Morgunblaðið - 16.01.1982, Page 14

Morgunblaðið - 16.01.1982, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1982 Hjálmar R. Bárðarson siglingamálastjóri: Sögufölsun og rangfærsl- ur grundvöllur rógskrifa Svar við grein Árna Johnsen blaðamanns: „Þyrnirósarsvefn sigl- ingamálastjóra“, sem birtist í Morgunblað- inu 8. janúar 1982 I viðtali við ritstjóra Morgun- blaðsins hefur komið fram, að Morgunblaðið beri enga ábyrgð á þeim sjónarmiðum, sem fram komu í grein Arna Johnsens „I»yrnirós- arsvefn siglingamálastjóra“. I>au séu eingöngu sjónarmið Árna John- sens blaðamanns, og algerlega á hans ábyrgð. Söguiolsun Árna Johnsen um upphaf notkunar gúmmíbáta Það getur verið erfitt að svara rógi og níðskrifum um menn og málefni, þegar gefið er í skyn að getsakir séu staðreyndir og síðan dregnar ályktanir af þeim. Þessa list leikur Árni Johnsen af snilld í grein sinni, enda blaðamaður og vel ritfær. Ekki verða hér tök á að rekja allar rangfærslur þessarar grein- ar Árna Johnsen, en nokkur dæmi geta nægt til að sýna hvernig hægt er að falsa sögulegar stað- reyndir, til að reyna að knésetja ímyndaðan andstæðing. I greininni segir Árni: „Sigl- ingamálastofnun hefur ótrúlega oft verið dragbítur á framfaraspor í ýmsum öryggismálum sjómanna og er gleggst dæmið um sjálfa gúmmíbjörgunarbátana sem hún hunzaði á sínum tíma í mörg ár af því að þeim háu herrum datt ekki sjálfum í hug að gúmmíbjörgun- arbátar gætu bjarg^ð mannslíf- um.“ Skoðum nú staðreyndirnar. Siglingamálastjóri hefir oftsinnis bent á það í ræðu og riti, að það voru Vestmannaeyingar, sem fyrstir settu gúmmíbjörgunarbáta í fiskiskip sín. Það mun hafa verið síðla árs 1951 að þeir keyptu nokkra gúmmíbjörgunarbáta, sem ætlaðir voru til notkunar í flugvél- um, og fóru fram á það við þáver- andi skipaskoðunarstjóra, Olaf T. Sveinsson, að hann veitti þeim heimild til að setja þessa gúmmí- björgunarbáta um borð í skip sín sem björgunartæki í stað skips- bátanna, sem á minnstu fiskibát- unum voru oft flatbotna prammar bundir á forvant bátanna. Að at- huguðu máli leyfði Ólafur T. Sveinsson Vestmannaeyingum að setja þessa gúmmíbjörgunarbáta í stað skipsbátanna, haustið 1951, í fiskiskip í Vestmannaeyjum. Fyrir þessa fyrstu íslenzku við- urkenningu á gúmmíbjörgunar- bátum til notkunar í íslenskum skipum hlaut Ólafur T. Sveinsson skipaskoðunarstjóri harðvítugar ádeilur á opinberum vettvangi. Ólafur var þannig á undan sinni samtíð almennt séð, að gera sér grein fyrir að gúmmíbjörgunar- bátur gæti verið betra björgunar- tæki en opinn lítill trébátur á minnstu fiskiskipunum. En það voru ekki allir framámenn í ör- yggismálum á sjó sammála Ólafi T. Sveinssyni skipaskoðunarstjóra og Vestmannaeyingum í þessu máli. Samþykkt 6. landsþings Slysavarnafélags Islands Á 6. Iandsþingi Slysavarnafé- lags Islands, sem haldið var árið 1952, skömmu eftir að Ólafur hafði heimilað notkun gúmmí- björgunarbátanna á skipum Vest- mannaeyinga, var þetta mál rætt, og það afgreitt næstum einróma með samþykkt svohljóðandi þings- ályktunar: „Sjötta landsþing Slysavarnafé- lags íslands ályktar: Samkvæmt öruggum heimildum hefur