Morgunblaðið - 16.01.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.01.1982, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1982 kjötfiallsins Sonur Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Kriimuáir sögunnar: ('HARLES DARWIN OG l'RÓONARKENNINGIN «‘flir John ('hancellor. Inn|«an|'ur eftir Elizabeth Lonj'ford. Steindór Steindórsson frá Hlöóum íslenskaói Bókaútgáfan Örn og Örlygur 1981. Charles Darwin og þróunar- kenningin er í flokki alþýðlegra fræðirita um afburðamenn. Höf- undur bókarinnar, John Chancell- or, leitast einkum við að lýsa manninum Charles Darwin. Sú lýsing er af fremur geðfelldum manni sem lét lítið yfir sér og var ekki laus við að vera þvingaður í einkalífi sínu. Hann var alla tíð mjög háður föður sínum, ráðríku kjötfjalli sem var nærri búinn að koma í veg fyrir að sonurinn færi í Beagle-leiðangurinn til fjarlægra landa. Það var þessi leiðangur sem hafði úrslitaáhrif á Darwin, en reyndar leiðir Chancellor getum að því að hugmyndirnar um þróunarkenninguna séu frá afa hans, Erasmusi Darwin, lækni og skáldi. Þegar menn deildu hvað ákafast um kenningar Darwins undi hann við rannsóknir sínar og lagði fátt til mála. Darwin var heimilismað- ur og leyfði börnum sínum að trufla sig við vinnuna. Þegar ung- ur maður að nafni Alfred Russell Wallace sendi honum handrit þar sem hann komst að líkri niður- stöðu og hann sjálfur um þróun tegundanna stuðlaði Darwin að því að eftir Wallace var tekið. Eig- inlega er Darwin litlaus í lýsingu Chancellors, heilsulítill og sífellt Charles Darwin þreyttur eftir að hann kvænist og stofnar heimili. Samt var hann höfundur mikilvægustu bókar ní- tjándu aldar að dómi Chancellors, Uppruna tegundanna: „Ekki að- eins almenningur, heldur einnig margir náttúrufræðingar urðu skelfingu lostnir gagnvart þessari kenningu, sem Darwin setti fram, og þeim afleiðingum, sem af þeim kynnu að stafa. Þeir sögðu, að Darwin reyndi að þoka manninum úr því sæti, sem honum bar í heimsmyndinni og vefengja hin óskeikulu sannindi Biblíunnar. Hann hafði leyft sér að draga í efa þá skoðun, að maðurinn væri ein- stæð og Upphafin vera, sköpuð af Guði í hans eigin mynd og alger- lega óskyldur öðrum lífverum jarðarinnar. I þess stað héldi hann því fram, að tegundirnar, plöntur og dýr og allt sem lífsanda drægi, hefðu orðið til í upphafi, alls ólík- ar því, sem þær væru nú. Þær hefðu um aldaraðir smám saman orðið fyrir sífelldum breytingum, og þannig hefðu nýjar tegundir orðið til af þeim eldri við náttúr- lega, hægfara framvindu." Auðvitað voru kenningar Dar- wins einfaldaðar, samanber „apa- kenninguna" sem honum vareign- uð. Sjálfur Disraeli snerist gegn Darwin. En Darwin var ekki mikið fyrir að verja sig. Hann var vís- indamaður, ekki baráttumaður. Eldhuginn Thomas Henry Huxley var meðal þeirra lærðu manna sem tóku upp hanskann fyrir Darwin. Á fundi í Breska félaginu í Oxford í júní 1860 ávarpaði Wil- beforce biskup fundinn og fór háð- uglegum orðum um Darwin og kenningar hans. Áheyrendur hrif- ust af mælsku b. kupsins. Hann sneri sér að Huxley og spurði hann hvort það væri í ætt afa hans eða ömmu sem hann rekti ætt sína til apa. Huxley svaraði á eftirminnilegan hátt: „Ef ég væri spurður, hvort ég mundi heldur kjósa að forföður vesalan apa eða hágáfaðan mann, sem ‘náttúran hefði gætt þeim einum sjónarmið- um að blanda auðvirðilegu skopi inn í háalvarlegar vísindalegar umræður — mundi ég ekki hika við að kjósa apann“. John Chancellor leggur áherslu á að Charles Darwin hafi í raun- inni verið of værukær til að vera í byltingarhug. Engu að síður olli hann byltingu með kenningum sínum. Darwin var skilgetið afkvæmi Viktoríutímans. Bylting hans fór fram í þögn og kyrrð sveitasælu. En svo komu menn eins og Huxley og settu hann á stall, gerðu orð hljóðláts vísindamanns að tundri sem enn í dag veldur sprenging- um. Gilbert Levine Tónlist Egill Friöleifsson Háskólabíó 14.1. 