Morgunblaðið - 16.01.1982, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.01.1982, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1982 29 máli að rekja það hér, þó aðal- kjarni sögunnar verði að bíða betri tíma. Rétt fyrir lokin vorið 1925 fékk Kristinn Vigfússon skilaboð frá verkfræðingi og stjórnarformanni Flóaáveitunnar að koma ákveðinn dag upp að Laugardælum til við- ræðna við stjórn áveitunnar. Kristinn gerði sér ekki grein fyrir því, hvað hér var á seiði fyrst í stað, og var á báðum áttum, hvort hann ætti að fara til stefnunnar. En honum varð það fljótt ljóst, að hér gat verið stórt mál á ferðinni, sem hann vildi ekki láta sér úr greipum ganga. Hann bjóst því stefnudaginn til ferðar upp að Laugardælum. Þegar hann kom til Laugardæla, tók Eggert Benediktsson á móti honum opnum örmum og fagnaði honum vel. Verkfræðingur Flóa- áveitunnar, Steinn Steinsen, skýrði honum frá því, að stjórn áveitunnar vildi ráða hann til að b.vggja og smíða flóðgátt í aðal- skurði áveitunnar á Brúnastaða- flötum. Steinn lýsti fyrir honum verkinu og lagði fyrir hann teikn- ingar. Hann kvað verkið vanda- samt og þyrfti til að leysa það vel af hendi mikla útsjónarsemi og fyrirhyggju á mörgum sviðum. Aðalvandamálið og það mesta væri, að þétta mótin, dæla úr þeim vatni, og tryggja að steinsteypan yrði haldgóð og örugg í straum- vatninu. Hér væri langtum meiri vandi að steypa í vatni en í sjó, því straumur árinnar ylli þar mestum erfiðleikum. Steinn sagði Kristni, að hann mætti setja upp hvaða kaup sem hann kysi, og jafnframt fengi hann að ráða mannskap við verkið og jafnframt mætti hann útvega eða kaupa þau tæki, vélar og önnur áhöld, er hann teldi nauðsynleg. Kristinn ræddi málið fram og aftur við stjórn áveitunnar og verkfræðing hennar. Hann var lengi á báðum áttum, hvort hann ætti að taka að sér þetta sérstæða og vandasama verk. Þar kom samt að hann tók að sér verkið. Þegar hann kom niður á Eyrarbakka, fór hann þegar að ráða sér menn og var svo heppinn að flestir sem hann vildi helst voru enn á lausum kili. Mikil saga er af byggingu flóð- gáttarinnar á Brúnastaðaflötum vorið og sumarið 1925. Kristinn leysti vanda verksins af miklum hyggindum og kunnáttu. Af því er mikil saga og er tekin eftir honum sjálfum. Þekking hans á notkun véla í fiskiskipum var undirstaða þess, að honum tókst að sigra vá- lynda vætt, Hvítá, og festi frjó- magn hennar í farveg hins mikla vélgrafna aðalskurðar Flóaáveit- unnar til heilla og búsældar Flóa- bændum um komandi ár. Flóðgáttin á Brúnastaðaflötum er mikið og voldugt mannvirki. Hún var fræg í sögu landsins. Þangað fóru þjóðhöfðingjar og margt frægra manna til skoðunar næstu áratugina. Hún bar hróður lands og þjóðar í sjón og raun verklegra afreka hins breytta tíma á Islandi vítt um lönd. En afrek Kristins Vigfússonar við smíði Flóðgáttarinnar á Brúnastaðaflötum, urðu honum mikill örlagavaldur. Að henni lok- inni fékk hann hvert stórverkið á fætur öðru og skulu nokkur þeirra helstu rakin hér. Hjallakirkja í Ölfusi, Mjólkurbú Ölfusinga í Hveragerði, Heilsuhælið á Reykj- um í Ölfusi, Brautarholtsskóli á Skeiðum, Skólasel Menntasklans í Reykjavík, prestsseturshús í Skarði í Gnúpverjahreppi, íbúð- arhús í Litlu Sandvík í Flóa, barnaskóli á Selfossi, sýslu- mannssetrið á Selfossi, sláturhús á Selfossi, Landsbankahúsið á Selfossi og mörg íbúðarhús þar. En mesta verk Kristins Vigfús- sonar var smíði nýja Mjólkurbús- ins á Selfossi, en bygging þess stóð