Morgunblaðið - 16.01.1982, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 16.01.1982, Blaðsíða 40
Síminná QQflOQ afgreiðslunni er OOUOO JHor£TmbI(ií>ií> ^ ' Símiáritstjórn Hfliflfl og skrifstofu: I U I UU JRorjjimblnbib LAUGARDAGUR, 16. JANÚAR 1982 Fjölmennasti fundur sjómanna á Islandi: l'tn 900 sjómenn sátu fund Sjómannasambands Islands og Karmanna og fiskimannasambandsins í Reykjavík í gær, en á myndinni, sem Emilía Björnsdóttir Ijósmyndari Mbl. tók, sést hluti fundarmanna á fjölmennasta fundi sem sjómenn hafa haldið á íslandi. Aðilar bjartsýnir og búizt við fiskverðsákvörðun í dag SKÖMMII FYRIR miðnætti í nótt voru taldar miklar líkur á því, að samkomulag næðist um nýtt fiskverð í dag. Reynt var að samræma sjónar mið sjómanna, útgerðar og vinnslu á fundi yfirnefndar verðlagsráðsins seint í gærkvöldi og voru aðilar bjartsýnir á lausn á fundi nefndarinnar, sem boðað hefur verið til í dag. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsinsvarrætt um 17—18% fiskverðshækkun. Er viðbrögð fiskseljenda, sjó- manna og útgerðar við hugmyndum stjórnvalda og kaupenda um 15% hækkun fiskverðs í fyrrinótt urðu ljós og kjaradeilu sjómanna var stefnt í óleysanlegan hnút, var málið tekið upp að nýju í gær. Stjórnvöld gerðu seljendum tilboð um 17% hækkun fiskverðs og lofuðu jafn- framt að tryggja, að ekki yrði gengið á hlut vinnslunnar, þannig að þeirra hlutur yrði ekki gerður verri en stjórnvöld og kaupendur sömdu um RIKISSTJÓRNIN leggur höfuðáherslu á að koma í veg fyrir grunnkaupshækk- anir á árinu. Af þeirri ástæðu var fallið frá þeirri hugmynd að skerða verðbóta- vísilöluna um 7% I. mars. I'ess í stað verður hún lækkuð um 3% 1. febrúar með niðurgreiðslum og tollalækkunum og síðan á ný um 3% I. maí með sömu aðferðum. Efnahagspakki ríkisstjórn- arinnar hljóðar upp á 300—400 millj. kr. Fjár lil hans verður aflað með niðurskurði opinberra framkvæmda, einnig eru uppi hugmyndir um hækkun söluskatts, skattlagningu á banka stofnanir og sérstakan skatt á innflutn ingsverslun, sem gæft nokkra tugi milljóna. Ekki hefur þó náðst sam- staða um annað en niðurskurðinn og sjálfstæðismenn og framsoknarmenn hafa staðið gegn hugmynd alþýðu- handalagsmanna um skattinn á inn- flutningsverslunina. á fimmtudag. í gær var því leitað leiða til að tryggja að flotinn héldi á ný til veiða, en þó án þess að gengið yrði gegn fiskvinnslunni. A fundi sjómanna í gær kom fram, að þeir gætu ekki samþykkt lægra fiskverð en 18% og í gærdag lögðu útvegs- menn fram tilboð um 18% hækkun fiskverðs og lækkun oliugjalds úr 7,5% í 7%. I sjónvarpsþætti í gærkvöldi ræddu þeir Kristján Ragnarsson, Efnahagspakkinn á að vera til- húinn áður en Alþingi kemur saman um miðja næstu viku og miðar ríkis- stjórnin við, að hann geti haldið verðbólgunni í 35%' í árslok. Um 200 millj. kr. eru fyrir hendi í pakkann á fjárlögum í formi niðurskurðar- heimilda o.fl., og sem eftirstöðvar af niðurgreiðslum. Aðeins hefur náðst samstaða um 50 millj. kr. til viðbótar í formi auk- ins niðurskurðar. Helst er talað um til viðbótar hækkun söluskatts upp á 'h %, sem gæfi 60 millj. kr., og skatt- lagningu bankastofnana um 20—40 millj. kr. Mestur styrr hefur staðið um skatt á innflutningsverslun, sem Alþýðubandalagið hefur lagt til, en talið er, að hvorki Gunnar Thorodd- sen né Tómas Árnason muni sam- þykkja þá tillögu. Ráðherrarnir hafa alveg horfið frá Ingólfur Ingólfsson og Steingrímur Hermannsson um fiskverðið og samningamálin, en þessir aðilar hafa vænt hvern annan um ósann- indi siðustu daga, fiskseljendur segja Steingrím hafa lofað því, að fiskverð yrði ákveðið með þeim, en Steingrímur segir það rangt. í þætt- inum sló í brýnu með Ingólfi og sjávarútvegsráðherra og sagði Ing- ólfur, að orð ráðherrans um ákvörð- un fiskverðs með seljendum væru „eins og annað, sem frá þér hefur komið, en fæst af því hefur farið eft- ir“. Hann sagði, að sjómenn væru tilbúnir að semja, en ekki að láta svínbeygja sig. Steingrímur sagðist vona, að menn gætu mætzt á miðri leið og tók Ingólfur undir það. Kristján Ragnarsson sagðist ekki hugmyndum um skerðingu verðbóta- vísitölunnar 1. mars, en sú hugmynd kom bæði fram hjá sjálfstæðis- mönnum og framsóknarmönnum. Kom þeim