1982 Stjórnandi: Gilbert Levine Kinsöngvari: Edith Tallaug Efnisskrá: Mozart, Forleikurinn ad Don Giovanni Mahler, Kindertotenlieder Schubert. Sinfónía nr. 9 í C- dúr Það var bandaríski hljómsveitarstjórinn Gilbert Levine, sem leiddi Sinfóníu- hljómsveitina á tónleikunum í Háskólabíói sl. fimmtu- dagskvöld. Gilbert Levine hef- ur áður komið við sögu hljómsveitarinnar og er Edith Tallaug mörgum sjálfsagt enn í fersku minni, er hann stjórnaði ágætum Otello-tónleikum á síðasta ári. Gilbert Levine er ungur maður og frískur. Hann hefur margt það til brunns að bera er helst má prýða góðan hljómsveitarstjóra, þó ekki líkaði mér alls kostar við túlk- un hans á Mozart. Þó einmitt forleikurinn að Don Giovanni bjóði bjóði upp á töluverð átök, var hér full hranalega á verkið ráðist. Raunar hefur Mozart aldrei verið sterkasta hlið hljómsveitarinnar. Hefur þá nánast gilt einu hver staðið hefur á pallinum. Fæstum þeirra hefur tekist að ná fram þeim léttleika, sem klæðir verk meistarans svo vel. Öðru máli gegndi um Kindertot- enlieder Mahlers, þar sem Sinfóníu tónleikar • • Umsögn um rit Oryggismálanefndar: GIUK-hliðið Nú eru um þrjú ár síðan svoköll- uð Öryggismálanefnd tók til starfa en um skipun hennar var samið við myndun ríkisstjórnar undir forsæti Ólafs Jóhannesson- ar, síðsumars 1978. I nefndinni sitja tveir fulltrúar frá hverjum þingflokki, skipar forsætisráð- herra formann hennar úr þeirra hópi og gegnir Björgvin Vilmund- arson; bankastjóri, því starfi. Þeg- ar Ólafur Jóhannesson flutti stefnuræðu fyrir ríkisstjórn sína haustið 1978 líkti hann Öryggis- málanefndinni og hlutverki henn- ar við rannsóknastofnanir á sviði alþjóðamála erlendis. Vegna setu undirritaðs í nefndinni er honum kunnugt um, að störf hennar hafa að nokkru þróast til þeirra vinnu- bragða, sem tíðkast við rann- sóknastofnanir erlendis, hins veg- ar er nefndin skipulagslega í lausu lofti. Er brýnt, að tekið sé af skar- ið og ákveðið, hver eigi að vera framtíðarskipan þess starfs, sem á verksviði hennar eru. Nefndin hefur ráðið menn til að sinna rannsóknaverkefnum í sam- ra“mi við umboð sitt og fengið fé á fjárlögum til að standa undir kostnaði við rannsóknirnar, öflun gagna, prentun og útgáfu. Starfs- maður nefndarinnar frá upphafi hefur verið Gunnar Gunnarsson, stjórnmálafræðingur. Samhliða framkvæmdastörfum í þágu nefndarinnar hefur hann einnig ritað fyrstu skýrsluna, sem hún gefur út: GIUK-hliðið. Heitið á þessari skýrslu kann að þykja framandlegt, en með því er vísað til þeirrar skammstöfunar, sem notuð er í herfræðilegum umræð- um um svæðið frá Grænlandi um ísland til Bretlands (United Kingdom). Ef ég man rétt varð dr. Björn Þorsteinsson, vsagnfræði- prófessor, fyrstur til að til að ís- lenska heitið „GIUK gap“ og kalla það GIUK-hliðið. Viðfangsefni höfundar yfirlits- rits um hernaðarlegt mikilvægi GIUK-hliðsins er mjög víðtækt. Hann verður að meta hernaðar- stöðuna almennt í samskiptum kjarnorkuveldanna og skilgreina þær forsendur, sem þar liggja til grundvallar. Gunhar Gunnarsson