Morgunblaðið - 16.01.1982, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1982
HLAÐVARPINN
Umsjón Bragi Óskarsson
Báturinn í Hvassahrauni:
Flýtur um flóð - en um
fjörur á þurru landi
Kdaust munu margir sem leid
hafa ált um Keflavíkurveg hafa velt
því fyrir sér, hvernig stendur á bát,
sem geymdur er í sjávarlóni sem er
þar neðan vegar í svonefndu
llvassahrauni, skammt fyrir vestan
Straumsvík. Báturinn, sem heitir
Rípalúk GK 39, liggur þarna í vogi
sem tengist sjónum um krókótta
rennu og fellur undan honum um
fjöru, þannig aó þá er háturinn alveg
á þurru. Hlaóvarpinn grennslaóist
fyrir um hver væri eigandi bátsins
og reyndist það vera Benedikt l»ór
arinsson yfirlögregluþjónn á Kefla-
víkurflugvelli. Var Benedikt spuróur
hvernig gengi að geyma bát þarna og
hvort ekki væri hætta á að hann yrði
fyrir skemmdum.
„Það er mjög gott að geyma bát
þarna“, sagði Benedikt. „Það er
rúmlega hálft ár síðan ég eignað-
ist þennan bát, sem ég skýrði Píp-
alúk, en það er grænlenzka og þýð-
ir lítil stúlka. Aður var ég með
minni bát þarna í vognum en það
hefur aldrei borið neitt útaf hjá
mér með bátana þarna.
Nei, það er engin hætta á að
hann skemmist þótt það falli und-
an honum. Það þarf að vísu að
gæta þess vel að hann sé réttur í
rennunni og stilla hann rétt af
með böndum sem liggja frá hon-
um til lands á fjóra vegu. Það er
hins vegar óneitanlega nokkur
ókostur á þessu skipalægi að í
lænunni sem liggur frammi í sjó
er „þröskuldur" sem ekki er hægt
að fljóta yfir á þetta stórum bát
nema á flóði. Pípalúk er um 5 tonn
og margir töldu að þetta væri of
stór bátur til að geyma hann
svona — en það hefur þó gengið
ágætlega.
Er ekki brimasamt þarna við
ströndina?
Pípalúk á fjöru og flóði í Hvassahraunsvognum.
„Jú, en þarna útifyrir eru sker
sitt á hvað sem brjóta ölduna
þannig að hún kemst aldrei óbrot-
in inn á lónið ar sem báturinn
liggur. Þarna hagar ekki ósvipað
til og við höfnina í Grindavík —
maður verður að þræða ærið krók-
ótta leið þarna inn„.
Hvernig ætlarðu þér að nota
þennan bát?
„Það er hugmyndin hjá mér að
fara á þorskanet á honum núna í
vetur mér til skemmtunar og
heilsubótar. Ætlunin er að róa frá
Keflavík og leggja undir Stapan-
um.“
KVIKMYNDAKLÚBBAR ÆSKULÝÐSRÁÐS:
„Reykjavíkurlífið í
spaugilegri mynd“
Atriði í kvikmyndinni „Reykjavíkurlífið í spaugilegri mynd“. Krakkarnir á
myndinni, sem virðast aðeins eiga leið þarna um að tilviljun eru leikarar í
myndinni og eru þeir allir úr leiklistarklúbbum /Gskulýðsráðs. Við símmklef-
ann sér í Ketil Larsen sem bæði leikstýrir og kvikmyndar. kax.
- hafa gert um 20 þætti af sérstæðri
kvikmynd um mannlífið í Reykjavík
Þessi stæðilegi api var í
óðaönn að sópa gagnstéttina í
I,ækjargötu fyrir neðan útitaflið
þegar Ijósmyndari Mbl. átti þar
leið um fyrr í vetur. Hafði Hlað-
varpinn þá fregnir af fleiri öpum,
sem voru á ferli í miðbænum
þennan sama dag, og hafði einn
þeirra m.a. ofanaf fyrir sér með
blaðasölu.
