Morgunblaðið - 16.01.1982, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 16.01.1982, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1982 35 Hvaða frímerki fáum við á þessu ári? Frímerki Jón Aðalsteinn Jónsson Rétt um siöustu jól sendi Póstmálastofnunin frá sér áætlun um frímerkjaútgáfu sína áriö 1982. Mun hún hafa birzt í flestum blöö- um borgarinnar nú um áramótin. Þar sem ekki er ólíklegt, aö til- kynning póststjórnarinnar hafi far- ið fram hjá einhverjum mitt í ann- ríki jólanna, birti ég hana hér í þættinurti orörétta, en hún er á þessa leiö: Á næsta ári er áætlaö aö gefa út eftirtalin frímerki: a) Almenn frímerki meö myndum af hörpudiski og beitukóngi í verðgildunum 20 aurar og 600 aurar og með myndum af kú, kind og ketti í verögildunum 300, 400 og 500 aurar. b) Evrópufrímerki i verögildunum 350 og 450 aurar. Myndefnið verður að þessu sinni annars vegar landnám Islands og hins vegar fundur Vínlands. c) Frímerki aö verðgildi 10 krónur í tilefni af aldarafmæli elsta kaupfélags á landinu, Kaupfé- lags Þingeyinga. d) Frímerki að verögildi 15 krónur i tilefni af aldarafmæli bænda- skólans á Hólum. e) Frímerki meö mynd af íslenska hestinum, helgað hesta- mennsku, aö verögildi 7 krónur. f) Frímerki í tilefni af „Ári aldr- aöra“ meö málverk eftir isleif Konráösson aö myndefni og i verðgildinu 8 krónur. ísleifur hóf sem kunnugt er ekki aö leggja stund á málaralist fyrr en hann var sestur í helgan stein. g) Frímerki í flokknum „Merkir is- lendingar" meö mynd Þorbjarg- ar Sveinsdóttur, Ijósmóður (1828—1903) og aö verögildi 9 krónur. h) Jólafrímerki í tveimur verögild- um, sem enn hafa ekki veriö ákveðin. Samkeppni um útlit þeirra hefur veriö boöin út. i) Smáörk eöa „blokk“ á „Degi frí- merkisins" með yfirveröi til fjár- öflunar fyrir norræna frímerkja- sýningu, „Nordia 84“, sem hald- in verður hér á landi 1984 á vegum Landssambands is- lenskra frimerkjasafnara. Verö- gildi hefur ekki veriö ákveöið. Fyrirhugaö er aö gefa út smá- örk af sama tilefni á árunum 1983 og 1984. Nánar verður tilkynnt síöar um þessar útgáfur meö vanalegum hætti. Ljóst er af þessari áætlun Póstmálastofnunarinnar, aö fjöldi frímerkja er áætlaöur svipaöur og verið hefur undanfarin ár og er það vel. Þaö mun aftur á móti vekja furöu margra safnara og trúlega þá ekki síöur póstmanna, sem selja og setja frímerki á sendingar, hvaða verögildi eru hugsuö á hin væntanlegu frímerki. Sannleikur- inn er sá, aö ástandiö í frímerkja- birgðum póststjórnarinnar er næsta bágboriö um þessar mund- ir. Gagnrýndi ég þaö í þætti fyrir jól, aö ekki skyldu hafa verið gefin út frímerki aö verögildi m.a. 20, 25 eöa 30 krónur á undan 5000 (aura) merkinu í október, þar sem full not væru fyrir þau verögildi á margs konar sendingar. Um þær mundir var líka 1000 (aura) merkiö frá 1978 aö syngjast upp. Og nú er 500 (aura) merkið meö mynd af Skyggni frá í haust senn upp urið. Er þá svo komiö, aö ekkert verö- gildi er lengur fáanlegt á pósthús- um landins milli 300 (aura) Ólymp- íumerkisins og 5000 aura merkis- ins, því að 400 (aura) Útvarps- merkiö er líka gengið til þurröar. Hef ég heyrt, aö starfsmenn þósts- ins séu hinir óánægöustu meö þessa framvindu mála, og mun enginn lá þeim það. Þeir veröa oft að nota á póstávísanir og aörar hærri sendingar átta