Morgunblaðið - 16.01.1982, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.01.1982, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1982 15 þeirra. Þegar hlutar þessa sjósetn- ingarbúnaðar höfðu verið smíðað- ir, skoðaði Þorvaldur Ólafsson skipaskoðunarmaður Siglinga- málastofnunarinnar þennan bún- að í vélsmiðjunni, áður en hann var settur saman, og ritaði skýrslu um þá skoðun. — Þórarinn Sig- urðsson skipaeftirlitsmaður Siglingamálastofnunarinnar í Vestmannaeyjum, hefur fylgst með þróun þessa sjósetningarbún- aðar frá upphafi, og hann hefur gengið frá öllum gúmmíbjörgun- arbátum, sem settir hafa verið í sjósetningarbúnaðinn, enda er hann skoðunarmaður gúmmí- björgunarbáta í Vestmannaeyjum. Þá fór Páll Guðmundsson, skip- stjóri og skipaskoðunarmaður stofnunarinnar gagngert til Vest- mannaeyja, til að vera viðstaddur prófanirnar á búnaðinum eftir fyrstu uppsetningu hans. — Síðar fóru þeir Páll Guðmundsson og Páll Hjartarson skipatæknifræð- ingur siglingamálastofnunarinnar gagngert til Vestmannaeyja, til að fara yfir einstök atriði búnaðarins vegna birtingar mynda og grein- argerðar í riti Siglingamálastofn- unarinnar, Siglingamál, frá júlí 1981. í þessari ferð ræddu þeir nafnarnir m.a. við Sigmund Jó- hannsson, Friðrik Ásmundsson skólastjóra Stýrimannaskólans og fleiri, en Friðrik hefur unnið mjög Á þessari myndaopnu í ritinu Siglinga- mál, nr. 13, júlí 1981, er lýst öllum meginþáttum í sjósetningarbúnaði Sig- mund, ásamt björgunarneti Markúsar. Allar myndirnar tók Sigurgeir Jónas- son Ijósmyndari Morgunblaðsins í Vestmannaeyjum. mikið og gott starf við kynningu og uppsetningu þessa búnaðar í Vestmannaeyjum. í grein sinni heldur Árni því fram, að Siglingamálastofnunin hafi þagað um Sigmundsgálgann, .. þögn þess, sem kann ekki það mál, sem hann á að túlka ...“ Hér verður ekki betur séð en að hann fari vísvitandi með rangt mál, því að síðar í greininni kemur fram, að hann hefur séð júlí-heftið af ritinu og jafnvel blaðað eitthvað í því. I þessu hefti ritsins er einmitt gerð ítarleg grein fyrir Sig- mundsgálganum. Þar er birt myndaopna með fjölda mynda, heilsíða á baksíðu ritsins, og fleiri greinar um þennan búnað. Þar er fagnað þessu frumkvæði Vest- mannaeyinga. Árni getur þess heldur ekki, að í sama riti er stað- fest, að Siglingamálastofnunin hafi viðurkennt þennan búnað til notk- unar í íslenskum skipum, þótt hans sé ennþá ekki krafist. — Þrátt fyrir þessa staðreynd, sem hefði átt að vera Árna ljós ef hann hefði lesið ritið, segir hann í sinni grein, að Siglingamálastofnunin hafi „ekkert samþykkt". „Það eina sem hún hefur gert er að stöðva ekki skip, sem þessi búnaður hefur ver- ið settur í...“!!! Þá spyr Árni hvers sjómenn annarra sjávarplássa eigi að gjalda. Annaðhvort skilur hann ekki, eða vill ekki skilja, að þegar Siglingamálastofnun ríkisins hef- ur viðurkennt og mælt með ákveðnum búnaði til skipa, þá gildir sú viðurkenning fyrir bún- aðinn í öllum íslenzkum skipum, hvort sem þau eru gerð út frá Vestmannaeyjum eða öðrum stöð- um á landinu. Þessvegna er öllum að sjálfsögðu heimilt að setja slík- an búnað í sín skip, hvar sem skip- in eiga heimahöfn. I ritinu Siglingamál nr. 13, sem út kom í júlí 1981, og hér hefur verið vitnað til, segir m.a., að Vestmannaeyingar ætli að koma slíkum búnaði í öll fiskiskip fyrir næstu áramót. „Að þeirri reynslu fenginni verður auðveldara að semja reglur um þessi atriði en nú er. Tilgangur þessa yfirlits í þessu hefti Sigl- ingamála, er að gera grein fyrir málinu, þannig að á þessum grundvelli mætti leita umsagnar hagsmunaaðila, þ.e.a.s. samtaka sjómanna og útgerðarmanna.