Við rannsókn málsins kom í
Ijós að apar þessir stóðu í sam-
bandi við töku kvikmyndar er
Klúbbur ’71, Leynifélagið og
Leikflokkur ungafólksins
standa fyrir, en þessi leikfélög
Meðlimir hljómsveitarinnar Aríu. F.v. Guðmundur Óskar Kristjánsson
bassaleikari, André Barhmann, trommari og aðalsöngvari hljómsveitarinnar
og Hörður Friðþjófsson gítarleikari.
Hljómsveitin Aría
á ferð og flugi
- rætt við André Bachmann um hljómsveitina
— Undanfarin tvö ár, ailt frá
því að hljómsvcitin Aría tók til
starfa, höfum við verið á stanz-
lausu spani og spilað um nær
hverja helgi. Þar sem við erum
allir í fullu starfi jafnframt spila-
mennskunni hefur þetta að sjálf-
sögðu orðið töluvert á kostnað
fjölskyldulífsins. í haust og vetur
höfum við því gert nokkuð stopp
— maður hefur notað tækifærið
til að kynna sig fyrir börnunum
og konunni, vegna sífelldra ferða-
laga með hijómsveitinni þessi ár
hefur maður sjaldan átt þess kost
að vera heima hjá sér um helgar.
André Bachmann, trommari
og söngvari í hljómsveitinni
Aríu, er mættur til viðtals við
Hlaðvarpann. Aría er tríó sem
e.t.v. er ekki svo mjög þekkt á
höfuðborgarsvæðinu, en úti á
landi, á Vestfjörðum, Norður-
landi og Vestmannaeyjum,
kannast flestir við Aríu.
Hljómsveitin hefur nefnilega
spilað úti á landi fyrst og
fremst, og svo á þorrablótum og
árshátíðum hér syðra.
— Já, við höfum mikið spilað
úti á landi, segir André. Það
sýnir að við höfum verið virkir
í þessu og ekki sparað okkur.
Þessi sífelldu ferðalög eru bæði
tímafrek og erfið — en það er
líka gaman að spila í dreifbýl-
inu.
Við höfum reynt að styðja við
bakið á félagslífinu úti á landi
eftir því sem við höfum getað.
Víða er engin góð hljómsveit
starfandi og það er dýrt að fá
hljómsveit frá Reykjavík. Oft
eru það kvenfélög eða ung-
mennafélög sem fyrir skemmt-
unum standa og eru þá jafn-
framt að fjármagna eitthvað
ágætt málefni með skemmt-
anahaldinu. í slíkum tilfellum
höfum við reynt að koma á
móts við þessi félög með því að
semja við annan aðilja í sama
landshluta um að spila þar á
sömu helgi og svo hafa þessir
tveir aðiljar skipt með sér
ferðakostnaðinum.
Við höfum orðið mikið uppá-
hald á sumum stöðum úti á
landi — t.d. Suðureyri og Bol-
ungarvík. Á stöðum sem þess-
um verða börnin stundum svo-
lítið útundan því þau fara að
sjálfsögðu ekki á dansleikina.
Við höfum því brugðið á það
ráð að spila ókeypis fyrir börn-
in einhvern tíma að deginum og
hafa þau greinilega mikla
skemmtun af slíkum tónleikum.
Við erum að hugsa um að halda
þessu áfram því oft höfum við
hvor.t eð er lítið annað að gera
að deginum og sjálfsagt að hafa
eitthvað fyrir stafni úr því að
við erum á annað borð á staðn-
um.
Við höfum annars gert víð-
reist á síðasta ári, segir André.
Við byrjuðum með hálfsmánað-
ar hljómleikaferðalagi um
Norðurlönd. Við spiluðum fyrir
Islendinga í Osló og Gautaborg
en fórum þaðan til Kaup-
mannahafnar og spiluðum fyrir
Islendinga þar. Þá ferðumst við