yfir mörg ár eða frá 1953—1959. Einnig byggði Kristinn safnahús á Selfossi og hafði hann mikinn áhuga á safnamálum og þjóðleg- um fróðleik yfirleitt og lagði framgangi menningarmála í hér- aði mikið og öruggt lið. Kristinn fluttist til Selfoss árið 1931 og byggði sér stórt timburhús á fögrum stað er hann nefndi Ár- nes. Hann átti þar heima ávallt síðan. Kristinn Vigfússon kvæntist 2. nóvember 1929, Aldísi Guð- mundsdóttur frá Litlu Sandvík í Flóa. Hún var f. í Litlu Sandvík 24. febrúar 1902, d. 9. ágúst 1966. Þau eignuðust þrjá syni: Guðmund, bankagjaldkera á Selfossi, Sigfús, byggingameistara á Selfossi, og Hafstein, iðnrekanda í Hvera- gerði. Kristinn Vigfússon var mikill maður á velli, gjörvilegur í allri framgöngu, hvatlegur, dugnaðar- legur, drengilegur og hispurslaus. Hann bar það með sér við fyrstu kynni, að þar fór kraftamaður er vissi vel hvað hann vildi og ætlaði sér. Hann var manna skemmtileg- astur í viðræðum, góður ræðumað- ur og sanngjarn á mannamótum, en gerði ekki mikið af því. Hann var manna kurteisastur og kunni betur að umgangast fólk en al- mennt gerðist. Hann varð snemma forustumaður jafningja sinna, og var til þess kjörinn vegna mannkosta og hæfni. Hann var mikill og fær verkstjóri, hafði alveg sérstakt lag á mönnum við vinnu. Prúðleiki hans, örugg og stillt framkoma réðu þar mestu. Hann skipaði mönnum ekki fyrir, heldur leiðbeindi og skýrði verk- efnin af kunnáttu og festu. Krist- inn var afburða sjómaður og skip- stjórnandi, veðurglöggur, athug- ull, kunni góð skil á sjólagi og alls konar fyrirboðum, breytingum viðkomandi sjónum, straumum og fari við strönd og sker og á mið- um. Honum hnekktist heldur aldr- ei á við skipstjórn né formennsku. Hamingja hans var þar ekki síðri en við vandasöm og fjölþætt verk í landi. Sjómennskan var honum hugleikin og minntist hann oft at- burða og manna frá löngu liðnum tímum í Þorlákshöfn. Hann var aflasæll og heppinn formaður. Mannkostir hans voru fjölþættir og miklir, og urðu í athöfnum hans á langri ævi til mikilla heilla og gróandi í þjóðlífinu. Á stundum er ég minnnist mik- ilhæfra vina og samtíðarmanna, vaknar sú spurning, hvaðan erfðu þeir þessa kosti? I sambandi við vin minn, Kristinn Vigfússon, er ég ekki í vanda. Mér detta í hug tveir forfeður hans, er hann líkt- ist. Þeir eru, hinn fyrri, Bjarni Jónsson trésmiður, eða snikkari eins og hann var nefndur. Hann var lærður smiður og smíðaði margar kirkjur á Suðurlandi, en til smíða þeirra þurfti þá lærðan smið, ef vel átti að fara. Það voru einu húsin þá á Suðurlandi er kröfðust verkþekkingar. Bjarni átti heima á Núpum í Ölfusi og átti tvo syni með bóndadóttur þar, og er annar þeirra forfaðir Krist- ins. Bjarni lést fyrir aldur fram. Hinn síðari er Jón Sigurðsson silfursmiður og bóndi á Bíldsfelli í Grafningi, mikill hagleiksmaður og áhrifaríkur í héraði um sína daga. Kristinn Vigfússon átti silf- urskúfhólk, góðan grip, og voru á hann letraðir stafirnir JS. Ég sýndi Kristni fram á það, að þetta væri fangamark forföður hans Jóns silfursmiðs á Bíldsfelli og varð hann mjög hrifinn að fá þá vitneskju og vita að hann átti þennan mikla hagleiksmann sem forföður. Kristinn Vigfússon var alvöru- maður. Hann var trúmaður, raunsær og frjálslyndur. Hann var andatrúarmaður af fullum sann, eins og sú trú er og var með- ai alþýðu í anda Haraldar Níels- sonar og Einars H. Kvaran. Hann unni mjög andlegum tilraunum og tók þátt í þeim af sönnum og heil- um drengskap. Með