Morgunblaðið - 16.01.1982, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 16.01.1982, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1982 39 Stjarnan slapp með skrekk og tvö stig 1>AÐ VAR mikill darraðardans í íþróltahúsinu í Garðabæ í gærkvöldi er þar leiddu saman hesta sína í 2. deild íslandsmótsins í handknatt- leik, Stjarnan og Týr frá Vestmanna- eyjum. Lyktaði leiknum með eins marks sigri Stjörnunnar, 27—26, eft- ir að Garðahæjarliðið hafði haft sex marka forystu í hálfleik. Gekk mikið á síðustu mínútur leiksins, einkum eftir að Vestmannaeyingar jöfnuðu stöðuna, 26—26, þegar tvær og hálf mínúta voru til leiksloka. Má segja að hvort liðið sem er hefði getað farið með sigur af hólmi, miðaö við gang leiksins í seinni hálfleik, en Garðbæingar sluppu að þessu sinni með bæði stigin, og skrekk að auki. Geta þeir þakkað a.m.k. annað stig- ið Birgi Sveinssyni markverði, sem varði víti er 20 sekúndur voru til leiksloka, en hann varði þrjú víti í seinni hálfleik og nokkur skot úr góðum færum. Stjarnan skoraði fyrsta markið, en Týr svaraði með tveimur. Eftir sex mínútur jafnaði Stjarnan, 2—2, komst í 4—2 eftir átta mín- útur, og sigldi síðan fram úr, en minnstur var munurinn eitt mark (8—7) er 18 mínútur voru af leik. Síðustu 10 mínúturnar skoruðu leikmenn Stjörnunnar hins vegar sjö mörk gegn tveimur mörkum Eyjamanna og virtust ætla að gera út um leikinn, léku oft á tíð- um vel, bæði í sókn og vörn, á sama tíma og leikur Eyjamanna var hálf bitlaus og þófkenndur. Staðan í hálfleik var 15—9 fyrir Stjörnuna. Fyrstu mínúturnar í seinni hálfleik var talsvert jafnræði með liðunum, Eyjamenn mættu ákveðnir til leiks og virtust ekki ætla að gefa sinn hlut fyrr en í fulla hnefana. Skiptust liðin á að skora og var munurinn enn sex mörk eftir sjö mínútur. En þá fóru hlutirnir að ganga upp hjá Tý, og um leið virtist flest ganga á afturfótunum hjá Stjörn- unni, ekki sízt í sóknarleiknum. Skoruðu Eyjamenn fimm mörk i róð á fjórum mínutum, löguðu stöðuna í 19—18, og tókst þeim að jafna metin, 20—20, þegar 13 niín- útur voru af leik. Færðist nú mik- ið fjör í leikinn og loftið varð rafmagnað á áhorfendapöllunum. Þótt Vestmannaeyingar berðust vel breytti Stjarnan fljótt stöð- unni í 23—20, og þegar átta og hálf mínúta voru til leiksloka hafði Stjarnan fjögurra marka forystu, 25—21. Hafði maður á tilfinningunni að nú yrði það formsatriði fyrir Stjörnuna að vinna leikinn, en Eyjamenn voru ekki á þeim bux- unum, gerðu sér lítið fyrir og skor- uðu þrjú mörk í röð og þegar fjór- ar mínútur voru eftir var Stjarn- an aðeins marki yfir og leikur þeirra ekki alltof sannfærandi. Magnús Andrésson, fyrirliði Stjörnunnar, skoraði þá mikil- vægt mark úr erfiðri stöðu og Eyjamenn áttu enn á brattann að sækja. Jafnaði Týr, eins og áður segir, þegar tvær og hálf mínúta voru til leiksloka, en 30 sekúndum fyrir leikslok skoraði Eyjólfur Bragason, besti maður Stjörnunn- ar, sigurmarkið. Fékk Týr tæki- færi til að jafna metin með víta- kasti, en Stefáni Halldórssyni brást bogalistin. Bestu