Morgunblaðið - 16.01.1982, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.01.1982, Blaðsíða 21
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JANUAR 1982 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1982 21 Plnirgtt Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglysingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 100 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 6 kr. eintakið. • • Ongþveiti Idag, 16. janúar, er réttur mánuður síðan Gunnar Thoroddsen, forsaetisráðherra, lét þau orð falla á Alþingi, að ef til vill væri hugsanlegt að rétta hlut sjómanna „án þess að fiskverðið í heild og þá til útgerðarinnar í heild um leið sé hækkað mjög verulega". Með þessum orðum gaf forsætisráðherra til kynna, að ekki væri ástæða til að taka of mikið mark á kröfum sjómanna og útgerðarmanna um hækkun á fiskverði. Tveimur dögum eftir að forsætisráðherra gaf þessa yfirlýsingu boðaði Sjómannasamband íslands verkfall frá og með 26. desember. 21. desember boðuðu vinnuveitendur verkbann á sjómenn frá miðnætti 30. desember. Daginn eftir voru ráðamenn fiskvinnslufyrirtækja hvattir til að segja upp kauptryggingu starfs- fólks og 3. janúar 1982 voru 13.000 manns í undirstöðuatvinnuvegi landsmanna verkefnalausir, síðan hafa þúsundir manna um allt land skráð sig sem atvinnulausa og eiga nú framfæri sitt undir Atvinnu- leysistryggingasjóði, sem hefur lítið lausafé handbært eins og allir aðrir sjóðir í vörslu ríkisstjórnarinnar. Allt frá því fiskverð var ákveðið í október síðastliðnum hefur öllum átt að vera það ljóst, að sjómenn myndu ekki láta deigan síga nú um áramótin í baráttunni fyrir bættum kjörum. Enginn hefur þurft að fara í grafgötur um, að hugmyndir þeirra um hækkun á fiskverði væru um 19% og auk þess hafa þeir krafist niðurfellingar eða breyt- inga á olíugjaldi. Þá hafa útgerðarmenn sagt síðan um jól, að þeir teldu sig þurfa 23% fiskverðshækkun til að „standa á núlli". Fisk- vinnslufyrirtæki hafa hins vegar bent á þrönga stöðu sína, þó sér- staklega frystingarinnar, sem rekin er með tapi. Legið hefur fyrir, að dæmið yrði ekki leyst nema með gengisfellingu, það hlyti að ráðast af því, hve ríkisstjórnin vildi ganga langt á móts við sjómenn og útgerð- armenn, hve mikið krónan yrði felld. Ríkisstjórrinni hefur reynst um megn að láta þetta dæmi ganga upp. Innan hennar hefur ríkt öngþveiti, þar sem hver höndin er upp á móti annarri og reynt er að breiða yfir ágreining með yfirlýsingum um eitt í dag og annað á morgun. Síðasta haldreipið var, að sjávarút- vegsráðherra lét sem svo, að allur vandinn myndi leysast á svip- stundu, ef sjómenn og útgerðarmenn næðu endum saman í kjaradeilu sinni. Töldu þessir aðilar, að í þeirri yfirlýsingu fælist sú viðurkenn- ing af hálfu ríkisstjórnarinnar, að hún myndi taka tillit til þeirra sjónarmiða við fiskverðsákvörðun. A fimmtudaginn lá fyrir skilyrt samkomulag um lausn á kjaradeilu sjómanna. Seðlabankinn gerði tillögu um 12% gengisfellingu og var hún samþykkt í ríkisstjórninni. Bjuggust sjómenn og útgerðarmenn þá til þess að taka ákvörðun um nýtt fiskverð ásamt oddamanni, sem er fulltrúi ríkisstjórnarinnar. Þá bregður hins vegar svo við, að hann tekur afstöðu með fiskkaupendum samkvæmt fyrirmælum sjávarútvegsráðherra og ríkisstjórnarinnar. Fulltrúar sjómanna og útgerðarmanna