Morgunblaðið - 16.01.1982, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.01.1982, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1982 13 «Við lærum með því að endurtaka“ - segir Arild Dyre Moe, norskur leiðbeinandi í sölutækni „AFKOMA fyrirtækja veltur oft á góðum sölumönnum, en þrátt fyrir það fá þeir yfirleitt enga þjálfun í tjáskiptum og sölutækni. Sölu- menn eru of verðmætir fyrir fyrir- tækin til að þessi mikilvægi þáttur sé vanræktur eins og raun ber vitni." Þetta eru orð Norðmannsins, Arild Dyre Moe, leiðbeinanda í sölutækni, en hann mun stjórna sölunámskeiðum í Reykjavík dag- ana 25.—30. janúar næstkomandi. Námskeiðin eru fyrir sölumenn í heildsölu, smásölu og sölumenn bifreiða. Arild Dyre Moe er 55 ára gam- all. Hann stundaði nám í Banda- ríkjunum í þrjú ár, hefur skrifað þrjár bækur um sölumennsku og mannleg samskipti og er þekktur á Norðurlöndum sem sérfræðing- ur á þessu sviði. Hann kom til ís- lands fyrir sjö árum og var þá leiðbeinandi á tveimur námskeið- um, sem hann segir nú gamaldags og ekki sérlega góð samanborið við aðferðir í kennslu og sölutækni sem hann hefur tileinkað sér á síð- ari árum. „Þetta fag lærist ekki með því að hlusta á fyrirlestra," segir hann. „Þeir sem námskeiðið sækja verða að yfirfæra hugmyndir og þekkinguna í sitt daglega starf, því það er í samskiptum við við- skiptavininn sem hin raunveru- lega kennsla á sér stað en ekki á námskeiði. Þar er hinsvegar kennd undirstaða og tækni. Námskeiðið fer fram á ensku, en notuð verða hjálpartæki með lyk- ilorðum og hugmyndum skrifuð- um á íslensku. Eftir hverja þrjá tíma munu þrír þátttakendur yfir- gefa herbergið með þær athuga- „Fram hjá þessum mönnum var gengið“ Athugasemd frá Brunavarðafélagi Reykjavíkur vegna ráðningar í stöðu varaslökkviliðsstjóra Brunaverðir á Slökkvistöðinni í Reykjavík mótmæla harðlega og lýsa furðu sinni á skipan borgar- ráðs í stöðu varaslökkviliðsstjóra í Reykjavík þ. 5. janúar sl. Við skip- an í stöðuna var berlega gengið fram hjá þeim starfsmönnum stöðvarinnar, sem mesta þekkingu og reynslu hafa til að gegna starfi þessu, en þess í stað skipaður maður, sem sáralitla reynslu hef- ur af störfum slökkviliðsins, en tæknimenntaður og hefur sem slíkur starfað á Slökkvistöðinni í eitt og hálft ár, aðallega við skrifstofustörf. Meðal umsækjenda um stöðuna voru 3 aðalvarðstjórar Slökkvi- liðsins með starfsaldur frá 18 ár- um upp í 30 ár. Auk mikillar starfsreynslu hafa þeir allir sótt löng námskeið í slökkvistörfum og sjúkraflutningum hérlendis og erlendis og sem aðalvarðstjórar reynst góðir stjórnendur. Fram hjá þessum mönnum var gengið en reynslulítill maður þess í stað skipaður og þar með undirstrikað, að svo löng starfsreynsla aðal- varðstjóra hefur ekkert að segja, þegar tæknimenntun er annars vegar. Þetta er e.t.v. enn furðulegra, þegar litið er til þróunar þessara mála í öðrum löndum. Eftir því sem best er vitað mun nær undan- tekningalaust stefnt að því að yf- irmenn slökkviliða, þ.e. slökkvi- liðsstjórar og varaslökkviliðs- stjórar séu skipaðir úr röðum brunavarða með mikla starfs- og stjórnunarreynslu enda mikið í húfi að yfirstjórnendur á bruna- stöðum séu slíkum kostum búnir. í Reykjavík eru önnur sjónar- mið látin ráða varðandi bæði þessi störf. Þó hafa stjórnendur borgar- innar orðið sér meðvitandi um mikilvægi þessarar þróunar, því á árinu 1978 gekk úr gildi bruna- málasamþykkt fyrir Reykjavíkur- borg frá árinu 1953, sem gerði kröfu til verkfræði- eða húsa- meistaramenntunar í störfin, en með reglugerð sem við tók, voru skilyrði þessi felld niður. Er því ekki lengur krafist sérstakrar menntunar í störf slökkvi- og varaslökkviliðsstjóra í Reykjavík, enda ekki séð hvaða tilgangi það þjónar og reynslan ekki sú, að slíkt sé réttlætanlegt. Á það má benda vegna þeirrar miklu áherslu sem lögð er á menntunarþátt þessarar ráðn- ingar, að á Slökkvistöðinni hefur sl. 9 ár starfað byggingartækni- fræðingur við eldvarnaeftirlitið. Það mun vera að undirlagi Rún- ars Bjarnasonar, slökkviliðsstjóra, að staðið var að ráðningunni með þessum hætti. Eftir að umsóknir bárust borgarráði, var honum fal- ið að segja sitt álit á umsækjend- um og mun hann eindregið hafa mælt með þeim sem skipaður var og lagt á það mikla áherslu, enda mun Rúnar hafa lofað