“ Þetta atriði lagði Siglingamála- stjóri fyrir ráðherra í bréfi dags. 20. ágúst 1981, til herra samgönguráðherra Steingríms Hermannssonar, en því bréfi fylgdi eintak af Siglingamál, nr. 13, 1981. — í þessu bréfi til ráð- herra segir m.a.: „Verði slíkrar umsagnar (þ.e.a.s. umsagnar sam- taka sjómanna og útgerðar- manna) leitað áður en búnaðurinn hefur verið settur í fleiri stærðir og gerðir fiskiskipa, þá verður hinsvegar að gera þá kröfu til um- sagnaraðila, ef þeir telja tímabært að setja nú þegar kröfur um búnað í reglur, að þeir geri nákvæma grein fyrir hvernig sá búnaður skuli vera.“ Samgönguráðherra mun hins- vegar að því er ég best veit, ekki hafa leitað umsagnar hagsmuna- aðila á þessum grundvelli. Af framangreindu er væntan- lega fullljóst, að Siglingamála- stofnunin hefur frá upphafi fylgst af áhuga með þróun þessa nýja sjósetningarbúnaðar, sem Sig- mund hefur hannað, og jafnljóst að ranghermt er hjá Árna John- sen í grein hans að stofnunin hafi „ekkert samþykkt". Þó er með grein Árna birt mynd af forsíðu bæklings, sem út var gefinn í Vestmannaeyjum um Sigmunds- gálgann. Á forsíðu þessa bæklings stendur skýrum stöfum: „Búnaöur þessi hefur nú þegar verið viður- kenndur af Siglingamálastofnun ríkisins." — Þessa er hvergi getið í grein Árna Johnsen og myndin af forsíðu bæklingsins er það lítil í greininni, að ekki er hægt að lesa þennan texta. Hér verður því ekki betur séð, en verið sé með vilja að fela staðreyndir. Fundur boðaður í Vestmannaeyjum um öryggismál sjómanna I lok síðasta árs hafði siglinga- málastjóri símasamband við Frið- rik Ásmundsson skólastjóra Stýri- mannaskólans í Vestmannaeyjum og við Jón I. Sigurðsson hafnsögu- mann og formann Björgunarfé- lags Vestmannaeyja. Varð að samkomulagi að þessir aðilar ásamt Siglingamálastofnun ríkis- ins boðuðu til fundar í Vest- mannaeyjum 8. janúar 1982 um öryggismál sjómanna. Siglinga- málastjóri fór því til Vestmanna- eyja 7. janúar 1982 ásamt Páli Guðmundssyni skipaskoðunar- manni. Var þann dag farið í ýmis skip í Vestmannaeyjahöfn til að fara yfir einstök atriði í þróun los- unar og sjósetningarbúnaðarins við mismunandi aðstæður. Var Sigmund Jóhannsson þar að sjálf- sögðu með okkur, og á umræðu- fundi um málið á eftir í skólastofu í Stýrimannaskólanum. Fundardaginn með sjómönnum, þann 8. janúar um hádegið kom Morgunblaðið til Vestmannaeyja, með grein Árna Johnsen. Tímasetning á birtingu þessarar níðgreinar var hnitmiðuð. Að hún kæmi út sama daginn og Siglinga- málastofnunin hafði ásamt heimamönnum boðað til umræðu- fundar um öryggismál á sjó í Vestmannaeyjum. Þar naut Árni þess að sjálfsögðu að sem blaða- maður hjá Morgunblaðinu hafði hann betri möguleika en aðrir til að koma skoðunum sínum á fram- færi á réttum tíma í blaðinu. — Hitt er svo annað mál, að tilgang- ur þessarar greinar var mönnum almennt hulin ráðgáta. Alla vega verður ekki séð að greinin á neinn . hátt geti stuðlað að öryggi á sjó, og reyndar vandséð, að það geti hafa verið tilgangurinn. Þegar ég frétti að Árni Johnsen væri staddur í Vestmannaeyjum, fór ég ásamt þeim Friðrik Ás- mundssyni skólastjóra og Jóni I. Sigurðssyni hafnsögumanni á hans fund, og bauð honum að mæta á fundinum kl. 5 e.h. þann dag, og þáði Árni boðið. Fundur- inn var mjög fjölsóttur af sjó- mönnum. Þar var sýnd ný kvik- mynd Siglingamálastofnunar ríkisins um notkun gúmmíbjörg- unarbáta. Sýndur var gúmmí- björgunarbátur með þeim bre.vt- ingum sem tilraunir Siglinga- málastofnunar ríkisins sl. tvo vet- ur hafa sýnt að eru til bóta. Þá var sýnd líka ný gerð rekakkera, sem Siglingamálastofnunin hefur hannaö, og eykur mjög stöðug- leika gúmmíbjörgunarbáta í sjó. Fyrirspurnir til siglingamála- stjóra frá fundarmönnum voru allar efnislegar og umræður allar mjög gagnlegar. Fundur þessi var því mjög vel heppnaður, og höfðu fundarmenn orð á því, að slíka fundi þyrfti að halda árlega. Cúmmíbátakvikmynd Sigl- ingamálastofnunar ríkisins í grein sinni talar Árni Johnsen um nýja kennslukvikmynd Sigl- ingamálastofnunar ríkisins um notkun gúmmíbjörgunarbáta í greinilegum hæðnistón, sem: „Síð- asta afrek siglingamálastjórn- ar ...