lýstu því yfir, að brostnar væru forsendur fyrir kjarasamkomulagi þeirra. Sökuðu þeir sjávar- útvegsráðherra, Steingrím Hermannsson, um að hafa gengið á bak orða sinna, en ráðherrann talaði um fulltrúa sjómanna sem ósann- indamann í útvarpsviðtali. Ráðherrarnir höfðu leitt öngþveitið út úr fundarsal ríkisstjórnar- innar og við þjóðinni allri blasti sú mynd, að sjávarútvegsráðherra hefði komið aftan að sjómannastéttinni með stuðningi annarra ráð- herra. Þingflokkur framsóknarmanna lýsti stuðningi við Steingrím Hermannsson og málstað hans, en 900 manna fundur sjómanna vott- aði fulltrúa sínum, Ingólfi Ingólfssyni, traust með því að veita honum fullt umboð til að taka ákvörðun um fiskverð. I þeirri samþykkt fólst mesta vantraust, sem íslensk sjómannastétt hefur sýnt nokkrum sjávarútvegsráðherra. Auk þess hefur það komið fram hjá tals- mönnum sjómanna, að í raun vaki það fyrir sjávarútvegsráðherra, Steingrími Hermannssyni, að veikja samtakamátt sjómanna með þeim forkastanlegu vinnubrögðum að etja bátasjómönnum gegn tog- arasjómönnum, von hans sé sú, að með því að skapa öngþveiti meðal sjómanna takist ríkisstjórninni að brjóta sjómannastéttina á bak aftur. Eiga sjómenn þetta skilið af æðstu valdamönnum þjóðarinnar? Er það sanngjarnt gagnvart þeim mönnum, sem sækja hina dýrmæt- ustu björg í þjóðarbúið, að kröfum þeirra sé svarað með pólitískum klækjabrögðum? Svarið við þessum spurningum hlýtur að vera: Nei. Sú ríkisstjórn, sem sér engin önnur úrræði út úr eigin öngþveiti en beita sjómenn klækjum, hefur fyrirgert öllu trausti. Við látum ekki svínbeygja okkur, sagði Ingólfur Ingólfsson í sjónvarpinu í gærkvöldi. Það er svo sannarlega dapurlegt til þess að vita, ef við efnahagsöngþveitið nú á að bætast algjör trúnaðarbrestur milli sjómanna og stjórnvalda. Þessi ríkisstjórn er orðin þjóðinni dýr og ekki lækka útgjöldin hennar vegna, ef á þjóðina er lagður herkostnaður til að ráðherrarnir geti barist við sjómenn og útgerðarmenn. Raunar var merkilegt að fylgj- ast með því í sjónvarpsþættinum í gærkvöldi, hvernig sjávarútvegs- ráðherra æsti sig út í sjómenn en dró sig í hlé, eftir að Kristján Ragnarsson, fulltrúi útgerðarmanna, hafði gert grein fyrir hugmynd- um fiskseljenda um lausn fiskverðsdeilunnar. Fái yfirnefnd verð- lagsráðsins starfsfrið fyrir óþarfri afskiptasemi ráðherra, sýnist ekki vonlaust, að sú niðurstaða finnist í þessu máli, sem greiðir úr öng- þveitinu, sem ríkisstjórnin hefur stofnað til á þessum vettvangi und- anfarinn mánuð. En ríkisstjórnin mun sjálf sitja eftir í eigin öng- þveiti, rúin bæði trausti og fylgi. Fundur 900 sjómanna í Sigtúni í gær: mun skríða undir SJÓMANNASAMBAND ís- lands og Farmanna- og fiski- mannasamband íslands boðuðu til sameiginlegs fundar í Sigtúni í gær og varð það fjölmennasti fundur sjómanna á Islandi, um 900 manns. Mikil samstaða varð á fundinum, en er síga tók á, braut formaður Sjómannasam- bandsins fundarsköp að eigin sögn og upp úr því rann fundur inn út í sandinn nema hvað menn körpuðu um ýmis atriði varðandi fundarsamþykktina og afgreiðslu hennar. Á fundinn bárust símskeyti víðs vegar að af landinu þar sem fé- lög sjómanna lýstu yfir fullum stuðningi við kröfugerð sjó- manna og hvöttu til samstöðu þar að lútandi. Kveðjur bárust frá eftirtöldum stöðum: Eski- firði, Sauðárkróki, Verðandi í Vestmannaevjum, trúnaðar mönnum á togurum og Raufar höfn. „Ríkisstjórnin „Keyrt um þverbak gegn sjómönnum sl. 3 mán.