viðkomandi því, þegar sá kom til starfa á Slökkvistöðinni fyrir einu og hálfu ári. í umsögn sinni til borgarráðs gerir Rúnar grein fyrir starfssviði varaslökkviliðsstjóra. Þar kemur fram, að störf hans séu einkum fólgin í deildarstjórn í varðliðs- deild, daglegri umsjón með starfi og þjálfun á vöktum, umsjón með starfseminni og skipulagningu í deildinni svo og yfirumsjón með slökkvibílum, sjúkrabílum og öðr- um búnaði liðsins. Miðað við þessa lýsingu Rúnars er það ámælisvert af hans hálfu að beita sér fyrir því, að til starfsins sé ráðinn mað- ur með sáralitla starfsreynslu, þar sem störfum þessum verður aldrei gerð fullnægjandi skil nema fyrir hendi sé mikil starfsreynsla og starfsmenntun. Þrátt fyrir að menntunarskil- yrði fyrir ráðningu slökkvi- og varaslökkviliðsstjóra séu löngu niður fallin, eins og áður segir, þ.e. frá 1978, mun Rúnar hafa vísað í gömlu reglurnar í umsögn sinni til borgarráðs og látið svo líta út sem þær væru í fullu gildi og verk- fræði- og húsameistaramenntun enn áskilin. Það virðist ætla að verða erfitt að koma Rúnari Bjarnasyni í skilning um að skil- yrði þessi séu niður fallin eða þá á hann erfitt með að sætta sig við að svo sé. Hann hefur allt til þessa dags í mörgum málum vísað í þessar löngu niðurfelldu reglur og m.a. tókst honum að hrekja mann úr starfi brunavarðar fyrir rúmu ári síðan, þar sem viðkomandi uppfyllti ekki lengur búsetuskil- yrði skv. gömlu reglunum. Ákvæð- ið var þá úr gildi fallið og ekki talin ástæða til að halda því inni í gildandi reglum frá 1978. Starfsaðferðir Rúnars Bjarna- sonar í máli þessu koma okkur brunavörðum ekki mjög á óvart og e.t.v. ekki heldur íbúum borgar- innar. Það er ekki aðeins við mannaráðningar og stöðuveit- ingar, sem hann hefur í gegnum árin beitt geðþóttaákvörðunum, heldur einnig i öðrum störfum sín- um. Brunaverðir eru orðnir lang- þreyttir á misvitrum ákvörðunum Rúnars Bjarnasonar. K.h. Brunavarðafélags Reykjavíkur, Jóhannes Sævar Jóhannesson semdir sem þeir hafa skrifað niður ásamt efni sem Arild Dyre- Moe hefur útbúið á íslensku. Þeir munu síðan skrá helstu hugmynd- ir og tillögur og setja á snældur. Allt sem kemur fram á námskeið- inu og vert er að muna, einnig um- ræður sem eiga sér stað, verður tekið upp á snældur. Þegar eftir námskeiðið verður snælda send til þátttakenda. Þá er mögulegt fyrir hvern sölumann að endurspila snælduna, fara yfir tækni og tillögur sem komu fram á námskeiðinu. Þannig má læra eitt atriði í hvert skipti, taka síðan fyrir næstu tillögu eða hugmynd og tileinka sér hana. „Við lærum með því að endur- taka,“ segir leiðbeinandinn. „Hvað er auðveldara en að láta kassettu- tækið endurtaka námsefnið með- an verið er að keyra eða hvíla sig í góðum stól. Eða jafnvel á sölu- mannafundi í starfinu." Arild Dyre Moe kveðst koma aftur til Islands í ágúst eða sept- ember, og verja þá einum degi með hverjum áðurnefndum þriggja hópa. Þá ræðir hann við hvern þátttakanda um hvernig hin nýja þekking og tækni hafi nýst í starf- inu eða hvort breytinga sé þörf á einhverju sviði. Síðar mun hann prófa hvern hóp og kanna hvort að allir hafi gert sitt besta til að til- einka sér þessa nýju þekkingu. Ef einhver á í erfiðleikum með að tjá sig á ensku verður efnið túlkað. Myndlistarsýning í Háskóla íslands í FORSAL aðalbyggingar Háskóla íslands eru nú til sýnis listaverk þau sem Listasafn háskólans hefur keypt eða hlotið að gjöf á fyrsta starfsári sínu. Eru það 23 verk eftir 17 ís- lenzka listamenn. Listasafn Háskóla íslands var stofnað af frumgjöf hjónanna Ingibjargar Guðmundsdóttur og Sverris Sigurðssonar, Sævargörð- um 1, Seltjarnarnesi, en stofnskrá safnsins var staðfest af forseta Is- lands þann 9. apríl á síðastliðnu ári. Um líkt leyti kaus háskólaráð safninu stjórn, og skipa hana dr. Gylfi Þ. Gíslason prófessor, sem kosinn var formaður, Sverrir Sig- urðsson og Björn Th. Björnsson, sem haft hefur umsjón með safn- inu frá stofnun þess. Sýningin er öllum opin. Hér sjást nokkur þeirra verka sem hanga til sýnis í aðalbyggingu Háskóla íslands. Mlchelin snjódekk gefa bestagripi snjóoghálku XMS89 Michelin radial snjódekk endasl lengur Fástánæstahjólbaröaverkslæði , UMBOÐ'. ISDEKK HF. Smiðjuveg 32 - 200 Kópavogur SÍMI: 91-78680 OPI013-17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.