Kristni Vigfússyni er geng- inn á vit feðra sinna einn mark- asti landneminn á Selfossi. Minn- isverkin um hann standa óbrot- gjörn í túni kaupstaðarins við Ölf- usá. Þau munu bera svip hans til ókominna kynslóða. Þau bera vandvirkni hans og festu skýr dæmi. Á akri hins ókomna, reisir hann önnur meiri. Eg samhryggist sonum hans og tengdadætrum, ættingjum og venslafólki. En minningin um mikilhæfan og góðan dreng lifir. Það er mest. Jón Gíslason í dag er til moldar borinn, á Selfossi, Kristinn Vigfússon bygg- ingarmeistari að loknu farsælu og miklu ævistarfi. Mun ég ætíð minnast hans þakklátum huga og verður það ekki allt borið á torg, en ég bið blaðið að flytja lesendum þetta: Kristinn Vigfússon fæddist á Eyrarbakka 7. janúar 1893. For- eldrar hans voru Vigfús Hall- dórsson frá Ósabakka á Skeiðum og Sigurbjörg Hafliðadóttir frá Brúnvallakoti í sömu sveit. Ættir þeirra stóðu traustum fótum í Árnesþingi og mun ég ekki rekja þær hér frekar, aðeins geta þess að langafi Sigurbjargar var Illugi Jónsson, staðarsmiður í Skálholti hjá Finni biskupi Jónssyni, lista- smiður á sinni tíð og kippti þar Kristni og mörgum frændum hans vel í kynið. Kristinn ólst upp á Eyrarbakka og þegar um fermingu fór hann að vinna hjá Sigurði Gíslasyni for- manni og trésmið, en kauplaust smíðanám stundaði hann síðar hjá SigurðL Isleifssyni smið á Eyr- arbakka. Upp úr tvítugu stundaði hann brúarsmíði á sumrin, m.a. við Ytri- og Eystri-Rangá og Hamarsá í Suður-Múlasýslu. Það- an var hann kvaddur til Norð- fjarðar sem verkstjóri við smíði Sigfúsarbryggju þar. Þá var Kristinn aðeins 22 ára gamall og sýnir þetta hvert traust hann hafði þá þegar fengið. Samfara smíðinni stundaði Kristinn sjó á vetrarvertíðum. Þætti slíkt með ólíkindum nú, en Kristinn sagði mér svo sjálfur frá, að þetta hefði þótt sjálfsagt á þeim tíma. Enginn vildi ganga at- vinnulaus og trésmíðar lögðust af vetrarmánuðina — og til einskis var að leita um atvinnuleysisbæt- ur. Kristinn reyndist happadrjúg- ur sjómaður. Hann var formaður í 12 vertíðir, bæði frá Eyrarbakka og Þorlákshöfn, og á síðustu vertíð sinni, 1929, reri hann þaðan ára- skipinu Farsæl og varð þá síðasti áraskipaformaðurinn í Höfninni. Þetta ár varð mikið gæfuár í lífi Kristins Vigfússonar. Þann 29. nóvember 1929 gekk hann að eiga Aldísi Guðmundsdóttur í Litlu- Sandvik í Flóa. Foreldrar hennar voru Guðmundur Þorvarðarson hreppstjóri í Litlu-Sandvík og Sig- ríður Lýðsdóttir frá Hlíð í Gnúp- verjahreppi. Sást fljótt að mikið jafnræði var með þeim hjónum. Þau eignuðust brátt eigið íbúðar- hús á Selfossi, Árnes, sem þau hófu að reisa haustið 1931 og fluttu í vorið eftir. Þrír eru synir þeirra: Guðmundur hankagjald- keri á Selfossi, kvæntur Asdísi Ingvarsdóttur frá Skipum; Sigfús byggingarmeistari á Selfossi, Fæddur 8. júlí 1906 Iláinn 16. desember 1981 Þegar Guðs náðarstjarna lýsti hjörtu vor og við bjuggum okkur undir að fagna komu frelsarans á heilagri jólahátíð, laust okkur harmur, því horfinn er gamall vin- ur og venslamaður. Svo völt er vor gæfa, og gleðin er naum, því hverju skini fylgir skuggi, og aldrei er gleðin svo heil að ekki sé sorgin á næsta leyti. Þannig er lífið. — Og leiðin er löng, en þrautir og þjáning skulu verðá okkur til lærdóms og þroská, því jafnvel á myrkustu stundum megum við finna geisl- ana frá þeirri sól, sem Guð hefur léð okkur í géghum trúna á kær- leikann, sem umvefur allt og elsk- ar. — Það er sú náð er sættir okkur við lífið. Bjarni Gunnar