Morgunblaðið - 16.01.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.01.1982, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1982 17 hlutur hljómsveitarinnar var með ágætum undir öryggri stjórn Levines. Það var norska söngkonan Edith Tal- laug sem söng ljóðin og gerði hlutverki sínu góð skil. Rödd hennar býr yfir hlýju og feg- urð og henni tókst vel að halda uppi löngum alvöru- þrungnum laglínum Mahlers. (Þetta með lengdina minnir á, að samkvæmt þeirri gagn- merku heimild, Heimsmeta- bók Guinness, er þriðja sin- fónía Mahlers sú lengsta sem nokkur maður hefur nokkurn tíma samið. Og hafa þó ýmsir verið býsna drjúgir við að teygja lopann.) Eitt atriði finnst mér aðfinnsluvert. Lýs- ingin á söngkonunni var alveg ómöguleg. Þetta skiptir e.t.v. ekki miklu, en þegar það endurtekur sig aftur og aftur er full ástæða til að impra á því. Þeir, sem halda vilja vel- heppnaða tónleika, þurfa að gaumgæfa öll smáatriði — einnig þetta. I síðustu viku var það t.d. Sigrid Martikke, sem var skuggadís kvöldsins. Tónleikunum lauk svo með stóru sinfóníunni í C-dúr nr. 9 eftir Schubert. Sennilega er þetta rismesta hljómsveitar- verk þessa ljúflings. Flestir viðstaddir voru víst sammála um að flutningur hafi vel tek- ist undir röggsamri hand- leiðslu Levines. Hljómsveitin lék ágætlega og átti góða spretti. Einkum var lokaþátt- urinn spilaður af miklum þrótti. Fyrir minn smekk var þó undurfagur annar þáttur- inn of hratt keyrður, þannig að viðkvæmar línur fengu tæpast notið sín sem skyldi. Gilbert Levine er vissulega frískur stjórnandi — stundum of frískur. Afmælissýning Inga Hrafns Myndlist Bragi Ásgeirsson Það mun mörgum kunnugt um það, að Ingi Hrafn Hauksson, myndlistarmaður með meiru, býr og hefur vinnu- og sýningarað- stöðu, að Skólastræti 5. Staðinn nefnir hann einfaldlega Stúdíó 5, og sýnir þar reglulega myndverk O’pnun /Ó. des. - 10. jan. Opið/rd kl. 10 — 22 0 s \ htgi Hrafn lieklur sýrtingu að Studio 5 Skólastrœti ofan Bernhöftstorfu þau er hann vinnur að hverju sinni. Síðast sýndi hann þar á um- liðnu sumri og bar þá mest á hin- um sérstæðu lágmyndum hans, en einnig voru á þeirri sýningu nokkrar vatnslitamyndir. I tilefni af fertugsafmæli sínu 30. des. sl. er hann enn á ferð með sýningu á þessum stað og nú eru það vatnslitamyndirnar, sem eru í miklum meirihluta sýningargrip- anna. Undirritaður fjallaði um sýningu Inga Hrafns á sl. sumri og þar sem ég verð ekki var umtals- verðra breytinga á myndsköpun listamannsins er sá listdómur enn í fullu gildi og litlu við að bæta. Ingi Hrafn heldur sínu striki hvað sem hver segir og þó er það mitt álit að hér sé umbrota þörf og að listamaðurinn þurfi að stokka upp spilin því að annars bjóði hann stöðnuninni heim. — Það ber þó að athuga hér, að um afmælissýn- ingu er að ræða og að baki slíkra sýninga er ósjaldan annað viðhorf en t.d. í sambandi við sýningar þrotlausrar baráttu til nýsköpun- ar og endurnýjunar. Ingi Hrafn er hæfileikamður til margra átta og t.d. var hann um tíma staðráðinn að leggja fyrir sig kvikmyndalist, leikstjórn m.m. Ahugi hans á þeirri listgrein var svo mikill að hann tók sér m.a. fyrir