Morgunblaðið - 16.01.1982, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.01.1982, Blaðsíða 38
38 Árni Þór hafnaði í 13. sæti UM SÍÐUSTIJ helgi var haldið skíðamót í svigi og stórsvigi í Sunne í Svíþjóð. Meðal kepp- enda þar var Arni l*ór Árnason. Fyrrí daginn var keppt í svigi og lenti Arni l‘ór í 13. sueti með samanlagðan tíma 96,97 sek., og eru þá FlS-stig hans 46,5. Sigurvegari varð Stig Strand, Svíþjóð, með samanlagðan tíma 92,88 sek., og annar varð Bengt Fjellberg, Svíþjóð, með samanlagðan tíma 94,16 sek. Seinni daginn lauk Árni Þór ekki keppni. MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1982 Njarðvíkingar skoruðu 108 stig og gersigruðu Val NJARÐVÍKINGAR komust einu feti na r því að verja meistaratitil sinn með því að gersigra Val í úrvals- deildinni í gærkvöldi í Njarðvík með 108 stigum gegn 86. Staðan var 45—42 í hálfleik, heimamönnum í vil. Flestir bjuggust við jöfnum leik og það var fyrri hálfleikurinn. Njarðvíkingar leiddu framan af en Valsmönnum tókst að ná foryst- unni um miðjan hálfleikinn, 27—22, en eftir það tóku Suður- nesjamenn að hressast, sérstak- lega Danny Shouse, svarti smar- agðurinn, eða öllu heldur svarti „senuþjófurinn" sem hvað eftir annað stal knettinum af Vals- mönnum og skoraði hverja körf- una af annarri og samtals urðu stig hans 42 áður en hann var tek- inn út af nokkru fyrir leikslok. Danny hefur sjaldan leikið betur en í gærkvöldi. Hann átti margar frábærar sendingar og hirti fjöld- ann allan af fráköstum. Danny var þó ekki einn í liðinu. Gunnar Þorvarðarson var grimm- ur allan leikinn bæði í vörn og sókn ásamt Jónasi Jóhannessyni, annars orkaði lið UMFN mjög heilsteypt, veiktist ekkert við skiptingarnar og hreinlega sprengdi Valsmennina í siðari hálfleik. Valsmenn léku fyrri hálfleikinn af miklum krafti og höfðu í fullu tré við heimamenn, þótt oft væri teflt á tvær hættur i langsending- um og hraðaupphlaupum. I síðari hálfleik fór flest úrskeiðis, bæði í vörn og sókn, og því fór sem fór. Einn Valsmanna lét þó aldrei á sér bilbug finna, það var Kristján Ágústsson sem skoraði 28 stig. Dugði það þó Valsmönnum ekki. Ramsey var góður á köflum en virkaði allþungur. Ríkharður og Jón léku og vel í leiknum. Stigahæstu leikmenn UMFN voru Danny með 45 stig, Gunnar 19, Valur 15 og Jónas 14. HjS Val skorðu Kristján 28 og Ramsey 25 stig. Nánar á þriðjudag. emm/þr. • Gunnar Þorvarðarson átti mjög góðan leik með UMFN í gærkvöldi. Hér sést hann í baráttu við þá Jón Steingrímsson og Torfa Magnússon, Val. Góð stökk hjá Kára Selfyssingurinn Kári Jónsson settí ný héraðsmet í langstökki og þrístökki án atrennu á móti í íþróttahúsinu á Selfossi. Stökk Kári 3,30 metra í lang- stökki og 9,79 metra í þrí- ytökki, en hvort tveggja er með því betra sem íslendingar hafa afrekað í þessum greinum frjálsíþrótta. Kári er kraftmik- ill íþróttamaður og nú er að sjá hvernig honum tekst að beita þessum aukna krafti þegar kemur að keppni í sumar. Opið mót í badminton á Akranesi OPIÐ Akranesmeistaramót verður haldið í íþróttahúsinu á Akranesi þann 16. janúar og hefst kl. 11 f.h. Keppt verður í eflírtöldum flokkum: hnokkar og tátur og drengir og telpur. Kínverskur badmintonþjálf- ari sem dvalið hefur hér á landi á vegum Badmintonsambands- ins, hefur komið tvlsvar í viku upp á Akranes og þjálfað badmintonfólk á Skaganum og hcfur vera hans hleypt miklum áhuga í íþróttina hér. Seinni hluti Akranesmeist- araniuw ! flokkum sveina og meyja og piltna og siuíkil' fram þann 30. janúar, en ekki þann 23. eins og fyrirhugað var. Stjörnuhlaup FH FII-INGAR halda annað Stjörnuhlaup sitt í vetur i dag og hefst hlaupið klukkan 14 við lækjarskóla. Lýkur hlaupinu á sama suð eftir að karlarnir hafa sprett úr spori fimm kíló- metra, konur og sveinar 2,5 og telpur og strákar einn kíló- mctra. „Fjögur lið eiga góða möguleika á að hreppa íslandsmeistaratitilinn" KINN ER sá leikmaður í íslensk- um handknattleik sem skotið hef- ur