Sæmundsson lézt þann 16. desember 1981 og var jarðsunginn 28. sama mánaðar. Hann vann lengst af hjá Reykjavíkurhöfn sem bílstjóri og innheimtumaður, hann var vel lát- inn í starfi, enda traustur og sam- vizkusamur, svo sem allstaðar þar sem hann kom við sögu. Hann hefur lokið lífsgöngunni, og langt stríð er á enda. Það fylgir því söknuður að sjá á bak vinum sínum og ættingjum. kvæntur Sólveigu Þórðardóttur frá Sölvholti, en yngstur er Haf- steinn framkvæmdastjóri Kjöríss í Hveragerði, kvæntur Laufeyju Valdimarsdóttur frá Hreiðri í Holtum. Kristinn Vigfússon valdi sér Selfoss til búsetu. Voru þá aðeins fá hús þar, að vísu ein kaup- mannsverslun, nýstofnað kaupfé- lag og mjólkurbú, en Kristinn spáði rétt í framtíðina. Hér fékk hann vissulega verk að vinna og miklu víðar um héraðið. En flest verk hans voru unnin á Selfossi, hann varð byggingarmeistari allra samvinnufélaganna þar, og má þar aðeins drepa á endurbygg- ingu Mjólkurbús Flóamanna 1953—1959. Það mun vera stærsta samfellda verkið sem Kristinn vann að, en auk þess byggði hann mikið fyrir ýmsar ríkisstofnanir, sýslumannsbústað, barnaskólann og safnahús Árnessýslu. Ég nefni ekki fleiri stórvirki Kristins; aðrir mér færari munu gera iðnaðar- manninum betri skil. Fjölskyldumaðurin Kristinn Vigfússon og heimilið Árnes verð- ur mér hins vegar hugstæðara efni — alla tíð ógleymanlegt. Al- dís, föðursýstir mín, var svipmikil húsfreyja og gestrisin. Ég hóf ungur að leita til hennar er skóla- gangan hófst á Selfossi og átti þar hauk í horni. Regla á heimilinu var óvenjuleg og allt gekk snurðu- laust fyrir sig eins og hvert andar- tak lífsins væri hnitmiðað. Frænka mín var skrafhreyfin og hafði ákveðnar skoðanir á hverj- um hlut. Heldri mönnum vægði hún í engu og þeim sem hún vissi að lúrðu á sínu var hún vön að stjaka við. Þeim sem var minni máttar reyndist hún hins vegar frábærlega; ég vissi um nokkra sem hún sá um að ekki liðu neyð um jólin, eða í aðra tíð. Og þótt við eflda væri að etja og málstaðurinn næsta vonlaus tók hún hiklaust að sér málstað lítilmagnans. Það fékk ég stundum sjálfur að reyna sem barn, en þegar ég óx úr grasi voru aðrar kröfur og meiri gerðar. Við hliðina á slíkri konu átti ég framan af erfitt með að meta persónu Kristins; hann var allur hægari í framgöngu og við mig hafði hann færri orð en Aldís. I hópi fullorðna fólksins var hann greinilega frásagnarmaður góður, launfyndinn og neyðarlegur þegar þurfti. Ég sá hann sílesandi í frí- stundum sínum, hann átti góðar bækur og fór vel með þær. Það var ekki fyrr en á fimmtánda ári mínu að mér varð ljóst hvern mann Kristinn hafði að geyma. Dísar- fell, eitt af Sambandsskipunum, var að koma í fyrsta sinn til heimahafnar sinnar í Þorláks- — Og víst var sárt að sjá á bak þeim ágæta manni, sem Bjarni var, því hann var sérlega hlýr í öllu viðmóti, gætinn og orðvar, nærgætinn og vandaður til orðs og æðis, öll athöfn hans hneig að því að laða það besta fram í mannin- um og þá voru allir jafnir, hvort þeir voru ungir eða aldnir. Fréttin um lát Bjarna færði okkur hryggð, um leið og hugur okkar fylltist þakklæti við þá til- hugsun að loks væri á enda það langa stríð, sem hann háði við þann illræmda sjúkdóm, sem að endingu hlaut að buga hann. — Enda var það löngu séð, að hverju stefndi, og þótti mörgum með ólíkindum hve lengi hann entist, en ef hann var spurður hvernig honum liði, var svarið ætíð það sama: „Mér líður vel, það er ekkert að mér.