skipaskoðun ríkisins leyft að flothylki úr togleðri verði sett í fiskibáta af öllum stærðum, sem gerðir eru út frá Vestmannaeyj- um, og komi flothyiki þessi í stað hinna lögskipuðu skipsbáta og þeir því ekki hafðir með í sjóferð- ir, lengri eða skemmri. Landsþingið mótmælir þessari ráðstöfun. I fyrsta lagi sem mjög hættulegri fyrir öryggi mannslífa á sjónum, í öðru lagi sökum þess, áð flotholt sem þessi hafa í engu landi, sem kunnugt er um, fengið viðurkenningu sem örugg björg- unartæki, er komið geti í stað skipsbáta þeirra og björgunar- báta, sem krafizt er að alþjóðalög- um að notaðir séu í smærri og stærri skipum. I þessu sambandi leyfir lands- þingið sér að draga það mjög í efa, að til séu heimildir fyrir því í ís- lenzkum lögum og reglum um út- búnað skipa, er heimili eða leyfi undanþágur sem þessar, er hér um ræðir. Skorar því landsþingið á skipaskoðun ríkisins og önnur við- komandi stjórnvöld að nema úr gildi framangreinda stórhættu- lega og að áliti þingsins heimild- arlausa undanþágu, sem veitt hef- ur verið." í Alþýðublaðinu 9. apríl 1952 birtist grein eftir Pál Þorbjörns- son skipstjóra í Vestmannaeyjum, þar sem hann rekur þetta mál. Greinin heitir: „Gúmmíbjörgun- arbátarnir og slysavarnaþingið," en þar skýrir hann sjónarmið Vestmannaeyinga. I Alþýðublað- inu 16. apríl 1952 birtist svo grein eftir varaformann Slysavarnafé- lagsins. Greinina nefnir hann: „Togleðurshylki í stað skipsbáta?" Þar deilir hann hart á Ólaf T. Sveinsson skipaskoðunarstjóra fyrir að hafa viðurkennt notkun „togleðurshylkja“ í stað skipsbáta í fiskibátum í Vestmannaeyjum, en hann telur Ólaf hafa svignað undan áróðri manna, sem í augna- blikinu hafa skapað sér tröllatrú á tæki til björgunar, ef til vill fyrir slyngan áróður kaupsýslumanns, er umboð hefur á þessum tækjum, með það höfuðmarkmið kaup- sýslumannsins, að selja sína vöru. Sama dag og þessi harða ádeila á skipaskoðunarstjóra var birt, þann 16. apríl 1952, er fréttagrein um fyrstu björgun íslenskra sjó- manna í gúmmíbjörgunarbát, eða „togleðurshylkja" eins og þau voru nefnd. Þetta var þegar m.s. Veiga sökk, og sex af skipverjum björg- uðust í gúmmíbjörgunarbáti, en tveir menn drukknuðu. í Alþýðublaðinu 26. apríl 1952 birtist grein eftir Ólaf T. Sveins- son, skipaskoðunarstjóra: „Gúmmíbjargflekarnir í Vest- mannaeyjum og skipaskoðunin." Allar eru þessar greinar fróð- legar aflestrar, og gefa ágæta og sanna mynd af þróun mála, þegar fyrstu gúmmíbjörgunarbátarnir voru teknir í notkun á íslenzkum skipum. Það er greinilega orðið tímabært að endurbirta þessar greinar og rekja frekar aðdrag- andann og framhaldið. Þessar til- vitnanir nægja þó væntanlega til að sanna, að sá maður Ólafur T. Sveinsson, þáverandi skipaskoð- unarstjóri, sem Árni Johnsen nú telur að hafi verið „dragbítur á framfaraspor", og hafi hunzað gúmmíbjörgunarbáta af því hon- um hafi ekki dottið í hug að þeir gætu bjargað mannslífum, hann er einmitt sá maður, sem stendur með Vestmannaeyingum í þessu máli, og fær að launum harðar I ádeilur en engar þakkir. Þannig má með vilja eða af fávisku falsa sögulegar staðreyndir, og komast