til tíu merki, þar sem eitt heföi getað dugaö, ef til hefði verið. Hér viröist ekki hugsaö um vinnuhagræöingu, og er pósturinn þó síkvartandi um fjárskort sem aörar ríkisstofnanir. Þrátt fyrir þessa staöreynd dett- ur forráðamönnum póstsins ekki í hug aö gefa út hærra verðgildi á þessu ári en 15 kr. merki, sbr. d-liö í ofangreindri tilkynningu! Auövit- aö er þessi áætlun til bráöabirgöa, svo að enn er hægt aö taka sig á, ef skilningur er fyrir hendi, og þaö verðum viö aö vona. Þaö, sem vekur vafalaust sér- staka athygli viö framangreinda til- kynningu, er sú ákvörðun, aö gefin verður út smáörk eöa blokk á Degi frímerkisins meö yfirveröi til fjár- öflunar fyrir norræna frímerkjasýn- ingu, Nordia 84, sem hér á aö halda 1984. Þessi ákvöröun hlýtur aö gleöja frímerkjasafnara, enda þótt vitaö sé, aö þeir borga mest af brúsanum sjálfir, þegar allt kemur til alls, því aö þorri manna mun tæplega nota mikið af þessari smáörk á póstsendingar sínar. Þaö gera aftur á móti safnararnir og vafalaust meö ánægju. Þá eru boðaðar smáarkir af sama tilefni árin 1983 og 1984 og er þaö svip- aö og tíðkazt hefur meö öörum þjóöum undir sömu kringumstæö- um. Jóla- og líknar- merki 1981 Enda þótt jólin séu aö baki, vil ég halda þeirri venju aö geta um þau jólamerki, sem mér er kunnugt um, að út hafi komið hér á landi fyrir síöustu jól. Þar sem söfnun jólamerkja er oröin mjög útbreidd og ein hliöargrein af frímerkjasöfn- un, er ekkert sjálfsagöara en ræöa um hana í frímerkjaþætti. Bolli Davíösson í Frímerkjahús- inu hefur sent þættinum sem oft áöur til birtingar þau merki, sem út komu fyrir jólin 1981. Færi ég honum þakkir fyrir. Útgefend- um jólamerkja hefur fækkaö um tvo frá í fyrra, að því er ég bezt veit. Engin merki komu út frá Jun- ior Chamber á Seyöisfiröi og ekki heldur frá Landssambandi ísl. frí- merkjasafnara. Þau félög og samtök, sem gáfu út jóla- eöa líknarmerki aö þessu sinni, eru nefnd hér á eftir i ald- ursröö, ef svo má segja. Er þá merki Thorvaldsensfélagsins fyrst, enda var þaö um nær aldarfjórð- ung eitt um útgáfu jólamerkja. Þá kemur Kvenfélagiö Framtíöin á Ak- ureyri. Bandalag skáta sendi frá sér þrjú mismunandi merki, og eru þau tengd Ári fatlaöra. Lions- klúbbur Siglufjaröar gaf enn út jólamerki og svo er um Rotary- klúbb Hafnarfjaröar, Oddfellow- regluna, Rotaryklúbb Kópavogs, Lionsklúbbinn Þór, sem varö 25 ára á liönu ári, og Lionsklubbinn Bjarma í V-Húnavatnssýslu. Mynd- efni þeirra Húnvetninganna er kirkjan aö Efra-Núpi í Miöfiröi. Lionsklúbbur Dalvikur hefur einnig kirkju á sínu jólamerki og er þaö kirkjan á Tjörn í Svarfaðardal. Loks sendir Frímerkjaklúbburinn Askja á Húsavík út annaö jóla- merki sitt. Því miöur birtist ekki í þessum þætti mynd af fyrsta merki þeirra Öskjumanna, en á þvi er mynd af hinu kunna skáldi þeirra Þingeyinga, Jóhanni Sigurjónssyni. Aö þessu sinni birta þeir mynd af skáldkonunni Huldu eða Unni Benediktsdóttur Bjarklind, eins og hún hét réttu nafni. Mun hugmynd þeirra Öskjumanna aö notfæra sér þingeysk skáld sem myndefni jóla- merkja sinna, og þá eru þeir ekki alveg strax komnir í þrot, svo sem alþjóö veit. Enda þótt ástæöa væri e.t.v. til aö fjalla nánar um hvert merki, myndefni þess, teikningu og til- gang, verður því sleppt, enda munu þeir, sem áhugann hafa á þessum