“ Þó gerði hann sér fulla grein fyrir því að það var aðeins um stundarbið að ræða, en hann kveið samt engu. Enginn friður er eins tær og hreinn, og sá er hvílir á andliti þess látna eftir langar þrautir. Þar dvelur náðarhönd Drottins, með nærandi hvíld sinni og fyrir- heiti um betri vist í öðrum heimi. Þannig held ég að flestir minn- ist Bjarna G. Sæmundssonar, sem til hans þekktu. Bjarni Gunnar Sæm- undsson - Minningarorð höfn. Múgur og margmenni fór að taka á móti, draumur fólksins við hafnlausu ströndina var að ræt- ast. Þarna var eftirminnileg at- höfn, í brúnni stóðu framámenn úr Reykjavík, samvinnufrömuðir úr héraði og Kristinn Vigfusson trésmiður. Flest allt sem þar var sagt er mér nú fullgleymt, en loks sagðist Egill Thorarensen ætla að gefa orðið einum af gömlu ára- bátaformönnunum í Þorlákshöfn. Þessi ræða verður mér alltaf ógleymanleg. Sumt er þó gleymt en efnisinntakið finnst mér ég hafa. Kristinn minntist gamla tímans í Þorlákshöfn og bná þar upp svo skýrum myndum að allt varð stórum ljósara. Hann bar það líf saman við nútímann og minnt- ist þeirrar baráttu sem háð var til að koma breytingunum á. Hann bað menn að líta út á gjöful fiski- miðin þarna skammt undan og lýsti fyrir okkur þeirri gullkistu Sunnlendinga. En til þess að þau nýttust yrði að byggja höfn. Hve Kristinn bar sig vel í „ræðustóln- um“ þýðir mér ekki að lýsa en hann nýtti vel þessa stund og hreif alla með sér. Frá þeirri stundu lét ég ekkert tækifæri ónotað til að hlusta á Kristin Vigfússon. Síðar meir hafði ég góð tækifæri til að vera með honum og nema af honum. Hann var sjálfmenntaður eins og menn best gerast og hafði áhuga á mörgum hlutum. Hann reyndist einn besti liðsmaður J>ess að á fót komst Byggðasafn Arnesinga og hann starfaði mjög að málefnum iðnaðarmanna. Úm mörg ár var hann einn af hornsteinum Rotary- klúbbs Selfoss, en í stjórnmálum lét hann sér hægt, stóð næst Sjálfstæðisflokknum en lét sjald- an tefla sér fram á því skákborði. Aldís frænka mín lést árið 1966, langt um aldur fram, og virtist mér þá Kristni brugðið en hann bar sig þó áfram með reisn. Hann bjó lengi enn í Árnesi en naut frábærrar aðhlynningar sona sinna og tengdadætra. Á þeim ár- um heimsótti ég hann oft og naut þess að skrafa við hann einan síns líðs. Mér varð fullljóst að þar var mikill sagnasjór á ferð, og ég vona að hafi varðveist þótt ekki væri nema hluti af því sem hann sá, nam og heyrði á langri lífsleið. En nú er sú lifsleið á enda. Henni lauk með hægu andláti í Sjúkrahúsi Suðurlands þann 5. janúar. Kristinn er einn hinn fyrsti sem til grafar er borinn frá nýja sjúkrahúsinu hér. Eins og allt sitt lif auðnaðist honum enn að vera maður hins nýja tíma. Ég kveð hann með þökk og bið fjöl- skyldu hans allrar blessunar. Pill Lýdsson Við erum innilega þakklát fyrir þau kynni, sem við höfðum af hon- um og konu hans Sigrúnu, Helga- dóttur, og þeirra heimili, og vott- um okkar dýpstu sarnúð þeim, sem eftir hann lifa. Þar er skarð fyrir skildi sem aldrei verður fyllt, því frá er fall- inn eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi. Elskaður og dáður og var þeim hlíf í blíðu og stríðu. Með bætandi hugarfari og hæg- látri einurð studdi hann við bakið á þeim, sem hann elskaði. „Kar þu í friði, friður (>uðs þig blossi, hafðu þökk fvrir alll 01» allt. (•vkksl þu nu*ð (>uði. (>uð þ(*r nú fyigi, hans dy rðarhnoss þú hljoia skall.** N aldomar Hrit*m. Jón Þ. Haraldsson og fjölskylda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.