“ Óskar Vijjfússon bauð fundarmenn velkomna í upphafi fundarins fyrir hönd samninnanefndar sjómanna, en hafði orð á því að skemmtilegra hefði verið að hittast við betri aðstæður. Hann kvað þá fyllilega ástæðu til þess að efla samstöðuna þar sem menn ættu hagsmuni sína að verja, því þeir sem stjórnuðu þessu landi, væru á móti sjómönnum að verja sína hags- muni. Óskar kvað það hafa verið ljóst í okt. sl. að sjómenn myndu rísa upp gegn sífelldum árásum stjórnvalda og benti t.d. á 5% hækkun fiskverðs í okt. sl. þegar verðbætur til launþega í landi námu tæpum 9%. „Þó hefur keyrt um þverbak sl. 3 mánuði gegn sjómönnum," sagði Óskar, „og stjórnvöld hafa fært okkur tekjuskerðingu upp á 18,3% í fiskverði. Stjórnmálamennirnir sem stjórna landinu hafa látið hafa það eftir sér, að við bættum þetta upp með auknum afla, en það er rökleysa. Hvað hefur aflaaukningin hins vegar fært þjóðar- búinu í heild og hvað hefur fólk í landi lagt á sig vegna þess?" Þá sagði Óskar, að það hefði fljót- lega legið fyrir að kjarabarátta sjó- manna myndi tengjast fiskverðs- ákvörðun 1. janúar, en staðreyndin væri, að sjómenn væru að berjast um ruður við samningaborðið í kjarabar- áttunni miðað við mikilvægi fiskverðs- ákvörðunar. Fjallaði Óskar siðan um olíugjaldið og gang þeirra mála og kvað þau atriði hafa kostað mikla þrautagöngu fyrir samninganefnd sjó- manna gagnvart útvegsmönnum, en stefnt væri að því að olíugjaldið félli út. Þegar hlutir voru að ganga saman, sagði Óskar, kom þriðji aðilinn, ríkis- stjórnin, inn í málið og gerði allt ómerkt á einni klukkustundu. Rakti Óskar síðan gang mála og fjallaði um ákveðin atriði í kjaramálum sjó- manna. „Svei svona viðhorfum, svei þeim“ Ingólfur Ingólfsson, fulltrúi sjó- manna í verðlagsráði, kom á fundinn og kvaðst hafa orðið að hlaupa af fundi yfirncfndar. Fagnaði hann fjölda fundarmanna og hvatti þá til þess að ræða stöðu mála. Fjallaði hann nokkuð um aðdragandann að fiskverðsákvörð- un og sagði: „Einn ráðherra, tveir og þrír, lýstu því yfir á miðju hausti, að nú yrði olíu- gjaldið fellt niður, en það var sett á 1979, og á því tímabili hafa 9 sinnum verið sett lög til lækkunar og hækkun- ar þvi, en allt í einu finna þessir ráð- herrar hjá sér hvöt til þess eða köllun, að fella olíugjaldið niður og um það leyti fóru sjómenn að huga að kröfum sínum og urðu allir sammála um, að sjómannastéttin hefði dregist verulega afturúr. Þetta féll ekki í góðan jarðveg hjá stjórnvöldum, en stórar yfirlýs- ingar komu ekki frá ráðherrum fyrr en á gamlársdag þegar heyrðist frá sjáv- arútvegsráðherra um 13 !Á % fisk- verðshækkun. Enginn sjómaður hafði hins vegar - sagði Ingólfur Ingólfsson fulltrúi sjómanna í gert ráð fyrir því að sjómenn þyrftu að kaupa olíugjaldið aftur og það verður ekki. Árið 1964,“ sagði Ingólfur Ingólfs- son, „fóru kjarasamningar sjómanna og fiskverðsákvörðun saman og þá kvað oddamaður upp einhliða úrskurð, þar sem hann taldi sig hafa farið bil beggja. Þetta samþykktu sjómenn ekki og einum eða tveimur dögum seinna ákvað ríkisstjórnin að skríða ekki und- ir rúmið, heldur viðurkenna skipbrot sitt og tilkynnti ákvörðun um að rikis- sjóður myndi greiða 6% uppbætur á verðið, en núverandi ríkisstjórn mun hvorki hafa döngun né burði til þess að taka slíkar ákvarðanir, hún mun skríða undir rúm.