saman um, að slík skerð- ing myndi gera samningsstöðu við verkalýðshreyfinguna erfiðari, en allt kapp er nú lagt á að halda grunnkaupshækkunum í lágmarki, — semja um allt annað en grunn- kaup, þegar til samninga kemur. í niðurskurði opinberra fram- kvæmda verður víða borið niður. Allir opinberir sjóðir verða skornir niður með ákveðinni prósentutölu, annars staðar verða upphæðir tíund- aðar. Tekið verður af öllum ráðu- neytum. Þá þarf til að koma breyt- ing á fjárlögum í sameinuðu þingi og er talið að þar geti á stundum orðið spurning um meirihluta. fyrr hafa kynnzt vinnubrögðum eins og þeim sem verið hafa af hálfu ráðherra við þessa fiskverðsákvörð- un, ráðherrar hefðu sagt „ég vil, ég get“ og þeir hefðu gert aðilum verð- lagsráðsins tilboð á fundum, án að- ildar oddamanns. Þá sagði hann, að ráðherrar segðu tölur Þjóðhags- stofnunar rangar og minntu vinnu- hrögðin á það sem tíðkaðist fyrir austan járntjald, ef tölur hentuðu ekki, þá væru þær sagðar rangar. Kristján sagði, að það hefði verið mikið ábyrgðarleysi af hálfu stjórn- valda að ætla sér að ákveða fiskverð með kaupendum, fiskverð sem sjó- menn og útgerðarmenn gætu ekki sætzt á. Það þjónaði engum tilgangi að leysa fiskverðsmálið, ef kjaramál- in væru óleyst og flotinn í höfn. í tengslum við efnahagspakkann hafa verið ræddir ýmsir aðrir þætt- ir, svo sem hömlur í peningamálum svo og verðlagsmál. Sjálfstæðismenn í ríkisstjórn, auk Tómasar Árnason- ar, leggja mikið upp úr að rýmkað verði til í verðmyndunarkerfinu og vilja þeir koma í gildi lögum um frjálsa verðmyndun, sem sett voru í ríkisstjórnartíð Geirs Hallgrímsson- ar í árslok 1978. Alþýðubandalagið hefur ekki samþykkt þessa tillögu þeirra. Nokkur styrr er því enn um efna- hagspakka ríkisstjórnarinnar. Ár- degis kemur efnahagsnefnd ríkis- stjórnarinnar, ráðherranefnd og efnahagssérfræðingar saman til fundar, en ekki er talið líklegt að samstaða náist fyrr en um miðja næstu viku. Ríkisstjórnin ætlaði að brjóta niður verk- fall okkar - sagði Ing- ólfur Ingólfsson UM 900 sjómenn sóttu fjöl- mennasta fund sem haldinn hefur verið hérlendis á veg- um sjómanna í Sigtúni í Reykjavfk í gær, en þar ræddu sjómenn stöðuna í málum sjómanna og fjölluðu forystumenn sjómanna um gang mála. Höfðu forystu- mennirnir kjarnyrtar lýs- ingar á samskiptum við stjórnvöld landsins að und- anfórnu. Oskar Vigfússon, forseti Sjómannasambands Islands sagði að á sl. þremur mánuð- um hefði keyrt um þverbak í aðför stjórnvalda að sjómönn- um og á því stutta tímabili hefðu sjómenn orðið fyrir 18,3% tekjuskerðingu í fisk- verði. Þá sagði Óskar að þegar samningar sjómanna og út- vegsmanna hefðu legið fyrir hefði þriðji aðilinn, ríkistjórn- in, komið til skjalanna og ómerkt allt á einni klukku- stund. „Sjávarútvegsráðherra, for- sætisráðherra og Svavar Gestsson, félagsmálaráðherra, sem virðast vera í einhverju þrístirni innan ríkisstjórnar- innar, hafa rætt málið, því án samþykkis þessara manna hefði fyrrgreind ákvörðun ekki verið tekin, en allt er þetta mál þannig vaxið að með ólíkindum er og ótrúlegt. Þessari afstöðu ráðherranna getur aðeins ráð- ið heiftrækni og hatur og slíkt vil ég ekki ætla neinum,“ sagði Ingólfur Ingólfsson, fulltrúi sjómanna í Verðlagsráði. Þá sagði Ingólfur að Steingrímur Hermannsson hefði boðið 17% fiskverðshækkun fyrr um dag- inn, en hann kvaðst ekki vita hvort það væri hugmynd þing- flokks framsóknarmanna eða ríkisstjórnarinnar allrar. Spurði Ingólfur hvort vilji væri ekki allt sem þyrfti til að leysa málið eins og forsætis- ráðherra hefði sagt um með- ferð vandamála, en Ingólfur lagði áherslu á að allt málið væri í miklu verri hnút en það gæti verið vegna ótímabærra yfirlýsinga stjórnvalda. „Sjávarútvegsráðherra er búinn að segja sjómönnum stríð á hendur og ríkisstjórnin ætlar að brjóta niður verkfall okkar, svei svona viðhorfum, svei þeim,“ sagði Ingólfur Ing- ólfsson. Guðmundur Hallvarðsson, varaforseti Sjómannasam- bandsins áréttaði að ráðherr- arnir mættu hafa skömm fyrir að reyna að brjóta niður sam- stöðu sjómanna. Sjá opnu blaðsins í dag. Efnahagspakki rfkisstjórnarinnar: Komið verði í veg íýrir grunnkaupshækkanir í ár

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.