byggir rannsókn sína að sjálf- sögðu einvörðungu á opinberum heimildum og hefur með henni safnað á einn stað gífurlegum fróðleik. Tekst honum að tengja saman alla þætti og draga upp heildarmynd, sem byggist jafnt á lýsingu á vopnum, eftirlitskerfum og hugmyndum um það með hvaða hætti barist yrði á Norður- Atlantshafi. Með ritinu eru lagðar fram fræðilegar forsendur um mál, sem lengi hefur verið deilt um harkalega á vettvangi stjórn- málanna, forsendur, sem alltof lengi hafa verið affluttar vegna þekkingarskorts. Hernaðargildi GIUK-hliðsins má fyrst og fremst rekja til út- þenslu sovéska flotans. Hugtakið er innan við tíu ára gamalt. Sov- étmenn hafa stefnt saman gífur- legum herafla á Kolaskaga, við austur landamæri Noregs. Þar er helsta bækistöðin fyrir eldflauga- kafbáta þeirra, er flytja kjarn- orkusprengjur, þar eru árásarkaf- bátar, sem beitt yrði gegn kaup- skipum, herskip af nýjustu gerð, flugmóðurskip. Á skaganum eru 16—17 stórir flugvellir, þar eru langfleygar sprengjuflugvélar og þaðan hafa nýju Backfire- sprengjuþoturnar athafnað sig, á Kolaskaga eru landgönguliðssveit- ir, sem meðal annars voru sendar til æfinga í Eystrasalti á síðasta ári, þar er fjölmennt landamæra- lið og vélaherdeild. Höfundur bendir á, að þróunin sé sú, að sov- éskir eldflaugakafbátar þurfi ekki lengur að sækja suður fyrir GI- UK-hliðið til að ná til skotmarka í Bandaríkjunum. Hins vegar geti Sovétmenn ekki ógnað siglingum milli Norður-Ameríku og Vestur- Evrópu nema þeir nái á sitt vald flugvöllum í Noregi og komi í veg fyrir að fiugmóðurskip og flugvell- ir t.d. á íslandi og Bretlandi nýtist Atlantshafsbandalaginu. í stuttu máli dreg ég þessar niðurstöður af lestri ritsins, eru skoðanir mínar að ýmsu leyti af- dráttarlausari en höfundar, sem leitast við að vera trúr hinni fræðilegu gagnrýni: Öflugar gagnkafbátavarnir Vesturlanda, þar á meðal í GIUK-hliðinu, hafa leitt til þess, að Sovétmenn treysta nú meira en áður á DELTA eldflaugakafbát- ana, sem ekki þurfa að fara í gegn- um hliðið til að geta skotið ban- vænum farmi sínum á Bandaríkin. Af þessu hefur jafnframt leitt, að Vesturlönd hafa talið nauðsynlegt að sækja norðar í því skyni að geta ógnað sovésku eldflaugakaf- bátunum. Að þessu leyti hefur gildi GIUK-hliðsins verið að breytast á síðustu árum. Þar með má jafnframt segja, að Vestur- löndum sé ekki jafn mikið kappsmál og áður að viðhalda öfl- ugum vörnum gegn eldflaugakaf- bátunum í hliðinu. Þó er alls engin trygging fyrir því fengin, að Sov- étmenn ætli að hætta að beita eldflaugakafbátum af Yankee- gerð, sem verða að komast suður Gunnar Gunnareson fyrir hliðið til að geta sent kjarn- orkusprengjur á Bandaríkin, hitt er og ekki ólíklegt, að Sovétmenn muni senda hina langdrægu DELTA kafbáta suður um GIUK- hliðið. Af þessum sökum verður það Vesturlöndum enn nauðsyn að halda uppi gagnkafbátaaðgerðum í GIUK-hliðinu. Með eftirliti með ferðum kafbáta er dregið úr óvissu og stuðlað að almennu öryggi. Sovétmenn leitast við að draga fremstu varnarlínu sína umhverf- is herbækistöðvarnar á Kolaskaga eins sunnarlega og kostur er. Þeir taka sem sjóveldi mið af þeirri kenningu, sem kennd er við handaríska aðmírálin Mahan, að landfræðileg þrengsli nýtist flota- veldum best. Þess vegna munu Sovétmenn leitast við að draga fremstu varnarlínu sína í GIUK- hliðinu. Það ræðst af getu Sovét- manna til lofthernaðar, hvort þcim tekst að veita flotanum *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.