“ Síðan vék Ingólfur að yfirlýsingum sjávarútvegsráðherra um meint ósannindi talsmanna sjómanna og vís- aði þeim ummælum aftur til föðurhús- anna, en Ingólfur áréttaði það, að sjó- menn gætu gert sér vonir um 18—22% fiskverðshækkun. „I gær vorum við með tilbúna samn- Óskar Vigfússon Kristinn Kristinsson inga upp á 19% fiskverðshækkun og við lögðum áherslu á það, að ekkert rúm væri fyrir prútt, en á lokasprett- inum sagði ráðherra, að það væri ómögulegt. Fulltrúar fiskvinnslunnar fóru í sjávarútvegsráðuneytið í gær og þar var gengið frá 13,5% hækkuninni án þess að oddamaður þeirra væri við- staddur. Eg sagðist ekki trúa því, að ráðherra ætlaði að vinna málið á þenn- an hátt og fullyrti að menn væru að blekkja þegar fréttirnar bárust, en ráðherrann staðfesti þetta síðan. Hvað ætlarðu að gera? spurði ég. Það verður að reyna á það, svaraði hann. Sjávar- útvegsráðherra er búinn að segja sjó- mönnum stríð á hendur og ríkisstjórn- in ætlar að brjóta niður okkar verkfall, svei svona viðhorfum, svei þeim. Sjávarútvegsráðherra, forsætis- ráðherra og Svavar Gestsson félags- málaráðherra, sem virðast vera í ein- hverju þrístirni innan ríkisstjórnar- innar, hafa rætt málið, því án sam- þykkis þessara manna hefði fyrrgreind ákvörðun ekki verið tekin, en allt er Ingólfur Ingólfsson llalldór Halldórsson þetta mál þannig vaxið að með ólíkind- um er og ótrúlegt. Þessari afstöðu ráðherranna getur aðeins ráðið heift- rækni og hatur og slíkt vil ég ekki ætla neinum. Það átti að banna för mína af fundi yfirnefndar á þennan fund, því skipun oddamanns nefndarinnar um að ljúka því verki sem hann átti að vinna í gær, liggur enn á borðinu." Ingólfur vék síðan að því, að ekki væri um að ræða verkfall á Vestfjörð- um, heldur róðrabann vegna fiskverðs og því væri hætta á því að víðar yrði hreyfing hjá sjómönnum, ef fiskverðið yrði tilkynnt. „Hér er aðstaða til þess að meta það hvernig við viljum standa að framhaldinu," sagði Ingólfur, „hér er staður til þess að meta það hvað við viljum gera í framhaldinu, hvort möguleiki sé til að ná einhverju allt öðru en við blasir, eða mun það fara svo, að ráðherrarnir geti haldið veislu eftir að hafa brotið niður samtök sjó- manna. Samtök sjómanna eru dreifð og blönduð, en við erum skyldugir til Guðmundur Hallvarðsson Olafur Gíslason Verðlagsráði þess að meta stöðuna, en umfram allt erum við ekki skyldugir til þess að lúta í stöðunni. Það vakir vissulega yfir sá beygur, að það takist að brjóta samtök okkar niður, en samkvæmt viðbrögð- um ykkar á þessum fundi er um trausta samstöðu að ræða. í dag sagði Steingrímur Hermanns- son við okkur að hann skyldi afgreiða 17% fiskverðshækkun, á hann þá við flokk sinn eða er ríkisstjórnin öll með í dæminu? Var ekki vilji allt sem þurfti, samkvæmt því sem forsætis- ráðherra sagði á hátíðarstundu? Þá er það spurningin, geta menn sætt sig við fiskverð á bilinu 17—18 eða 22% ? Þetta er spurning um að velja skynsamlegri kost af engum góð- um. Það er ljóst, að stjórnvöld hafa valdið því að málið er í miklu verri hnút en það gæti verið vegna ótíma- bærra yfirlýsinga." „Töfralyf ríkisstjórnarinnar í teskeið" Guðmundur Hallvarðsson, formaður Krlingur Steingrímsson Sigurgeir Sigurgeirsson