“ Flest virðist þar vera lítt að skapi Árna, en einkanlega telur hann, að ekki hefði átt að sýna þar gúmmíbjörgunarbáta í striga- tösku í trékassa. — Sannleikurinn er sá, að þótt trékassarnir um gúmmíbátana séu óðum að hverfa, þá eru þeir ennþá í allmörgum eldri skipum okkar. Á meðan svo er, þá verður að telja það ábyrgð- arleysi að fella niður að sýna handtökin við að sjósetja þessa gerð gúmmíbáta. Þetta atriði er hinsvegar ætlunin að fella niður úr myndinni, þegar engir slíkir bátar eru lengur í notkun. Þá ávítar Árni Siglingamála- stofnunina fyrir að sýna ekki notkun Sigmunds-gálgans í kvikmyndinni. Þar er ástæðan sú, að kvikmyndatökunni lauk áður en Sigmundsgálginn var reyndur 25. mars 1981. Síðan hefur þessi búnaður þróast verulega á ýmsan hátt, og fyrst eftir þennan vetur má gera ráð fyrir að búnaðurinn hafi náð nokkurnveginn endan- legri gerð. Það hefur alltaf verið hugmynd Siglingamálastofnunar ríkisins, að þessi kennslukvik- mvnd yrði endurhætt síðar, eftir því senl þróun gefur tilefni til, að því tilskildu að fjármagn fáist til þess. Þannig hefur verið gert ráð fyrir að bæta við kvikmyndina síð- ar losunar- og sjósetningarbúnaði á ýmsum stærðum og gerðum skipa. Hafa ber í huga, að eldri kvikmynd Siglingamálastofnunar rikisins um notkun gúmmíbjörg- unarbáta var á ýmsaji hátt orðin úrelt, og því þótti ekki fært að fresta lengur að gera nýja kvik- mynd og koma henni í notkun hið allra bráðasta. Hefði ekki Árna Johnsen þótt það vera Þvrnirósarsvefn líka, ef engin ný kvikmynd hefði verið gerð? I grein sinni telur Árni Johnsen, að siglingamálastjóri hefði átt að ræöa um sjósetningarbúnað Sig- munds, þegar hann kom fram í sjónvarpsviðtali eftir Tungufoss- slysið, þegar Tungufoss sökk í Krmasundi með kornfarm. í því viðtali var hinsvegar fvrst og fremst rætt um fasta björgunar- báta fyrir flutningaskip og þróun þeirra, t.d. yfirbvggðu björgun- arbátana. Það er rétt, að vel hefði mátt ræða um björgunarbúnað skipa miklu lengri tíma, en þarna var til umráða, en viðtalið eins og það varð fór langt fram úr þeim tíma, sem skammtaður hafði verið í fréttatíma sjónvarpsins. Það er því langsótt sú ásökun á siglinga- málastjóra, að þar eð hann ekki kom að umræðum um Sigmunds- gálgann í þessu stutta fréttavið- tali, þá sýni það áhugaleysi. Slík ályktun er fjarri allri sanngirni, og ætti það sem að framan er rak- ið að afsanna áhugaleysi. Ekki verður hér fleiri atriða getið úr þessari ádeiluritsmíð Árna Johnsen, og er þó enn af nógu að taka. Árna virðist vera það kappsmál að sannfæra lesend- ur sína um það, að siglingamála- stjóri sé og hafi ávallt verið ónytj- ungur í starfi sínu þau nær 28 ár, sem hann hefur gegnt embætti. Hann ætti ekki að vera að dunda við alþjóðasamstarf um stöðug- leika fiskiskipa hjá Alþjóða sigl- ingamálastofnuninni, þar sem hann hafi duddað við í 22 ár. — Ekki virðist Árni Johnsen kunna að meta alþjóðasamstarf, telur að þar sé verið að fiska upp nýjungar í heiðatjörnum skrifstofufræð- inga. — Furðulegar eru þessar hugmyndir annars. — Hér virðist Árna gleymast að stöðugleiki fiskiskipa