menn Stjörnunnar voru Eyjólfur og Birgir markvörður, en góða spretti áttu Eggert ísdal og Magnús Teitsson. Hjá Tý snerist allt um þá Sigur- lás og Stefán. í STITTlt MÁLI: MÖKK Sijörnunnar: Kvjolfur 12, .'lv, Magnú.s Toit.s 5, Viúar Sím. 3, Iv, ísdal 3, Maj'nús Andrósson 2, Cudmundur Oskars. I oj» Cunn laugur Jóns. I. MÖKK Týs: Sij/urlás 12, 3v, Slefán 6, 2v, (iylfi Kirgis 3, Mannús l>ors(eins. 3 og Kenedikl (iuó- hjörns I. LKIKMÖNNI'M Týs var Ivisvar sýnl gula spjaldió. einu sinni hió rauóa oj/ se\ sinnum var |H>im vísað af loikvelli í lva*r mínúlur. LKIKMÖNNI’M Stjörnunnar og (iunnari þjálf- ara var fjórum sinnum sýnl ^ula spjaldið oj( þrisvar vikið af leikvelli í (va*r mínúlur. Isianasmðiið 2. aeiia ..... ' .-............. „ ✓ Þjálfar Árni Tindastól? ÁRNI Stefánsson, fyrrverandi lands- liðsmarkvörður í knattspyrnu, sem dvalið hefur síðastliðin fjögur ár í Svíþjóð og leikið þar, hefur nú í hyggju að koma heim. í spjalli við Mbl. í gærdag sagði Árni, að hann hefði hug á því að taka að sér þjálf- un hér heima og hugsanlega leika með sama liði. Ekkert væri enn ákveðið í þeim efnum en Tindastóll á Sauðárkróki hefði haft samband við sig og kæmi vel til greina að hann tæki að sér þjálfun hjá liðinu og spilaði með því í 3. deildinni næsta sumar. - ÞR Einkunnagiöfin Lid is Bjarni Gunnar Sveinsson 5 Ingi Stefánsson 4 Gísli Gíslason 6 Árni Guðmundsson 6 Þórður Oskarsson 4 Aðrir léku of lítið. Lið KK Kristján Kafnsson 4 Jón Sigurðsson 7 Birgir Mikaelsson 7 Stefán Jóhannsson 4 Ágúst Líndal 4 Páll Kolbeinsson 6 Kristján Oddsson 4 Eiríkur Jóhannesson 4 Handknattleikshátíð ÍR í Laugardalshöll í TILEFNI af 75 ára afmæli ÍR 11. mars nk., gengst félagið fyrir afmæl- isleikjum i handknattleik í Laugar dalshöllinni í dag, laugardaginn 16. jan., frá kl. 14.00 til 19.00. Lið ÍR leika þar við lið frá ýms- um félögum, m.a. leiða saman hesta sína toppliðin í 1. og 2. deild karla, ÍR og FH, og mun Bjarni Bessason leika með IR að nýju. Þá mun hið efnilega kvennalið IR, nú- verandi Reykjavíkurmeistarar í meistaraflokki, leika gegn kvenna- veldi Vals. Auk þess verða leikir í yngri flokkum kvenna og karla. * $a!t,c Cuf 7i \ Ir#!*..-, PíÁist.sawU % • Á milli þeirra verður valið mánudaginn 25. janúar á fundi hjá danska handknattleikssambandinu. Persónulega heldur Jóhann Ingi að Leif verði áfram þjálfari danska landsliðsins. Þýska liðið Dankersein vill ráða Jóhann Inga JOIIANN Ingi Gunnarsson, þjálfari KK, hefur fengið tilboð um að gerast þjálfari hjá vestur þýska handknatt- leiksliðinu Dankersen. Er lið KK var í keppnisferð á dögunum í Þýska- landi lék liðið gegn Dankersen. Eftir þann leik ræddi formaður Danker- sen lengi við Jóhann og gerði honum loks tilboð. Sagði jafnframt að ef ekki tækjust strax samningar í Danmörku við danska handknatt- leikssambandið skyldi Jóhann koma aftur yfir og ganga frá sínum mál- um. Það gat Jóhann eðlilega ekki og fór með liði KR heim til íslands. Mbl. ræddi við Jóhann í gærdag og innti hann eftir þessum málum. — Já, það er alveg rétt að ég fékk