að þveröfugri niðurstöðu við sannleikann. — Skylt er að geta þess, að ég efast ekki um góðan vilja þingfulltrúanna á þingi Slysavarnafélagsins. Þeir sýndu varkárni í því, að samþykkja ekki gúmmíbjörgunarbátana, sem eng- in reynsla var þá fyrir hér við land. Síðari þróun hefur hinsvegar sýnt, að Vestmannaeyingar og skipaskoðunarstjóri reyndust sannspáir á framtíð þessa björg- unartækis. Árið 1953 er gefin út heimild til að nota gúmmibjörgunarbáta í stað fastra báta á fiskiskipum allt að 200 brl., og árið 1957 er gerð krafa um að gúmmíbátar séu um I þessu hefti rits Siglinga- málastofnunar ríkisins er birt nákvæm greinargerð um sjósetningarbúnað gúmmíbjörgunarbáta, bæði í máli og myndum. borð í öllum skipum íslenzkum. Þann 1. maí 1954 tók ég við starfi skipaskoðunarstjóra af Ólafi T. Sveinssyni, sem þá hætti störfum vegna aldurs. Ég tel það ekki vera réttlátan dóm hjá Árna Johnsen, að Skipaskoðun ríkisins, og frá 1970 Siglingamálastofnun ríkis- ins, hafi verið dragbítur á þróun gúmmíbjörgunarbáta. Alla vega hefur það til þessa verið útbreidd skoðun erlendis, að þótt gúmmí- björgunarbátar hafi aldrei verið framleiddir á íslandi, þá hafi héð- an komið sú reynsla, sem margoft hefur orðið grundvöllur verulegra endurbóta á þessum miklvægu björgunartækjum. Árið 1957 var haldinn í London Norðurlandafundur, ásamt Bret- um og Hollendingum, um þróun gúmmíbjörgunarbáta. Þar flutti ég erindi um reynslu okkar. Al- þjóðasamþykktin frá 1948 um ör- yggi mannslífa á hafinu, sem þá var í gildi, heimilaði ekki notkun björgunartækja, sem flytu vegna þess að þau væru blásin upp með lofti. Alþjóðaráðstefnan í London 1960, sem samdi nýja aiþjóðasam- þykkt um öryggi mannslífa á haf- inu, heimilaði hinsvegar gúmmí- björgungarbátana sem fleytitæki. Ég var þar aðalfulltrú' Islands, og átti ásamt Bretum allverulegan þátt í að þessi alþjóðlega heimild var samþykkt þar. — íslensk reynsla á gúmmíbjörgunarbátum í notkun við sjóslys hefur verið mikilvægur hluti reynslunnar, en Skipaskoðun ríkisins, síðar Sigl- ingamálastofnun ríkisins, hefur einnig gert ýmsar tilraunir á þess- um öryggistækjum, sem hafa stuðlað að þróun þeirra. Þótt Árni Johnsen telji Sigl- ingamálastjóra sofa Þyrnirósar- svefni, samkvæmt fyrirsögn greinar hans, þá hlýtur hann þó annað veifið að hafa vaknað, því að eftirtaldar tilraunir voru til dæmis ekki gerðar í svefni; nokkur dæmi: I fyrstu voru líflínur gúmmí- björgungarbáta hafðar það grann- ar, að þær myndu slitna og gúmmíbátur losna frá skipi, ef það sykki. Við notkun hér við land kom það fyrir nokkrum sinnum, að gúmmíbjörgunarbátur slitnaði frá skipi, án þess að nokkur maður kæmist í gúmmíbjörgunarbátinn. — Þá gerði Skipaskoðun ríkisins tilraun með að draga hlaðinn gúmmíbát í sjó, og auka styrkleika líflínunnar, þar til að hún hélt, jafnvel þar til gúmmíbáturinn sjálfur gaf sig. Samtímis hannaði Skipaskoðun ríkisins hana- fótarfestingu í gúmmíbátinn til að jafna átakinu á hann. Þetta var árið 1963, og þá var gerð krafa til erlendra framleiðenda að þeir settu sterkan hanafót og fangalín- ur með 1000 kg brotþoli í gúmmí- björgungarbáta, sem