samninganefndar togaranefndarinnar, sagðist ánægður með hinn fjölmenna fund, þann fjölmennasta sem um gæti í fundahaldi hjá íslenskum sjómönn- um. Fjallaði Guðmundur síðan um af- skipti ríkisstjórnarinnar af þróun mála að undanförnu og sagði: „Hafi ráðherrar ríkisstjórnarinnar skömm fyrir að reyna að brjóta niður sam- stöðu sjómanna. Þeir hafa þóst eiga einhver töfralyf sem þeir hafa ætlað að gefa okkur inn með teskeiðum eins og ungbörnum og líklega höfum við átt að fá stjörnubirtu í augun af ágæti ríkisstjórnarinnar, en nú liggur það fyrir, að samningaplagg okkar er dautt og ómerkt, ef ekki næst samkomulag um fiskverð með fulltrúum seljenda.“ Samstaða sjómanna Erlingur Steingrímsson frá Skip- stjóra- og stýrimannafélaginu Kára í Hafnarfirði, kvaðst taka undir fyrri ummæli um að menn tækju til máls á fundinum, létu skoðanir sínar í ljós í þeirri verkalýðsbaráttu sem sjómenn stæðu nú í með sterkum samhug. Frídaga eins og landverkafólk Grétar Breiðfjörð úr Sjómannafé- lagi Reykjavíkur kvaðst vilja vekja at- hygli á því í þessari kjarabaráttu, að sjómenn virtust eiga að sætta sig áfram við aðeins fjóra frídaga á mán- uði á meðan landverkafólk hefði átta rúm“ frídaga. „Af hverju eigum við alltaf að láta þræla okkur út?“ spurði Grétar. „Hvers vegna þykir ekki sjálfsagt að sjómenn fái álag á vinnu sína fjarri heimilum eins og fólk í landi?“ Tap eða sigur Pétur Pálsson úr Skipstjóra- og stýrimannafélaginu Vísi í Keflavík, óskaði sjómönnum til hamingju með þá samstöðu sem náðst hefði og kvað slíka samstöðu skera úr um það hvort sjómenn töpuðu baráttunni eða ynnu sinn stærsta sigur. Dálítið alvarlegum augum Sigfinnur Karlsson úr samninga- nefnd hvatti menn til þess að líta hlut- ina dálitið alvarlegum augum, eins og einn góður maður hefði sagt. Kvaðst Sigfinnur vilja láta lýsa yfir fyllsta trausti til Ingólfs Ingólfssonar um að leysa vandann eins og hann teldi hag- kvæmast. Kvaðst Sigfinnur vita, að einn staður á Austurlandi biði eftir fiskverðsákvörðun til þess að bátar gætu haldið á miðin, sama hvaða djöf- Grétar BreiÓfjörð Kmil Karlsson uls smánarverð okkur verður boðið, sagði Sigfinnur. Verdið á slægðum og óslægðum fiski Þá fjallaði Kristinn Kristinsson nokkuð um samninga varðandi hlut- fallið milli verðs á slægðum fiski og óslægðum og kvað það versna fyrir togarasjómenn samkvæmt samning- unum eins og þeir lægju fyrir. Fjallaði hann einnig um ýmis atriði samkomu- lagsins og gagnrýndi þau. „Og félagsmála- ráðherra tók undir“ Ingólfur Ingólfsson tók aftur til máls og kvað ráðherrana hreinlega hafa orðið vitlausa, þegar fulltrúar sjómanna fóru fram á, að fiskverðið yrði ákveðið í samráði við þá, enda kvað Ingólfur þá afstöðu ráðherranna að nokkru skiljanlega, því þetta væri vart eðlileg krafa, „en hins vegar hafði Steingrímur sagt að viðstöddum fé- lagsmálaráðherra, að það væri stefna ríkisstjórnarinnar að ákveða fiskverð í samráði við sjómenn og félagsmála- ráðherra hefði tekið undir, en fer ekki ríkisstjórnin eftir stefnu sinni?“ Ingólfur kvað sjávarútvegsráðherra búinn að segja svo óumræðilega margt sem ekki væri hægt að henda reiður á, því maðurinn væri sérlega óvarfærinn í orðum. „Steingrímur og félagsmálaráðherra veittu okkur það jákvæðasta viðtal sem ég hef átt við ráðherra, en á sömu stundu voru þeir búnir að ákveða að gera hvern þann samning sem þeir næðu fram við fiskkaupendur.