tilboð um að koma til Dank- ersen og þjálfa lið þeirra. En það er ekki gott að vera með of mörg járn í eldinum í einu. Fyrst verður að afgreiða alveg þjálfaramálið við danska handknattleikssam- bandið. Þau mál standa þannig að mánudaginn 25. janúar verður fundur hjá stjórn danska hand- knattleikssambandsins og valið á milli mín og Leif Mikkelsen. Ég setti fram mínar kröfur þegar ég var á ferð í Danmörku fyrir skömmu og allt liggur hreint á borðinu frá minni hálfu. — Persónulega held ég að ekki verði gengið að mínum kröfum og Leif verði endurráðinn. Ég kem nefnilega til með að verða mun dýrari en hann. Sambandið þyrfti að útvega mér húsnæði, bíl og greiða mér helmingi hærri laun en Leif er með t dag. Satt best að segja kom mér á óvart hvað hann þiggur lítil laun fyrir starf sitt. — Verði ekkert af því að ég fari til Danmerkur og taki við danska landsliðinu þá sný ég mér alfarið að V-Þýskalandi. Ég hef mikinn áhuga á að starfa þar. Mun meiri en í Danmörku. Ef Dankersen myndi ganga frá mínum kröfum þá verður gengið frá þeim málum í HM-keppninni í marz. - ÞR Gengið frá ráðningu Jóhannesar í dag I DAG kemur stjórn KSÍ saman til fundar. Eitt af þeim málum sem á dagskrá verða er ráðning landsliðs- þjálfara KSÍ. Má næsta víst telja að samþykkt verði að ráða Jóhannes Atlason til starfa. Jóhannes sagði í ga-rdag að hann væri búinn að ná samkomulagi við KSÍ um laun og ýmislegt annað sem skipti máli. Það er allt frágengið af minni hálfu, nú á stjórnin bara eftir að leggja blessun sína á málið, sagði Jóhannes. - ÞR. [ Knaltspyrna) Charlie George til Hong Kong ENSKA knattspyrnan má nú sjá á eftir einum litríkasta knattspyrnu- manni sem þar hefur leikið síðasta áratug. llinn 31 árs gamli ('harlie George hefur gert samning við lið Bulova í Hong Kong. En Bulova er rekið af samnefndu úrafyrirtæki. Þegar Southampton setti ('harlie á sölulista spurðist enginn enskur klúbbur fyrir um kappann. F(' Nurn- berg og Bulova Hong Kong gerðu fyrirspurnir og á endanum fór hann til llong Kong. Charlie George lék lengi með Ars- enal, og sjálfur segist hann hvergi annars staðar vilja vera. „Það væru 10 þúsund fleiri áhorfendur á hverj- um leik hjá Arsenal ef ég léki þar aftur,“ segir ('harlie. Charlie George skoraði sigurmark Arsenal í bikar leiknum á Wembley árið 1971, þegar Arsenal vann það afrek að vinna ba*ði bikarkeppnina og deildina. [ Knatlspyrna) A FUNDI Skíðasambands íslands sl. þriðjudag voru eftirfarandi kepp- endur valdir til þátttöku í heims- meistarakeppninni á skíðum: Alpa- greinar: Keppt verður í Schladming í Austurríki 27. jan.—7. feb. nk. Keppandi Árni Þór Árnason. Nor • Fyrrum knattspyrnustjarna ('harlie George, verður nú að sætta sig við að f'ara til Hong Kong og leika þar. rænugreinar: Keppt verður í Osló dagana 18.—28. feb. nk. Keppendur: Haukur Sigurðsson, Olafsfirði, Magnús Eiríksson, Siglufirði, Einar Olafsson. Isafirði. Jón Konráðsson, Ólafsfirði. Fjórir valdir til þátttöku á HM á skíðum sem fram fer í Osló

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.