afgreiddir yrðu til Islands. Samtímis var krafist aukahnífs við op gúmmí- bátanna, til að skipbrotsmenn gætu skorið á línuna, þegar þeir væru komnir í gúmmíbjörgunar- bátinn, og vildu losna frá skipinu. Þessi íslenzka krafa varð síðan al- þjóðleg regla og er enn. Þegar íslénzkir togarar lentu í ísingu á miðunum við Nýfundna- land, gerði Skipaskoðun ríkisins tilraunir í frystihúsi með yfirísað- an gúmmíbát í glertrefjahylki, til að fullvíst væri, að gúmmíbátur- inn gæti sprengt af sér íshjálm utan um hylkið. Þetta atriði reyndist vera í lagi. Kuldi og vosbúð eru hættu- legustu dánarorsakir skipbrots- manna hér á norðurslóðum. Sjó- menn ganga almennt ekki í ís- lenzkum ullarnærfötum, og ekki er pláss til að pakka ullarnærföt- um í gúmmíbjörgunarbátana. Þegar svonefnd álteppi komu á markað, prófaði stofnunin þau. Teppin reyndust hál. Þá var bræddur saman úr þeim varma- poki. Siglingamálastofnunin próf- aði notagildi þeirra með aðstoð fjögurra sjálfboðaliða úr Stýri- mannaskólanum í Reykjavík. Þeir voru gegnbleyttir og settir í frysti- klefa í frystihúsi í Reykjavík und- ir eftirliti tveggja lækna. Skýrsla um niðurstöður þessara tilrauna var birt í riti stofnunarinnar Sigl- ingamál, og á þessum grundvelli var síðan gerð krafa um varma- poka í öllum gúmmíbjörgunar- bátum. Fjölda mörg önnur atriði hafa verið prófuð af Siglingamálastofn- un ríkisins, en þessi þrjú dæmi verða að nægja hér til að afsanna þá hugdettu Árna Johnsen, að Siglingamálastjóri og Siglinga- málastofnun ríkisins sofi Þyrni- rósarsvefni að því er varðar ör- yggismál sjómanna. Ef Árni Johnsen hefði viljad vita meira en hann greinilega veit um það, sem hann hefur látið frá sér fara, þá hefði hann átt að kynna sér staðreyndir áður en hann skrifar. Það er ekki siður ábyrgra manna að dæma gjörðir samferða- manna sinna af ímynduðum gerð- um þeirra eða aðgerðarleysi, eins og hér virðist augljóst að Árni gerir. Árni segir að Siglingamála- stofnun ríkisins setji lög og reglur. Þetta lýsir furðulegri vankunn- áttu á íslenzku réttarfari. Alþingi setur lög, og reglur getur ráðherra einn sett samkvæmt heimild í gildandi lögum. Siglingamála- stofnunin setur því hvorki lög né reglur. Sjósetningarbúnaður Sigmunds Jóhannssonar Eðlilega verður Árna Johnsen í grein sinni tíðrætt um sjósetn- ingarbúnað Sigmunds Jóhanns- sonar, en telur að í því máli hafi Siglingamálastofnun ríkisins ekki komið nóg við sögu. — í því efni er margt missagt og rangfært hjá Árna. Fyrst vil ég geta þess, að ávalt hefur verið mjög gott samband milli mín og Sigmunds Jóhanns- sonar, þess öðlingsmanns, lista- manns og uppfyndingamanns, sem ég met mikils. Þegar Sigmund var að byrja að vinna að þróun sjó- setningarbúnaðar síns, þá hringdi hann til mín í Siglingamálastofn- unina og sagði mér frá hugmynd- um sínum. Að sjálfsögðu hvatti ég hann til að vinna áfram að þessu mikla nauðsynjamáli, því að auð- vitað er öllum starfsmönnum Sigl- ingamálastofnunarinnar mæta vel ljóst, að hröð og örugg sjósetning gúmmíbjörgunarbáta er eitt mik- ilvægasta atriðið við notkun

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.