hendur að kvikmynda dag- legt líf innan veggja Myndlista- og handíðaskóla Islands þá er hann var þar námsmaður fyrir 16—17 árum. Þetta er merkileg heimild um starfsemi skólans og þar kem- ur m.a. fram, að ýmsir nemendur, er þar koma við sögu, eru nú þjóð- þekktir list- og listiðnaðarmenn. Inga Hrafn hefur lengi dreymt að fullgera þessa kvikmynd og tengja hana nútímanum og staðfesta þar m.a. þýðingu þessarar skóiastofn- unar fyrir þjóðfélagið. Það er furðuleg staðreynd, að öllum beiðnum hans um styrk til að full- gera þessa virðingarverðu fram- kvæmd hefur verið hafnað og nú liggur það fyrir gömlu filmunni að eyðileggjast verði hún ekki yfir- farin og endurnýjuð. Mun þá með öllu glatast merkileg heimild úr skólasögu okkar. Vonandi kemur ekki til þess því að hér liggja fyrir staðreyndir um starfsemi umdeildrar stofnunar, sem þó hefur miklu þjóðhagslegu hlutverki að gegna líkt og svipað- ar stofnanir um allan heim. nægilega vernd til að hann geti náð á sitt vald hafinu allt að GIUK-hliðinu. Með hliðsjón af þörfinni fyrir flugvelli sem næst hliðinu munu Sovétmenn strax á fyrstu stigum reyna að ná Noregi undir sig og síðan sækja suður á bóginn bæði til að ráðast á flug- vélar Vesturlanda og bækistöðvar þeirra. Gætu sovéskar herflugvél- ar athafnað sig á Islandi, væri GIUK-hliðið jafnframt á þeirra valdi og siglingaleiðirnar yfir Atl- antshaf. Vesturveldin vilja halda sovéska flotanum sem nyrst og hafa uppi áform um að senda sóknarflota inn á Noregshaf í því skyni að ógna víghreiðrinu á Kola- skaga. Sóknaraðgerðir Vesturlanda á Noregshafi miða einnig að því að koma í veg fyrir, að Sovétmenn geti herjað á siglingaleiðunum yf- ir Atlantshaf, þeir verði að ein- beita sér að vörnum eigin flota og bækistöðva. Með slikum sóknarað- gerðum ætla Vesturlönd að aftra því eins lengi og kostur er, að Sov- étmönnum takist að sækja suður um GIUK-hliðið og ógna sigling- um skipa á milli Norður-Ameríku og Vestur-Evrópu. Á undanförnum árum hefur at- hygli manna einkum beinst að GIUK-hliðinu vegna gagnkafbáta- hernaðar. Á næstu árum mun at- hyglin beinast að því vegna reip- togsins um yfirráð yfir Noregs- hafi, þar sem annar aðilinn, Sov- étríkin, reyr.ir að gera hafið að hliðinu að Mare Sovieticum en Vesturlönd leggja áherslu á hið gagnstæða. I báðum tilvikum munu hin landfræðilegu þrengsli vera óhjákvæmilegur hluti af heildarmyndinni. Af þessum sökum snerta ákvarðanir íslendinga um varnir sínar bæði „miðkerfið" svonefnda milli Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna, þar sem ógnarjafnvægi ríkir með vísan til kjarnorkuheraflans, ekki síst eldflaugakafbátanna, og hugmyndir manna um varnir Vestur-Evrópir með venjuiegum vopnum, sem byggjast á því, að unnt sé að flytja menn, vopn og vistir frá Norður-Ameríku til Evr- ópu með skipum. Við, sem skrifum um þessi mál í blöð, vitum, hve oft er erfitt að islenska bæði orð og hugmyndir um þessi mál. I riti sínu birtir Gunnar Gunnarsson orðaskrá, sem er vísir að orðasafni um nútímaherfræði á íslensku, von- andi nota blaðamenn og aðrir þessa skrá, svo að samræmi ríki og síður komi til misskilnings. Meginmálinu fylgir