
Útsalan enn í fullum gangi
Verslunin opin
kl. 12—18
mánudag.
Póstsendum
samdægurs
SI m Í 45300 Auöbrekku 44-46 Kópavogi. Sími 45300
■■œsasinínrsTíj
mr w'rnrrn^
■i'ir/tMf t*nim
UkW/’l
Ávallt sama áralagið
Forsætisráðherra Gunnar Thoroddsen lét þau orð falla í ræðu fyrir
nokkrum vikum, að til að stjórna landinu þyrftu menn að kunna
áralagið. Myndin, sem hér fylgir, sýnir, hvernig ræðarar í ríkisstjórn-
inni haga sér, þegar þeir reyna að þoka þjóðarskútunni úr stað. Er
ekki nema von að illa gangi.
í Staksteinum í dag er athyglinni beint frá efnahagsmálunum að
þeim málum, sem undir utanríkisráðherra heyra og bíða úrlausnar á
hans vettvangi. Þar er ekki nóg með að menn rói hver á móti öðrum
innan ríkisstjórnarinnar hið sama á við innan Framsóknarflokksins.
Kommar
og SÍS
Framsóknarflokkurinn
er einkennilegasti stjórn-
málaflokkurinn á íslandi
og þótt vídar væri leitad.
Þar koma menn saman í
þeim tilgangi að sameinast
um einhverja millileið, sem
stundum liggur til tveggja
átta, oftar þó í hring. Undir
forystu Steingríms Her
mannssonar hefur leiðin út
af hinu pólitíska hringtorgi
framsóknarmanna legið til
vinstri, honum hefur verið
það svo mikið kappsmál að
halda góðu sambandi við
Alþýðubandalagið, að hann
segist starfa undir kjörorð-
inu: „Allt er betra en íhald-
ið.“
Dæmi um þá einkenni-
legu stöðu, sem skapast í
samskiptum framsóknar
manna og alþýðubanda-
lagsmanna, er samstarf
olíufélags SÍS, ESSO, við
kommúnista um að leggja
stein í götu endurnýjunar á
olíugeymakerfi varnarliðs-
ins með þvi að andmæla
hugmyndinni um olíustöð
varnarliðsins { Helguvík.
17. maí 1981 ritaði Vil-
hjálmur Jónsson, forstjóri
ESSO, utanríkismálanefnd
Alþingis bréf um Helguvík-
urmálið. Lýsti þingflokkur
Alþýðubandalagsins því yf-
ir, að hann teldi þær hug-
myndir, sem fram komu í
bréfi forstjóra ESSO far
sæla lausn á vandanum við
endurnýjunina á eldsneyt-
isgeymakerfi varnarliðsins.
Fór sjálfur Ólafur R.
Grímsson, formaður þing-
flokks Alþýðubandalags-
ins, lofsamlcgum orðum
um ESSO í þingræðu af
þessu tilefni.
Við þennan vitnisburð
þingflokksformannsins
rifjaðist upp fyrir þeim,
sem á sínum tíma tóku
þátt í ráðstefnu á vegum
Norðurlandaráðs í Kristi-
ansand um lýðræði, að þar
kvaddi Baldur Óskarsson,
fóstbróðir Ólafs R. Gríms-
sonar og núverandi fram-
kvæmdastjóri Alþýðu-
bandalagsins, sér hljóðs og
réðist' með næsta ósæmi-
legum hætti að ESSO fyrir
fjármálvafstur fyrirtækis-
ins og undirlægjuhátt í her
mangi.
í stefnuskrá Alþýðu-
bandalagsins er svo að orði
komist: „Mikinn þátt í sið-
ferðilegri hignun sam-
vinnuhreyfingarinnar eiga
framkvæmdir í þágu
bandaríkjahers og önnur
efnahagstengsl við herstöð-
ina. En þótt samvinnufé-
lögin og forstjórahópur
þeirra hafi smitast af við-
horfum, vinnuaðferðum og
markmiðum auðvaldsins,
er talsvert róttækur undir
straumur í samvinnuhreyf-
ingunni."
Ákvördun um
Helguvík
Undir lok þinghalds vor
ið 1981 var samþykkt
álvktun, þar sem utanríkis-
ráðherra var falið að flýta
framkvæmdum við bygg-
ingu nýrra eldsneytis-
geyma fyrir varnarliðið.
Síðan hefur verið næsta
hljótt um þetta mál. Þó
hefur komið fram, að
tæknifraslingar hafa unnið
að jarðvegsrannsóknum og
hafnarskilyrði hafa verið
rannsökuð. I tanríkisráð-
herra Ólafur Jóhannesson
hefur hvað eftir annað lýst
því yfir, að í þessu máli
hafi hann fullt forræði og
raunar var forræðisvald
hans ítrekað með þeirri
þingsályktun, sem sam-
þykkt var síðastliðið vor.
Forsætisráðherra, Gunnar
Thoroddsen, hefur dregið
forra'ðisvald Olafs Jóhann-
essonar í efa og látið að því
liggja, að ákvörðun um
framkvæmdir í llelguvík
eða annars staðar væru á
valdi ríkisstjórnarinnar
allrar. I>essum skilningi
hefur (llafur Jóhannesson
ítrekað mótmælt, þá hafa
kommúnistar veifað leyni-
samningnum um neitunar
vald sitt í öllum meirihátt-
ar málum, er undir ríkis-
stjórnina heyra.
Steingrímur Hermanns-
son hefur tvisvar sinnum
opinberlega vegið að
stefnu Olafs Jóhannesson-
ar í flugstöðvarmálinu; vill
Steingrímur, að Banda-
ríkjamenn beri allan
kostnað við smíði nýrrar
flugstöðvar á Keflavíkur
flugvelli en Olafur vill
halda sig við gerða samn-
inga um kostnaðarskipt-
ingu, kommúnistar og for
sætisráðherra telja ótíma-
bært að taka ákvörðun í
þessu máli, þótt það sé
komið í eindaga.
Ákvarðanir varðandi
framkvæmdir til endurnýj-
unar á eldsneytisgeyma
kerfi varnarliðsins eru að
komast í eindaga, niður
stöður rannsókna munu
liggja fyrir og hafa kunnug-
ir vænst ákvarðana utan-
ríkisráðherra á hverri
stundu. Þær liggja þó enn
ekki fyrir. Ekki er ólíklegt,
að í þessu efni eins og um
flugstöðina hafi komið til
ágreinings milli Olafs Jó-
hannessonar og Steingríms
Hermannssonar. Kann
Steingrímur að telja þann
kost vænstan, hvað sem
öllum rannsóknum líður og
hagkvæmnLsathugunum á
vegum þeirra, sem fram-
kvæmdirnar við olíukerfið
eiga að greiða, en það eru
Bandaríkjamenn og fram-
kvæmdastjóður á vegum
NATO, að styðja sjónarmið
ESSO og kommúnista.
Hefur þá mjög verið þrengt
að utanrikisráðherra í
þessu máli, ef forsætis-
ráðherra og kommúnistar
leggja að honum innan rík-
isstjórnarinnar, og formað-
ur Framsóknarflokksins og
SÍS-valdið með stuðningi
kommúnista á flokksvett-
vangi innan framsóknar.
Nú
býðst sérstök
FOK
TRYGGING "
Kynntu þér skUmálana!
s
s
SAMVINNU
TRYGGINGAR
ÁRMÚLA3 SÍMI81411
UMBOÐSMENN UM LANDALLT
Braatryðjenctur
íbœtfum
tryggmgum
EFÞAÐERFRÉTT-
NÆMT ÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
AUGLYSINGA-
SÍMINN F,R:
22480