er líka öryggismál ís- lenzkra sjómanna. Það er sjálf- sagt að búa íslenzk skip eins full- komnum björgunarbúnaði og hægt er, en traust og öruggt skip er og verður alltaf besta björgun- artækið. — En alþjóðasamstarf er okkur nauðsyn, ef við ætlum okkur að eiga samskipti við aðrar þjóðir. Það færi lítið fyrir sigling- um íslenzkra skipa til erlendra hafna, ef við ekki værum aðilar að alþjóðasamþykktum, sem varða siglingar og öryggismal. Fmbættisafglöp tveggja forseta og orðunefndar Lokaniðurstaða greinar Árna Johnsen um Þyrnírósarsvefn sigl- ingamálastjóra er sú, að það sé óhugsandi að siglingamálastjóri hafi getað fengið fálkaorðu fyrir störf að siglingamálum og þá sér- staklega öryggismálum sjómanna. Nú kveðst Árni vita betur. Þessi viðurkenning hafi sjálfsagt verið veitt fyrir góðar ljósmyndir af náttúru íslands. Eftir því sem mér var tjáð, þá er staðreyndin hinsvegar sú, að bæði riddarakross og stórriddarakross Fálkaorðunnar voru veittir fyrir embættisstörf, en ekki fyrir Ijósm.vndun. Ekki mun sú skoðun fvrr hafa komið fram en nú hjá Árna Johnsen, að hér sé um að ræða embættisafglöp tveggja virtra og vinsælla forseta íslands, hjá dr. Kristjáni Eldjárn og Vig- dísi F'innbogadóttur, auk orðu- nefndar. I þessu máli virðist Árni Johnsen hinsvegar telja sig dóm- bærari. 13. janúar 1982, Hjálmar R. Bárðarson. FRÁ TILRAUNUM MEÐ LOSUNARBÚNAO í VESTMANNAEYJUM SÍOLA VETRAR 1981 BjA»«rlii(ng»rboo«A(ir gúmfTnbjðry- jnarbála Laonching »f>n lo> inílatbable l«f«- a: Geym*luhyíki gofnmíbjötgofiar bát*>ns fellti> i *jö Th« liferaft cont»in«f> piunge* into the water. Gummibi5r$unarbáturinn blae* sig ut. Stosnfc »«* borfti The llfftfatt intiates. Jumping over- board Séft inn i st}ftrnk**s*ftn en i hann teng>*st fti! !os>«n»>handfftngin og rakastyrftl iosunarbCmafturinn View in»o the coupling bo*. wherc- a>t release handtes *ru» the moisture activateo reiesse connects. Hekestýrfc-.if tos»fu«rbúnaftu>. The moisture activated rotoaso device. Losonarbúnafcu) fyr-r minni'bál*. þ« sem ekki e> notaftu> sjnsettn(nga> armur. Lsunching stand destgned íyr s:nai vessels, where a tauncning am> cnt nol be titted. Vlsnni hjátpeft upo > gummibjftrgunarbatinn ^erson being rescued on hoard the intlatabie ttleraft Komntr upp > báunn. Á þessari rnynd sést siósetningar armtifinn utsieginn og belgurinn. som htasinn er uppog þvtngar arminn fratn All on board This picture shows the iaunrhing «rn> m outreach posihon and the bailon. whtr.h inhates and moves the launching arm outwards. Bjftrgur>arg*tu> : iósunarbunafti. sem setiaöur or vift skutrennur a togurum. A ftteraft and <> launchíng cevice mtendcd «or tnstail- atlon above fhe trawl >.>mp ot a stern trawle> Ænm 'm I E2L -a E>nar Ólatsson. smpstjori á M-S KAPfl, sýnir istyrishúsi handfangift. sem fjarstýiir tosunarbunafttnum Einar ólafsson, capfain o» the fishfng vassai KAP li, shcws in fhe whee! housn tho handio. which activates the i«leas« device Ttlraunfr voru einnig gerftar meft bjftrgunarnetift ..Matkus' Hftnnuftut bess. Markus B Þorgeirsson. skip stjóri stjornar aftgerftum »>á dekki Trials werc- also carrted out with a ..rascue nef' catled 'MARKUS". It* designer. Markus B. Thotgeirsson. captain. conducts the triafs. Bjftrgunafbátur i losunarbúnaöi ofan v«ft skubennu A iiforaff in a taunching device m • staiied above the trawt ramp. Sigmund Jfthannsson. Vestmnnna- eyjtim hftnnuftu: þessa iosunar- búnaftxftr gumfnthjftf gunvbaia Mr Sigmund JOhannsson, Vestman Islands. the designer o» these launch- íng devlces íor inftalabie l-ferafts.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.