ýtarleg heim- ildaskrá. I ritinu eru birt kort les- endum til glöggvunar og ljós- myndir af ýmsum vígdrekum bæði í lofti og á legi. Stuttur útdráttur er á ensku. Fróðlegt verður að fylgjast með því, hvaða áhrif útgáfa rits af þessu tagi hefur á umræður um öryggismál Islands. Höfundi hefur tekist að setja mál sitt fram með þeim hætti, að fulltrúar stjórn- málaflokkanna allra kannast við aðild sína að útgáfunni, þótt þeir firri sig ábyrgð á skoðunum í rit- inu, því að þær eru höfundarins og á ekki að túlka sem afstöðu Ör- yggismálanefndar. Höfundur hefur með ýmsu móti brotið nýtt land með riti sínu. Er líklegt, að hvergi liggi á einum stað jafn aðgengilegur fróðleikur um hernaðarlegt gildi hafsvæð- anna umhverfis ísland og í þessu riti. Vilji menn öðlast skilning á hinni viðkvæmu stöðu íslands, þegar rætt er um stríð og frið á alþjóðavettvangi, verða þeir að kynna sér þær staðreyndir, sem fjallað er um í ritinu GIUK-hliðið. Björn Bjarnason — En svo við snúum okkur aftur að sýningu Inga Hrafns, að Skóla- stræti 5, þá er hún vel þess virði að vera skoðuð. Sýningunni átti að ljúka 10 þ.m. en vegna velgengis hefur henni verið framlengt til næstkomandi sunnudags. Inga Hrafni óska ég velfarnaðar á þessum tímamótum og mikilla átaka á myndlistarvettvangi í framtíðinni. Hraðskákmót á Stokkseyri TAFLFÉLAG Stokkseyrar efnir til hraðskákmóts sunnudaginn 17. janúar og hefst mótið klukkan 14 í samkomuhúsinu Gimli. Þetta er minningarmót um einn vinsælasta skákmann Suður lands á sínurn tíma, Tómas Böðvarsson. Teflt verður um fagran bikar, sem Tómas gaf rétt áður en hann lézt, 26. desember 1965. Taflfélag Stokkseyrar var um árabil eitt af öflug- ustu taflfélögum á landinu, en nú um sinn hefur starfið legið niðri. Verið er að endurvekja starfsemina og er þetta hraðskákmót einn liður í þeirri viðleitni. Öll- um Arnesingum er heimil þátttaka. Formaður félags- ins er Eyjólfur Óskar Eyj- ólfsson. Víða eru handmenntagreinar settar hjá hvað húsnæði snertir. Kynningar- starf Kennara- sambandsins eftir Kára Arnórsson lokað er að sinna hverjum og einum sem skyldi þegar svo margir eru í hverjum bekk. Víða eru tveir eða jafnvel þrír bekkir um sömu skólastofu. Það verður til þess að vinnudagur barnanna verður sundurslitinn og sam- felldur skóladagur fjarlægur draumur. Þá er einnig undir hælinn lagt hvort húsgögn í skólastofunni hæfa misjöfnum aldri nemenda, hvort pláss er fyrir þau gögn sem þeir þurfa á að halda o.s.frv. Það er augljóst að fullorðið fólk myndi ekki sætta sig við þann aðbúnað á sínum vinnustað sem fjölmargir nemendur þurfa að láta sér lynda. Það er því ekki að ástæðulausu sem kennarasambandið ræðst í það kynningarstarf sem áður er getið og hefur valið því kjörorð- ið: Betri skóli. Nemendur á ís- landi hafa styttri kennslutíma en jafnaldrar þeirra erlendis en starfsskilyrði þeirra eru mun verri en þar gerist. Skólamál eru ekki einkamál kennara, þau snerta hvert heimili og alla for- eldra. Það er mikilvægt að for- eldrar kynni sér aðstöðu barna sinna i skólanum og komi til liðs við kennara í að bæta hana eins og unnt er. Einn liðurinn í kynningar starfi þessu var lítill