“ Þá vék Ingólfur að ákvörðun um karfakvóta fyrir 1982. Fiskifræðingar höfðu lagt til sl. haust, að aflakvótinn yrði lækkaður úr 94 þúsund lestum 1981 í 60 þúsund tonn 1982 og kvað Ingólfur þessa tölu geta ráðið úrslit- um, hvort togararnir hefðu skrapdaga á árinu eða legudaga. Sagði Ingólfur, að Steingrímur Hermannsson sjávar- útvegsráðherra hefði tilkynnt í dag að kvótinn yrði óbreyttur, 94 þúsund tonn. Sífellt meiri verð- niunur á ýsu og þorski Halldór Halldórsson fjallaði um verðlagningu á ýsu sem hann kvað hafa hækkað á sl. ári um 6%, en það þýddi að verðmunur á ýsu og þorski væri nú 14% þótt munurinn væri að- eins 6% í útflutningi hvað snerti lægra verð fyrir ýsu. Kvaðst Halldór vilja vekja athygli á þessari óeðlilegu verð- þróun en jafnframt hvatti hann sjó- menn til að standa þétt saman í kjara- baráttu sinni. Umboð til lngólfs Ólafur Gíslason bar fram tillögu um að fundurinn veitti Ingólfi Ingólfssyni Jón Kr. Olsen fullt umboð til þess að semja um 18—22% fiskverðshækkun eða þá hækkun sem hann teldi viðunandi. Fyrirkomulag atkvæðagreiðslu Sigurgeir Sigurgeirsson í Grindavík fjallaði um kjarabaráttuna sl. haust og gagnrýndi harðlega fyrirkomulag sjó- mannafélaganna á atkvæðagreiðslum varðandi kjarasamninga. Benti hann á að í Keflavík hcfðu 14 menn greitt at- kvæði en 6 i Sandgerði. Taldi Sigurgeir til skammar hvernig að þessu væri staðið. Forsetinn braut fundarsköp Óskari Vigfússyni, forséta Sjó- mannasambands íslands, var nú veitt leyfi af Ingólfi Stefánss.vni, fundar- stjóra, að fara í ræðustól fram fyrir mælendaskrá og kvaðst Óskar verða að brjóta fundarsköp til þess að unnt væri að ganga frá máliiiu í Verðlags- ráði um nýtt fiskverð og fór hann fram á það að fundarmenn veittu Ingólfi Ingólfss.vni fullt umboð til þess að gera eins hagstæða samninga um nýtt fisk- verð og unnt væri án þess að geta um nokkrar ákveðnar tölur. Án frekari út- skýringa bað hann menn að sam- þykkja þetta því komin væri upp neyð- arstaða í málinu. Þorri fundarmanna rétti upp hönd, en ekki var leitað mótatkvæða og skipti fundarstjóri sér ekki af þessari afgreiðslu, en fyrir fundinum lágu tillögur að yfirlýsing- um um meðferð málsins. Rulla gengi.sfellingarinnar Emil Karlsson úr Keflavík kvað löngum hafa verið sagt að sjómenn væru samstóðulausir, en það væri vart hægt lengur, en honum fannst furðu- legt að gengisfellingin skyldi ekki rædd á þessum fundi sjómanna því með henni yrði lítið úr kjarabótum sjómanna. Aó slá eigin vopn úr höndutn Jón Kr. Olsen úr samninganefnd sjó- manna tók næst til máls og kvaðst furðu lostinn yfir meðferð formanns Sjómannasambandsins á umboðsheim- ild til handa fulltrúa sjómanna í Verð- lagsráði þar sem engin mörk hefðu verið sett á sama tíma og krafa sjó- manna væri 18—22% fiskverðshækk- un og taldi Jón að sjómenn hefðu með þessari óvæntu afgreiðslu á beiðni for- seta slegið eigin vopn úr höndum sér. Félagsfundirnir ráða úrslitum Bogi Þórðarson sté næstur í pontu, og kvaðst vilja benda mönnum á að þessi fundur samþykkti hvorki eitt né ar.nað, það kæmi til kasta félagsfunda á hverjum stað, og þar gætu menn var- ið atkvæði sínu að vild og í samræmi við sannfæringu sína. - * j- Sigfinnur Karlsson Bogi Þórdarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.