merkjum, vita þaö allt bet- ur en ég. Sjálfur hef ég víst áöur tekiö fram, aö ég safna ekki jóla- merkjum, en vitaskuld nota ég þau nokkuö á jólapóst til styrktar góöu | málefni. Engan veginn lít ég svo á, aö söfnun þessara merkja sé lakari en frimerkjasöfnun eða yfirleitt önnur söfnun, og hún mun fæstum ofvax- in fjárhagslega. Hitt er svo annaö mál, aö ýmis félög hafa leiözt út í vafasamar „kúnstir" í sambandi viö útgáfu merkja sinna til þess að örva sölu þeirra og hafa meiri hagnaö en ella. Þetta tel ég mjög hæpna aðferð. Ég er eindregið þeirrar skoöunar, aö alls konar til- búningur til hliöar viö aöaltilgang frímerkja, jóla- eöa líknarmerkja og raunar allra annarra söfnun- arhluta sé einungis til tjóns, þvi aö bæöi er hægt aö ofbjóöa langlund- argeöi safnaranna og svo pyngju þeirra, þannig aö þeir hætti söfn- uninni. Tel ég slíkt miöur fariö, þar sem öll heilbrigð söfnun á aö sjálfsögöu aö færa safnaranum hvíld frá hversdagsamstri og um leið margar ánægjustundir, og þaö ætti aö vera kjarni hennar. Vinur - vinátta (Órímað ljóð) Vinur — Hvað er vinur? Æðsti auður heims. Hvað er vinátta? Ljúfasti unaður lífs. Hjá honum er ekkert að óttast. Allt frjálst. Hann gæti vitað og vilj- að betur en þú sjálfur, hvað bezt er þér til gæfu. Hjá honum þorir þú að vera þú [sjálfur. Þar ríkir algjört öryggi. Fullkomið [traust. Þú getur nálgast hann, villt nálg- ast hann nakinn, bæði á líkama og sál. Hans æðsta ósk er, að þú sért þú. Engin gríma, ekkert gullskraut, ekkert skartgervi, aðeins þú, heill, hreinn — þú. Hann vill þig, hvorki verri né betri. Hjá honum ertu frjáls, sýkn- aður og saklaus eins og frelsingi úr fjötrum. Þú tjáir honum huga þinn og hjarta til innstu fylgsna. Þú þarft ekki að vera á verði um neitt þar. Einlægni, sannleiki, hreinskilni. Hann skilur þig, umber þig. Ann- arra fordómar um þig eru honum aðeins hjóm. Við hönd hans, í örmum hans ertu sæll, hugrór og góður. Honum er unnt að játa allt. Hégómaskap, nízku, öfund, hatur, heimskupör og losta. En í brosi hans brennur þetta allt til ösku og hismis. Allt illt og ljótt úr sögunni. Uppleyst í ljómandi skírnarlaug elsku hans, hafdjúpi eilífrar tryggðar. Hann veit. Hann skilur. Hann þegir. Þú þarft engrar varkárni við. Orð hans eru gull. Þögn hans perl- ur á djúpi dýrðar. Bros hans blíða vormorguns. Tár hans uppsprettu- lind í eyðimörk lífsins. Þú þarft engrar varkárni við. Þú getur misboðið honum, vanrækt hann, einskis virt hann, en samt notið næðis og kyrrðar hjá honum. Þar er friður, fullkominn friður. Þú finnur þig honum allt. Hann er deiglan, sem skírir silfur sálar þinnar. Hann skilur — hann skilur allt. Hjá honum getur þú fundið sjálfan þig í öllu. Grátið hjá honum, syndgað hjá honum, hlegið með honum, tárast með honum, beðið með honum bæn- ar. Að baki þessa alls, gegnum þetta allt greinir hann þig, skilur þig, elskar þig, eins og þú ert í raun og veru. Vinur. — Hvað er vinur? Æðsta gjöf Guðs. Heimsins [helgasti auður. Vinátta. — Hvað er vinátta? Æðsta stig elskunnar. Ljúfasti [unaður lífs. En — veiztu um nokkurn, sem þú þorir að treysta þannig fyrir sjálf- um þér í öllu eins og þú ert, vera þú sjálfur í verund hans og nánd? Sé svo. Heill þér, sonur hamingju. Arelíus Níelsson eftir Kaymond Koran.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.