bæklingur sem sendur var heim með skóla- börnum. I bæklingi þessum er drepið á mörg umhugsunarefni fyrir þá sem eiga börn á skóla- aldri og láta sig varða nám þeirra og þroska. Það er ástæða til að benda foreldrum og kenn- urum á að íhuga þær spurningar vel sem þar eru fram settar. Þá var einnig dreift veggspjaldi sem minnir á þau þrengsli sem marg ir skólar búa við og mikinn fjölda nemenda í bekkjum. framhaldi af þessu verður dreift límmiðum sem börn og ungl- ingar hafa væntanlega gaman af að eiga. Undanfarið hefur orðið nokk- ur umræða um það hvírnig búið er að þeim sem í skólum starfa og er þá átt við bæði nemendur og kennara. Kveikjan að þessari umræðu er kynningarstarf það sem Kennarasamband Islands hefur haft með höndum undan- farna mánuði. Á stofnfundi kennarasam- bandsins í júní 1980 var kjörið skólamálaráð. Það skyldi m.a. vinna að því að kynna almenn- ingi það starf sem unnið er í skólum landsins og hvernig vinnustaður skólinn er. Kennurum hefur lengi verið Ijóst að í skólastarfinu er víða pottur brotinn og því fer víðs- fjarri að það starf sem þar er unnið sé metið sem skyldi. Mikil og róttæk breyting hefur orðið á því samfélagi sem við lifum í og í kjölfar þeirra breytinga eru vaxandi kröfur gerðar til skóla og skólamanna. Alltof lítið hefur verið gert til að styðja það starf sem unnið er í skólunum og hjálpa kennurum til að koma til móts við þessar auknu kröfur. Lítum t.d. á húsnæði skólanna. Kennsla fer víða fram í húsnæði sem aldrei var til þess ætlað og átti jafnvel aldrei að vera til. Það er mjög algengt að byggja skóla í áföngum sem leiðir til þess að kennsla er hafin í afar ófullkomnu húsnæði. Á þessu húsnæði þarf síðan oft að gera miklar breytingar sem auka kostnað við heildarbygginguna. Sjaldnast eru kennarar hafðir með í ráðum þegar skólahúsnæði er hannað. Iðulega dregst það von út viti að koma upp aðstöðu fyrir list- og handmenntagreinar og stundum kveður svo rammt að þessu að kennsla í lögboðnum námsgreinum er látin falla niður því húsnæði er ekki fyrir hendi. í könnun sem Félag skóla- stjóra og yfirkennara gekkst fyrir á síðastliðnu ári kom m.a. í ljós að íþróttahús vantar við 30% skóla í Reykjavík og 70% skóla á Austurlandi. í lögum um grunnskóla er gert ráð fyrir skólasafni við hvern skóla. I dag er ástandið þannig í þessum efn- um að til eru fræðsluhéruð þar sem aðeins 3% skólanna hafa söfn. í mörgum skólum, sérstaklega í þéttbýli, er í orðsins fyllstu merkingu þétt setinn bekkur. Víða eru 25—30 nemendur í bekk og það gefur augaleið að nær úti- Á næstunni verða sýndar auglýsingatíma sjónvarpsins stuttar kvikmyndir sem sýna þann aðstöðumun sem nemendur búa við. Einnig munu birtast dagblöðum greinar þar sem rædd verða nánar ýmis þau at riði sem hér hefur verið drepið á. Það er von þeirra sem að kynningarstarfinu hafa unnið að allt þetta eigi eftir að auka um ræður um skólamál og áhuga ; þeim og síðast en ekki síst eigi það eftir að efla samstarf for eldra og kennara. Öll viljum við hag barna okkar sem bestan Búum þcim betri skóla. F.h. kynningarnefndar, Kári Arnórsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.