upp á stjörnuhimin íslensks handknattleiks nú á tveimur síð- ustu árum. Það er stórskyttan Sig- urður Sveinsson, Þrótti. Sigurður varð markakóngur síðasta ís- landsmóLs í handknattleik og setti þá markamet, skoraði 135 mörk. Það er óhætt að fullyrða að það fer oft um áhorfendur þegar þrumu- fleygar Sigurðar hafna í netinu. Sigurður hefur unnið sér fast sæti í íslenska landsliðinu í handknatt- leik og er svo sannarlega framtíð- arleikmaður í handknattleik. Sig- urður varð efstur í einkunnagjöf Morgunblaðsins á síðasta keppn- istímabili og náði þá langhæstu einkunn. Kn það hefur ekki alltaf verið bjart framundan hjá Sigurði. í blaðaviðtali sem birtist við Sig- . urð í Mbl. á síðastliðnu ári mátti sjá eftirfarandi: „Aðeins fjögurra ára gamall fékk Sigurður alvarlegan mjaðmasjúkdóm. Perthez er sjúkdómurinn kallaður á erlendu máli og lýsir sér í niðurbroti mjaðmakúlunnar. „Ég mátti ekki stíga í fæturna um tveggja ára skeið, frá fjögurra ára aldri til sex ára aldurs. Var á sumrin í Reykjadal á heimili fatlaðra og lamaðra. Ég man nú fremur lítið eftir þessu tímabili. Var það ungur en ég varð að fara allra minna ferða skríðandi og börnin í nágrenninu voru mér mjög hjálpleg. Keyrðu mig um á kassabíl, sem raunar var sér- smíðaður fyrir mig. Mamma seg- ir, að með því að hafa þurft að skríða jafnmikið um og raun bar vitni, þá hafi ég fengið aukinn styrk í hendurnar og það komi mér til góða nú. Þegar ég var orðinn átta ára gamall háði þessi sjúkdómur mér óverulega. Hitt er svo, að fæturnir eru ekki nógu sterkir, og það er mín veika hlið í hand- knattleiknum í dag. Þá er hægri fóturinn 2 sentimetrum styttri en sá vinstri, þannig að ég sting við fæti,“ sagði Sigurður Valur Sveinsson." Mbl. spjallaði við Sigurð og bað hann um að segja álit sitt á Islandsmótinu í handknattleik, landsliðinu. „Það er allt útlit fyrir að ís- landsmótið í handknattleik verði mjög jafnt í vetur og um leið spennandi," sagði Sigurður Val- ur. „Að mínum dómi eru það fjögur lið sem eiga góða mögu- leika á að sigra í mótinu að þessu sinni. Fyrst vil ég nefna lið mitt, Þrótt. Það er ekkert laun- ungarmál, að við stefnum að sigri í mótinu og eigum góða möguleika. Lið FH er sterkt um þessar mundir. KR-liðið er á uppleið og svo má ekki gleyma sjálfum meisturunum, Víking. Þeir eru alltaf mjög erfiðir enda með óhemju sterkt lið. Leikur Þróttar gegn FH sunnudaginn 31. janúar Ké.n„.r !'■ með að raða miklu um velgengni þessara Uoa í mótinu. Hjá okkur Þrótturum kemur ekkert annað en sigur til greina í þeim leik. Okkur vantar aðeins meira úthald í lið okkar, þá erum við orðnir sterkir. Valsmenn koma til með að blanda sér í baráttuna um efstu sætin að þessu sinni. Um barátt- una á botninum vil ég engu spá. En einu vil ég koma að, það er • Hvar skyldu línumennirnir vera? Sigurður hefur gott auga fyrir línusendingum. hversu íslandsmótið gengur hægt fyrir sig. Það er alveg ófært að slíta mótið svona í sundur. Það bitnar mikið á lið- unum. Leikmenn eiga erfitt með að halda sér í æfingu þegar það vantar verkefni. Þá verður áhug- inn ekki sá sami." Nú ert þú oft tekinn úr umferð í lcikjum, ertu ekki oft hvekktur á því? „Jú, óneitanlega er það leiðin- legt og fer oft í skapið á manni. En þá þýðir ekkert annað en að reyna að rífa sig lausan og reyna að gera usla í vörn andstæð- inganna. Sem betur fer er mér oft hjálpað með „blokkering- um“.“ llvað með landsliðshópinn, er hann sterkur að þínu mati? „Já, ég held það. Andinn í hópnum er £5ð,Jr; Mta eru strákar á mjög svipuðu reki o* það hjálpar mikið. Hins vegar er alveg Ijóst, að það vantar meiri samæfingu. Með meiri samæf- ingu á landsliðskjarninn sem er í dag að geta spjarað sig vel,“ sagði stórskyttan Sigurður Val- ur Sveinsson. — ÞR • Skotinu fyigt eftir af fullum krafti og Sigurður liggur í gólfinu á eftir. Kn fylgist samt greinilega vel með hvort boltinn hafi hafnað í netinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.